Morgunblaðið - 03.01.2012, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 03.01.2012, Qupperneq 37
MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 2012 ✝ RannveigMaría Garðars fæddist í Reykjavík 1. september 1927. Hún lést á Dvala- heimilinu Hlíð 24. desember 2011. Foreldrar henn- ar voru Garðar Þor- steinsson, hæsta- réttarlögmaður og alþingismaður í Reykjavík, fæddur 1898 á Víðivöllum í Fnjóskadal, d. 1947, og Anna Pálsdóttir hús- freyja, fædd 1896 í Möðrufelli í Hrafnagilshreppi, d. 1978. Fjöl- skyldan bjó lengst af á Vest- urgötu 19 í Reykjavík. Systkini Rannveigar eru; Hilmar, f. 1922, d. 2007, kvæntur Þorgerði Jör- undsdóttur, Hreinn Þorsteinn, f. 1929, d. 2001, kvæntur Helgu Friðfinnsdóttur og Anna, f. 1939, gift Marinó Þorsteinssyni. Fyrri eiginmaður Rannveigar var Alexander C. Middleton, f. 19. janúar 1917, d. mars 1971. Vesturgötunni eignaðist hún vin- konur sem héldu alla tíð hópinn og hittust reglulega. Eftir Versl- unarskólann fór hún í hús- mæðraskóla í Ljungskile í Sví- þjóð og starfaði um tíma í sendiráðinu í Stokkhólmi. Árið 1948 flutti hún með eiginmanni sínum til Jacksonville í Banda- ríkjunum og síðar til Grand Ca- yman. Rak hún m.a. kjólaverslun á þessum árum. Eftir heimkomu vann Rannveig við ýmis skrif- stofustörf og við þýðingar á kvik- myndum. Árið 1977 hóf hún störf á skrifstofu Hótel Loftleiða og vann þar til 1997 þegar hún lét af störfum vegna aldurs. Rannveig bjó lengst af í Garðabænum með eiginmanni sínum en í vest- urbænum á Kaplaskjólsveginum eftir að hann lést. Í ársbyrjun 2005 flutti hún til Akureyrar til að vera nærri barnabörnunum og síðustu tvö árin dvaldi hún á Dvalarheimilinu Hlíð. Rannveig var jarðsungin frá Dómkirkjunni 2. janúar 2012. Þau skildu. Börn þeirra eru 1) Marí- anna Alexand- ersdóttir, f. 3. sept. 1949. 2) Garðar Thor Middleton, f. 6. nóv. 1958, maki Guðrún Stef- ánsdóttir, f. 16. jan. 1961. Þeirra börn eru Rannveig María Garðarsdóttir, f. 1983, maki Matt Frankel og Þóra Mist Garðs- dóttir, f. 1994. Seinni eiginmaður Rannveigar var Bjarni Stein- grímsson, f. 26. sept. 1926, d. 20. nóv. 1988, dóttir þeirra, Sigríður Emílía Bjarnadóttir, f. 22. apríl 1963, maki Bragi Sigurðsson, f. 12. mars 1961. Börn þeirra eru; Bjarni Þór Bragason, f. 1990, Andri Már Bragason, f. 1994, og Kolbrún María Bragadóttir, f. 1998. Rannveig gekk í Landakots- skóla og síðan í Verslunarskóla Íslands. Á æskuárunum sínum á Bréf til mömmu. Elsku mamma, í mörg ár hef ég ætlað að senda þér handskrifað bréf, en ég er haldinn sterkri frestunaráráttu, lét aldrei verða af því og nú er það of seint. Ég hefði sagt þér frá því hvað við Gunna erum stolt af Maju og Þóru Mist. Að Maja sé gift og farin að stunda fæðingarlækningar í Chi- cago og að Þóra sé að fara í há- skóla. Ég hefði líka sagt þér frá mér og Gunnu, hvað við værum að vinna og hvað gerðist í okkar dag- lega lífi. Ég hefði svo endað öll bréf með því að segja hvað ég sé einstaklega þakklátur Siggu Millu. Hún var alltaf til staðar til þess að heimsækja þig og sjá um að það færi vel um þig. Bless, mamma mín. Skrifa fljótlega aft- ur. Þinn elskandi sonur, Garðar Þór. Þegar ég sest niður og hugsa um hana mömmu mína kemur fyrst upp í hugann; mamma mín var besta mamma í heimi. Það er sárt að þurfa að kveðja en ég er þakklát fyrir allar stundirnar sem við áttum saman. Ég trúi því líka að hún sé á betri stað þar sem hún finnur ekki til og er glöð. Ég á svo margar minningar. Árin á Smáraflötinni þegar mamma var heimavinnandi og all- ar konurnar í götunni komu sam- an á daginn yfir kaffibolla og allir þekktu alla. Móaflötin, þar sem mamma galdraði fram veislur og allir voru alltaf velkomnir. Kapla- skjólsvegur, þangað sem hún flutti eftir að pabbi dó, þar var hún drottning með útsýni í allar áttir. Mamma gekk um á háum hæl- um alla daga og inniskórnir henn- ar voru með hælum, hún var skvísa. Seinna átti ég eftir að njóta góðs af, hún hafði vit á föt- um. Svo var hún líka besti kokkur í heimi og hún kenndi mér allt sem ég veit um eldhús. Ég geymi allar uppskriftirnar hennar og mun koma þeim áfram. Uppvaxtarárin í Garðabænum voru yndisleg. Mamma studdi mig í öllu sem ég gerði og hvatti mig áfram. Þegar ég kynntist Braga varð hún glöð og þau voru mestu mátar alla tíð. Öll árin sem við bjuggum úti í Svíþjóð kom hún reglulega enda vön að ferðast og hafði yndi af. Þess vegna var hún kölluð „amma flug“. Þegar mamma fann að hún var farin að eldast og við komin norður ákvað hún að flytja til okkar. Hún vildi vera nálægt barnabörnunum og taka þátt í lífi þeirra. Því miður var heilsan hjá henni ekki góð síð- ustu árin og við gerðum ekki allt sem við vorum búnar að ákveða en við áttum yndislegar stundir og ég er svo þakklát fyrir þennan tíma sem við fengum saman. Síðustu tvö árin bjó mamma á Hlíð. Þangað fór ég nánast á hverjum degi og við spjölluðum saman. Stundum var hún glöð og kát og stundum var hún þung og þá yfirleitt vegna þess að hún fann til. Hún var ekki stór hún mamma mín, „163 og hálfur og ekki gleyma þessum hálfa“ var hún vön að segja og brosa. Hún var mikill töffari enda kölluð Töffar- inn af hjúkrunarfólki. Hún var hreinskilin og það var ekki hennar að tala í kringum hlutina og svo hafði hún hárbeitt- an húmor. Ef ég vildi fá hreinskil- ið svar spurði ég hana og ég vissi að hún sagði mér alltaf satt. Við gátum talað um allt milli himins og jarðar og rökræddum hlutina. Hún vildi vita hvað allir væru að gera og vildi hjálpa og gefa ráð. Mikið á ég eftir að sakna þín, mamma mín, lífið verður fátæk- ara núna þegar þú ert farin en ég ætla að hugga mig við það að núna ertu hjá pabba á háum hælum í fínni drakt, að drekka vel kælt hvítvín, hlusta á góðan djass. Þannig ætla ég að muna þig. Takk fyrir lífið og allt það sem þú hefur kennt mér og gefið. Farðu í friði. Þín dóttir, Sigríður Emilía. Elskuleg tengdamóðir mín. Ég vil hér í fáeinum orðum fá að kveðja þig, elsku Didda, hinsta sinni. Við fráfall þitt birtast í hug- anum ýmsar myndir af samveru- stundum liðinna ára. Mér er sér- lega minnisstætt hversu vel þið Bjarni tókuð mér er við Sigga kynntumst um jólaleytið 1979. Fljótlega fórum við Sigga að búa saman í aukaíbúðinni á Móaflöt- inni hjá ykkur og saman áttum við þar ótal skemmtilegar stundir. Í huga mér ber ég eilíft þakk- læti til ykkar Bjarna fyrir góðvild, gjafmildi og umhyggjusemi í minn garð. Þú varst glæsileg kona á all- an hátt, og vart hægt að hugsa sér betri tengdamóður að eiga að. Glaðlyndi þitt, brosið og kímnigáf- an alltaf á sínum stað. Það var þér og okkur öllum mikill missir er Bjarni féll frá í nóvember 1988. Við vissum það að þú saknaðir hans mikið, þótt þú bærir sorg þína í hljóði. Árinu áður höfðum við Sigga flutt af Móaflötinni, fyrst norður til Akureyrar, síðan til Svíþjóðar, og svo aftur til Ak- ureyrar. Héldum þó okkar striki, hittumst reglulega þrátt fyrir fjarlægð, enda varst þú alla tíð sérstaklega dugleg að ferðast og ekki að undra að börnin okkar kölluðu þig „ömmu flug“. Ótal góðar stundir áttum við bæði fyrir sunnan og norðan, í Svíþjóð, á Kaplaskjólsveginum, og síðustu árin á Akureyri. Börnum okkar varstu sérlega góð, sýndir þeim ást og umhyggju, þeim fannst gott að koma til þín, og þeim leið vel hjá þér. Vissulega voru síðustu árin þér stundum erfið, sökum ýmissa áfalla sem þú varðst fyrir. Þú tókst þeim þó með æðruleysi, og alltaf var brosið á sínum stað, og húmorinn skammt undan. Ég vona að við Sigga og börnin okkar höfum getað létt þér eitthvað stundirnar þessi síðustu ár. Ég hef lengi dáðst að því hve Sigga var natin og hjálpleg þér, og allri þeirri ást og umhyggju sem hún sýndi þér síðustu árin eins og reyndar alla tíð. Á aðfangadag öðlaðist þú frelsi þitt aftur og að ég held langþráða hvíld. Og þó að við sem eftir sitjum fyllumst sökn- uði, þá gleðjumst við jafnframt með þér, vitandi það að þú ferð nú brosandi á fund Bjarna aftur. Í veganesti færð þú frá okkur alla þá ást sem við höfum að veita. Við sitjum eftir í sorg og söknuði en huggum okkur við ótal góðar minningar sem við munum varð- veita í hjarta okkar. Minning þín mun lifa með okkur um ókomna tíð. Þinn tengdasonur, Bragi Sigurðsson. Nú er Didda frænka farin frá okkur. Hún kvaddi lífið á aðfanga- dag með öll börnin sín hjá sér, södd lífdaga. Við systur minnumst móðursystur okkar með gleði í hjarta og brosi á vör er hugurinn leitar í hafsjó minninganna. Fyrstu minningarnar um Diddu eru af glæsilegu heimili hennar og Bjarna í Garðabæ. Þau voru yndisleg hjón og litlar stelp- ur skynjuðu sterkt gleðina og hinn góða anda sem þar ríkti. En það var fleira en heimili Diddu frænku sem einkenndist af glæsi- brag. Sjálf var hún heimsklassa- pía, óaðfinnanlega tilhöfð og með einstaka útgeislun. Didda frænka var höfðingi heim að sækja. Veislurnar hennar voru rómaðar, ekki síst fyrir þann ljúffenga mat sem hún töfraði fram, enda var hún framúrstefnu- kokkur sem eldaði með hjartanu. Didda var bráðskemmtileg og hafði hárbeittan húmor. Sá hún oft hina gamansömu hlið hluta og það var einstaklega gaman að hlæja með henni. Hún vildi hafa gott andrúmsloft í kringum sig og hafði góða og sterka nærveru. Fátt gladdi Diddu meira en glæsilegir karlmenn. Hún dáði hið karlmannlega og var í raun al- gjört karlasnobb á sinn fágaða hátt. Karlpeningurinn í okkar fjöl- skyldu naut svo sannarlega góðs af þessu. „Hættið nú þessu bölv- aða kvenréttindakjaftæði stelp- ur,“ sagði hún þegar við héldum því fram að hún dekraði þá meira en okkur. Didda frænka hallaðist að am- eríska stílnum enda hafði hún bú- ið vestra um árabil. Sletti gjarnan með hreim, bað matargesti í fúl- ustu alvöru að rétta sér „corn“ og notaði „garlic“ í matargerð. Hún naut þess að horfa á sjónvarp, sér- staklega amerískt efni. Í seinni tíð gáfum við systur henni viðurnefn- ið „The Golden Girl“ því sam- nefndir þættir voru í miklu uppá- haldi hjá henni, raunar safnaði hún öllum þáttaröðunum á vídeó- spólur. Við grínuðumst með að Didda væri ein af sögupersónum þáttanna með silfraða hárið sitt, kjaftinn opinn (orðfæri sem við lærðum af Diddu), bleiklakkaðar neglur, reykjandi langar sígarett- ur, sitjandi í plussstól, elegant í dressinu, veifandi fjarstýring- unni. Didda var stolt af sínu fólki; börnunum sínum, tengdabörnum og barnabörnum enda hafði hún ríka ástæðu til. Þeim vottum við okkar dýpstu samúð. Við systur erum afar þakklátar fyrir sam- fylgdina með Diddu frænku. Fal- lega brosið hennar mun lifa með okkur alla tíð. Anna Margrét og María Hrund Marinósdætur. „Hvernig hefurðu það Didda mín,“ spurði ég. Þetta var í ágúst síðastliðnum á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri. Þröstur var með mér og stelpurnar. Við vorum rétt komin inn úr dyrunum og Didda lá í rúminu. Augnablik virti hún okkur fyrir sér og svaraði svo með rámri röddinni: „Hvernig sýnist þér ég hafa það? Ég ligg hér eins og hlanddúkka.“ Alveg umbúða- laust. Að hætti Diddu frænku. Hún var með munninn fyrir neðan nefið. Hún var karakter. Með sér- stæða kímnigáfu. Og hún var dama. Afar glæsileg. Það þýddi ekkert að spyrja frekar um líðan Diddu. Hún hafði lítinn áhuga á að ræða heilsuna. Hún hafði yfirleitt ekki mikinn áhuga á að tala um sín mál. En hún hafði sterkar skoðanir á öðr- um hlutum og lét þær óspart í ljós. Hún var víðförul og fylgdist vel með, ekki síst í Ameríku þar sem hún hafði lengi búið. Didda vildi heldur vita hvað væri að gerast hjá mér og mínum. Þar fylgdist hún líka vel með. Þegar ég eignaðist dætur kom hún fram við þær eins og amma þeirra, hlý og áhugasöm um margt sem þeim viðkom. Hún hjálpaði á ýmsa lund. Passaði stelpurnar til dæmis hluta úr degi eitt sumarið þegar hún bjó á Kaplaskjólsveginum. Hún spilaði við þær lönguvitleysu en hún var spilakona og miðlaði þeim áhuga til dætra minna. Þær fengu hjá henni rúgbrauð með smjöri og kæfu, lakkrís og fleira góðgæti. Ég tengi Diddu frænku við góðan mat en hún var afbragðs kokkur. Enginn stóðst Diddu snúning þegar kom að rjúpunum á aðfangadag. Við fórum aftur á Hlíð daginn eftir til að hitta Diddu. Hún var frammi á kaffistofu. Það lá vel á henni og hún naut þess að setja sig inn í kapalinn sem Mist var að leggja. Við buðum henni að koma með okkur í bíltúr en hún vildi frekar hvíla sig. Við kvöddumst. Þetta reyndist vera seinasta heimsóknin okkar til hennar. Ég verð alltaf þakklát fyrir Diddu frænku. Hún var eins og frænkur eiga að vera; góð, áhuga- söm, nálæg. Ég mun sakna henn- ar mikið. Hrönn Marinósdóttir. Það er með sorg í hjarta sem ég kveð bernskuvinkonu, hana Diddu mína, sem ég hef þekkt eins lengi og ég man eftir mér. Bræður hennar tveir, Hilmar og Hreinn Þorsteinn (Bói) hafa þeg- ar kvatt, eftir lifir yngsta systk- inið, hún Anna. Heimili Önnu og Garðars á Vesturgötu 19, var stórt, óvenju- lega glæsilegt og mannmargt, þar bjó stórfjölskyldan saman. For- eldrar Garðars, María og Þor- steinn, fluttu til sonar og tengda- dóttur fljótlega eftir að þau settust að í Reykjavík. Garðar hafði þá lokið lögmannsprófinu. Það voru ömmur á nágranna- heimilunum, en hvergi afi, nema Þorsteinn, hann taldi það ekki eft- ir sér að vera afi okkar barnanna í næstu húsum og aldrei kallaður annað. Við upplifðum eina stærstu breytingu sem orðið hefur í ís- lensku þjóðlífi þegar herinn steig á land í maímánuði 1940 og horfð- um agndofa á breska hermenn marséra niður Vesturgötuna. Ungar stúlkur komu til hjálpar við heimilisstörfin á Vesturgötu 19, dvöldu lengi og ein þeirra, sem kynnst hafði mannsefninu, var treg að yfirgefa heimilið. Anna og Garðar létu þá byggja hæð ofan á steinsteypt „vaskahús“ á baklóð- inni og þar fengu ungu hjónin sína fyrstu íbúð. Það var mikill gestagangur á heimilinu á Vesturgötu 19, ætt- ingjar að norðan og úr Mýrdaln- um gistu þegar þeir komu til bæj- arins. En það þurfti ekki skyldleika til, ótrúlegur fjöldi fólks naut gestrisni þeirra og þeir voru margir stúdentarnir að norð- an, sem áttu athvarf sitt á heim- ilinu á háskólaárunum og án efa verið þeim hjálp fyrir tíma náms- lánanna. Á unglingsaldri fengum við Didda sumarvinnu við að vísa til sætis í Gamlabíói. Þótti okkur nokkur upphefð að enda yngstar af starfsstúlkunum. Við gengum síðan að því sumarstarfi vísu öll skólaárin. Didda hóf nám í Verslunar- skóla Íslands, sem lauk með versl- unarprófi 1945, var þar í góðum hópi félaga og eignaðist þar vin- konur fyrir lífstíð. Hún fór vel nestuð út í lífið, alin upp af mik- ilhæfum foreldrum, bjó við ástúð og öryggi, vel gefin, glæsileg og hörkudugleg. En sorgin átti eftir að vitja hennar, hún syrgði mjög föður sinn sem lést í hörmulegu flugslysi árið 1947. Sorgin varð enn þyngri þegar hún vissi að hann hafði hringt á vinnustað hennar, nokkrum mínútum áður en hann steig um borð í flugvélina, til að kveðja, en hún hafði þá að- eins skroppið frá. Vanheilsa Diddu síðustu árin er þyngri en tárum taki. Hún hvarf svo inn í eilífðina að morgni að- fangadags. Ég finn til mikils þakklætis í garð Diddu og allrar fjölskyldu hennar. Hún sá um að koma mér í „fóst- ur“ á æskuheimili sínu þegar ég, fulltíða, kom heim eftir nokkurra ára dvöl í Vesturheimi og húsnæð- islaus. Naut ég þar sömu hlýju og fyrr á ævinni. Það er með miklum trega sem ég kveð vinkonu mína og þakka ævilanga vináttu. Börnum henn- ar, tengdabörnum og afkomend- um votta ég samúð mína, einnig Önnu systur hennar og fjölskyldu. Bergljót Ingólfsdóttir. Meira: mbl.is/minningar Rannveig María Garðars 24 tíma vakt Davíð H. Ósvaldsson S: 896 8284 Óli Pétur Friðþjófsson S: 892 8947 Sími 551 3485 ÞEKKING –REYNSLA–ALÚÐ ÚTFA RARÞJÓNUSTA ✝ Okkar ástkæra LAUFEY FRIÐRIKSDÓTTIR frá Bolungarvík, til heimilis á Hrafnistu Reykjavík, áður Hringbraut 63, Reykjavík, lést á Hrafnistu föstudaginn 16. desember. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 4. janúar kl. 13.00. Helgi Benediktsson, Kristín Helgadóttir, Bergur Benediktsson, Ragnhildur Þórarinsdóttir, Sólborg Pétursdóttir, Þórður Friðriksson, Jóhannes Pétursson, Þuríður Ingólfsdóttir, Magnús Pétursson. ✝ Okkar ástkæra IRENE GOOK, Austurbyggð 17, Akureyri, sem lést mánudaginn 19. desember, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 5. janúar kl. 13.30. Auður Guðvinsdóttir, Birgir Sveinsson, Baldur Guðvinsson, Valgerður Valdemarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær sonur okkar og bróðir, JÓN ELLERT TRYGGVASON, sem varð bráðkvaddur á aðfangadag, verður jarðsunginn frá Árbæjarkirkju miðvikudaginn 4. janúar kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á stúkusjóð Fylkis, reikn.nr. 1185-26-590900, kt. 481173-0359. Inga Ásgeirsdóttir, Sæmundur Gunnarsson, Tryggvi Sv. Jónsson, Erna Agnarsdóttir, Arnar Þór Björgvinsson, Guðrún Björg Elíasdóttir, Ásgeir Þór Björgvinsson, Svana Emilía Kristinsdóttir, Elva Tryggvadóttir, Einar Ágústsson, Ása Sif Tryggvadóttir, Þorsteinn Þór Traustason, Sigrún Kjartansdóttir, Karsten Hoff, systkinabörn og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.