Morgunblaðið - 03.01.2012, Qupperneq 44
44 DAGBÓK
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 2012
Grettir
Smáfólk
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
ÞEIR VIRÐAST EKKI GETA
VERIÐ SAMMÁLA UM NEITT
ÞETTA GETUR
EKKI ENDAÐ VEL
SVONA NÚ GRETTIR, LÁTTU
ÞIG DETTA OFAN Í ÞENNAN
BALA AF GÓMSÆTU PASTA
ÉG HAFÐI
GREINILEGA RANGT
FYRIR MÉR
ÞETTA Á
EFTIR AÐ
SENDA HANN
BEINT
TIL SÁL-
FRÆÐINGS!
ÞÚ ERT SÁ ALLRA LATASTI OG VAN-
HÆFASTI ÞJÓNN SEM ÉG HEF NOKKURN TÍMANN
HITT! ÉG VIL FÁ AÐ TALA VIÐ EIGANDANN!
HEYRÐU
PABBI...!
ÞAÐ ER
ANNAR GAUR HÉRNA
SEM VILL AÐ ÞÚ
REKIR MIG!
ÉG
GET
EKKI
BEÐIÐ!
MUNDU SAMT AÐ
EF ÞÚ FÆRÐ HEIMÞRÁ, ÞÁ
GETURÐU ALLTAF HRINGT Í
OKKUR
ÆI MAMMA!
ÉG
VIL BARA
AÐ ÞÚ
VITIR ÞAÐ
IRON MAN SAGÐI
SVOLÍTIÐ SEM MÉR
FANNST SKRÍTIÐ
HVAÐ
VAR ÞAÐ?
MÉR HEYRÐIST
HANN SEGJA
„SKAL GERT”
ÞAÐ HLJÓMAÐI
EINS OG EINHVER
VÆRI AÐ GEFA
HONUM SKIPANIR
ÉG VERÐ AÐ
KOMAST AÐ ÞVÍ
HVER ÞAÐ ER
ERTU ENNÞÁ SPENNT
FYRIR ÚTILEGUNNI?
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
velvakandi@mbl.is
Félagsstarfeldriborgara
Árskógar 4 | Smíði/útskurður kl. 9.
Botsía kl. 9.30. Handav. kl. 12.30. Spilað
kl. 13.
Dalbraut 27 | Handavinnustofa kl. 8,
vöfflukaffi kl. 13.30.
Félagsheimilið Gjábakki | Handa-
vinnustofan opin, jóga kl. 10.50, kynning
kl. 14. Þar mun félagstarfið segja frá
starfseminni til maíloka, Félag eldri borg-
ara og íþróttafélagið Glóð munu skýra
frá starfi sínu til vors.
Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ |
Innritun hefst í dag í alla leikfimi og nám-
skeið á vorönn. Ný námskeið eru tölvu-
námskeið og námskeið um Eglu. Athug-
ið: takmarkaður fjöldi í vissum hópum.|
Grensáskirkja | Kyrrðarstund kl. 12.
Hvassaleiti 56-58 | Jóga kl. 9/10. Búta-
saumur kl. 9. Myndlist kl. 13. Helgistund
kl. 14, séra Ólafur Jóhannsson. Böðun
fyrir hádegi, fótaaðgerðir, hársnyrting.
Norðurbrún 1 | Myndlist, vefnaður/
útskurður kl. 9. Upplestur kl. 11. Frí-
stundarstarf f/íbúa e. hád.
Vesturgata 7 | Setustofa kl. 9. Handa-
vinna kl. 9:15. Spurt og spjallað kl. 13.
Kaffiveitingar kl. 15:30.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Fé-
lagsmiðstöðin opin í dag, handa-
vinnustofan er opin, félagsvist kl. 14.
ÍVísnahorni hef ég stundum rifjaðupp samræður okkar Ara Jós-
efssonar í Menntaskólanum á Ak-
ureyri um Sjödægru, sem var ásamt
Kvæðabók Hannesar Péturssonar
og Steini Steinarr sú ljóðabók, sem
við höfðum oftast milli handanna
eftir að við vorum komnir í 4. bekk.
Þegar Ari settist í 3. bekk var Þor-
steinn Erlingsson hans skáld:
Því kóngar að síðustu komast í mát
og keisarar náblæjum falda
og guðirnir reka sinn brothætta bát
á blindsker í hafdjúpi alda.
Og síðan hristi Ari sinn þrjóska
rauða koll og bætti við til að storka
Dettifossi og Einari Benediktssyni:
Nei. Það er svo stopult sem þeim sýnist
frítt.
Nú þykir þeim sælast að dreyma,
að þú værir asni, sem upp í er hnýtt
og íslenskar þrælshendur teyma.
En í 4. bekk var komið annað
hljóð í strokkinn. Það hafði fallið á
aldamótaskáldin og við hrifumst af
Jóhannesi úr Kötlum. „Vögguvísa í
húsi farmannsins“ var á vörum okk-
ar í mánuð eða tvo með sínu lagi:
Pabbi fór til Honúlúlú
gekk í pálmalund
tyllti sér hjá brúnni mey
– hún lék á gítar sinn.
Ekki vil ég söng hin brúna
faðma Íslandsmann –
hann er sig svo kaldur æ
og ó og æ og ó.
Hver veit nema pabbi sendi
gull og fílabein
heim til sinnar dóttur smá
frá Honúlúlú nú.
Kvæðið „Rímþjóð“, var okkur op-
inberun:
Mitt land – það var einbúi í hafi
hins svala og blástirnda norðurs:
því svarraði úðahvítt brim
við hornbjörg og þrotlausa sanda.
Og þjóð mín var huldan í dalnum
sem starði út í ráðgátu fjarskans
með gaddaðan hvítserk í bak
– og logandi hekluna fyrir.
Af sólhvörfum skyggðí álinn
– þá kvað hún sig umlokin myrkri
í sátt við þá gerningahríð
og barðist sem kóngsman við dauðann.
Í sléttubönd vatnsfell og stöguð
hún þrautpíndan metnað sinn lagði
í stuðla hún klauf sína þrá
við höfuðstaf gekk hún til ljóða.
Því rýrari verður í aski
því dýrari háttur á tungu:
við neistann frá eddunnar glóð
hún smíðaði lykil úr hlekknum.
Loks opnaðist veröldin mikla
og huldan steig frjáls út úr dalnum
– þá sökk hennar rím eins og steinn
með okinu niður í hafið.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Það er svo stopult sem
þeim sýnist frítt
Dagatal og afmæl-
isrit að vestan
Merkilegt er það starf
sem mörg átthaga-
félög landsins vinna
fyrir sínar heima-
byggðir. Nú er til
dæmis komið út daga-
tal Önfirðingfélagsins
í 20. sinn. Það er eitt
af allra vönduðustu
plöggum sinnar teg-
undar og hlýtur að
vera Önfirðingum og
þeim sem hafa það
undir höndum til
ánægju og gleði. Sá
sem þar stendur að
verki er sonur Önundarfjarðar,
Björn Ingi Bjarnason, nú búsettur á
Eyrarbakka. Það hlýtur að teljast
með fádæmum sem sá maður hefur
komið í verk í kynningu á sinni
heimabyggð en Önfirðingafélaginu
hefur hann stýrt svo lengi sem elstu
menn muna. Á hinn bóginn er svo
komið út 65 ára af-
mælisrit Dýrfirðinga-
félagsins og er það
sonur Dýrafjarðar,
Kristján Ottósson frá
Svalvogum, sem á
heiðurinn af því verki.
Þar kennir ýmissa
grasa eftir marga höf-
unda og má segja að
rit þetta sé ein alls-
herjar lofgjörð um
Dýrafjörð, svo sem
vera ber. Alltof sjald-
an er því haldið á lofti
sem vel er gert. Það
sem hér hefur verið
nefnt er unnið í sjálf-
boðavinnu að mestu
og er liður í því að halda uppi merki
hinna dreifðu byggða Íslands. Ekki
veitir nú af.
Hallgrímur Sveinsson.
Velvakandi
Ást er…
… að vera í sama liði.
- nýr auglýsingamiðill
569-1100finnur@mbl.is
...þú leitar og finnur