Morgunblaðið - 03.01.2012, Síða 45

Morgunblaðið - 03.01.2012, Síða 45
MENNING 45 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 2012 Rithöfundurinn HoracioCastellanos Moya erlandlaus, hann er fæddurí Hondúras, ólst upp í El Salvador og hefur dvalið í Gvate- mala, Mexíkó, Þýskalandi og Banda- ríkjunum. Hann er því sannarlega heimsborgari en í skrifum sínum horfir hann iðulega heim til Róm- önsku Ameríku og er ekkert að hlífa okkur lesendum sínum þegar hann fjallar grímulaust um blóði drifna sögu stríðshrjáðrar álfunnar. Moya skellir þessu framan í okkur sem í fjarlægum velmegunarríkjum höfum frekar viljað líta undan en horfast í augu við það sem hefur átt sér stað í þessum heimshluta, og á sér reyndar enn stað, samkvæmt því sem hann segir í nýlegu viðtali. Þar fullyrðir hann að ofbeldinu linni ekki, þó svo að tími borgarastyrjalda sé liðinn. Hann segir dráp á fólki borga sig fyrir þá sem sækjast eftir völdum, þeir komist hærra eftir því sem þeir drepi fleiri. Allt sé grund- vallað á blóði. Skáldsagan Fásinna (Insensatez) segir frá manni sem tekur að sér að lesa próförk að ellefu hundruð síðna skýrslu katólsku kirkjunnar um þjóðarmorð hersins á indíánum í ónefndu ríki í Mið-Ameríku. Maður þessi er í nokkru ójafnvægi, bæði drykkfelldur og yfirþyrmdur af kyn- órum, og ekki batnar ástand hans við lesturinn á skýrslunni, þar sem hann les vitnisburði þeirra sem lifðu af ofbeldisverkin. Engan skal undra að sá hryllingur sem fólkið segir frá í skýrslunni skuli hafa djúpstæð áhrif á veslings manninn, ótti hans vex eftir því sem líður á söguna og ofsóknaræði renn- ur á hann, enda veit hann að valdhaf- ar og þeir sem málið varðar svífast einskis. Moya tekst listavel að segja sögu þessa grátbroslega manns í sinni ömurlegu stöðu, um leið og hann segir okkur skelfilega sögu af raunverulegum atburðum sem áttu sér stað í þessum heimshluta. Setn- ingar úr skýrslunni sem vitnað er til eru ekki skáldaðar, heldur raun- verulegur vitnisburður fólks. Og hryllingurinn sem þar birtist er svo skefjalaus að lesandinn vill helst ekki vita af honum. Lesandinn losnar ekki svo auð- veldlega við myndirnar sem límast inn á heilabúið eftir lesturinn, til dæmis mynd af hershöfðingja sem heldur í hælana á litlu barni og snýr því í hringi til að geta slengt því utan í burðarstólpa úr viði og splundrað þannig á því meyrholda höfðinu. Hún veldur sannarlega ógleði mann- vonskan sem birtist í þeim níðings- verkum sem framin voru í fjölda- morðunum á frumbyggjunum. Og það er undarleg upplifun að lesa um þau á sama tíma og maður getur ekki annað en hlegið að aðalpersón- unni, sem í samskiptum sínum við hitt kynið er afar aumkunarverð. Hann er ekki síður klaufalegur í ná- vist karlkyns félaga sinna. Þetta er á einhvern hátt fyndin og sorgleg saga af manni við ömurlegar aðstæður. Moya gerir þetta afar vel og hann undirstrikar streituna í sál- arlífi sögupersónunnar með stílnum sem er mjög sérstakur og einkennist af mikilli punktafæð og setn- ingalengd. Stundum er heil blaðsíða á milli punkta. Orðin flæða fram, rétt eins og óreiðan í höfðinu á aðal- persónunni sem segir frá í fyrstu persónu. Hermann Stefánsson hefur heldur betur tekist á við ögrandi verkefni að þýða þessa bók og skila stílnum yfir á ylhýra, en honum tekst fantavel upp, þýðingin er ekk- ert annað en snilld. Morgunblaðið/Eggert Ögrandi „Moya tekst listavel að segja sögu þessa grátbroslega manns í sinni ömurlegu stöðu, um leið og hann segir okkur skelfilega sögu.“ Skáldsaga Fásinna bbbbn Eftir Horacio Castellanos Moya. Her- mann Stefánsson þýddi. Bjartur gefur út, kilja 124 bls. KRISTÍN HEIÐA KRISTINSDÓTTIR BÆKUR Of ljótt til að vita Breski myndlistarmaðurinn David Hockney er með virt- ustu listamönnum Breta og opnar um næstu helgi stóra sýningu á nýjum verkum í Royal Academy í London. Á nýársdag gaf talsmaður Bretadrottningar út tilkynn- ingu þess efnis að drottningin hefði skipað Hockney, sem er 74 ára gamall, meðlim í fámennum og afar virt- um klúbbi sem kenndur er við „Order of Merit“. Í þeim félagsskap eru á hverjum tíma aðeins 24 karlar og kon- ur. Samkvæmt dagblaðinu The Independent neitaði Hockney, sem hefur áður hafnað því að vera aðlaður af drottningunni, því að tjá sig um málið. Hann sagði að- eins við blaðamann, að það væri gott að „þau væru ekki haldin fordómum gagnvart gömlum reykingarmanni.“ Meðal annarra félaga í Order of Me- rit-hópnum má nefna Margaret Thatcher barónessu, arkitektinn Foster lá- varð, skúlptúristann Anthony Caro, náttúrufræðinginn David Attenbor- ough, leikskáldið Tom Stoppard og Karl Bretaprins. David Hockney kominn í fámennan klúbb með Thatcher og Bretaprins David Hockney Feðgarnir frá Kirkjubóli er heiti tvöfaldrar sagnaskemmtunar sem verður boðið upp á í fyrsta skipti um næstu helgi í Landnámssetrinu í Borgarnesi. Silja Aðalsteinsdóttir hefur leikinn seinnipart dags með sögu Guðmundar Böðvarssonar skálds og kvennanna í lífi hans, en Silja ritaði á sínum tíma ævisögu Guðmundar. Han var alla tíð um- kringdur ástríkum konum en þrjár skipuðu heiðurssess í lífi hans; móð- irin, Kristín Jónsdóttir, skáldgyðja hans, Ragnheiður Magnúsdóttir, og eiginkona hans, Ingibjörn Sigurð- ardóttir, „sólin sem kyssti hann“. Í dagskrá Silju um Guðmund verður athyglinni einkum beint að samskiptum hans við þessar þrjár konur og áhrifunum sem þær höfðu á líf hans og ljóð. Í seinni sagnaskemmtuninni, um kvöldið, segir Böðvar Guðmunds- son sögur úr sveit sem ekki er leng- ur til. Meira vill Böðvar víst ekki láta uppi, en margir hafa lesið hríf- andi smásagnasafn hans, Sögur úr Síðunni, og gæti þar verið vísbend- ingar að finna. Sýningarfjöldi er takmarkaður því Böðvar kemur sérstaklega frá Danmörku til að taka þátt. Frum- sýning dagskrárinnar á laugardag- inn kemur, 7. janúar, klukkan 16 og 20 – Silja talar klukkan 16 og Böðv- ar um kvöldið. Næstu sýningar eru á sunnudaginn kemur og aftur á þriðjudag, og þá einnig klukkan 16 og 20 báða dagana. Böðvar og Silja í Landnámssetrinu Morgunblaðið/Ómar Kemur heim Böðvar kemur frá Danmörku til að segja frá.  Tvískipt sagna- skemmtun um feðga frá Kirkjubóli Sinfóníuhljóm- sveit unga fólks- ins fyrirhugar að flytja óperuna Don Giovanni eftir Wolfgang Amadeus Mozart á tvennum tón- leikum í sumar. Fyrri tónleikarn- ir verða á Þjóð- lagahátíðinni á Siglufirði 8. júlí og þeir síðari tveimur dögum síðar, 10. júlí, í Eld- borgarsal Hörpu. Átta ungum einsöngvurum verð- ur boðið að syngja með hljómsveit- inni. Bjarni Thor Kristinsson óp- erusöngvari verður sögumaður í flutningnum og þá fer Háskólakór- inn með hlutverk kórsins í upp- færslunni. Óperan verður sett upp í konsertformi og verður sungin á ís- lensku en þýðandi og stjórnandi er Gunnsteinn Ólafsson. Gunnsteinn segir að áheyrnar- prufur fyrir einsöngvarana muni fara fram nú í byrjun janúar og hef- ur mikill fjöldi boðað komu sína. Miðað er við að söngvararnir séu komnir langt í söngnámi og um það bil að hefja feril sinn sem einsöngv- arar. Söngvara leitað Gunnsteinn Ólafsson Fanný og Alexander (Stóra sviðið) Fim 5/1 kl. 20:00 fors Fim 26/1 kl. 20:00 aukas Fim 1/3 kl. 20:00 11.k Fös 6/1 kl. 19:00 frums Sun 5/2 kl. 20:00 5.k Fös 2/3 kl. 20:00 12.k Mið 11/1 kl. 20:00 2.k Fim 9/2 kl. 20:00 6.k Fim 8/3 kl. 20:00 Lau 14/1 kl. 20:00 aukas Mið 15/2 kl. 20:00 7.k Fös 9/3 kl. 20:00 Sun 15/1 kl. 20:00 3.k Fim 16/2 kl. 20:00 8.k Lau 17/3 kl. 20:00 Mið 18/1 kl. 20:00 aukas Fös 17/2 kl. 20:00 9.k Fös 23/3 kl. 20:00 Sun 22/1 kl. 20:00 aukas Fim 23/2 kl. 20:00 aukas Lau 31/3 kl. 20:00 Mið 25/1 kl. 20:00 4.k Fös 24/2 kl. 20:00 10.k Hin stórbrotna fjölskyldusaga loks á svið Galdrakarlinn í Oz (Stóra sviðið) Lau 7/1 kl. 14:00 30.k Lau 28/1 kl. 14:00 Lau 18/2 kl. 14:00 Sun 8/1 kl. 14:00 31.k Sun 29/1 kl. 14:00 Sun 19/2 kl. 14:00 Lau 14/1 kl. 13:00 Lau 4/2 kl. 14:00 Lau 25/2 kl. 14:00 Sun 15/1 kl. 14:00 Sun 5/2 kl. 14:00 Sun 26/2 kl. 14:00 Lau 21/1 kl. 14:00 Lau 11/2 kl. 14:00 Sun 22/1 kl. 14:00 Sun 12/2 kl. 14:00 Einn vinsælasti fjölskyldusöngleikur allra tíma Kirsuberjagarðurinn (Stóra sviðið) Sun 8/1 kl. 20:00 Fim 19/1 kl. 20:00 Fös 27/1 kl. 19:00 Fim 12/1 kl. 20:00 Fös 20/1 kl. 19:00 Sannkölluð leikhúsperla um ástir, drauma og vonir. Sýningum fer fækkandi NEI, RÁÐHERRA! (Stóra sviðið) Lau 7/1 kl. 19:00 Fös 13/1 kl. 19:00 Lau 21/1 kl. 19:00 Gríman: Áhorfendasýning ársins 2011 Axlar - Björn (Litla sviðið) Mán 9/1 kl. 20:00 fors Sun 22/1 kl. 20:00 4.k Lau 11/2 kl. 20:00 8.k Þri 10/1 kl. 20:00 fors Mið 25/1 kl. 20:00 5.k Sun 12/2 kl. 20:00 aukas Mið 11/1 kl. 20:00 frums Fim 26/1 kl. 20:00 6.k Lau 18/2 kl. 20:00 9.k Sun 15/1 kl. 20:00 2.k Lau 4/2 kl. 20:00 aukas Sun 19/2 kl. 20:00 Mið 18/1 kl. 20:00 3.k Sun 5/2 kl. 20:00 7.k Nýtt verk úr smiðju Vesturports Jesús litli (Litla svið) Sun 8/1 kl. 20:00 aukas Mannbætandi upplifun! Grímusýning ársins 2010. Lokasýning Nýdönsk í nánd (Litla sviðið) Lau 7/1 kl. 22:00 2.k Lau 14/1 kl. 22:00 4.k Lau 21/1 kl. 22:00 aukas Fös 13/1 kl. 22:00 3.k Fös 20/1 kl. 22:00 5.k Aftur á svið - aðeins þessar sýningar Heimsljós (Stóra sviðið) Lau 7/1 kl. 19:30 4.sýn Lau 28/1 kl. 19:30 10.sýn Lau 18/2 kl. 19:30 14.sýn Sun 8/1 kl. 19:30 5.sýn Sun 29/1 kl. 19:30 11.sýn Sun 19/2 kl. 19:30 15.sýn Lau 14/1 kl. 19:30 6.sýn Lau 4/2 kl. 19:30 12.sýn Lau 25/2 kl. 19:30 16.sýn Sun 15/1 kl. 19:30 7.sýn Sun 5/2 kl. 19:30 13.sýn Sun 26/2 kl. 19:30 17.sýn Lau 21/1 kl. 19:30 8.sýn Lau 11/2 kl. 19:30 1.auka Sun 22/1 kl. 19:30 9.sýn Sun 12/2 kl. 19:30 2.auka Frumsýnt annan í jólum 2011 Svartur hundur prestsins (Kassinn) Sun 8/1 kl. 19:30 33.s Fös 20/1 kl. 19:30 37.s Fim 12/1 kl. 19:30 34.s Lau 21/1 kl. 19:30 síð.sýn. Sýningum lýkur í janúar! Hreinsun (Stóra sviðið) Fim 5/1 kl. 19:30 16.sýn Fös 13/1 kl. 19:30 síð.sýn Sýningum lýkur í janúar! Litla skrímslið og stóra skrímslið í leikhúsinu (Kúlan) Sun 8/1 kl. 13:30 6.sýn Sun 15/1 kl. 15:00 9.sýn Sun 29/1 kl. 13:30 12.sýn Sun 8/1 kl. 15:00 7.sýn Sun 22/1 kl. 13:30 10.sýn Sun 29/1 kl. 15:00 13.sýn Sun 15/1 kl. 13:30 8.sýn Sun 22/1 kl. 15:00 11.sýn Hjartnæm og fjörmikil sýning Judy Garland (Þjóðleikhúskjallarinn) Sun 8/1 kl. 16:00 Fös 13/1 kl. 22:00 U

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.