Morgunblaðið - 03.01.2012, Side 52
ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 3. DAGUR ÁRSINS 2012
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550
1. Spáir 17 stiga frosti á Sandbúðum
2. „Maðurinn er hafnaði Bítlunum“
3. Stöðvaði einkateiti á Players
4. Íslenska leiðin var best
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Ólöf heldur afmælistónleika og
mun flytja tilviljanakennda blöndu af
eigin lögum og annarra eins og henni
einni er lagið. Klara Arnalds mun áð-
ur þeyta skífum og ganga út frá þem-
anu „soul“ fyrir Ólöfu.
Ólöf Arnalds á Rósen-
berg á morgun
Leikhópurinn
Fullt hús frum-
sýnir verðlauna-
leikritið Póker eft-
ir Patrick Marber
hinn 8. janúar í
Tjarnarbíói.
Hópurinn
samanstendur af
ungum íslenskum
leikurum sem lærðu hérlendis, í Dan-
mörku og í London. Leikstjóri er
Valdimar Flygenring og er þetta hans
fyrsta leikstjórnarverkefni.
Leikverkið Póker í
Tjarnarbíói
Söngkonan Elíza Newman er nú
stödd í London þar sem hún bisar við
að semja texta. Hún tísti eftirfarandi
í gær: „Sem texta á íslensku, svolítið
ryðguð en þetta er allt að koma.
Minnir að mér hafi tekist ágætlega til
hér í gamla daga :) he-
hemm …“ Þessi skila-
boð frá söngkonunni
gefa til kynna að ný
breiðskífa sé í fæð-
ingu, en sú síð-
asta, Pie in
the Sky,
kom út
2009.
Elíza Newman
semur á íslensku
Á miðvikudag Norðlaustlæg átt, 3-8 m/s og víða dálítil él, en aust-
an 8-13 m/s og snjókoma eða skafrenningur sunnanlands. Frost 0 til
8 stig, minnst syðst.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðvestan 8-15 m/s, hvassast við austur-
ströndina. Víða éljagangur eða snjókoma, en bjart syðra. Frost 1-12
stig, kaldast á Suðurlandi, en hlánar sums staðar við sjávarsíðuna.
VEÐUR
„Eins og venjulega þarf að
gera margt á mjög stuttum
tíma. Í raun má segja að við
höfum tvær vikur til að vinna
í sömu hlutum og félagslið
gefa sér sex til átta vikur að
vinna í,“ segir Guðmundur
Þórður Guðmundsson,
landsliðsþjálfari í hand-
knattleik, en hann hóf
lokaundirbúninginn fyrir
Evrópumeistaramótið
ásamt lærisveinum
sínum í gær. »1
Margt að gera á
stuttum tíma
Gylfi Þór Sigurðsson skrifar í dag
undir sex mánaða samning við velska
knattspyrnufélagið Swansea City
sem fær hann lánaðan frá
Hoffenheim í Þýskalandi.
Þar með eru nú fjórir ís-
lenskir leikmenn í
ensku úrvals-
deildinni. »4
Fjórir Íslendingar í
ensku úrvalsdeildinni
Kári Steinn Karlsson hleypur ekki
maraþon í Miami í lok mánaðarins
eins og til stóð en hann býr sig undir
keppni í greininni á Ólympíuleikunum
í London í sumar. Hann leitar að
hlaupi í staðinn í febrúar og mars og
gæti þurft að fara um langan veg.
Kári vann Gamlárshlaup ÍR þrátt fyrir
veikindi og fer í dag til Suður-Afríku í
æfingabúðir. »3
Kári Steinn leitar að
hentugu maraþoni
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Rafmagnslaust var í Grindavík að-
faranótt nýársdags og aðstoða
þurfti nokkur skip í höfninni þess
vegna. Menn voru kallaðir út en
ekki Sverrir Vilbergsson. „Þá þagði
minn sími,“ segir hann, en um ára-
mót lét Sverrir af störfum sem
hafnarstjóri í Grindavík vegna ald-
urs.
Sverrir byrjaði á sjó 1958, þá 16
ára gamall, og hefur tengst höfninni
síðan. Hann var lengi stýrimaður og
skipstjóri á vertíðarbátum en hóf
störf hjá höfninni 1987 og hefur
verið hafnarstjóri frá árinu 2000.
Miklar breytingar
„Breytingarnar eru svakalegar á
öllum sviðum,“ segir Sverrir um
vinnuumhverfi sitt í rúmlega hálfa
öld. „Hafnarskilyrðin hafa til dæmis
gjörbreyst á þessum tíma.“ Sam-
fara dýpkun hefur höfnin verið gerð
aðgengilegri fyrir stærri skip, inn-
siglingunni var breytt 1999 og settir
upp garðar í kjölfarið. „Núna held
ég að Grindavíkurhöfn sé einhver
albesta höfn á landinu til að liggja í
– hér er aldrei hreyfing á bát,“ seg-
ir hann.
Grindavík er mikill útgerðarbær
og höfnin hefur gjarnan iðað af lífi.
Sverrir rifjar upp að á tímabili hafi
50 til 60 bátar verið gerðir út frá
Grindavík og fram undir 1980 hafi
höfnin afgreitt upp í 100 báta á dag.
Nú séu oftast 20 til 25 landanir á
dag og fari mest upp í um 40 land-
anir að dagróðrarbátunum með-
töldum. „Með tilkomu kvótakerf-
isins 1984 gjörbreyttist
mynstrið,“ segir hann. Skip-
um hafi ekki aðeins fækkað
heldur séu flest nú í
nokkurra daga útilegu
og frystitogararnir
allt upp í mánuð á
sjó.
Aðstæður hafa ekki aðeins breyst
við höfnina heldur er allur aðbún-
aður á skipunum allt annar og betri.
Veiðarfærin hafa þróast og Sverrir
segir ólíku saman að jafna, hvort
sem litið sé á netaveiðar eða línu-
veiðar. Með breyttu sóknarmynstri
hafi löndunin líka breyst. Áður hafi
fiskinum verið sturtað á vörubíls-
pall og honum ekið í burtu en nú sé
allur fiskur fluttur ísaður í körum
og afgreiðslan á hverjum báti taki
allt að sex stundir. Betri meðferð á
aflanum taki meiri tíma.
Sigurður Arnar Kristmundsson
er tekinn við sem hafnarstjóri en
Sverrir verður honum til halds og
trausts næstu daga og jafnvel út
mánuðinn. „Ég er formlega hættur
og er nú bara starfsmaður á öxl.“
Sverrir nú starfsmaður á öxl
Hefur tengst
Grindavíkurhöfn í
yfir hálfa öld
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Við Grindavíkurhöfn Sverrir Vilbergsson hefur tengst höfninni í yfir hálfa öld og leitar senn á ný mið.
Sverrir Vilbergsson segist
ekki hafa leitt hugann að
því hvað taki við þegar
hann sest í helgan stein
síðar í þessum mánuði.
„Ég hef ekki hugsað um
það og veit ekki hvort hugs-
unin hellist yfir mig, þegar
ég hætti endanlega,“ segir
Sverrir. „Ég hef aldrei ver-
ið rosalega skipulagður
þannig að eitt taki við af
öðru, en mér sýnist að önnur
gamalmenni séu flest þannig að
eftir að þau átta sig á því að þau
séu hætt að vinna sé svo mikið að
gera hjá þeim að þau megi ekki
vera að neinu. Ætli ég verði ekki
eins. Það var svolítið skrýtið að ég
þurfti ekki að pæla í rafmagns-
leysinu um helgina, en ég get
gengið sáttur frá borði, hef engar
áhyggjur og á golfkylfur og get því
barið í bolta ef vill.“
Á kylfur og tilbúinn í golfið
SVERRIR VILBERGSSON YFIRGEFUR HÖFNINA