Morgunblaðið - 27.01.2012, Page 1
F Ö S T U D A G U R 2 7. J A N Ú A R 2 0 1 2
Stofnað 1913 22. tölublað 100. árgangur
LÆRÐUR
ÁHÆTTU-
LEIKARI
AFREK Í 100
ÁRA SÖGU ÍSÍ
RIFJUÐ UPP
ÆVINTÝRIN
GERAST Á
SUNDANCE
ÁTTA SÍÐNA AUKABLAÐ KVIKMYNDAHÁTÍÐ Í UTAH 39VILHJÁLMUR ÞÓR 10
Það horfði brosandi á ökumanninn parið sem lá makindalega
á sólbökuðum sandinum á auglýsingaspjaldi við Kolaportið.
Ökumaðurinn sat fastur í skaflinum og var hugsi.
Hann var ekki einn um að eiga í vandræðum vegna ófærðar
því ökumenn á þriðja hundrað bifreiða skildu þær eftir á
Suðurnesjum aðfaranótt fimmtudags í vitlausu veðri.
Veðurstofan spáði hægu veðri í nótt en fylgst er með svæð-
um þar sem rigningar geta valdið snjóflóðum. Hellisheiðin
var ófær í gærkvöldi og færð erfið víða um land. »2, 4, 12
Skaflarnir leiða hugann að sólarströndum
Morgunblaðið/Kristinn
Alþingi fer með ákæruvaldið í
landsdómsmálinu og getur hvenær
sem er afturkallað ákæruna gegn
Geir H. Haarde. Skyldi Alþingi
ákveða að falla frá ákærunni á hend-
ur Geir fæli það ekki í sér íhlutun í
dómsmál.
Þetta kom fram í máli Sigríðar J.
Friðjónsdóttur, saksóknara Alþing-
is, á fundi með stjórnskipunar- og
eftirlitsnefnd þingsins í gær.
Kveðið var á um það í úrskurði
Landsdóms 3. október 2011 að for-
ræði málsins væri í höndum Alþingis
og þar með talið ákæruvaldið. »14
Ákæruvaldið ótví-
rætt hjá Alþingi
Ingveldur Geirsdóttir
Helgi Bjarnason
„Við fórum eins lágt og við gátum og
skoðuðum hvern hlut vel. En við
sáum aðeins um hundrað metra frá
okkur. Eftir um hálftíma sáum við
manninn sem bjargaðist, hann var í
björgunarfatnaði sem lýsti af og veif-
aði höndunum,“ segir Olve Arnes,
flugmaður þyrlunnar sem bjargaði
skipverja af Hallgrími SI-77, í samtali
við Morgunblaðið.
Arnes segir að mikil rigning hafi
gert það að verkum að innrauð
myndavél þyrlunnar nýttist ekki og
því hafi björgunarmenn þurft að reiða
sig á mannsaugað, ljós þyrlunnar og
nætursjónauka.
Líklega lengsti tími í sjónum
Hilmar Snorrason, skólastjóri
Slysavarnaskóla sjómanna, segir að
þetta sé líklega lengsti tími sem ís-
lenskur sjómaður hafi verið í sjó í
björgunarbúningi en maðurinn var í
tæpar fjórar klukkustundir í köldum
sjónum og mikilli ölduhæð.
Maður í slíkum búningi eigi að geta
verið í sex tíma í 0°C heitum sjó án
þess að líkamshiti hans falli um meira
en eina gráðu. Dæmi séu um að er-
lendis hafi menn verið í átta tíma í sjó
í búningnum.
Verða að fljúga tvær saman
Íslenska landhelgisgæslan hefði
ekki getað farið til bjargar skipinu
hefði það sokkið innan íslenska leitar-
og björgunarsvæðisins. Reglur Flug-
málastjórnar kveða á um að þyrlum
Gæslunnar megi ekki fljúga meira en
tuttugu sjómílur frá strönd landsins
nema þær fari tvær saman.
Hjalti Sæmundsson, aðalvarðstjóri
í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar,
segir að Gæslan hafi leitað til norsku
standgæslunnar um björgun, þótt
skipið hefði ekki verið komið út af ís-
lenska leitarsvæðinu. Ávallt sé leitað
til björgunaraðila sem eru í bestu að-
stöðunni til að koma til bjargar.
Ekki hefði verið hægt að kalla til
þyrlu frá Færeyjum til björgunar því
flugþol þyrlunnar þar er ekki nægi-
lega mikið.
M„… hann ætlaði að lifa“ »16
„Við sáum aðeins um
100 metra frá okkur“
Gæslan hefði ekki getað sent þyrlur Geta lifað í sex stundir í 0°C heitum sjó
„Svona búhnykkur skiptir umtals-
verðu máli. Það er tiltölulega fljót-
reiknað að þetta getur slagað upp í
eitt prósent í
aukinni lands-
framleiðslu, ef
við berum mögu-
lega bestu út-
komu úr þessari
vertíð saman við
þá í fyrra,“ segir
Steingrímur J.
Sigfússon sjávar-
útvegsráðherra,
spurður um þjóð-
hagslegt mikilvægi loðnukvótans
sem Hafrannsóknastofnun leggur
til 556.000 tonn í Íslands hlut. Er
útflutningsverðmætið áætlað á
bilinu 25-30 milljarðar króna. »6
Búbót fyrir ríkissjóð
og hagkerfið í heild
Steingrímur J.
Sigfússon
Skipverjarnir þrír sem fórust
þegar Hallgrímur SI-77 sökk við
Noreg á miðvikudag hétu Magn-
ús Þórarinn Daníelsson, skip-
stjóri, Gísli Garðarsson, stýri-
maður, og Einar G. Gunnarsson,
vélstjóri.
Magnús fæddist árið 1947 og
var til heimilis á Mávatjörn 17 í
Reykjanesbæ. Hann lætur eftir
sig eiginkonu, þrjú uppkomin
börn og fimm barnabörn. Gísli
fæddist árið 1949. Hann var til
heimilis í Vatnsholti 26 í Reykja-
nesbæ. Gísli lætur eftir sig eig-
inkonu. Einar fæddist árið 1944.
Hann bjó í Logafold 29 í Reykja-
vík. Einar lætur eftir sig eigin-
konu, fjórar uppkomnar dætur
og eitt barnabarn. Maðurinn sem
bjargað var heitir Eiríkur Ingi
Jóhannsson. kjartan@mbl.is
Einar G.
Gunnarsson
Gísli
Garðarsson
Magnús Þórarinn
Daníelsson
Þrír fórust þegar Hallgrímur SI-77 sökk