Morgunblaðið - 27.01.2012, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 2012
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is
Miele þvottavélar og þurrkarar
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is
Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson,
vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
„Forsetinn sagði tvö lauf fyrir Jón
Baldursson, landsliðsspilara og einn
heimsmeistaranna 1991,“ sagði Jaf-
et S. Ólafsson, forseti Bridge-
sambands Íslands, um setningu
Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta
Íslands, á alþjóðlegu bridsmóti í
Reykjavík í gær.
Jafet segir mótinu vaxa ásmegin.
„Þetta er stórt alþjóðlegt mót með
300 spilurum, þar af rúmlega 100 er-
lendum. Mótið er því það stærsta til
þessa. Það er spilaður tvímenningur
í kvöld og á morgun [í dag] og síðan
tekur við sveitakeppni á laugardag
og sunnudag. Mótinu lýkur með
verðlaunaafhendingu klukkan þrjú
á sunnudag.“
Alþjóðlegt bridsmót í Reykjavík það fjölmennasta til þessa
Forsetinn
sagði
tvö lauf
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Forsetinn setur mótið Á bak við hann stendur Jafet en honum á hægri
hönd eru Jón Steinar Kristinsson, Jón Baldursson og Svíinn Peter Fredin.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„Nú er dómur Hæstaréttar kominn
og niðurstaða fengin. Málinu er lokið
hvað ríkið varðar. Hæstiréttur hafði
þar síðasta orðið. Þetta er enda-
punkturinn gagnvart ríkinu. Það hef-
ur ekki verið fallist á að ríkið beri
ábyrgð á þessu tjóni,“ segir Hilmar
Gunnlaugsson, lögmaður hóps sem
átti fé í peningamarkaðssjóðum
gamla Landsbankans og höfðaði mál
gegn ríkinu vegna tapaðra inni-
stæðna.
Héraðsdómur Reykjavíkur sýkn-
aði ríkið af kröfunni, sem var tvíþætt;
annars vegar að viðurkennd yrði
sjálfskuldarábyrgð en til vara einföld
ábyrgð ríkisins á tjóni fólksins. Var
tjónakrafan byggð á mismun á verð-
mæti hlutdeildarskírteina í peninga-
markaðsbréfunum við lokun markaða
3. október 2008 og við uppgjör til
hlutdeildarskírteinishafa 29. sama
mánaðar.
Hefði haft almennt gildi
„Málið snerist ekki aðeins um mína
umbjóðendur. Þetta hefði haft al-
mennt gildi fyrir viðskiptavini sam-
bærilegra sjóða hjá öðrum bönkum.
Upphæðin sem snerti umbjóðendur
mína var um milljarður. Til saman-
burðar voru 160-
170 milljarðar
króna inni á
peningamarkaðs-
sjóðum Lands-
bankans viku fyr-
ir hrun. Um 40%
þeirrar upphæðar
voru tekin út síð-
ustu vikuna fyrir
hrun og stóðu þá
um 100 milljarðar
eftir. Ríkið bætti 68,8% þess fjár,“
segir Hilmar. Um 30 milljarðar töp-
uðust.
„Það er fyrst og fremst gagnvart
Landsbankanum sem reiði manna
beinist. Menn telja bankann hafa
brotið á sér. Málinu er því ekki lokið.
Það hefur legið fyrir frá upphafi að
við myndum sækja á bankann. Við
verðum að geta byggt málið nægj-
anlega vel upp og það hefur verið
vandinn. Það nægir ekki að vísa til
skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis,
þótt margir af mínum umbjóðendum
hafi talið hana sanna það sem þeir
halda fram. Nú liggur fyrir að Hæsti-
réttur gerir kröfu um betri sönnun en
tilvísun til skýrslunnar. Þessi dómur
slær því föstu að umbjóðendur mínir
geti ekki sótt neitt til ríkisins með vís-
an til yfirlýsinga ráðamanna um rík-
istryggingar á sparifé.“
Bótaskylda ríkis
er úr myndinni
Töpuðu 30 milljörðum á sjóðum LÍ
Hilmar
Gunnlaugsson
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Á opnum fundi foreldra um sam-
einingu unglingastigs Hamraskóla,
Foldaskóla og Húsaskóla í gær-
kvöldi kom fram megn óánægja
talsmanna foreldranna með vinnu-
brögð Oddnýjar Sturludóttur, for-
manns skóla- og frístundaráðs
Reykjavíkurborgar, í málinu. Auk
hennar hafði hópurinn óskað eftir
að þrír aðrir fulltrúar borgarinnar
sætu fyrir svörum á fundinum.
Ekkert þeirra mætti hins vegar á
fundinn.
Í lok fundarins tilkynnti formað-
ur foreldrafélags Hamraskóla að
hún segði sig úr stýrihópi um sam-
einingu unglingastiganna.
Vel á annað hundrað manns voru
á fundinum í sal Hamraskóla á
meðan blaðamaður Morgunblaðs-
ins var á staðnum en það var hóp-
ur foreldra barna í Hamra- og
Bryggjuhverfi í Grafarvogi sem
boðaði til hans til þess að ræða
áhrif sameiningarinnar á framtíð
skólans.
„Ég er mjög ósátt við vinnu-
brögð fulltrúa Reykjavíkurborgar.
Það er kallaður saman stýrihópur
með hagsmunaaðilum í þessa
vinnu. Það er talað um virkt starf
foreldra og að þeir hafi eitthvað
um málin að segja en það hefur all-
an tímann verið virt að vettugi,“
segir Elín Hjálmsdóttir, formaður
foreldrafélagsins, um ástæðu þess
að hún sagði sig úr stýrihópnum.
Fulltrúarnir mættu ekki
Þá segir hún stýrihópinn ekki
hafa haft nein svör við spurningum
foreldra um áhrif sameining-
arinnar á framtíð skólans.
„Ég hef beðið í fjóra mánuði eft-
ir svörum og það er enn verið að
bíða eftir þeim. Mér finnst fulltrú-
ar Reykjavíkurborgar sýna íbúum
hverfisins ótrúlega vanvirðingu
með því að mæta ekki,“ segir Elín.
Við lok fundarins voru tvær
ályktanir samþykktar. Í annarri
þeirra lýsir fundurinn vonbrigðum
með það að fulltrúar borgarinnar
skyldu ekki mæta til að sitja fyrir
svörum. Í hinni eru hroðvirknisleg
vinnubrögð ráðamanna fordæmd
og farið fram á að hætt verði við
sameininguna þar sem enn hafi
ekki verið sýnt fram á ávinning af
henni.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Óánægja Á annað hundrað manns mættu á fundinn í Hamraskóla. Enginn fulltrúi meirihluta borgarstjórnar mætti
en borgarfulltrúarnir Sóley Tómasdóttir, Hanna Birna Kristjánsdóttir og Kjartan Magnússon voru viðstaddir.
Lýstu megnri óánægju
á fjölsóttum fundi
Fulltrúi foreldra segir sig úr stýrihópi um sameiningu
Í tölvubréfi sagðist Oddný
Sturludóttir, formaður skóla-
og frístundaráðs, ekki komast
á fundinn í gær en boðaði
þess í stað til fundar með for-
eldrum í Hamraskóla hinn 1.
febrúar kl. 17.30 til þess að
kynna undirbúningsvinnuna
við sameininguna og svara
spurningum.
Bauð til fundar
FUNDUR Í NÆSTU VIKU
„Það er búið að aflýsa hættu- og
óvissuástandi á Vestfjörðum og Mið-
Norðurlandi. Það gæti rignt á laug-
ardaginn. Rigningin þyngir og bleyt-
ir snjóinn. Ef það er veikleiki í snjóa-
lögunum gætu þau farið af stað. Það
eru mörg dæmi um að þegar snögg-
hlýnar og rignir fari að falla flóð. Við
verðum á varðbergi næstu daga,“
segir Rúnar Óli Karlsson, vaktstjóri
snjóflóðavaktar Veðurstofu Íslands.
Á ellefta tímanum í gærkvöldi
spáði Veðurstofa Íslands hægum
vindi fram undir morgun og vaxandi
suðaustanátt með snjókomu á Suð-
ur- og Vesturlandi upp úr hádegi en
slyddu og rigningu eftir því sem
hlýnaði með deginum. Spáð var snjó-
komu norðaustantil á landinu í kvöld.
Á níunda tímanum í gærkvöldi var
Hellisheiðin enn ófær en unnið var
að mokstri. Þrengslin voru fær öllum
bílum en hálka á veginum. Flestar
aðalleiðir á Suðurlandi voru færar.
Rigningar gætu
leitt til snjóflóða
Snjóflóðavaktin á varðbergi um helgina
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
Snjóþungt Mikið vetrarríki hefur
verið á Ísafirði síðustu daga.