Morgunblaðið - 27.01.2012, Page 8

Morgunblaðið - 27.01.2012, Page 8
Morgunblaðið/Sigurgeir S. Pressa Friðrik Ólafsson teflir við Nansý Davíðsdóttur, fyrsta kvenkyns Íslandsmeistara barna í skák. Sævar Már Gústavsson saevar@mbl.is Skákdagur Íslands var haldinn í fyrsta sinn í gær og var haldinn há- tíðlegur um allt land. Áætlað er að dagurinn verði að árlegum viðburði framvegis. Dagurinn er haldinn til heiðurs Friðriki Ólafssyni, fyrsta stórmeist- ara Íslands í skák, en Friðrik fagn- aði 77 ára afmæli sínu í gær. Friðrik hefur unnið mikið fyrir skákíþrótt- ina og eflt hróður hennar á ferli sín- um með því að ná frábærum árangri, meðal annars lagt fjóra heimsmeist- ara að velli. Móttaka var haldin á Bessastöð- um Friðriki til heiðurs og á meðal gesta voru þau börn sem munu taka þátt í Norðurlandamóti barna í skák fyrir Íslands hönd. Þar tefldi Friðrik við Nansý Davíðsdóttur, 10 ára, sem er nýkrýndur Íslandsmeistari barna í skák og fyrsta stelpan sem vinnur þann titil. Viðureign endaði með heiðursmannajafntefli á milli fyrsta stórmeistara Íslands og fyrsta kven- kyns Íslandsmeistara barna. Að skákdeginum standa Skák- akademía Íslands, Skákakademía Reykjavíkur, Skákskóli Íslands og taflfélög um allt land í samvinnu við skóla, íþróttafélög, sveitarfélög og aðra velunnara íþróttarinnar. Sundlaugarskáksett vígt Atburðir og uppákomur tengdar skák voru um allt land og má þar nefna að snemma morguns fór fram fjöltefli ofan í Laugardalslaug. Einn- ig var sundlaugarskáksett vígt í Sundlaug Akureyrar og teflt við grunnskólabörn víðsvegar um land- ið. Skákdeginum er ætlað að kynna íþróttina og kveikja skákáhuga fólks á öllum aldri en kjörorð dagsins voru „Upp með taflið!“. Gunnar Björns- son, forseti Skáksambands Íslands, segir íþróttina í stöðugum vexti hér á landi og þátttaka í skák hafi aukist verulega síðastliðin þrjú ár. „Það er ódýrt og auðvelt að stunda skák. Það þarf bara eitt sett og þá er hægt að byrja. Skák er ekki jafnfyrirferð- armikil og t.d. fótbolti og því hægt að byrja að tefla hvenær sem er. Síð- an skemmir ekki að skák er alveg ótrúlega skemmtileg og gefandi,“ segir Gunnar. Heiðursmannajafntefli í tilefni fyrsta skákdagsins  „Það þarf bara eitt sett og þá er hægt að byrja“ 8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 2012 Þegar heiftin greip nokkra þing-menn stjórnarflokkanna í lið- inni viku og þeir kröfðust þess að Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, yrði látin víkja brást Jóhanna Sigurðardóttir við með því að segja að ekki væri útilokað að svo færi.    Þetta er í góðusamræmi við viðbrögð Jóhönnu í sambærilegum mál- um. Þegar sótt er að þingmönnum henn- ar eða ráðherrum í ríkisstjórn gætir hún þess yfirleitt vand- lega að veita þeim engan stuðning eða jafnvel slá til þeirra.    Í gær gafst Jóhönnu tækifæri til aðbæta ráð sitt því að tveir þing- menn, þeir Sigmundur Davíð Gunn- laugsson og Birgir Ármannsson, spurðu hana út í afstöðu hennar til forseta þingsins.    Þrátt fyrir þessar fyrirspurnirtókst forsætisráðherra ekki að lýsa yfir stuðningi við forseta þings- ins. Þvert á móti ítrekaði hún að breytingar kynnu að verða á skipan þingforseta, og endurtók þannig fyrri hótanir í garð forseta.    Þessi óheilindi forsætisráðherra ígarð samstarfsfólks síns eru orðin með miklum eindæmum og fyrir löngu orðin að sjálfstæðu vandamáli enda grefur hún undan því litla trausti sem þó gæti ríkt á milli þeirra sem tekið hafa að sér að skipa þann meirihluta sem á að stýra landinu.    Og þegar enginn treystir foryst-unni er ekki að undra þótt ár- angurinn sé eins og raun ber vitni. Jóhanna Sigurðardóttir Ömurleg framkoma gagnvart forseta STAKSTEINAR Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir Veður víða um heim 26.1., kl. 18.00 Reykjavík -3 léttskýjað Bolungarvík -7 léttskýjað Akureyri -5 alskýjað Kirkjubæjarkl. -3 léttskýjað Vestmannaeyjar -2 heiðskírt Nuuk -6 alskýjað Þórshöfn 2 skýjað Ósló -2 snjókoma Kaupmannahöfn 1 léttskýjað Stokkhólmur -1 snjókoma Helsinki -5 skýjað Lúxemborg 2 súld Brussel 7 skúrir Dublin 5 léttskýjað Glasgow 0 slydda London 7 skýjað París 7 heiðskírt Amsterdam 6 skúrir Hamborg 0 heiðskírt Berlín -1 skýjað Vín 0 skýjað Moskva -15 léttskýjað Algarve 16 heiðskírt Madríd 10 léttskýjað Barcelona 13 léttskýjað Mallorca 13 skýjað Róm 8 heiðskírt Aþena 6 skýjað Winnipeg -2 skýjað Montreal -6 léttskýjað New York 3 alskýjað Chicago 1 alskýjað Orlando 25 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 27. janúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:25 16:57 ÍSAFJÖRÐUR 10:49 16:43 SIGLUFJÖRÐUR 10:33 16:25 DJÚPIVOGUR 9:59 16:22 Fimm aðalmenn og jafnmargir varamenn voru kosnir í nýja stjórn Ríkis- útvarpsins ohf. á Alþingi í gær. Björg Eva Erlendsdóttir, sem kjörin var sem aðalmaður í stjórnina, þurfti að losa sig við lítinn hlut sem hún hefur átt í vefritinu Smug- unni til þess að uppfylla hæfis- kröfur sam- kvæmt lögum um ríkis- útvarpið. Í þeim segir að stjórnarmenn RÚV megi ekki hafa neinna hags- muna að gæta í öðrum fjölmiðla- fyrirtækjum sem leitt geti til árekstra við hagsmuni RÚV. Búin að selja hlutinn „Það var alveg vitað um þetta. Henni var gerð grein fyrir að ef hún fengi kosningu í stjórn RÚV yrði hún að segja sig frá öllum öðrum fjölmiðlum,“ segir Björn Valur Gíslason, þingflokks- formaður Vinstri-grænna. „Það er frá þessu gengið og ég á ekki lengur hlut í Smugunni,“ segir Björg Eva. Auk Bjargar Evu voru þau Margrét Frímannsdóttir, Magnús Geir Þórðarson, Magnús Stef- ánsson og Halldór Guðmundsson kosin sem aðalmenn í stjórn. Varamenn eru Ása Rich- ardsdóttir, Signý Ormarsdóttir, Hlynur Hallsson, Þórey Anna Matthíasdóttir og Lárus Ýmir Óskarsson. kjartan@mbl.is Selur hlut sinn í vefriti Alþingi kýs nýja stjórn RÚV ohf. Björg Eva Erlendsdóttir Björn Valur Gíslason

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.