Morgunblaðið - 27.01.2012, Qupperneq 9
Steinunn Viktorsdóttir, tvítug
stúlka sem fæddist fyrir tímann og
dvaldi á vökudeild Barnaspítala
Hringsins um tíma, kom í heimsókn
í desember síðastliðnum ásamt for-
eldrum sínum, Viktori Kr. Helga-
syni, Önnu Sigríði Þráinsdóttur og
ömmum og öfum með gjafir. Þau
færðu deildinni peysur, húfur,
sokka, og teppi sem amma Stein-
unnar hefur hannað og útbúið.
Fjölskyldan hefur af og til fært
Gáfu vökudeildinni fatnað og fé
deildinni gjafir og þá gjarnan í des-
ember. Einnig færði hún vöku-
deildinni peningagjöf sem mun nýt-
ast vel til að hlúa að séraðstöðu
sem nýlega var komið upp á deild-
inni og nefnist mæðraherbergi. Þar
geta mæður nú farið afsíðis og
mjólkað sig í friði og ró. Starfs-
menn geta líka sest þar niður með
mæðrum til að leiðbeina þeim og
veita fræðslu um brjóstagjöf og
tengd málefni.
Japanshátíð verður
haldin á morgun, laug-
ardag, á Háskólatorgi,
Háskóla Íslands. Hátíð-
in er skipulögð í sam-
vinnu Sendiráðs Japans
á Íslandi og nemenda í
japönsku máli og menn-
ingu á hugvísindasviði
HÍ.
Japanshátíðin hefur
verið haldin í janúar ár
hvert síðan 2005. Hátíð-
in í ár er því sú áttunda
í röðinni. Eitt af sér-
kennum Japanshátíð-
arinnar er að flest allt
það sem gestum og
gangandi er boðið upp á að skoða
er unnið og fram borið af nem-
endum í japönsku máli og menn-
ingu við hugvísindasvið HÍ. Stofn-
un Vigdísar Finnbogadóttur í
erlendum tungumálum er einn
samstarfsaðila hátíðarinnar.
Nemendurnir, um 60 talsins,
skipuleggja og kynna hin ýmsu
atriði sem tengjast japönsku máli
og menningu á hátíðinni og þá
hefur félagsskapur fólks af jap-
önskum uppruna á Íslandi einnig
lagt hönd á plóg.
Enginn aðgangseyrir er á há-
tíðina og hún er opin öllum. Há-
tíðin hefst kl. 13 og stendur til kl.
17.
Hátíð Nemendur í japönsku máli og menningu taka á
móti gestum á Háskólatorgi.
Japanshátíð á Háskólatorgi
Morgunblaðið/Ómar
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 2012
Hin árlega Rask-ráðstefna um íslenskt mál og almenna
málfræði verður haldin í 26. skipti á morgun, laugardag-
inn 28. janúar. Hún fer fram í fyrirlestrasal Þjóðminja-
safnsins og hefst kl. 10. Ráðstefnan er opin öllu áhuga-
fólki um mál og málvísindi og eru stúdentar sérstaklega
hvattir til að mæta. Að ráðstefnunni standa Íslenska
málfræðifélagið og Málvísindastofnun Háskóla Íslands.
Haldnir verða níu fyrirlestrar um ýmis efni er varða
mál og málnotkun. Í síðustu málstofunni, sem m.a.
fjallar um íslenskt táknmál, verður boðið upp á tákn-
málstúlkun og er það nýjung á Rask-ráðstefnum.
Frekari upplýsingar eru á vefsíðu málfræðifélagsins,
málfræði.is.
Ráðstefna um íslenskt mál
Orðabækur eru
gagnlegar.
STUTT
Bæjarlind 6, sími 554 7030
Eddufelli 2, sími 557 1730
www.rita.is
70%
afsláttur
Verðhrun
á útsölu
allar
útsöluvörur
með
70% afslætti
Umm ... beikonbragð!
Kartöflugratín með beikoni er fljótlegt og auðvelt
í matreiðslu. Þú rífur einfaldlega plastfilmuna af bakkanum,
stráir osti yfir og það tekur aðeins 20 mínútur að hita
kartöflugratínið í ofni. Auðveldara getur það ekki verið!
Kartöflugratín - alltaf ljúffengt
– íslensk gæði eftir þínum smekk!
N
ýt
t
Laugavegi 82,
á horni Barónsstígs
sími 551 4473
www.lifstykkjabudin.is
20%
aukaafsláttur
af öllum
útsöluvörum
Sólarkaffi
Ísfirðingafélagsins
fer fram föstudaginn 27. janúar
í Iðnó við Tjörnina í Reykjavík.
Dagskrá:
20:00 Húsið opnað, pönnukökur og kaffi.
20:40 Dagskrá hefst:
Ræðumaður kvöldsins verður Haraldur Leifsson.
Tónlistin verður að vanda í höndum heimamanna og
veislustjórinn er sjálfur tónlistarmaðurinn, bóksalinn og
fyrrum varabæjarfulltrúinn Kristján Freyr Halldórsson.
22:30 Dansleikur.
Miðaverð: 2.500 kr.
Miðasala við innganginn og í Iðnó í síma 562 9700.
Ísfirðingafélagið.
Jóhann Hauksson blaðamaður hefur
verið ráðinn til forsætisráðuneyt-
isins sem upplýsingafulltrúi ríkis-
stjórnarinnar. Í
tilkynningu segir
að hann sé ráðinn
samkvæmt laga-
heimild með
sama hætti og að-
stoðarmenn ráð-
herra. Aðstoðar-
menn sem eru
ráðnir samkvæmt
þeim lögum
gegna störfum fyrir ráðherra svo
lengi sem ráðherra ákveður, þó ekki
lengur en ráðherra sjálfur.
Jóhann er menntaður félags-
fræðingur og hefur unnið sem
frétta- og blaðamaður frá árinu
1986 á fjölmörgum fjölmiðlum,
lengst sem fréttamaður og dag-
skrárstjóri hjá RÚV. Jóhann er
kvæntur Ingveldi G. Ólafsdóttur.
Í byrjun árs 2010 var auglýst eftir
upplýsingafulltrúa forsætisráðu-
neytisins og kom fram í fréttum
RÚV að 37 manns hefðu sótt um
starfið. Umsækjendur voru, a.m.k.
sumir, boðaðir í viðtöl og nöfn
þeirrra birt opinberlega, eins og oft
er gert þegar sótt er um opinber
störf. Í júlí var á hinn bóginn greint
frá því að hætt hefði verið við að
ráða í starfið. Ástæðan var m.a. sögð
viðleitni ráðuneytisins við að ná að-
haldsmarkmiðum í rekstri á árinu.
Þá væru starfsmannamál stjórn-
arráðsins í skoðun, m.a. í tengslum
við breytingar sem miðuðu að því að
auka aðhald og sveigjanleika í
starfsmannahaldi. runarp@mbl.is
Upplýsingafulltrúi
ráðinn aðstoðar-
maður
Jóhann Hauksson
- nýr auglýsingamiðill
569-1100