Morgunblaðið - 27.01.2012, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 2012
VIÐTAL
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Eftirlifandi skipverji af Hallgrími
SI-77 gerði allt rétt miðað við að-
stæður og er þess vegna lífs. Þetta
er mat Olves Arnes, flugstjóra á
annarri norsku björgunarþyrlunni
sem fór á slysstaðinn á miðviku-
daginn og bjargaði manninum.
„Hann lifði af vegna alls þess sem
hann gerði. Hann fór í björg-
unargallann snemma, fór alveg
rétt í hann og gætti að öllu. Hann
var meðvitaður um hvað var að
gerast með skipið, fann að það var
að sökkva og hann undirbjó sig
vel. Hann gerði allt rétt í þessari
stöðu,“ sagði Arnes í samtali við
Morgunblaðið.
Hitastig sjávar var um 2°C og
velktist maðurinn um í þrjá og
hálfa klukkustund áður en honum
var bjargað.
Mjög slæmar aðstæður
Arnes segir að fólk geti alveg
lifað svo lengi í sjó í björg-
unargalla sem er í lagi. „Maðurinn
náði ekki að komast í björgunarbát
því vindurinn feykti honum alltaf í
burtu. Þá einbeitti hann sér að því
að halda sér á floti og nudda hnén
til að halda á sér hita. Hann ákvað
að hann ætlaði að lifa og gerði allt
til þess. Ástand hans var mjög gott
þegar við fundum hann þegar tek-
ið er mið af aðstæðum og hvað
hann var lengi í sjónum.“
Arnes segir að aðstæður hafi
verið mjög slæmar. Þeir voru um
einn og hálfan tíma á leiðinni að
slysstaðnum frá Florø, en björg-
unarþyrlurnar komu frá Florø og
Ørlandet. Vindurinn þar var 24
metrar á sekúndu, eða 52 hnútar,
og ölduhæð 15 til 20 metrar. „Þeg-
ar við mættum á leitarsvæðið var
lítið eftir af skipinu, aðeins einn
tómur björgunarbátur og nokkrir
hlutir úr skipinu í sjónum, að-
allega ljós og baujur. Við fórum
eins lágt og við gátum og skoð-
uðum hvern hlut mjög vel. En við
sáum aðeins um 100 metra frá
okkur, við urðum að fara alveg of-
an í hvern hlut. Eftir um hálftíma
sáum við manninn sem bjargaðist,
hann var í björgunarfatnaði sem
lýsti af og veifaði höndunum.“
Arnes hefur eftir sjómanninum
að skipið hafi sokkið mjög hratt,
aðeins á nokkrum mínútum. Hann
segir að skipið hafi farið niður á
versta stað með tilliti til björg-
unaraðgerða því langt var á næsta
stað til að ná í meira eldsneyti á
þyrlurnar. „Þetta var langt frá
Noregi, Íslandi, Sjálandseyjum og
líka langt frá olíupöllum,“ segir
Arnes. Björgunarþyrlurnar þurftu
að snúa til lands eftir um 40 mín-
útna leit til að fylla á eldsneytis-
tanka og sneru ekki til baka á
slysstaðinn vegna veðurs.
Nætursjónaukinn nauðsyn
Þyrlur norska lofthersins eru
allar af gerðinni Westland Sea
King. Spurður hvernig búnaður
hafi komið að gagni við björg-
unina segir Arnes að það hafi að-
allega verið nætursjónaukinn.
„Þegar veðrið er eins slæmt og
það var þarna, því það rigndi mjög
mikið, koma innrauðu myndavél-
arnar ekki að góðu gagni. Best
eru hið mannlega auga, nætursjón-
aukinn og ljósin á þyrlunni, það
gerði okkur mögulegt að finna
eitthvað. Í svona aðgerðum þarf
að hafa stóra þyrlu sem getur tek-
ið mikið af eldsneyti því það þarf
að ferðast langt út á sjó í slæmu
veðri.“
Arnes segir að þyrlurnar muni
ekki fara aftur út á leitarsvæðið.
„Þetta var lítið svæði. Við fórum
vel yfir það á miðvikudaginn og
nú er komið að skipunum að skoða
svæðið niður í dýpið. Við sem stóð-
um að björgunaraðgerðinni teljum
að við höfum gert allt sem við gát-
um á slysstaðnum þegar tekið er
mið af aðstæðum.“
„Hann ákvað að hann ætlaði að lifa“
Flugstjóri norsku þyrlunnar sem bjargaði skipverjanum af Hallgrími segir að hann hafi gert allt
rétt og það hafi orðið honum til lífs Skipið sökk mjög hratt og aðstæður til leitar voru slæmar
Loftherinn Olve Arnes, þriðji frá vinstri, ásamt félögum sínum í norska loft-
hernum. Þeir notast við þyrlur af gerðinni Westand Sea King.
Ljósmynd/Sondre Dalaker
Kapteinn Olve Arnes flaug þyrlunni
sem bjargaði íslenska sjómanninum.
Hallgrímur SI 77
Neyðarkall berst frá togaranumkl. 13.14
að íslenskum tíma.Þá er hann staddur
um 150 sjómílur NVaf Álasundi.
Skotland
Ísland
Færeyjar
Noregur
Danmörk
Sjóslysið við Noreg
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Síðasti íslenski togarinn sem farist
hefur hér við land er Krossnes
SH-308 sem fórst á Halamiðum í
febrúar 1992. Hallgrímur SI-77 var
systurskip Krossness. Sjóslysum
hefur fækkað mjög á undanförnum
áratugum. Síðastliðinn áratug hafa
að meðaltali tveir sjómenn farist ár-
lega en á áttunda og níunda áratug
síðustu aldar var algengast að 15 til
30 sjómenn biðu bana á hverju ári.
Ekkert banaslys varð á sjó á síð-
asta ári og þegar Hallgrímur SI
fórst á milli Íslands og Noregs voru
nærri tvö ár liðin frá síðasta bana-
slysi. Ekkert dauðaslys varð 2008
en leiða má líkur að því að það hafi
verið fyrsta árið frá landnámi sem
enginn Íslendingur fórst á sjó.
„Guðsgjöf að ekki fór enn
verr“
Mörg slys urðu á árinu 2001 þeg-
ar sjö sjómenn fórust. Þá sökk stór
togbátur, Ófeigur VE, við Suður-
land með einum manni en átta
björguðust. Tveir fórust þegar Una
í Garði fórst. Þrír menn fórust þeg-
ar Svanborgu SH rak vélarvana
upp í kletta í Svörtuloftum á Snæ-
fellsnesi. Einum skipverja var
bjargað upp í björgunarþyrlu Varn-
arliðsins eftir langa bið á brúarþaki
bátsins.
Lengra er síðan togari fórst en
það var ekki óalgengt á síðustu öld.
Skuttogarinn Krossnes SH-308 frá
Grundarfirði fórst á Halamiðum 23.
febrúar 1992 með þremur mönnum
en níu var bjargað í nærstödd skip.
Hallgrímur SI var systurskip
Krossness.
Skipverjum af Krossnesi sem
blaðamaður Morgunblaðsins ræddi
við eftir að komið var með þá til
Ísafjarðar bar saman um að skipið
hefði sokkið á þremur til fjórum
mínútum. „Þetta gerðist allt á svip-
stundu. Það er guðsgjöf að þetta fór
ekki enn verr,“ sagði Hafsteinn
Garðarsson skipstjóri. Átta skip-
verjum tókst að komast í gúmbjörg-
unarbáta en vegna þess hversu
hratt skipið sökk náðu aðeins tveir
þeirra að komast alveg í flotgalla.
Níundi maðurinn lenti í sjónum.
Bergþór Gunnlaugsson, annar
stýrimaður á Sléttanesinu, bjargaði
honum á síðustu stundu með því að
fleygja sér í sjóinn til hans með líf-
taug og Markúsarnet.
Stöðugra vinnuumhverfi
„Slysum hefur fækkað stórlega.
Það verða alltaf óhöpp og atvik sem
þarf að rannsaka en umhverfið er
gjörbreytt,“ segir Jón Arilíus Ing-
ólfsson, forstöðumaður rannsókn-
arnefndar sjóslysa sem rannsakar
fjölda slysa og óhappa á hverju ári.
Eins og sést á meðfylgjandi súlu-
riti hefur banaslysum á sjó fækkað
mjög á undanförnum fjórum ára-
tugum. Á árinu 1973 létust 65 sjó-
menn og á áttunda og fram á miðj-
an níunda áratuginn fórust oftast 15
til 30 sjómenn á ári, stundum fleiri.
Í lok níunda áratugarins og fram
eftir þeim tíunda urðu að meðaltali
um 10 banaslys á ári en síðan tvö að
meðaltali undanfarin tíu ár.
„Það er starf Slysavarnaskóla
sjómanna og endurmenntunin og al-
menn vakning hjá mönnum. Mitt
persónulega mat er að vinnuum-
hverfi sjómanna sé orðið stöðugra.
Menn eru vanari, færri breytingar
verða og sami mannskapurinn er
lengur um borð. Það þýðir að þeir
geta unnið betur saman og þekkja
hvað ber að varast,“ segir Jón þeg-
ar leitað er skýringa á fækkun
banaslysa á sjó.
Hann telur einnig að starf rann-
sóknarnefndarinnar hafi ákveðið
forvarnagildi. Nefnir hann sem
dæmi að eftir það hörmulega slys
þegar Svanborg fórst við Snæfells-
nes hafi verið kannað ofan í kjölinn
hversu algengt væri að skip yrðu
vélarvana og þyrftu aðstoð til að
komast að landi og reynt að grafast
fyrir um orsakir þess. Segir hann
mikilvægt að draga lærdóm af slík-
um atvikum.
Banaslysum á sjó fækkað stórlega
Systurskip Hall-
gríms sökk á 3-4
mínútum
Banaslys á íslenskum sjómönnum
19
71
19
72
19
73
19
74
19
75
19
76
19
77
19
78
19
79
19
80
19
81
19
82
19
83
19
84
19
85
19
86
19
87
19
88
19
89
19
90
19
91
19
92
19
93
19
94
19
95
19
96
19
97
19
98
19
99
20
00
20
01
20
02
20
03
20
04
20
05
20
06
20
07
20
08
20
09
20
10
20
11
70
60
50
40
30
20
10
0
B
an
as
ly
s
31
56
65
33
15
30
14 15
40 39
27
11
26
32
14
21
9
11
7
10 11 12 9
4 2
9
5 3 1 3
7
2 2 2 3 3
5
0 1 1 0
Ný lög um rannsóknir
sjóslysa (nr. 68/2000)
og reglugerð
(nr. 133/2001)
Nýtt ákvæði um
rannsóknir sjóslysa í
siglingalögum 1986Slysavarnaskóli
sjómanna
stofnaður 1985
Heimild: Rannsóknarnefnd sjóslysa
Ljósmynd/Íslensk skip
Systurskip Krossnes SH-308 sökk á Halamiðum í febrúar 1992.