Morgunblaðið - 27.01.2012, Side 19
FRÉTTIR 19Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 2012
Embættismenn í Brasilíu sögðu síðdegis í gær að fimm lík hefðu fundist í
rústum skrifstofuhúsa sem hrundu í miðborg Rio de Janeiro í fyrrinótt, hér
bera björgunarliðar eitt fórnarlambið á brott. Þrjú háhýsi hrundu í mið-
borginni og leitaði lögreglan enn að 16 manns í rústunum. Eitt húsið var 20
hæða og þegar það hrundi tók það með sér tvö minni hús. Talið er að burð-
arvirki hafi gefið sig en vitni heyrðu sprengingu áður en húsið hrundi.
Háhýsi hrundu í Rio
Reuters
Liðsmenn verkalýðssambandsins
CGTP í Portúgal hrópa slagorð
gegn stefnu stjórnvalda í atvinnu-
málum á mótmælafundi í Lissabon í
gær. Efnahagur Portúgals er afar
ótryggur, skuldatryggingarálag í
hæstu hæðum. Spáð er að verði
Grikkland gjaldþrota verði stutt í
að Portúgal fari sömu leið.
Reuters
Efnahagur á heljarþröm
Portúgalar mótmæla atvinnustefnu stjórnvalda
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Bandaríska varnarmálaráðuneytið
hyggst bæta upp samdrátt í fjár-
framlögum með því að efla hnatt-
rænt net sitt af stöðvum fyrir
ómannaðar flugvélar og sérsveit-
armenn, að sögn vefsíðu Fox-
sjónvarpsstöðvarinnar. Á þannig að
gera Bandaríkjamönnum kleift að
beita hervaldi um allan heim eftir
þörfum, þrátt fyrir niðurskurðinn.
Vélunum er fjarstýrt af hermönn-
um í bækistöðvum í Bandaríkjunum.
En L.A. Times segir að verið sé að
þróa nýja og mun fullkomnari gerð
vélar með hugbúnaði sem geri henni
kleift að lenda á flugmóðurskipi. Í
reynd geti slíkar vélar í framtíðinni
sjálfar ákveðið hvaða aðgerð verði
notuð. Þær verði að talsverðu leyti
sjálfstæðar þótt sjálfur hugbúnaður-
inn sé að sjálfsögðu mannanna verk.
En menn spyrji hver beri þá ábyrgð-
ina ef eitthvað fari úrskeiðis, sak-
laust fólk falli. Stjórnandi vél-
arinnar? Stjórnmálamaðurinn sem
veitti leyfi fyrir notkun hennar?
Varnarmálaráðuneytið sem keypti
hana? Framleiðandinn?
Fjölga fjar-
stýrðum vélum
Bandaríkin efla einnig sérsveitirnar
Vígtól Ómönnuð, bandarísk Preda-
tor-vél skýtur flugskeyti.
Mistök eru gerð
» Ómönnuðu vélarnar, sem oft
eru vopnaðar, eru búnar full-
komnum myndavélum og
gervihnattasambandi.
» Stjórnendurnir í Bandaríkj-
unum geta því metið aðstæður
áður en þeir ákveða að láta vél-
ina gera árás. En stundum
verða þó slæm mistök.
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Yfirvöld í hluta Sichuan-héraðs í
Kína virtust í gær hafa stöðvað öll
fjarskipti borgaranna við umheim-
inn en undanfarna daga hefur komið
þar til blóðugra bardaga milli lög-
reglu og fólks úr þjóðarbroti Tíbeta.
Ókyrrðin er víðar, alls hafa á innan
við ári 16 Tíbetar í Kína kveikt í sér í
mótmælaskyni.
Stuðningshópar Tíbeta segja að
mótmælin hafi upprunalega verið
friðsamleg. En þrír hafi fallið á
mánudag og þriðjudag þegar lög-
reglumenn beittu skotvopnum.
Stjórnvöld segja að tveir hafi fallið.
Átökin í vikunni urðu í borgunum
Luhuo og Seda, að sögn AFP en þær
eru báðar í Ganzi-sýslu í Sichuan,
fjöllóttu og fámennu svæði við landa-
mærin að Tíbet. Tíbetar á svæðinu
hafa lengi kvartað undan kúgun.
Stuðningshópur Tíbeta með aðset-
ur í Bandaríkjunum (ICT) segir að á
þriðjudag hafi hundruð Tíbeta safn-
ast saman með friðsamlegum hætti á
aðaltorgi Seda. Lögreglan hafi beitt
táragasi og skotið inn í hópinn.
„Sumir gátu ekki hlaupið burt af því
að þeir voru svo illa særðir,“ er haft
eftir sjónarvotti. Um er að ræða
hörðustu átök Tíbeta og kínverskra
öryggissveita síðan 2008 en þá urðu
mannskæð mótmæli gegn yfirráðum
Kínverja í Tíbet.
Tíbetar mót-
mæla kúgun
Mannfall hefur orðið í Sichuan-héraði
Reuters
Tortryggni Lögreglan yfirheyrir
bílstjóra í Danba í Sichuan í gær.
Einangrun
» Þegar fréttamenn reyndu að
hringja í fólk í Luhuo í gær
heyrðist aðeins tónn sem benti
til að samband við svæðið hefði
verið rofið.
» Fréttamenn AFP reyndu að
komast á staðinn en voru stöðv-
aðir um 130 km frá borginni.
Nýjar kannanir í
Rússlandi gefa til
kynna að stuðn-
ingur við Vladím-
ír Pútín forsætis-
ráðherra hafi
aukist á ný, hann
fái 62% atkvæða í
forsetakjörinu í
mars. Næstur
honum, að fylgi
verði Gennadí
Sjúganov, leiðtogi Kommúnista-
flokksins, með 15%.
Yfirvöld í Moskvu hafa nú gefið
stjórnarandstæðingum leyfi til að
halda fjöldafund í miðborginni 4.
febrúar. Merkir þetta að fólk getur
tekið þátt í fundinum án þess að
harðhentir lögreglumenn handtaki
það strax fyrir óspektir. Verður
þetta í þriðja sinn sem slíkur fundur
er leyfður á undanförnum tveim
mánuðum og fögnuðu andstæðingar
Pútíns ákaft í gær. kjon@mbl.is
Sjúganov
með næst-
mest fylgi
Táknið Gennadí
Sjúganov.
Jean-Claude
Mas, eigandi
franska fyrirtæk-
isins PIP, sem
framleiddi svikn-
ar brjóstafyll-
ingar, hefur verið
handtekinn í Six-
Fours-les-Plages
í Frakklandi.
PIP notaði svo-
nefnt iðn-
aðarsílikon í brjóstafyllingar en það
er ekki hannað til slíkra nota.
Mas hefur viðurkennt að hann
hafi vísvitandi notað bannað efni til
að geta boðið lægra verð en keppi-
nautarnir. Yfir 400 þúsund konur
um allan heim eru með efnið í brjóst-
um sínum en mörg dæmi eru um að
fyllingin hafi rofnað og sílikonið lek-
ið út í líkamsvefi. Frönsk stjórnvöld
segja að ekki sé hætta á að efnið
valdi krabbameini en mæla þó með
því að það sé fjarlægt. kjon@mbl.is
Eigandi PIP
handtekinn
Gripinn Mas í bíl
lögreglu í gær.
Uppreisnarmenn í Líbíu hafa pynt-
að marga fanga og nokkrir hafa lát-
ist af völdum þessa, segir í yfirlýs-
ingu mannréttindasamtakanna
Amnesty.
Samtökin hafi hitt sjúklinga í Trí-
pólí, Misrata og Gheryan sem hafi
verið með opin sár á höfði, útlimum
og á baki, að sögn BBC. Samtökin
Læknar án landamæra hafa hætt
störfum í Misrata eftir að hafa sinnt
yfir 100 sjúklingum með áverka eftir
pyntingar. Samtökin segjast hafa
verið misnotuð: þeim hafi verið gert
að hjúkra sömu föngunum eftir
hverja pyntingalotu. Talsmaður Am-
nesty segir að liðsmenn stjórnvalda
standi að pyntingunum en einnig
„fjöldi vopnaðra hópa sem starfa ut-
an við ramma laganna“. kjon@mbl.is
Stjórn Líbíu sökuð um að
standa fyrir pyntingum