Morgunblaðið - 27.01.2012, Page 25
MINNINGAR 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 2012
✝ Aldís ÞorbjörgGuðbjörns-
dóttir fæddist í
Reykjavík 8. októ-
ber 1939. Hún lést
á Landspítalanum
við Hringbraut 18.
janúar 2012.
Foreldrar henn-
ar voru Hansína
Metta Kristleifs-
dóttir, f. 25.5.
1918, d. 1.5. 1997,
verkakona og Guðbjörn Sig-
fús Halldórsson, f. 26.12.
1916, d. 25.2. 1960, leigubíl-
stjóri. Eftirlifandi systkini Al-
dísar eru 1) Kristleifur,
kvæntur Margréti Stefaníu
Ólafsdóttur. 2) Guðrún Soffía,
gift Gylfa Sigurðssyni. 3)
Halldór, kvæntur Guðfinnu
Ólafsdóttur. 4) Sólbrún gift
Víkingi Halldórssyni. 5)
Hrefna, gift Agli Þráinssyni.
6) Gíslný, gift Jóhanni Ósk-
arssyni.
Aldís ólst upp í Reykjavík
Ásgerður Alda Friðbjarn-
ardóttir, f. 17.2. 1975, þeirra
sonur er Friðbjörn Grétar, f.
30.4. 2010. Fyrir á Haraldur
1) Auðun Bjarka, f. 25.4. 1997.
2) Björn Andra, f. 25.4. 1997.
3) Ingu Bryndísi, f. 27.1. 1993.
Fyrir var Aldís gift Guðmundi
Elvari Eiríkssyni, f. 2.10.
1930. Þau slitu samvistir.
Dóttir þeirra var Hrafnhildur
Auður Guðmundsdóttir, f. 2.3.
1959, d. 28.11. 2001. Hennar
börn eru: 1) María Katrín
Fernandez, f. 18.2. 1982, gift
Gesti Má Þráinssyni, f. 3.4.
1975 og og þeirra barn er Há-
kon Garri, f. 16.8. 2007. Fyrir
á María Katrín Gunnar Gauta,
f. 15.8. 2002. 2) Friðrik Hrafn
Pálsson, f. 16.2. 1989.
Aldís vann hin ýmsu störf
og má þar nefna fiskvinnslu,
saumaskap, í kaffihöllinni í
Reykjavík og kokkur á sjó
með Birni eiginmanni sínum.
Aldís bjó síðustu 28 árin í
Kópavogi. Eftir að Björn lést
bjó Aldís á Borgarhaldsbraut
74 þar sem heimili þeirra var
og svo í Auðbrekku 2.
Útför Aldísar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 27. jan-
úar 2012, og hefst athöfnin kl.
15.
en var líka í sveit
á Efri Hrísum og
Fögruhlíð í Fróð-
arhreppi.
Í kringum 1964
hitti Aldís Björn
Haraldsson, f.
27.5. 1939, d. 21.9.
1988, stýrimann
frá Skagaströnd.
Foreldrar hans
voru Sigurlaug
Björnsdóttir,
f.13.6. 1911, d. 7.9. 1982,
verkakona og Haraldur W.
Sigurjónsson, f. 23.1. 1914, d.
13.5. 1986, verkamaður.
Bræður Björns eru Grétar, f.
4.7. 1945, kvæntur Díönu
Kristjánsdóttur, 21.4. 1958 og
Sigurjón, f. 20.4. 1949.
Aldís og Björn gengu í hjú-
skap 31. desember 1968. Þau
bjuggu lengst af í Ólafsvík en
einng í Rifi, Kópavogi og
Skagaströnd. Sonur þeirra er
Haraldur Björnsson, f. 3.10.
1967. Sambýliskona hans er
Tengdamóðir mín Aldís Guð-
björnsdóttir verður borin til
grafar í dag eftir erfið veikindi
síðustu ár. Hún var búin að berj-
ast lengi og greinilegt að lífsvilj-
inn var mikill. Við fjölskyldan
stöndum í eilífri þakkarskuld við
Margréti Pálsdóttur, vinkonu Al-
dísar, sem stóð svo þétt við bakið
á henni og var svo góð við hana
og okkur. Einnig Sólu systur
hennar sem er búin að vera okk-
ar stoð og stytta á erfiðum tím-
um.
Aldís átti oft á tíðum við mikla
erfiðleika að stríða og missti eig-
inmann sinn árið 1988 og svo
dóttur sína 2001 sem hafði átt
við mikil veikindi að stríða. En
hún missti ekki lífsviljann, svo
mikill var krafturinn í henni.
Hún reyndist Halla syni sínum
mjög góð sérstaklega síðustu ár-
in. Hann var svo ánægður er
hann kom frá henni núna viku
fyrir jól og hún var svo hress og
vissi greinilega að hann væri að
koma seint að kvöldi og beið
hans með kaffi og nýbakaðar
vöfflur.
Ég er þakklát fyrir þær
stundir sem við áttum saman.
Við vorum alltaf velkomin í kaffi.
Aldís var hjartahlý og beinskeytt
kona og lá ekki á sínum skoð-
unum, sama hverjar þær voru.
Aldís var alltaf góð við mig, er ég
þakklát fyrir að hafa kynnst
henni. Við vorum svo lánsöm að
geta gert henni glaðan dag þeg-
ar hún varð sjötug fyrir rúmum
tveimur árum og fjölskyldan
kom saman og fagnaði með
henni.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Grátnir til grafar
göngum vér nú héðan,
fylgjum þér, vinur. Far vel á braut.
Guð oss það gefi,
glaðir vér megum
þér síðar fylgja’ í friðarskaut.
(Vald. Briem.)
Elsku Aldís, ég minnist þín
með kærleik og vinsemd.
Hvíl í friði.
Ásgerður Alda.
Kæra systir, nú skilur leiðir
okkar og þú heldur af stað í betri
heim þar sem þú munt hitta
Bangsa heitinn og hana Hrafn-
hildi þína. Þú hefur ávallt verið
stór hluti af mínu lífi enda stóra
systir mín. Þegar ég hugsa til
þín man ég að við höfum lengi
verið samferða í þessu lífi og það
sem stendur upp úr er þegar ég
byrjaði að passa hana Hrafnhildi
fyrir þig 10 ára gömul. Þú hefur
ávallt farið þínar eigin leiðir í líf-
inu en það sem ég hef dáðst hvað
mest að er hversu kraftmikil og
ákveðin þú varst. Þú lést veik-
indin ekkert stoppa þig í að
halda áfram í lífinu. Þannig ætla
ég að muna eftir þér, mín kæra
systir, kraftmikil og ákveðin. En
nú er kominn tími til þess að
kveðja og ég veit að Hrafnhildur
og Bangsi taka vel á móti þér á
nýja staðnum.
Þegar eitthvað virðist þjaka mig
þarf ég bara að sitja og hugsa um þig,
þá er eins og losni úr læðingi
lausnir öllu við.
Þó ég fái ekki að snerta þig
veit ég samt að þú ert hér,
og ég veit að þú munt elska mig
geyma mig og gæta hjá þér.
Og þó ég fengi ekki að þekkja þig
þú virðist alltaf geta huggað mig,
það er eins og þú sért hér hjá mér
og leiðir mig um veg.
(Ingibjörg Gunnarsdóttir.)
Þín systir,
Sólbrún Guðbjörnsdóttir.
Aldís, elsta systir mín sem við
kveðjum í dag, var snemma afar
sjálfstæð og glæsileg kona.
Fyrstu árin bjuggum við fjöl-
skyldan á Njálsgötu 28 og þegar
Aldís var 7 ára fluttum við á
Bergþórugötu 41 og þar bjó hún
þangað til að hún leigði sér her-
bergi 15 ára gömul, enda sjálf-
stæð eins og áður sagði Íbúðin
okkar á Bergþórugötunni var af-
ar lítil eða aðeins 40 fermetrar
og margir í heimili. Það þótti því
sérdeilis flott að Aldís var komin
með sérherbergi. Mamma okkar
var dugleg að sauma föt á okkur
systkinin og mér er minnisstætt
þegar hún saumaði blúndukjól á
Aldísi þegar Aldís var 16 ára
hvað hún var falleg og fín. Hún
var glaðlynd og hafði gaman af
því að dansa og skemmta sér.
Hún átti það til að vera orðhvöt
og svaraði þá vel fyrir sig. Það
var oft fjör á Bergþórugötunni
eins og nærri má geta.
Sem barn var Aldís í sveit á
sumrin, bæði á Snæfellsnesi og
fyrir austan fjall. Hún fór
snemma að vinna fyrir sér og
vann hin ýmsu störf til sjós og
lands, t.d. við framreiðslu á veit-
ingahúsi, matsveinn til sjós og
við hin ýmsu fiskvinnslustörf og
þótti víkingur til allra verka.
Hún bjó víða á landinu, Skaga-
strönd, Rifi, Ólafsvík og fleiri
stöðum. Síðast í Kópavogi.
Henni mættu ýmsar hindranir á
lífsleiðinni, hún missti Björn
manninn sinn árið 1988 og dóttur
sína Hrafnhildi Auði árið 2001.
Nokkur undanfarin ár hefur
hún verið sjúklingur enda fór
hún illa með sjálfa sig í gegnum
tíðina en var samt ótrúlega
sterk. Margrét nágrannakona
hennar hjálpaði henni óhemju-
mikið við allt mögulegt og eru
henni færðar hér miklar þakkir
fyrir fórnfýsina.
Hinn 18. janúar sl. varð Aldís
að lúta í lægra haldi fyrir æðri
máttarvöldum.
Ég kveð þig núna, kæra syst-
ir, og trúi því að Hrafnhildur og
Björn taki vel á móti þér.
Halli minn, við Gylfi vottum
þér Öldu og fjölskyldu innileg-
ustu samúð.
Leiddu mína litlu hendi,
ljúfi Jesús, þér ég sendi
bæn frá mínu brjósti, sjáðu,
blíði Jesús, að mér gáðu.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Guðrún systir.
Aldís Þorbjörg
Guðbjörnsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Elsku amma hvíl í friði.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sigurður Jónsson.)
Friðbjörn Grétar.
✝ Ámundi fædd-ist í Hjarð-
arholti í Reykjavík
hinn 8. ágúst 1943.
Hann lést á líkn-
ardeild Landspít-
alans hinn 17. jan-
úar 2012.
Foreldrar hans
voru Jakobína
Ámundadóttir, f. 2.
janúar 1909, d. 19.
maí 1994. og Ro-
bert Sullins frá Texas. Hann var
giftur Önnu Cörlu Örlygsdóttur,
f. 10. september 1945. En þau
skildu árið 1991. Þau áttu 3 börn
saman, Þórður Ámundason, f. 8.
ágúst 1966. Börn Þórðar eru
Jakob Ævar Þórðarson, Ágúst
Már Þórðarson, Sigurrós Vest-
mann Þórðardóttir.
Helga Bryndís
Ámundadóttir, f.
18. desember 1967.
Börn Helgu eru
María Rut Guðna-
dóttir, Rebekka
Ann Cook og Ro-
bert Curtis. Sig-
urbjörg Ámunda-
dóttir, f. 19. mars
1971. Gift Guðna
Skúlasyni, f. 13.
janúar 1965. Börn þeirra eru Ír-
is Dögg Guðnadóttir, f. 15. októ-
ber 1987. Sunna Rut Guðnadótt-
ir, f. 4. desember 1995.
Jarðarför Ámunda fer fram
frá Kópavogskirkju í dag, föstu-
daginn 27. janúar 2012, klukkan
13.
Ég bið Guð að gæta mín,
góða anda að hugga mig.
Sama ósk er eins til þín:
Almættið það sjái um þig.
(Leifur Eiríksson)
Elskulegur faðir minn. Þú
skildir við og yfirgafst jarðríkið
17. janúar 2012. Veikindi þín
urðu til þess að þú hvarfst á
braut. Margar stundirnar áttum
við er ég var ungur strákur og
síðan ungur maður. Margt hefur
þú kennt mér og ég hef lært af
þér. Minnist ég fyrstu veiðiferð-
arinnar sem var farin að Stóra-
Arnarvatni þar sem ég lærði að
renna fyrir fisk. Það var ómet-
anleg stund hjá mér, aðeins sjö
ára gömlum, sérstaklega er ég
fékk minn fyrsta fisk ásamt svo
mörgu öðru sem ég hef lært og
numið hjá þér. Meðal annars
ýmsan lærdóm í bílaviðgerðum
og slíkt sem þú varst iðinn við að
kenna mér, af því að ég hafði
alltaf gaman af að sjá hvað um
var að vera er bíll bilaði. Í dag
ertu búinn að gera mig að þeim
manni sem ég er og þökk sé þér
fyrir. Ég mun alltaf sakna þín og
verða hugsað til þín. Það er svo
margs að minnast, en það kemst
víst ekki fyrir í þessari litlu
grein, en ég veit að þú berð það
með þér í huga þér hvað var
brallað á þessum tíma og hvað ég
hef gaman af því að njóta þess
sem þú kenndir mér að gera,
sem nýtist mér bæði í leik og
starfi. Mun ég aldrei gleyma
neinu í okkar góðu samskiptum.
Núna hafa amma Bína, Doddi og
langamma Fanney og þitt fólk
tekið á móti þér með bros á vör
og hlýju í huga.
Hvíldu í friði, kæri faðir minn,
og ég bið að heilsa.
Minning þín er mér ei gleymd;
mína sál þú gladdir;
innst í hjarta hún er geymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.
(Káinn)
Þinn sonur,
Þórður Ámundason.
Mig langar með fáum orðum
að votta virðingu einstökum vini.
„Ámundi minn“ var engum líkur;
átti sinn eigin skilning á lífinu og
tilverunni og var svo sannarlega
vinur vina sinna. Hann var greið-
vikinn og hjálpsamur, enginn átti
jafn mikið af verkfærum og þeir
sem þekktu hann muna eflaust
eftir lazergeislanum góða. Margs
er að minnast en allar samveru-
stundirnar á Þingvöllum standa
þar upp úr. Þar var smíðað og
gert við, farið að veiða, spjallað
um þennan heim og annan geim
– og lífsins notið í góðra vina
hópi. Ótal margar eru samræð-
urnar sem áttu sér stað og svo
sannarlega skildi ég ekki alltaf
hvað þessi góði vinur minn var
að segja og meina. En það gerði
hann líka svo ótrúlega áhuga-
verðan og skemmtilegan. En það
kemur kannski að því hjá mér –
enda var hans eigin heimspeki
þar á ferð … Hann var andlega
þenkjandi, mannvinur mikill og
viðkvæm og falleg sál.
Ég er þakklát fyrir vinsemd-
ina, samveruna og hjálpina, fyrir
allt sem hann gerði fyrir mig og
dóttur mína og að hafa fengið að
kynnast honum og ganga með
honum part úr lífsins göngu. Ég
hef kveikt á steinalampanum
sem Ámundi færði mér að „ekki
gjöf“ og finn fyrir birtu og hlýju.
Við höfðum kveikt á samskonar
lampa á líknardeild Landspítal-
ans þegar við kvöddumst að sinni
og hlustuðum á fallegu tónlistina
með Páli Óskari og Moniku. Ég
er sannfærð um að Ámundi er
kominn heill heilsu í ljósin heima.
Farðu í friði og gleði, góði vinur,
þín verður sárt saknað og við
sjáumst þegar við sjáumst.
Ragnheiður Linda
Skúladóttir.
Elsku Ámi okkar, nú ert þú
kominn á betri stað og við vitum
að pabbi tekur vel á móti þér. Við
höfum þekkt þig í nokkur ár en
samt finnst okkur systrum við
hafa þekkt þig alla ævi. Þú varst
alltaf svo góður við okkur fjöl-
skylduna og reyndist okkur vel,
börnin elskuðu Áma. Það hefur
enginn átt neitt herbergi uppi í
Króktúni nema þú, ekki einu
sinni við systur og hefur þetta
herbergi og mun ávallt vera kall-
að Áma herbergi. Þú naust þín
vel í sveitinni og áttum við marg-
ar góðar stundir saman í Krókt-
úni. Við erum þakklátar fyrir að
hafa kynnst þér og fyrir þær
stundir sem við höfum fengið
með þér og voru þær nú ófáar.
Við sendum fjölskyldu þinni
innilegar samúðarkveðjur.
Rakel, Berglind og Helga.
Ámundi Ævar
✝
Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi,
bróðir og mágur,
ERLINGUR AÐALSTEINSSON,
Þórunnarstræti 93,
varð bráðkvaddur mánudaginn 23. janúar.
Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju mánu-
daginn 30. janúar kl. 13.30.
Lára María Ellingsen,
Óttar Gautur Erlingsson, Margrét Helgadóttir,
Rakel María og Elisabeth Eiríka Óttarsdætur,
Ólöf Hörn Erlingsdóttir, Sigurður Hólm Sæmundsson,
Tumi Snær, Katla Snædís og Auður Gná Sigurðarbörn,
Margrét Aðalsteinsdóttir,
Gylfi Aðalsteinsson, Nanna K. Christiansen.
Þökkum innilega fyrir auðsýnda samúð,
hlýhug og vináttu við andlát og útför ást-
kærrar eiginkonu, móður, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
ÓLAFAR P. HRAUNFJÖRÐ
bókavarðar,
sem andaðist þriðjudaginn 6. desember.
Sérstakar þakkir til starfsfólks 14 E-G á Landspítalanum við
Hringbraut fyrir hlýhug og góða umönnun.
Karl Árnason,
Petrina Rós Karlsdóttir,
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson, Ólöf Pétursdóttir,
Pétur Karlsson, Valeryja Karlsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegustu þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
elskulegrar móður okkar, tengdamóður,
og systur,
RANNVEIGAR MARÍU GARÐARS.
Maríanna Alexandersdóttir,
Garðar Thor Middleton, Guðrún Stefánsdóttir,
Sigríður E. Bjarnadóttir, Bragi Sigurðsson,
Anna Garðars, Marinó Þorsteinsson.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa og
langafa,
SIGURGÍSLA SIGURÐSSONAR
húsgagna- og innanhússarkitekts,
Gullsmára 9,
Kópavogi.
Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki Heimahjúkrunar
Kópavogs fyrir góða umhyggju.
Guðmundur Vikar Einarsson, Guðrún Garðars,
Hjördís Sigurgísladóttir, Dennis Davíð Jóhannesson,
Hilmar Sigurgíslason, Ásgerður Atladóttir,
Sjöfn Sigurgísladóttir, Stefán Jökull Sveinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.