Morgunblaðið - 27.01.2012, Side 27
Þú varst amma, yndisleg og góð,
og allt hið besta gafst þú hverju sinni,
þinn trausti faðmur okkur opinn stóð,
og ungar sálir vafðir elsku þinni.
Þú gættir okkar, glöð við undum hjá,
þær góðu stundir blessun, amma kæra.
Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá
í hljóðri sorg og ástarþakkir færa.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Björn Ingi Björnsson,
Krista Sigríður Hall,
Ólafur Árni Hall, Rúnar
Þór Arnarson, Þórður
Örn Björnsson og Örvar
Geir Örvarsson.
Það er sárt að kveðja ömmu
Siggu og hugsa sér lífið án henn-
ar. Hún var ætíð jákvæð þó að líf-
ið hefði ekki alltaf verið leikur.
Hún ólst upp í Suðursveit við
þröngan kost en flutti á ung möl-
ina. Þar kynntist hún manni sín-
um Ólafi Hallbjörnssyni sem lést
fyrir aldur fram í árslok 1966. Þau
eignuðust fjögur börn, Erlu, móð-
ur mína, Örn, Svölu og Huldu.
Hún kom börnum sínum til
manns og skilur eftir sig stóran
hóp afkomenda sem allir áttu
stóran sess í hennar lífi og hjarta
eins og hún í þeirra.
Amma var glaðlynd og gefandi
og var kölluð amma Sigga af
margfalt fleirum en þeim sem
voru henni blóðskyldir. Hún var
dugleg til verka, sérhlífni átti hún
ekki til. Jákvætt hugarfar ásamt
vænum skammti af þrjósku og út-
haldi gerði það að áföll, sjúkdóm-
ar eða ellin sem var farin að há
henni, settu sjaldnar strik í reikn-
inginn en ætla mátti. Amma átti
auðvelt með að sýna öðrum hlut-
tekningu en vorkenndi ekki sjálfri
sér. Átti hún þó við beinþynningu
í kjálkum að stríða sem gerði
henni erfitt fyrir.
Amma var náin börnum sínum
sem sinntu henni af ástúð sem og
aðrir fjölskyldumeðlimir. Þau töl-
uðu við hana daglega og heim-
sóttu hana oft í viku. Barnabörn
og barnabarnabörn voru henni af-
ar kær og fylgdist hún vel með
hópnum sínum. Hún átti stóran
vinahóp og var enn að eignast vini
þótt á tíræðisaldri væri. Hún spil-
aði, söng í kór og tók þátt í alls-
kyns félagsstarfi. Hún var hlýleg í
framkomu og átti auðvelt með að
hrósa fólki. Hún var fordómalaus,
hafði nútímalegar skoðanir og
fylgdist með málefnum líðandi
stundar fram á síðasta dag.
Sem elsta barnabarn ömmu á
ég um hana endalaust góðar
minningar. Hún gaf en vildi síður
þiggja. Matseld var henni hug-
leikin og hún naut þess að gefa
fólki að borða. Enda matráðskona
lengst af. Hún var afar hreinleg
og þvoði allt, líka matvöru. Amma
bakaði heimsins bestu pönnukök-
ur, ekki aðeins fyrir sína gesti
heldur í afmælis- og fermingar-
veislur fyrir vini og vandamenn,
háöldruð. Þá dugði ekkert minna
en tvær pönnukökupönnur og að
taka reykskynjarann úr sam-
bandi.
Ég var svo lánsöm að eiga við
ömmu mína gott spjall kvöldið áð-
ur en hún lést. Hún hafði þvertek-
ið fyrir að fá heimsóknir það kvöld
því færðin var slæm. Engu að síð-
ur hafði hún heyrt í börnunum
sínum og vissi að allir voru komnir
heilir heim. Við ræddum um lífið
og tilveruna og stöðuna á stórfjöl-
skyldunni. Amma fullvissaði sig
um að allt og allir væru í lagi og
framtíðin björt. Það var eins og
hún þyrfti að fá staðfestingu á því
að sér væri óhætt að kveðja. Við
ræddum um að langömmudreng-
urinn hennar kæmi og spilaði fyr-
ir vistmenn á Hrafnistu og ferm-
ingu hans á vormánuðum. Hún
hafði alltaf eitthvað að hlakka til.
Amma vaknaði ekki eftir að
hafa lagst til hvílu þetta kvöld.
Þrátt fyrir sorg og söknuð má
þakka að amma var fótafær með
frjóan hug fram á síðustu stund.
Hún mun alltaf eiga sér stað í
hjarta okkar.
Með ást og þakklæti kveðjum
við Ásgeir og börnin okkar, Tóm-
as, Viktor og Íris, ömmu Siggu og
biðjum guð að blessa minningu
hennar.
Ólöf Örvarsdóttir.
Það er alltaf ákveðinn tómleiki
sem fylgir því þegar einhver sem
maður er búinn að vera samferða
alla sína ævi hverfur burt úr
þessu lífi, því þó fólk sé orðið full-
orðið og heilsan farin að bila, kem-
ur andlát manni alltaf á óvart.
Þannig er það núna þegar hún
Sigga frænka er búin að kveðja
þessa jarðvist. Hjá okkur gekk
hún Sigga ævinlega undir nafninu
„stóra frænka“ sökum mikils
skyldleika í báðar ættir. Þetta átti
svo sannarlega við hana, því hún
var ætíð stór í öllu, sérlega í því
sem sneri að öðrum, var alltaf að
hugsa um aðra, hvernig öðrum liði
og að allir fengju nóg að borða,
hvort sem hún var heima, úti á sjó
eða í útlöndum og heimili hennar
stóð ævinlega opið ættingjum og
vinum og var annálað fyrir mikla
gestrisni. Þess má geta að okkar
síðustu samverustundir með
henni voru í kaffi á Hrafnistu
skömmu fyrir jól, við áttum ekki
að fara svangar heim.
Siggu þótti ákaflega gaman að
spila og spilaði ásamt 3 öðrum
hornfirskum konum í mörg ár.
Ævinlega var boðið uppá eitthvað
gott að borða líka. Meðan Sigga
gat bauð hún oft uppá svið úr
sveitinni sinni Suðursveit. Á árum
áður var þorrablót í Grímsnesinu
fastur punktur í tilverunni, þang-
að kom Sigga með sitt góða skap
og léttu lund. Þetta voru oft mikl-
ar svaðilfarir, bæði að komast
austur að Brún, á þorrablótið og
heim aftur sökum ófærðar og
mikillar hálku, eftir eina slíka ferð
bar hún Sigga merki ævilangt.
Þetta voru ógleymanlegar sam-
komur, mikil gleði hlátur og söng-
ur, eitthvað sem maður man eftir
alla ævi.
Lífið fór ekki alltaf mjúkum
höndum um hana frænku okkar.
Hún varð ekkja árið 1966 og stóð
þá ein uppi með 4 börn og það var
ekki auðvelt verkefni, en hún var
einstaklega lánsöm að eiga góð og
yndisleg börn sem hafa ásamt
fjölskyldum sínum reynst henni
mjög vel og verið hennar stoð og
stytta alla tíð, einkum þegar heils-
an fór að bila.
Kæra Sigga frænka það er
komið að því að kveðja. Þú varst
einstaklega lánsöm að halda þinni
andlegu heilsu, eins og við segjum
„að vera klár í kollinum“ ævilangt,
varst alltaf hlý og notaleg, hafðir
sterka samkennd með öðrum og
hafðir einstaklega góða nærveru.
Trúlega stendur þú núna í stór-
ræðum á efri hæðinni, því senni-
lega hafa einhverjir verið tilbúnir
með spilin. Hann Aui sem hefur
verið búsettur í Þýskalandi í mörg
ár biður fyrir sérstakar þakkir
fyrir ógleymanlegar samveru-
stundir. Elsku frænka, takk fyrir
samfylgdina og allar góðu stund-
irnar. Kæra Erla, Örn, Svala,
Hulda og fjölskyldur, innilegar
samúðarkveðjur til ykkar allra.
Þórunn og Gyða.
Í dag kveðjum við í hinsta sinn
kæra vinkonu, Sigríði Sigurðar-
dóttir frá Borgarhöfn í Suðursveit,
eða Siggu Sigurðar eins og hún var
ávallt nefnd. Viljum við þakka
henni alla þá hjálp og vinsemd sem
hún hefur sýnt okkur í gegnum tíð-
ina. Ekki voru fá skiptin sem var
leitað til Siggu ef þurfti að dvelja í
Reykjavík.
Sigga rak um tíma hótel á Hrol-
laugsstöðum í Suðursveit. Það má
því segja að hún hafi verið frum-
kvöðull í ferðaþjónustu í sveitinni.
Við systur, Kolla og Inga, aðstoð-
uðum hana við að standsetja þetta
allt saman og þá var oft mikið fjör
og glatt á hjalla. Það munu senni-
lega ekki allir hafa borgað hátt
gjald fyrir gistingu né mat því hún
vildi helst öllum gefa, svo mikill
var rausnarskapurinn.
Það sem einkenndi Siggu var að
hún lagði aldrei illt orð til nokkurs
manns en gat alltaf gert góðlátlegt
grín að sjálfri sér.
Eftir að Sigga flutti til Reykja-
víkur kom hún reglulega í sveitina
sína og þá var mikil tilhlökkun því
alltaf var fjör og léttleiki í kring
um hana. Meðan heilsan leyfði
fannst henni ómissandi að komast
á hið árlega þorrablót þar sem hún
lék á als oddi. Til marks um hversu
ofarlega í huga hennar æskuslóð-
irnar voru var hún að spyrjast fyr-
ir um kvöldið áður en hún lést
hvernig veðrið væri fyrir austan
þar sem veðurspáin hafði ekki ver-
ið með besta móti. Svona var Sigga
yndisleg persóna sem öllum vildi
vel og öllum vildi gott gera.
Börnum hennar og fjölskyldum
þeirra vottum við okkar dýpstu
samúð. Og einnig viljum við senda
Ragnari bróðir hennar samúðar-
kveðjur.
Elsku Sigga, þig viljum við
kveðja hinstu kveðju með þessum
ljóðlínum.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Þóra Guðleif, Kolbrún,
Inga Lúcía, Jón
og fjölskyldur.
Hver lifuð gata er lögð í mannsins slóð,
hvert lífsins barn að vegamótum
gengur.
En varðan sem að viðkomandi hlóð,
er vitnisburður sem þó stendur lengur.
Guð mildar stríð og mætir sorgarstund,
með kærleik sínum djúpa græðir sárin.
Þá er hann kallar, koma á hans fund,
en Kristur Jesús þerrar sorgartárin.
(S.R.R.)
Mæt og góð vinkona er nú horf-
in af sviðinu. Sigríður Sigurðar-
dóttir, sem við kynntumst fyrir
mörgum árum, var hrókur alls
fagnaðar á ýmsum stundum.
Ávallt var gleði og spaug á hennar
vörum. Við kynntumst Siggu
fyrst þegar Svala og Siggi voru
orðin par og við ýmis atvik þegar
fólkið og fjölskyldurnar komu
saman, var Sigga sjálfsagður
gestur þar mitt á meðal okkar
allra. Hún var mikil húsmóðir og
hugsaði vel um sína. Hún var allt
til hinstu stundar lífsglöð og virk-
ur þátttakandi í líðandi stundu.
Jafnvel þótt hún væri komin í
íbúðir aldraðra og hefði búið ein í
allmörg ár, eftir að hafa misst
mann sinn Ólaf Hallbjörnsson,
var hún í anda sem unglingur og
þátttakandi í félagsstarfi aldraðra
af lífi og sál, hvar sem hún bjó í
gegnum tíðina. Hún var forkur
duglegur við að sjá sér og sínum
farborða. Hún hafði á tímabili ver-
ið ráðskona og húsmóðir í Hroll-
laugsstaðaskóla A-Skaftafells-
sýslu í tvö sumur og rak þar
mötuneyti og gistingu af myndar-
brag. Var jafnvel frumkvöðull í
sveitagistingu á sinn hátt. Minnt-
ist hún oft á dvölina þar fyrir aust-
an, en hún var úr Suðursveitinni
og kunni vel við sig í nágrenni við
heimaslóðir. Svo var hún mat-
ráðskona í Vöruflutningamiðstöð-
inni og muna margir flutningabíl-
stjórar hve gott var að koma til
Siggu og fá matarbita og bíða í
rysjóttu verðri og ófærð, þegar
leiðir höfðu lokast eða tvísýnt um
veður. Enginn fór þaðan án þess
að fá góðan viðurgjörning. Hún
var ráðagóð og vinur vina sinna.
Hún kynntist mörgum á þessum
árum og margir minnast hennar
með þakklæti og hlýju. Fyrir
sunnan vildi hún vera í nálægð
barnanna sinna, dætur hennar og
sonur voru henni það samfélag
sem skipti hana mestu máli. Að fá
að vera í nálægð ömmubarnanna,
að vera Amman með stórum staf
og vera í hringiðu heimilanna og
þátttakandi í stóru og smáu. Í
gegnum þetta allt tókst með okk-
ur Siggu einlæg vinátta sem varði
allt til hinstu stundar. Urðu æv-
inlega fagnaðarfundir ef við hitt-
um hana í heimsóknum fyrir
sunnan og stundum var hringt ef
tilefni gafst til. Nú er aðeins minn-
ingin ein eftir en hún er hlý og full
af þakklæti fyrir þær gleðistund-
ir, sem hún skilur eftir.
Við sendum Svölu og Sigga,
Kristu og Óla og öllum ástvinum
öðrum samúðarkveðjur og við
þökkum samfylgdina á liðnum ár-
um. Guð blessi þá minningu
mætrar vinkonu sem við eigum öll
saman.
Sigurður Rúnar
Ragnarsson og
Ragnheiður Hall
og börn.
Það var í kringum 1950 að bók-
band Víkingsprents í Garðastræti
17 sameinaðist bókbandsstofunni
Bókfelli á Hverfisgötu 78, sem þá
var ein af stærstu bókbandsstof-
unum í Reykjavík. Við samein-
inguna fluttist starfsfólkið að
mestu yfir til Bókfells, þar á með-
al Sigríður eða „Sigga frú“ eins og
hún var oft kölluð í hópi okkar
starfsfélaganna til aðgreiningar
frá mörgum öðrum Siggum. Ég
minnist oft þessa tímabils þegar
ég hugsa til baka og ber saman við
nútímann og vélvæðinguna í dag.
Þá var mestallt bókband unnið í
höndum, en vélarnar voru að
byrja að hefja innreið sína.
Sigríður vann öll algeng að-
stoðarstörf í bókbandi og var
prýðilega verki farin, en auk þess
var henni trúað fyrir vandasöm-
um verkum eins og að vinna við
flóknar saumavélar. Ég minnist
þess sérstaklega hvað Sigga var
yfirleitt glöð og hress í anda þegar
hún kom akandi á morgnana í
gamla Ford með Ólafi Hallbjörns-
syni prentara, manni sínum, og
þau voru að koma frá því að aka
með börnin í pössun áður en vinna
hæfist.
Við Sigga héldum sambandi
lengi vel og hittumst stundum í
Félagi bókagerðarmanna. Ég
fékk hlýja kveðju frá henni með
formanni FBM fyrir nokkrum
vikum. Með Sigríði er genginn
góður og skemmtilegur starfs-
félagi sem ég þakka fyrir allar
samverustundirnar í þá góðu og
gömlu daga í Bókfelli.
Svanur
Jóhannesson.
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 2012
Það er gæfa að fá að ganga í
gegnum æviskeiðin frá æsku til
elli við góða heilsu. Fá að sjá
börnin sín vaxa úr grasi, njóta
barnabarna og barnabarna-
barna. Það gerði afi svo sann-
arlega því fjölskyldan var hon-
um allt. Það er því full ástæða
til að fagna þeim rúmu 90 árum
sem afa voru gefin þó kveðju-
stundin sé sár.
Ein af mínum fyrstu minn-
ingum er þegar afi kom suður
að sækja mig og við flugum
saman norður til Akureyrar. Í
Hrísey, hjá afa og Oddu ömmu,
var yndislegt að vera og sú
hlýja og það öryggi sem þau
veittu hefur fylgt mér alla tíð
síðan. Þau minntu mig líka
reglulega á að ég hefði sem
smástelpa dansað Jenka fyrir
hann afa minn.
Það var alltaf sérstakt til-
hlökkunarefni að koma til Hrís-
eyjar í heimsókn og eins ríkti
mikill spenningur þegar von
var á afa og ömmu suður.
Ýmis spaugileg atvik koma
upp í hugann þegar hugsað er
til baka, t.d. þegar afi keypti
sér fólksbíl sem geymdur var á
Árskógssandi og keyrði hann
svo í öðrum gír alla leið til
Skagafjarðar. Eins var það al-
þekkt að þegar afi var búinn að
ákveða eitthvað þá varð honum
ekki haggað. Ef eitthvað stóð í
vegi fyrir hans ráðagerðum
eins og t.d. veðrið þá tók hann
til við að ganga um gólf og það
var gengið og það var gengið.
En afi endurnýjaði kynni sín
af fjögurra hjóla fararskjótan-
um þegar hann fékk sér traktor
sem hann notaði í Hrísey í
tengslum við útgerð þeirra
ömmu á Sómabátnum Halli.
Það átti eftir að koma sér vel,
því síðar þegar þau fluttu suður
gerði afi sér lítið fyrir og út-
vegaði sér nýtt ökuskírteini.
Eftir það ók hann eins og her-
foringi í Hafnarfirði, upp á
Skaga og út á land en Reykja-
vík lét hann eiga sig.
Það var gott að fá afa og
ömmu suður til Hafnarfjarðar
og geta heimsótt þau í Tinnu-
bergið en Hrísey var eyjan
þeirra og Hríseyingar áttu
ávallt stórt rúm í hjarta þeirra.
Eftir að amma féll frá fór afi
að taka þátt í starfi eldri borg-
ara á Hrafnistu og hin síðari ár
var hann búsettur þar. Það var
aðdáunarvert að fylgjast með
afa, eldsnemma á hverjum
morgni fór hann í góðan göngu-
túr hvernig sem viðraði, gerði
æfingar, fór í laugina og heita
pottinn. Stundaði púttvöllinn af
kappi og tók þátt í handverki.
Eftir afa liggja margir fallegir
munir því hann var einstaklega
laginn í höndunum. Afi var ein-
lægur fótboltaáhugamaður og
fylgdist alla tíð mjög vel með
enska boltanum. Fyrst og
fremst var það góðmennska og
blíða sem geislaði frá afa og
þess nutum við afkomendur
hans og annað samferðafólk í
ríkum mæli.
Elsku afi minn, það var gott
að fá að kveðja þig, geta sagt
þér að ég elska þig og heyra
þig hvísla því að mér. Eigin-
maður minn Emil og börnin
mín Erling Daði, Guðrún og
Kristján Gauti áttu líka með
þér góða stund.
Mömmu, Ölmu, Palla og fjöl-
skyldunni allri sendi ég mínar
innilegustu samúðarkveðjur.
Takk fyrir allt og allt, afi
minn.
Ellý Erlingsdóttir.
Afi minn Garðar Sigurpáls-
son lést á Hrafnistu 19. janúar
sl. Ekki er hægt að minnast
hans án þess að minnast ömmu
sem lést fyrir réttum fjórum
árum. Þau hjón voru ákaflega
samrýnd og sáu allir hversu
kærleiksríkt samband þeirra
var, lífsvilji afa fékk því á sig
mikinn brotsjó við fráfall
ömmu.
Garðar afi var mjög sterkur
og ábyggilegur maður, heiðar-
leiki og trú voru honum í blóð
borin. Undirritaður varð þeirr-
ar gæfu aðnjótandi að fá að
alast upp að hluta í faðmi afa
og ömmu í Hrísey og njóta um-
hyggjunnar og kærleikans sem
ávallt umlukti heimili þeirra.
Elsku afi minn, um leið og ég
þakka þér umhyggjuna, kær-
leikann og allar fallegu minn-
ingarnar, vil ég fá að samgleðj-
ast þér þegar þið amma
sameinist aftur á nýjum stað,
gerið bátinn klárann og haldið
út á Grímseyjarsund með við-
komu við Gjögurtá.
Þinn nafni,
Garðar.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Valdimar Briem.)
Á kveðjustund koma margar
dýrmætar minningar upp í hug-
ann. Alltaf var gaman að koma
í heimsókn til ykkar ömmu út í
Hrísey þar sem dekrað var við
okkur á allan hátt og við um-
vafin ást og hlýju. Mikið til-
hlökkunarefni var að fá ykkur í
bæinn um jólin, hlaðin gjöfum
og alls kyns góðgæti, sem þið
höfðuð útbúið, eins og signum
fiski, harðfiski, rúgbrauði og
ekki má gleyma kákasusgerl-
inum sem oft var með í för.
Ánægjulegt var þegar þið flutt-
uð í Hafnarfjörðinn í Tinnu-
bergið, þar sem okkur var allt-
af tekið opnum örmum og við
fengum tækifæri til að njóta
fleiri samverustunda.
Þú hafðir í heiðri göfug gildi,
virðingu fyrir fólki og um-
hverfi, stundvísi og háttvísi,
sem við höfum reynt að hafa að
leiðarljósi.
Elsku afi, tengdaafi, langafi
og langalangafi, hjartans þakk-
ir fyrir alla hlýjuna og góðu
stundirnar.
Jóhannes Garðar,
Dagný, Helena,
Þóroddur, Davíð,
Lovísa og börn.
Garðar afi minn elskulegasti
er dáinn og er ég þakklát fyrir
hans hönd að nú sé hann farinn
til Óskar, ömmu minnar fal-
legu. Í gegnum árin hef ég
hugsað hvað ég var þakklát fyr-
ir afa og ömmu í Hrísey,
hversu heppin ég var að fá að
eiga þau svo lengi sem raunin
varð.
Æskuminningin er ljúf því
fyrir lá ferðalag norður í land
Hrísey, þar sem afi beið á
bryggjunni með sitt fallega
bros og stóra faðm og sagði.
Velkomin elskurnar mínar.
Stóð þar með hjólbörurnar, því
ekki mátti bera allan farang-
urinn þennan spöl að húsinu.
Það var hlaupið eins og fæt-
ur toguðu, stoppað við hliðið,
húsið virt fyrir sér og síðan var
andað djúpt þegar dyrnar voru
opnaðar svo góða lyktin hjá afa
og ömmu myndi festast í nef-
inu. Inni beið amma mín falleg-
asta með sinn faðm, sitt bros
og ekki má gleyma krásunum
sem hún bar fram og bauð alla
velkomna. Það var svo gott að
vera komin til þeirra. Afi minn
útbjó lítið bú fyrir barnabörnin
sín niðri í kjallara, þar sem
löngum tíma var eytt í að baka
drullukökur með könglum og
þara. Svona voru sumrin, svo
þegar líða fór að jólum tók
spenningurinn við að fá afa og
ömmu suður því skipst var á að
vera hjá börnunum um jól og
áramót. Þá máttu jólin koma.
Afi og amma áttu bát sem
þau sigldu saman á og fylltist
ég alltaf stolti þegar ég sagði
frá þeim, ekki nóg með að þau
færu saman á sjóinn heldur líka
að amma mín reykti pípu. Því-
líkir snillingar sem þau voru.
Árið 1997 brugðu þau búi
seldu hús og bát og fluttu í
Hafnarfjörðinn þar sem þau
keyptu sér fallega íbúð og afi
minn elskulegasti tók bílpróf,
já, vinurinn ætlaði ekki að vera
öðrum háður í að komast á milli
staða og stóð hann sig eins og
hetja hvort sem það var að
keyra í Reykjavík eða keyra
upp á Akranes. Nú er ættar-
höfðinginn dáinn og mikið sem
ég sakna þín en mundu að
kyssa ömmu frá mér.
Elsku hjartans afi minn,
mikið þakka ég þér fyrir allt.
Við elskum þig.
Ástar- og saknaðarkveðja:
Ósk, Torfi, Alma Dögg,
Erla Dís, Einar Emil
og Arnór Ari.