Morgunblaðið - 27.01.2012, Page 29

Morgunblaðið - 27.01.2012, Page 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 2012 ✝ Steinunn BjörkGuðmunds- dóttir fæddist í Reykjavík 17. júní 1944, (fyrsta lýð- veldisbarnið). Hún lést í Luxor í Egyptalandi 11. janúar síðastliðinn. Foreldrar henn- ar voru Guð- mundur Sigurðson, f. 27.2. 1912, d. 30.9. 1972 og Fjóla Haralds- dóttir, f. 22.3 1913, d. 2.6. 2004. Bræður Steinunnar eru: Guð- mundur B. Guðmundsson, f. 6.8. 1935, og Óttar Guðmundsson, f. börn þeirra: Ari, f. 23.7. 2002, og Mía, f. 15.3. 2004. Högni er búsettur í Þýskalandi ásamt fjöl- skyldu. 2) Ragna Fróðadóttir, f. 26.12. 1970, gift Þorkeli Sigurði Harðarsyni, f. 23.7. 1969. Dætur þeirra eru Högna Sól, f. 29.6. 2000, og Harpa Kristín, f. 14.11. 2002. Ragna er búsett í New York ásamt fjölskyldu. 3) Halla Fróðadóttir, f. 9.2. 1973, gift Há- koni Péturssyni, f. 28.4. 1973. Synir þeirra eru Máni, f. 20.8. 2002, og Bjartur, f. 25.10. 2004. Þau búa í Dalsgarði í Mosfelss- dal. 4) Birta Fróðadóttir, f. 10.5. 1980, búsett í Kaupmannahöfn. Steinunn starfaði sem ritari alla sína starfsævi. Lengst af í utan- ríkisráðuneytinu og hjá Arn- mundi Backman hrl. Steinunn verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, 27. janúar 2012, og hefst at- höfnin klukkan 15. 29.4. 1949. Hinn 28. febrúar 1970 giftist Steinunn Fróða Jó- hannssyni, f. 26.10. 1945. Foreldrar hans voru Jóhann Kr. Jónsson, f. 16.4. 1912, d. 30.1. 2000, og Birta Fróðadótt- ir, f. 17.10. 1919, d. 9.8. 1975. Börn Steinunnar og Fróða eru: 1) Högni Fróðason, f. 27.8. 1969, fyrri sambýliskona Petra Paarman, sonur þeirra Mímir Högnason, f. 24.11. 1998. Eiginkona Högna Marion Schorn, f. 16.3. 1973, Það verður erfitt að kveðja mömmu í dag. Ég á eftir að sakna hennar óskaplega mikið. Ég sé mömmu fyrir mér í góð- um stól inní stofu að prjóna eða í eldhúsinu að elda eitthvað gott og alltaf með jazzinn í botni. Það var oft mikil sveifla í kringum hana og hún átti auðvelt með að hrífa fólk með sér í þessari sveiflu. Núna þegar ég hugsa til baka og minnist mömmu er ég fyrst og fremst þakklát. Þakklát fyrir það sem hún hefur gefið mér og okkur öllum. Hún veitti okkur systkinun- um mikinn kærleik og hlýju, kom fram við okkur sem jafningja og studdi okkur í því sem við tókum okkur fyrir hendur. Ég er þakklát fyrir að strákarnir mínir fengu að kynnast henni. Hún lifði lífinu lifandi og til fulls. Hún fór ekki alltaf vel með sig og var orðin heilsulítil síðustu árin. Hún átti erfitt með að með sætta sig við það. Ég vona að hún sé nú komin á stað þar sem hún svífur um í sinni laufléttu jazzsveiflu. Halla. Þegar ég fór að venja komur mínar upp í Mosfellsdal fyrir margt löngu vissi ég ekki við hverju ég átti að búast. Ég var tæplega tvítugur, nýbyrjaður með elstu heimasætunni í Dalsgarði. Ég hafði heyrt sögur af fjörinu í Dalnum og hafði allan vara á mér. Þar hitti ég fyrir kátt og víðsýnt fólk sem tók mér vel. Það að elsta dóttir þeirra Fróða og Steinunnar vildi eitthvað með mig hafa var nægileg trygging fyrir gæðum mínum. Mér var fljótlega trúað fyrir að Steinunn héti reyndar Steinunn Björk Lýðveldína, því hún væri fyrsti frjálsborni þegn lýðveldisins – fædd korteri eftir lýðveldisstofnunina 1944. Ég heils- aði samviskusamlega með „Sæl Lýðveldína“ næstu árin – en upp- götvaði þá að gleymst hafði að leið- rétta brandarann í mín eyru. Þá var eiginlega of seint að leiðrétta þetta. Ég tengdi sterkt við Steinu í eldhúsinu – bæði í veisluhaldi af stærri gerð og klassískum eldhús- partíum síðla nætur. Við áttum margar góðar stundir í eldhúsinu, þar sem ég tileinkaði mér ýmislegt frá henni sem enn fleytir mér langt í matargerð. Ég sá að þarna var heimskona þegar ég sá matseðil- inn í matarboðunum í Dalsgarði. Manneskja sem tileinkar sér heim- seldhúsið eins og Steina gerði er frjálslynd og með opinn huga. Þau hjónin voru góð heim að sækja – öllum ber saman um það. Oft var sagt að þau mættu ekki sjá útlend- ing, þá hæfist fiskisúpupartí með reiðtúr í lopapeysu frá Steinu. Herbie Hancock kom í Dalsgarð og fékk allt þetta – súpu, partí, reiðtúr og lopapeysu. Að skilnaði tók hann í hendur viðstaddra. Enginn þvoði sér um hendur í viku eftir það. Djass og blús dunaði í botni í Dalsgarði og var djassinn helsta ástríða Steinunnar á eftir fjölskyldunni og eiginmanninum sem hún var ávallt afskaplega skotin í. Steina og Fróði studdu börn sín í hverju því sem þau ákváðu að gera. Mættu fleiri taka sér þau til fyrirmyndar. Það læra börnin sem fyrir þeim er haft og sést það á börnunum að hjónin voru heims- hornaflakkarar. Steina vann í Bandaríkjunum og Sovétríkjunum og flakkaði síðar sífellt um heim- inn, sér til ánægju og yndisauka. Börn þeirra eru illa haldin af hinu ólgandi sígaunablóði og eru sífellt á faraldsfæti. Steina hélt því áfram fram á síðasta dag. Hún lést í Egyptalandi þar sem þau Fróði höfðu vetursetu. Áður en hún lést hafði hún eignast góða vini þar. Fróði og Steina gerðu þetta alls staðar – ættleiddu leigubílstjóra og gerðust guðmóðir og guðfaðir fátæklinga allt frá Kúbu til Egyptalands. Það var ekki hangið í öruggri fjarlægð á meðal túrist- anna á hótelbörum – heldur farið alla leið, eins og í öllu sem Stein- unn gerði. Það er sterkasta minn- ing mín um hana – stór kona í hví- vetna. Stór í hugsun. Stórar veislur. Stórar fagrar tilfinningar og mikið gefið. Þegar ósætti kom upp var það stórt – og sættirnar líka. Ég kveð þig með söknuði og veit að veislan heldur áfram hinum megin. Þú situr á milli vina okkar, Ben Webster og Coleman Hawk- ins, teljandi inn í gamla slagara. Ég hlakka til að vera boðið til þeirrar veislu ef hún er í líkingu við þær fyrri. Þorkell S. Harðarson. Hún var glæsileg, hávaxin, með skolleitt sítt hár, stór sólgleraugu og appelsínugulan varalit, í myntu- grænni kaðlapeysu, stuttu ullar- pilsi, og háum leðurstígvélum, svona leit Steina út þegar ég sá hana í fyrst. Hún var allt öðruvísi en allar konur sem ég hafði séð, það var eitthvað framandi og spennandi við hana. Undir hrjúfu yfirborði var viðkvæm kona. Steina átti eftir að verða mágkona mín, þegar hún giftist Fróða. Eftir að frumburðurinn Högni fæddist var ég mikið á heimili þeirra að passa, fyrst á Gljúfra- steini og síðan í Dalsgarði. Heimili þeirra var mjög per- sónulegt, þar var mikið af fallegum listaverkum frá Rússlandi, hand- málaðar skálar, Babúska, vefnað- ur, íkonar, og myndir, sem Steina hafði flutt með sér frá Moskvu, þar sem hún hafði unnið í utanríkis- þjónustu, og ofnu mexíkósku skikkjurnar á stólunum, sem þau Fróði klæddust einu sinni í Kefla- víkurgöngu. Fróði hafði smíðað sófa, sófaborð, og hjónarúmið, sem Steina svo heklaði fallegt grænt teppi á. Smám saman kynntist ég Steinu, þar var engin venjuleg kona á ferð, hún átti eftir að hafa mikil áhrif á mig. Hún talaði alltaf við mig sem jafningja. Enda hafði hún einstakt lag á að tala við börn og unglinga. Í eldhúsinu hjá Steinu var ekki bara matreiðslubók Helgu Sigurðar, þar voru mat- reiðslubækur frá Rússlandi, Ítalíu, Ameríku, Indlandi, Kína o.s.frv. hún var svo langt á undan sinni samtíð í allri matargerð, hún bjó til pitsu löngu áður en þær þekktust á Íslandi, og rússneskan blíni með kavíar og sýrðum rjóma. Hún kenndi mér að búa til besta spag- hetti bolognese sem ég hef smakk- að. Steina hafði unun af öllum list- um, enda mjög listfeng sjálf, þar naut ég góðs af. Hún prjónaði á mig peysu með Hönsestrik- munstri, sem var í miklu uppáhaldi hjá henni. Hún bauð mér á sýn- ingu rússneska Bolshoj-ballett- sins, sem kom hingað til landsins og sýndi Svanavatnið í Þjóðleik- húsinu, það var ógleymanleg upp- lifun fyrir mig. Seinna átti ég eftir að búa erlendis um tíma, þá voru það bréfin frá Steinu sem glöddu mig mest, löng vélrituð bréf, hún var fljót að vélrita, enda búin að vinna sem ritari í mörg ár, hún hafði einstaka frásagnarhæfileika, og skrifaði fyndin og skemmtilega bréf, um hversdagslega hluti. Þetta var þegar börnin voru orðin fjögur, Högni, Ragna, Halla og Birta, og lífið snerist um að skipta um bleiur, klæða þau í og úr polla- göllunum, gefa að borða, og svo fréttir af nágrönnum og fjölskyldu, og djasstónleikum, sem hún stund- aði árum saman, nýjustu myndun- um sem hún hafði séð í bíó, og skemmtilegum bókum. Steina hafði mikið dálæti á djassi, og setti oft Stan Getz á fóninn, og spilaði hátt, og sagði … hlustaðu …, og spilaði jafnvel sama stefið aftur og aftur. Nú er kominn tími til að þakka fyrir sig. Ég þakka Steinu fyrir samfylgdina, og það sem hún gaf mér. Blessuð sé minning hennar. Elsku Fróði, Högni. Ragna, Halla og Birta og allir sem þótti vænt um Steinu, megi allar góðar vættir vera með ykkur, og gefa ykkur styrk. Arndís Jóhannsdóttir. Ljúft er mér og skylt í senn að minnast þessarar kostakonu – konu sem ég hef þekkt náið allt frá bernsku. Með því að hún og kona mín eru náskyldar voru samskipti tíð, vinfengið gott og hlýtt. Að missa Steinunni er því fyrir okkur sem að kveðja kæra systur eða góðan fjölskylduvin. Steinunn var bráðger, skarp- greind, glæsileg, glögg, ákveðin í sjónarmiðum, en jafnan opin til að skoða og virða viðhorf annarra. Hún var höfðingi heim að sækja, hjartahlý og örlát. Traustur og eft- irsóttur starfskraftur var hún og kunni vel til verka sinna. Um tíma var hún nemandi hjá mér, var fyrirmyndar skólaþegn og fyrir henni lá allur lærdómur opinn. En nú er hún farin og við lít- um fram til funda á landi lifenda. Blessuð veri minning hennar. Kæri Fróði og aðrir ástvinir. Meðtakið djúpa samúð frá okkur. Guð blessi ykkur og styðji. Sólveig, Jón Hjörleifur Jónsson og fjölskylda. Elsku bestu frændsystkini, mikið var vont að á fréttirnar af mömmu ykkar og vera svona langt í burtu. Mig langar svo ótrúlega til að segja ykkur hvað ég samhrygg- ist ykkur innilega. Síðastliðna tvo daga hef ég verið í siglingu niður Mekong-fljót og hef því haft góðan tíma til að hugsa og syrgja. Mikið er erfitt að gera það svona ein. Vildi að ég gæti gert það með ykk- ur heima á Íslandi. Þegar ég skrifa þetta bréf er ég að sigla á Mekong, í táraflóði (mikið er samt gott að gráta), hlusta á Sigurrós og ímynda mér Berg okkar taka á móti Steinu okkar og þau skemmta sér yfir góðum sögum og drykk eins og þau gerðu forðum daga í veislunni hans Bergs. Mikið eru þau fallegt og gott fólk. Elsku bestu frændsystkini, mikið þykir mér vænt um ykkur, hugur minn er hjá ykkur. Ég sendi ykkur mínar bestu samúðarkveðj- ur. Ykkar Þórunn. Við Steinunn sátum hlið við hlið við altarið í Mosfellskirkju. Stundin var ógleymanleg; það var verið að gefa börnin okkar saman og við mæðurnar vorum svaramenn. Ég hafði staðið við hlið Þorkels sonar míns og horft til þeirra mæðgna. Steinunn, sem klæddist útsaumuðum antík-kjól frá Marokkó og handsmíðuðum leðurstígvélum, trú sínum gamla hippastíl, leiddi geislandi dóttur sína inn kirkjugólfið. Glæsilegar báðar tvær, hvor með sínu móti. Við Steinunn fundum báðar að kirkjan var full af ást, allir kirkju- gestir fundu það. Og einhverntím- ann yrðum við ömmur sömu barnanna. Mér hlýnaði um hjarta- rætur við þá tilhugsun. Steinunn myndi gefa mikið af sér og hún hafði af miklu að taka. Það væri synd að segja að logn- molla hafi fylgt henni. Allt við Steinunni var stórt og málað sterk- um litum. Hún var spaugsöm og gædd miklum og fjölþættum hæfi- leikum; var mikill tónlistarunnandi og -iðkandi, afar ritfær og fyndin, fínn kokkur, og litaskyn hennar heillandi. Það sýna glöggt flíkurn- ar sem hún prjónaði. Nú þegar Steinunn hefur kvatt þetta líf skilur hún stórt skarð eftir sig. Við Hörður þökkum hlýja sam- fylgd og sendum Fróða og börnum þeirra Steinunnar, og fjölskyld- unni allri, innilegar samúðarkveðj- ur okkar hjóna. Kristín Þorkelsdóttir. Ég kynntist Steinunni sem lítilli stúlku líklega um 1950. Hún var fyrsta barn íslenska lýðveldisins. Bróðir hennar Óttar var bara tveggja ára, en ég kannski 12 ára. þau bjuggu í risinu, en fjölskylda mín á fyrstu hæðinni. Það mynd- uðust strax náin tengsl milli þess- ara fjölskyldna sem endast enn í dag. Foreldrar Steinunnar voru Guðmundur Sigurðsson, skáld- mæltur skrifstofumaður og þekkt- ur háðfugl og Fjóla Haraldsdóttir, sem spilaði bæði á píanó og gítar. Það var oft glatt á hjalla í risinu, þar komu saman skáld og mynd- listarmenn, skattstjóri og saka- dómari, svo eitthvað sé nefnt. Pabbi og mamma tóku þátt í þessu þegar mikið lá við. Guðmundur var hrókur fagnaðarins, Fjóla spilaði undir, og þær mamma höfðu hæst þegar tregabundin ljóð þjóðskáld- anna voru sungin. Ég var með á minn hátt og passaði börnin tvö og heyrði ásamt þeim óminn af sam- komunni. Stundum stungu skáld og málarar höfði inn um gættina hjá okkur í barnaherberginu og spurðu af ábyrgð hvort hér væri ekki allt í besta lagi. Ég fékk eitt skáldverk Halldórs Laxness í jóla- gjöf frá þeim á hverju ári. Vinskap- ur foreldranna áttu sér enn eldri rætur, þau voru öll sósíalistar og könnuðust hvert við annað úr bar- áttunni. Á fyrstu hæðina vöndu komur sína verkamenn sem unnu með pabba og ungir og gamlir kommar. Stundum runnu 1. hæðin og risið saman og þá var fjörugast og fróðlegast. En kynnin voru líka persónulegri og mjög náin. Stein- unn og Óttar urðu líka börn pabba og mömmu og ég varð barn Guð- mundar og Fjólu. Ég man eftir þeim mæðrunum í eldhúsinu á fyrstu hæðinni þegar þær voru að leggja mér lífsreglurnar rétt áður en ég fór til náms í Svíþjóð tvítug- ur að aldri. Sérstaklega átti ég að fara varlega í samskiptum við kon- ur í því landi. Steinunn fór snemma í utanríkisþjónustuna og var mikið erlendis líka. Við hitt- umst ekki oft í þessu heimsrölti okkar, en hvar sem ég hitti ein- hvern sem hafði unnið með Stein- unni var henni lýst sem góðri manneskju og úrvals starfskrafti. Kynni okkar endurnýjuðust þegar bæði voru komin heim, og hún komin með sér við hlið öðlinginn Fróða Jóhannsson í Dalsgarði. Ég minnist á þessari stundu hlýju Steinunnar og fjölskyldu hennar og góðra samskipta. Við Ingibjörg skilum hjartans samúð- arkveðjum héðan úr útlandinu, þar sem við dveljumst nú um stundir. Ragnar Stefánsson. Á meðan tónlist heillar, bækur hrífa og fyndni skapar óumræði- lega sælu, er hún Steina nálæg í blíðu og stríðu. Steina var frumburður lýðveld- isins og þurfti að bera þá byrði, sem feimin telpa, að vera árleg for- síðumynd á alþýðutímaritum. Klædd í barnapeysuföt með ljósa slöngulokka og uppnefnd Lýðveld- ína. Síðasta myndin sem sýndi „lýðveldisbarnið“ var af síðhærðri blondínu í mínípilsi og hnéháum leðurstígvélum með óransbleikan varalit. Hún aftók frekari mynd- birtingar af sér í þessu einstæða hlutverki. Afar okkar voru bræður. Við þekktumst frá fyrstu tíð. Ólum börnin okkar upp í dalnum. Bök- uðum saman jólakökur með börn- unum – þær brunnu í ofninum. Skárum með þeim laufabrauð sem hundarnir stálu. Fórum í ferðalög um landið og fengum góð tjald- stæði í gegnum pólitísk tengsl okk- ar við Alþýðubandalag Kjósar- sýslu. Keyrðum í gegnum Evrópu og settumst að á Spáni um tíma. Börnin þurftu sól, við ódýrt rauð- vín og steikta smáfiska. Steina var hálfgerður unglingur þegar hún hóf störf sem ritari í fjarlægum sendiráðum Íslands. Langtímadvöl í Washington og Moskvu. Hún bakaði blínís og sauð rauðrófusúpu að hætti Hversdags- Rússa, blandaði draumkennda kokteila að hætti stöndugra Am- eríkana. Í báðum borgunum hélt hún áfram píanónámi. Ófáir sögðu að hún hefði getað orðið konsertpí- anisti ef hún hefði nú reynt að sýna örlítinn metnað og þor. Hún barð- ist við tárin undir fallega fluttri klassík. Djassinn gerði hana „óða á örskammri stund“. Steinunn og Guðný systir urðu afkastamiklar prjónakonur í Mos- fellsdal. Þær gengu prjónandi milli bæja og þvílíkar og aðrar eins peysur. Stórar með munstrum allra trúarbragða. Þær sömdu munstur. Þessir gripir sem þær skópu eru í dag eftirlæti afkom- enda okkar. Um síðustu aldamót vitum við lífsnautnakonurnar ekki fyrr til en við erum fluttar úr Daln- um og orðnar 101 kellingar sem þræddu restauranta, bari, snyrti- vöruverslanir, bókabúðir, skó- smíðaverkstæði og hárgreiðslu- stofur. Aldrei bar skugga á þessar gefandi ferðir okkar um miðborg- ina. Á sumrin var oft fjör í kringum fóninn þegar við fylgdumst með skrúð- og mótmælagöngum á Laugaveginum. Steina hafði mikið dálæti á skrúðgöngum og lúðra- blæstri. Sjálfsagt eitthvað haft með afmælisdaginn og Moskvud- völina að gera. Við töluðum daglega saman í síma, yfirleitt á milli tíu og tólf. Ekkert þótti henni svo merkilegt eða ómerkilegt að ekki þyrfti að viðra það. Fólkið mitt sagði „voða- lega ertu búin að rífast og hlæja mikið í morgun, varstu að tala við Steinu?“ Steinunn var glæsileg kona. Há- vaxin og svipmikil, augun dimm- græn og alvarleg. Röddin djúp, brosið svo fallegt. Skapmikil en yf- irveguð. Svo greind að það þvæld- ist fyrir henni í hversdagslífinu. Ótal orðatiltæki og örsögur hennar urðu að stjörnum. „Nei, ég segi svona …“ haft eftir gömlum frænda hennar í móðurætt. „Mér líður best illa …“ sagði jafn skemmtilegur frændi úr föðurætt. Lokasímtalið var frá Luxor í Egyptalandi til Ísafjarðar á Ís- landi. Hún spurði hvort ekki væri yndislegt á Ísafirði. Ég spurði hvort hún væri ekki búin að ná lit í sólinni. „Komdu í vetur og svo för- um við næsta sumar …. Þannig fór um þær sjóferðir stóru kellingar- innar og litlu kellingarinnar. Innsæi, persónutöfra og rausn- arskapar hennar búum við að sem þessa daga syrgjum hjartans besta vin. Sigríður Halldórsdóttir. Meira: mbl.is/minningar Elsku vinkona mín, Steina, er ekki lengur með okkur. Ég hugsa til baka, árið er 1983, við Bjarni ný- lega flutt í Mosfellssveit. Ég fer í Kaupfélagið með litlu drengina okkar, Sæmund og Sigurgísla, þessa notalegu verslun, þar sem allir þekktu alla. Ég tók eftir þess- ari glæsilegu konu sem ég átti oft eftir að rekast á næstu árin, nokkr- um sinnum var hún með litla dótt- ur sína með sér. Ekki gat ég ímyndað mér á þessum tíma að þessar mæðgur yrðu mínar vin- konur seinna. Árin liðu, Sæmundur orðinn 14 ára og tilkynnir mér að hann ætli að eignast kærustu. Nýr ungi hafði bæst í bræðrahópinn þ.e. Óskar Björn. Sæmundur kynnir okkur fyrir Birtu sem var dóttir glæsi- legu konunnar sem ég sá í kaup- félaginu. Upp frá þeim degi sem Sæmundur og Birta urðu vinir varð til ótrúlega fallegt og skemmtilegt vinasamband á milli okkar foreldra þeirra, Sæmundar og Birtu, sem aldrei hefur fallið skuggi á. Steina og Fróði stóðu við hlið okkar eins og klettur í gegnum veikindi Sæmundar okkar. Erum við þeim ævinlega þakklát fyrir það. Í dag er ég að kveðja þessa góðu vinkonu mína sem ég sakna ótrúlega mikið. Ég ætla að muna öll hlátursköstin, faðmlögin góðu, brosið blíða og allt það góða sem hún kenndi mér. Í perlubandi daganna er alltaf einn og einn sem eitthvað sérstakt hefir manni að færa. Í minningunni ljómar hann sem ekta eð- alsteinn og angar eins og lambagrasið skæra. (Áróra Guðmundsdóttir.) Elsku Fróði, Högni, Ragna, Keli, Halla, Hákon og elsku hjart- ans Birta okkar ásamt öllum ömmu- og afabörnunum, megi allt það besta í heimi varðveita og passa hana elsku Steinu okkar. Ykkar elskandi vinir, Hrafnhildur (Haddý), Bjarni, Sigurgísli, Sandra og Óskar Björn. Steinunn B. Guðmundsdóttir HINSTA KVEÐJA Steina var einstök kona. Hún var með stóra sál og sterkan húmor, margfalt öflugri en flestir réðu við. Hún var hjartahlý og kenndi mér svo margt. Um elskuna, styrkinn og veik- leikann. Um breytileika mannlífsins. Hún átti djúpa elsku gagnvart börnum og ungu fólki. Ég gleymi aldr- ei augntilliti hennar þegar hún horfði á börnin mín smá. Augu hennar voru djúp og ljómandi. Æ síðan kemur þetta augntillit til mín. Kæru vinir, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Þið eruð svo rík að hafa átt hana Steinu – og hún ykk- ur. Ykkar einlæg, Vera.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.