Morgunblaðið - 27.01.2012, Page 38
38 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 2012
Sjö viðburðir eru á dagskrá Myrkra
músíkdaga í dag:
09.30 Eldborg: Tónsmiðastofa
Sinfóníuhljómsveitar Íslands.
Danska tónskáldið Hans Abraham-
sen leiðbeinir þremur ungum ís-
lenskum tónskáldum, Guðmundi
Steini Gunnarssyni, Gunnari Karel
Mássyni og Kristjáni Guðjónssyni.
Ilan Volkov verður með hljómsveit-
ina alla til taks. Frjáls aðgangur.
12.30 Kaldalón
í Hörpu: Guðrún
Jóhanna Ólafs-
dóttir messó-
sópran og Franc-
isco Javier
Jáuregui flytja
efnisskrá með ís-
lenskum og
spænskum sam-
tímaverkum, m.a. eitt sem þau hafa
samið í sameiningu sjálf. Þá frum-
flytja þau tvö spænsk verk, eftir
Marisu Manchado Torres og Agust-
ín Castilla-Ávila.
15.00 Kalda-
lón: Íslensk verk
fyrir tvær fiðlur.
Duo Landon –
fiðluleikararnir
Hlíf Sigurjóns-
dóttir og Martin
Frewer, flytja
dagskrá sem
samanstendur af
fiðludúettum eftir íslensk tónskáld,
þar af verður eitt þeirra frumflutt á
tónleikunum – Furioso eftir Jónas
Tómasson.
17.00 Kalda-
lón: Nordic Af-
fect leikur nú-
tímatónlist á
barokkhljóðfæri.
Gunnar Andreas
Kristinsson,
Hugi Guðmunds-
son, María Huld
Markan Sigfúsdóttir og Hafdís
Bjarnadóttir eiga öll verk.
20.00 Norðurljós í Hörpu: Caput-
hópurinn flytur verk Önnu Þor-
valdsdóttur. Flest verkin sem flutt
verða eru nýkomin út á geisladiski
Önnu, en eitt verður frumflutt –
Streaming Arhythmia.
20.00 Kaldalón: Einleiks-
tónleikar Áshildar Haraldsdóttur
flautuleikara. Hún frumflytur
nokkur verk eftir íslensk tónskáld –
Þuríði Jónsdóttur, Inga Garðar Er-
lendsson og Jón Hlöðver Áskelsson.
Áshildur fær Íslenska flautukórinn
einnig til liðs við sig.
24.00 Norðurljós: Miðnætur-
tónleikar Duo Harpverk en hann
skipa Katie Buckley hörpuleikari
og Frank Aarnink slagverksleikari.
Þau flytja verk eftir nemendur úr
tónsmíðadeild Listaháskóla Íslands
og í kaupbæti verk eftir ung sænsk
og dönsk tónskáld.
Mörg tón-
verk frum-
flutt í dag
Sýningar hefjast í kvöld, föstu-
dag, á Sögu þjóðar á Litla sviði
Borgarleikhússins. Þessi sjón-
leikur með tvíeykinu Hundi í
óskilum, í leikstjórn Benedikts
Erlingssonar, verður sýndur í
janúar og febrúar og er sam-
starfsverkefni Hunds í óskil-
um, Leikfélags Akureyrar og
Borgarleikhússins.
Hundur í óskilum eru þeir
Eiríkur Þ. Stephensen og
Hjörleifur Hjartarson. Í sýningunni fara þeir í tali
og tónum á hundavaði í gegnum Íslandssöguna
frá upphafi til okkar daga. Tónleikar hjá Hundi í
óskilum hafa oft minnt meira á sirkus eða uppi-
stand en venjulega tónleika.
Leikhús
Saga þjóðar með
Hundi í óskilum
Hundur í
óskilum
Fyrsta listasýning ársins í Ar-
tíma galleríi er í raun tvær sýn-
ingar og verða þær opnaðar í
dag, föstudag, klukkan 18. Ar-
tíma gallerí er á Smiðjustíg 10.
Alexander Jean Edvard Le
Sage de Fontenay stýrir sýn-
ingunni S/H/91-93. Þar er að
finna tíu listaverk eftir jafn
marga listamenn. Þeir tengjast
allir á þann hátt að vera eða
hafa verið í fornámi í listum.
Efni sýningarinnar er svart og hvítt. Fjölbreytni
ræður ríkjum og val miðla ýmislegt.
Oddný Björk Daníelsdóttir stýrir yfirlitssýn-
ingu með verkum eftir listakonuna Heiðu Rún
Steinsdóttur.
Myndlist
Tvær sýningar
opnaðar í Artíma
Alexander Jean
de Fontenay
Út er komin bók þar sem
sænski fræðimaðurinn Lasse
Mårtensson fjallar um handrit
Stofnunar Árna Magn-
ússonar, AM 557 4to, sem
stundum er kallað Skálholts-
bók og hefur að geyma tólf Ís-
lendinga sögur, sjálfstæða Ís-
lendinga þætti og
riddarasögur, en það er senni-
lega einna þekktast fyrir að
vera annað aðalhandrit Eiríks
sögu rauða. Nefnist bók hans Kodikologisk,
grafonomisk och ortografisk undersökning av en
isländsk sammelhandskrift från 1400-talet.
Í tilkynningu Árnastofnunar segir að um sé að
ræða mikilvægt framlag til handritarannsókna.
Bókmenntir
Hefur rannsakað
Skálholtsbók
Lasse
Mårtensson
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Það er alltaf tími fyrir Mozart,“ seg-
ir Tryggvi M. Baldvinsson tónskáld.
Á tónleikum á Kjarvalsstöðum í
dag, þar sem flutt verða Kvintett
fyrir horn og strengi og Diverti-
mento í D-Dúr fyrir strengi og tvö
horn, spjallar hann við tónleikagesti
um tónskáldið og tónlist hans. Í dag,
27. janúar, er fæðingardagur Wolf-
gangs Amadeusar Mozarts en hann
fæddist í Salzburg árið 1756. Eins
og undanfarin ár býður Reykjavík-
urborg til þessara ókeypis tónleika
á afmælisdegi meistarans.
„Hvers vegna er alltaf tími fyrir
Mozart?“, spyr Tryggvi og veltir
svari fyrir sér. „Tónlist hans er svo
skýr og heiðrík. Það er frískandi og
upplífgandi að hlusta á tónlist Moz-
arts. Tónlist hans fylgir innblástur
sem nær manni yfirleitt alltaf. Tær-
leikinn nær svo vel í gegn að það er
eins og að lesa fallegt ljóð.“
Tryggvi segir hreinleika og ein-
faldleika vera viðloðandi klassíska
tímabilið, en þótt tónlist Mozarts sé
tær þá sá hún langt í frá einföld.
„Hún er það mikið unnin að hún
verður aldrei of einföld“
Ótrúlega góð laglínugreind
„Mozart hefur haft ótrúlega góða
laglínugreind,“ segir Tryggvi. „Mið-
að við hvað hann samdi gríðarlega
mikið af tónlist þá eru eyrnaorm-
arnir ekkert mjög margir, en þessar
laglínur tala alltaf til manns. Ung
tónskáld ganga oft gegnum tímabil
þar sem þeim finnast verk Mozarts
frekar óspennandi, því átök vanti í
þau. En átökin eru vitaskuld þarna,
þótt þau séu annarskonar en í tón-
list Beethovens eða rómantíska
tímabilsins. Sjálfur gekk ég gegnum
þetta tímabil. Þegar ung tónskáld
eru að baksa við að setja hugmyndir
sínar á blað, þá er næstum ósann-
gjarnt að sjá hvað Mozart hefur átt
auðvelt með þetta,“ segir hann og
hlær. „Maður finnur hvað tónlistin
hefur streymt átakalaust frá hon-
um.
Sumir segja að Mozart sé fyrir
þroskað fólk og ungabörn!“
Það er frískandi og upplífgandi
að hlusta á tónlist Mozarts
Morgunblaðið/Eggert
Flytjendurnir „Maður finnur hvað tónlistin hefur streymt átakalaust frá honum,“ segir Tryggvi um Mozart.
Boðið á tónleika á
Kjarvalsstöðum í dag,
á afmæli tónskáldsins
Kammerkórinn Hymnodia heldur
tónleika í Langholtskirkju á morg-
un, laugardag, klukkan 17.00. Tón-
leikarnir eru haldnir í samstarfi við
Listafélag Langholtskirkju.
Efnisskrá tónleikanna er þannig
saman sett að hver kórfélagi hefur
valið sitt eftirlætisverk af eldri tón-
leikaskrám kórsins og verða þau öll
flutt. Kórinn var stofnaður árið
2003 og hefur haldið tugi tónleika
með afar ólíkum efnisskrám; má
því búast við að fjölbreytileg verk-
hljómi í Langholtskirkju á morgun.
Meðal annars verður flutt tónlist
eftir Önnu Þorvaldsdóttur, Hildi-
gunni Rúnarsdóttur, Tryggva Bald-
vinsson, Jón Hlöðver Áskelsson,
Heinrich Isaac, T.L. da Victoria,
Edvard Grieg, Eric Whitacre og
Tómas Jennefeldt. Arna Valsdóttir
sýnir myndbandsverk á tónleik-
unum. Eyþór Ingi Jónson, organisti
og söngstjóri við Akureyrarkirkju,
er stjórnandi kórsins.
Samtíma- og barroktónlist
Hymnodia þýðir dýrðarsöngur. Í
þennan rómaða kammerkór hefur
Eyþór Ingi valið einvalalið söng-
fólks til að flytja metnaðarfulla kór-
tónlist, kirkjuleg verk og veraldleg.
Hymnodia hefur tekið að sér fjöl-
breytileg verkefni en einkum ein-
beitt sér að samtímatónlist og bar-
rokktónlist. Í starfi Hymnodiu
hefur verið lögð mikil áhersla á
fjölbreytni í efnisvali, óvanalega og
líflega framkomu og síðast en ekki
síst kórspuna. Hefur kórinn meðal
annars haldið tónleika sem eru nán-
ast eingöngu spunnir og þá í sam-
starfi við hljóðfæraleikara og
myndlistarmenn. Óvenjulegir bún-
ingar og uppákomur fylgja gjarnan
tónleikum kammerkórsins.
Kórfélagar velja eftirlætislög
Kemmerkórinn Hymnodia flytur fjölbreytileg verk á tónleikunum.
Kammerkórinn Hymnodia kemur
fram á tónleikum í Langholtskirkju
Svavar aðstoðaði
ljósmyndarann James
Balog við ljósmyndaverkið
Extreme Ice Survey 39
»
Líkt og undanfarin ár verða tón-
leikar til heiðurs Wolfgang Ama-
deusi Mozart haldnir á Kjarvals-
stöðum á fæðingardegi hans, 27.
janúar. Tónleikarnir hefjast klukk-
an 18 í dag og á efnisskránni eru
Kvintett fyrir horn, fiðlu, tvær víól-
ur og selló, ásamt Divertimentói í
D-Dúr fyrir strengi og tvö horn.
Flytjendur á tónleikunum á Kjar-
valsstöðum eru fiðluleikararnir
Laufey Sigurðardóttir og Sig-
urlaug Eðvaldsdóttir, víóluleik-
ararnir Þórunn Ósk Marinósdóttir
og Guðrún Þórarinsdóttir, Bryndís
Halla Gylfadóttir á selló og horn-
leikararnir Joseph Ognibene og
Þorkell Jóelsson.
Tónverk fyrir strengi og horn
TVÖ VERK EFTIR MOZART Á EFNISSKRÁNNI Í DAG
Myrkir músíkdagar