Morgunblaðið - 27.01.2012, Page 39

Morgunblaðið - 27.01.2012, Page 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 2012 Smáskífan Distance með Steve Sampling kom út í gær á vegum Möller Records en hún er sögð vera afar dansvæn, undir sterkum diskó- áhrifum og vera vinalegt viðmót til hús- og sálartónlistarinnar. Útgáfutónleikarnir fóru fram í gærkvöldi en Sampling er, að því er segir í tilkynningu, vel þekktur fyr- ir hip hop-bræðslu og upptökur til margra ára, ásamt því að hafa unn- ið með mörgum í hip hop- og raf- tónlistarsenunni og gert nokkur ódauðleg remix. Distance er önnur plata Samplings á vegum Möller Records en hægt er að kaupa hana á vefsvæði útgáfunnar, www.moll- errecords.com. Steve Sampling Distance ætti að falla í kramið hjá unnendum diskótónlistar. Steve Sampling gefur út Distance Una Sighvatsdóttir una@mbl.is „Það er gaman að vera hluti af þessu, það er stór hópur fólks sem hefur komið að þessu verki og mér var boðið út til að vera með í að fylgja myndinni eftir,“ segir Svavar Jón- atansson ljósmyndari sem er nú staddur á Sundance-kvikmyndahátíðinni í Utah í Bandaríkjunum. Svavar aðstoðaði ljósmyndarann James Balog við ljósmyndaverkið Extreme Ice Sur- vey en um það gerði National Geographic heimildarmyndina Chasing Ice, sem valin var til sýninga á Sundance. Myndin er að hluta tekin á Íslandi, en einnig á Grænlandi, í Alaska, Klettafjöllum, frönsku ölpunum, Himalajafjöllum og Suður-Ameríku. Segja má að verkið sé birtingarmynd áhrifa hlýn- unar loftslags, því í því er fylgst hvernig jöklar heims hopa ár frá ári. „Myndin er bú- in að vera í vinnslu í nokkur ár en upphafið að henni var þáttur sem sýndur var á Nat- ional Geographic. Hugmyndin á bak við þetta er að að sýna á myndrænan hátt það sem vísindamenn hafa sýnt í tölum,“ segir Svavar. Aðdragandi Balog ferðaðist fyrst um norðurhvel jarð- ar til að mynda árið 2005 og segist sjálfum svo frá að í þeirri ferð, sem leiddi hann m.a. til Íslands, hafi augu hans opnast fyrir áhrif- um hlýnunar, sem hann áður hafði efasemdir um. Árið 2007 byrjaði hann að vinna að verkinu Extreme Ice Survey og sneri þá aft- ur hingað til lands til að mynda Svínafells- jökul, Jökulsárlón og Sólheimajökul, með að- stoð Svavars. Aðdragandi frumsýningarinnar á Sundance er því langur og Svavar segir skemmtilegt að fá að fylgj- ast með afrakstrinum. Ferð hans til Utah er þó tvíþætt, því auk þess að mæta á kvik- myndahátíðina nýtir hann tækifærið til að undirbúa framhald á verkefninu Innland/ Útland sem hann hefur unnið að um hríð. Afsprengi Innlan/Útland eru m.a. tvö myndskeið, með frumsaminni tónlist eftir Daníel Ágúst Haraldsson, sem Svavar vann upp úr rúmlega 40.000 ljósmyndum sem hann tók af íslensku landslagi út um hlið- arrúður á rútum og vörubílum. Fylgi „Þessi hugmynd hefur verið að fá fylgi víðar og það er áhugi fyrir því að gera mér kleift að skapa verk í Utah með þeirri nálg- un sem ég hef notað á Íslandi. Þarna í Utah er mjög skemmtilegt landslag sem hentar vel til að mynda á þennan hátt. Ég fór þang- að síðasta sumar og er núna að fylgja þeirri ferð eftir,“ segir Svavar sem er í sambandi við menn í Utah, þ.á m. tónlistarmenn um að koma að gerð slíks verks. Ævintýrin gerast á Sundance  Svavar Jónatansson ljósmyndari er staddur á Sundance-hátíðinni í Utah, Bandaríkjunum  Er þar staddur vegna heimildarmyndarinnar Chasing Ice sem byggist á vinnu ljósmyndarans James Balog Hrikalegt Balog myndar við erfið skilyrði. Morgunblaðið/RAX Tækifæri Svavar fylgir einni mynd eftir á Sundance og býr í haginn fyrir aðra. - VJV, SVARTHÖFÐI SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ BORGARBÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS GLERAUGU SELD SÉR 5% THE GREY KL. 8 - 10.30 16 CONTRABAND KL. 5.30 - 8 - 10.25 16 CONTRABAND LÚXUS KL. 5.30 - 8 - 10.25 16 THE DESCENDANTS KL. 5.30 - 8 - 10.25 L UNDERWORLD / AWAKENING KL. 6 - 8 - 10 16 THE SITTER KL. 6 14 ALVIN OG ÍKORNARNIR 3 KL. 3.40 L STÍGVÉLAÐIKÖTTURINN 3D KL. 3.40 L SÉÐ OG HEYRT/ KVIKMYNDIR.IS TOPPMYNDIN Í USA SÉÐ OG HEYRT/ KVIKMYNDIR.IS FBL. BÍÓFILMAN.IS FRÉTTATÍMINN MORGUBLAÐIÐ FRÉTTABLAÐIÐ DV VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG! ÞEGAR FLUGVÉLIN HRAPAÐI VAR FERÐALAGIÐ RÉTT AÐ BYRJA. THE ARTIST KL. 6 16 THE GREY KL. 8 - 10.10 L THE DESCENDANTS KL. 6 L CONTRABAND KL. 8 - 10.10 16 LISTAMAÐURINN KL. 6 - 8 - 10 L STRÍÐSYFIRLÝSING KL. 8 L ÖLD MYRKURSINS KL. 6 L BARNSFAÐIRINN KL. 10 L SAMAN ER EINUM OF KL. 10 L ATHVARFIÐ KL. 8 L THE DESCENDANTS KL. 10 L IRON LADY KL. 5.40 L MY WEEK WITH MARILYN KL. 5.40 L FT/SVARTHÖFÐI.IS LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar THE GREY Sýnd kl. 5:45 - 8 - 10:25 CONTRABAND Sýnd kl. 5:50 - 8 - 10:15 IRON LADY Sýnd kl. 5:50 - 8 TINKER, TAILOR, SOLDIER, SPY Sýnd kl. 10:15 PRÚÐULEIKARARNIR Sýnd kl. 3:30 (750kr.) STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN 3D Sýnd kl. 4 (950kr.) ALVIN OG ÍKORNARNIR 3 Sýnd kl. 4 (750kr.) 2 ÓSKARS- TILNEFNINGAR 3 ÓSKARSTILNEFNINGAR „ENNÞÁ BESTIR“ HHHH KG-FBL „EINBESTAMYNDÁRSINS-PUNKTUR“-JAKEHAMILTON,FOX-TV M Ö G N U Ð S P E N N U M Y N D ! ÞEGAR FLUGFÉLIN HRAPAÐI VAR FERÐALAGIÐ RÉTT AÐ BYRJA -bara lúxus sími 553 2075 Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU ÍSLENSKT TAL ÍSLENSKT TAL ÍSLENSKU R TEXTI T.V. -KVIKMYNDIR.IS HHHH VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG! „Einstaklega vel gerð spennumynd“ -Joe Morgenstern THE WALL STREET JOURNAL H.S.K. -MBL HHHH Þ.Þ. - Fréttatíminn HHHH H.V.A. - Fréttablaðið HHHH T.V. - Kvikmyndir.is HHHH B.G. - MBL HHH M.M. - Biofilman.is HHHH V.J.V. -SVARTHÖFÐI HHHHH

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.