Morgunblaðið - 04.02.2012, Side 10

Morgunblaðið - 04.02.2012, Side 10
Hópur nemenda í hótelstjórn í Menntaskólanum í Kópavogi munu galdra fram byggottó- kúlur sem eru eins konar ís- lensk útgáfa af rísottó, en í þessari útgáfu er rísottóinu, sem gert er úr byggi frá Móður Jörð, rúllað saman með osti í miðjunni og steikt. Byggottóið verður borið fram með sterkri sósu í kramarhúsi fyrir sælkera á faraldsfæti. Hópurinn verður rétt hjá Hemma og Valda á Laugavegi frá klukkan 12. Rísottó á ís- lenska vísu BYGGOTTÓ Í KRAMARHÚSI dóttir og Sari Peltonen ákváðu um leið að setja upp slíkan dag í Reykjavík. Brot af finnskri stemningu „Við vinnum báðar í hönnunar- miðstöð og okkur langaði að fá svona smá brot af finnsku stemn- ingunni hingað. Auk þess erum við báðar miklar áhugamanneskjur um matargerð og fannst þetta falleg og skemmtileg hugmynd. Þessi dagur er tilvalinn fyrir fólk til að prófa hugmynd sem það hefur gengið með í maganum lengi. Í Helsinki hefur fólk til að mynda notað þetta til að kynna rétti frá heimalöndum sínum. Líkt og í Helsinki getur fólk framreitt matinn þar sem það vill, hvort sem það er úti í garði eða inni í stofu. Mamma mín ætlar til María Ólafsdóttir maria@mbl.is Á Restaurant Day Reykjavík sem fram fer í dag munu sælkerar víða um borg gleðja bragðlauka sam- borgara sinna. Dagurinn á uppruna sinn í Helsinki sem útnefnd hefur verið hönnunarborg ársins 2012. Þann titil geta borgir sóst eftir að bera en Finnar tóku þann pól í hæðina að leyfa Norðurlöndum að njóta heiðursins með sér. Þannig verður Hönnunarmars, sem ís- lenskir hönnuðir standa fyrir, angi af hönnunarborginni Helsinki í ár. Um helgina verður þar haldin helj- arinnar „popup“-matarveisla þar sem fjöldi matstaða mun spretta upp um alla borg. Þær Edda Kristín Sigurjóns- að mynda að nota tækifærið og prófa nýjar hugmyndir. Hún er hjúkrunarkona og mikil áhuga- manneskja um mat. Ég og tvær vinkonur mínar verðum með stað- inn Hjartarætur. Hann verður á vinnustofunni minni og þar verður í boði smáréttaseðil. Í Helsinki hefur fólk verið með búninga og atriði en líka bara súpu úti á götuhorni,“ segir Edda Kristín. Á vefsíðunni restaur- antday.org hafa sælkerar getað skráð sig og þar má nálgast allar helstu upplýsingar um þá staði þar sem krásir verða í boði. Borg- arbúum er treyst til að nýta þetta tækifæri kjósi þeir svo og síðan hefur fólk nýtt samskiptavefinn Facebook til að kynna sinn stað. Nú hafa um tíu staðir skráð sig og þar af einn á Ísafirði en einnig ætla Sælkerar gleðjast í Reykjavík Matarmenning fær að blómstra Kaffitími Fólk ræður hvað það vill bera fram og fyrir hve marga. 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 2012 María Ólafsdóttir maria@mbl.is Ánámskeiðinu Jógakrakk-ar eru gerðar skemmti-legar jógaæfingar, farið ífjölbreytta leiki sem þjálfa athygli og samhæfingu, hugleitt og slakað á svo fátt eitt sé nefnt. Kenn- arinn, Arnbjörg Kristín Konráðs- dóttir, fræðir krakkana líka um jóga og þau fá að kynnast jógadýrum. En eitt slíkt kemur í heimsókn á hverju námskeiði. Námskeiðið er ætlað fyr- ir krakka á aldrinum 6-10 ára en Arnbjörg Kristín hefur kennt krökk- um jóga síðan síðastliðið haust. Einnig er hún í samstarfi með öðrum barnajógakennara, Álfrúnu Helgu Slökun er líka nauð- synleg fyrir börnin Börn hafa gott af því að koma í jóga og slaka á og hugleiða líkt og fullorðna fólkið. Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir barnajógakennari notar fjölbreytta leiki á jóga- námskeiði fyrir börn og tvinnar inn í tímana skapandi æfingum. Kennari Arnbjörg Kristín iðkar daglega jóga og kennir öðrum. Félag gulrófnabænda heldur úti góðri síðu undir slóðinni rofa.is. Þar er margt fróðlegt og skemmtilegt um þetta grennandi góðmeti, gulrófuna, en hún er sérlega ódýr vítamíngjafi. Hún er mjög C-vítamínrík, úr 100 grömmum af gulrófum fáum við u.þ.b. 45 mg af C-vítamíni. Blessuð rófan er líka A-vítamín- og steinefna- rík og hún ber í sér litla fitu en er rík af kolvetni. Einungis eru 38 kcal (160 KJ) í hverjum 100 g, sem er t.d. meira en helmingi minna en í kartöflum. Á þessari ágætu heimasíðu rófunnar er hægt að lesa fréttir og fróðleik sem tengist rófum og ræktun þeirra, skoða myndir frá ferðalögum bænda til útlanda, panta boli, nálgast rófu- uppskriftir og ótal margt fleira. Vefsíðan www.rofa.is Morgunblaðið/RAX Gómsæti Gulrófur eru bæði meinhollar og góðar, hráar eða soðnar. Allt um sítrónu norðursins Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.