Morgunblaðið - 04.02.2012, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 04.02.2012, Qupperneq 11
tveir litlir veitingastaðir að vera með sérstaka rétti í tilefni dagsins. Annar þeirra er St Paul’s en þar ætlar eigandinn, Paul Maguire, að elda rétt frá heimabæ sínum Liver- pool. Rétturinn kallast Scouse og er eins konar kjötsúpa. Sérstakt matarapp í símann Fyrir tæknivædda sælkera má ná sér í sérstakt matarhátíðarapp í símann. Þetta segir Edda Kristín hafa skapað stemningu í Helsinki í fyrra þegar fólk gat búið til sinn rúnt á milli staða. Þá voru yfir 200 staðir opnaðir um alla Helsinki, sumir í aðeins klukkutíma en aðrir lengur. Fólki er í sjálfsvald sett hvort það biður um greiðslu eða framlag fyrir matinn. Aðalatriðið er að fólk komi saman og eigi gott spjall yfir mat. Ljósmynd/restaurantday.org Matargleði Súpa framreidd fyrir ánægða matarsgesti á horni í Helsinki. Morgunblaðið/Sigurgeir S. Jógatími Arnbjörg Kristín fræðir krakkana um jóga og mikilvægi þess að slaka reglulega á. Örnólfsdóttur. En þær verða með námskeiðið Leikum saman á degi heimshamingju þann 11. febrúar nk. í jógasal Ljósheima fyrir foreldra og börn. Foreldrar og börn í jóga „Að upplagi er ég kundalini- jógakennari og starfa við meðferðir en bætti síðan barnajógakenn- aranáminu við mig. Ég hef kennt það síðan síðastliðið haust og er nú að byggja upp krakkajógastarfið í jóga- sal Ljósheima í Borgartúni 3. Þar er ég nú byrjuð með nýtt námskeiðs- form þar sem krakkarnir iðka jóga saman í fimm skipti og læra grunn- inn í jóga og verða þrjú slík nám- skeið haldin nú á vorönn. Mér finnst þetta starf mikilvægt, skemmtilegt og mjög gefandi. Fullorðið fólk velur að fara reglulega í jóga til að kyrra hugann og slaka á og er mjög eðli- legt að börnin þurfi það líka. Við bú- um öll í sama samfélaginu sem er ríkt af áreiti og hraða. Þau þurfa líka slökun og læra leiðir til að kyrra hugann og slaka á. Jógakrakka- námskeiðin næra þau á skemmtilega hátt,“ segir Arnbjörg Kristín. Jógadýr Margar jógastöður eru kenndar við dýr og í hverjum tíma er poki með leikfangadýrum látinn ganga. Hvert barn dregur úr pokanum og gerir síðan þá jógastellingu sem dýr- ið segir til um. Stundum búa börnin líka til sögu í kringum dýrið og þá er farið hringinn og smám saman bætt við söguna með innleggi hvers og eins. „Ég segi þeim líka til hvers við gerum jóga og gef þeim sömu upp- lýsingar og ég myndi gefa full- orðnum en orða það á einfaldan hátt. Ég segi þeim t.d. frá fingrunum og fingrastöðu í hugleiðslu. Ef þú lætur þumal snerta vísifingur er það kallað viskustaðan í tímunum okkar en ef þumall snertir löngutöng er það fyr- ir þolinmæði. Ég læt þau velja sér fingur í hugleiðslunni eftir hvað þau þurfa. Þá horfa þau inn á við og hlusta. Einn strákur velur oft alla putta, það er líka allt í lagi. En þetta er mjög skemmtilegt. Þau tileinka sér efnið og þau sem eru búin að vera lengur ná að sitja kyrr og hug- leiða í þrjár mínútur sem var bara hálf mínúta fyrst. Þegar það eru komnir fleiri öruggir í hópinn finna hinir fyrir því og það hjálpar þeim að tileinka sér jógað, segir Arnbjörg Kristín. Í seinasta tímanum eru for- eldrar boðnir velkomnir og þá kenn- ir Arnbjörg Kristín öllum hópnum jógaleiki sem foreldrar og börn geta farið í saman eftir að námskeiði lýk- ur. Ef mamma og pabbi komast ekki eru amma og afi eða aðrir úr fjöl- skyldunni velkomnir. Dagleg iðkun Jóga hefur blómstrað upp á síð- kastið og segir Arnbjörg Kristín marga sem hafi ekki verið starfandi í kennslu nú vera farna að kenna. Í samfélaginu í dag er gott að kyrra hugann daglega og leita lífsfyllingar innan frá. „Ég var í hefðbundinni líkams- rækt og fann að það nærði mig ekki alveg nóg. Þannig að ég fór í jóga- kennaranám bara fyrir mig til að læra að stunda það daglega. Þá bjó ég á Akureyri þar sem voru ekki daglegir jógatímar en það endaði þannig að ég fór að kenna mjög mik- ið. Nú er ég í kundalini jógaþerapíu- námi og vinn mikið með ein- staklingum sem vilja jóga og hug- leiðslu til heimaiðkunar. Þá kenni ég jóga í vatni í Boðaþingi og á Grensás sem samanstendur af jógaæfingum, fljótandi slökun og hugleiðslu. Slíkt er sérstaklega gott fyrir fólk sem á erfitt með hreyfingar þó námskeiðið sé vissulega opið öllum. Sjálf stunda ég jóga daglega og er hluti af því heimaverkefni í náminu mínu þar sem mikil áhersla er lögð á eigin iðk- un. Ég er jú að læra þetta til að hjálpa fólki að líða betur og þarf að upplifa áhrif iðkunar sjálf. En ég hef mjög gott af þessu og nýt þessa lífs- stíls. Það heillar mig líka að ég get gert þetta hvar sem er því ég ferðast mikið og held námskeið á lands- byggðinni ásamt því að kenna aðra hverja helgi í Orkulundi á Ak- ureyri,“ segir Arnbjörg Kristín. Slökun Krakkarnir hugleiða og læra mismunandi fingrastöðu í hugleiðslu. Fullorðið fólk velur að fara reglulega í jóga og er mjög eðlilegt að börnin þurfi það líka DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 2012 Á morgun, sunnudag, kl. 14.00 verð- ur leiðsögn um sýningar Listasafns Íslands í fylgd Sigríðar Melrósar Ólafsdóttur, deildarstjóra sýn- ingadeildar. Sigríður mun fjalla um sýninguna ÞÁ OG NÚ sem spannar tímabilið frá miðri 19. öld fram til dagsins í dag. Að því loknu mun Sig- ríður fjalla um verk þeirra Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar á sýning- unni Í afbyggingu sem er í sölunum á efri hæð safnsins. Sigríður mun ræða um sýningarnar út frá einstökum verkum og tengja saman með áherslu á verk sem endurspegla þjóðfélags- umrót og átök í þróun myndlistar hér á landi með hliðsjón af erlendum straumum. Endilega… …njótið leiðsagnar um listasafn Listasafn Safnið í vetrarbúningi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.