Morgunblaðið - 04.02.2012, Page 14

Morgunblaðið - 04.02.2012, Page 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 2012 Dagur leikskólans verður haldinn hátíðlegur um allt land á mánudag. Munu allir leikskólar leggja sér- staka áherslu á að gera starf sitt sýnilegt þennan dag. Hefur m.a. verið útbúið vegg- spjald með gullkornum barna. Fyr- irhugað er að afhenda ráðamönn- um í öllum sveitarfélögum veggspjaldið með formlegum hætti. Þetta er í sjötta sinn sem haldið er upp á dag leikskólans. Dagur leikskólans Kostnaður vegna Herjólfs í fyrra var um 250 milljónir umfram fjár- heimildir. Miðað við óbreytt ástand á siglingum Herjólfs til Vestmannaeyja verður kostnaður í ár 300-400 milljónir umfram fjár- veitingar ársins. Í yfirliti frá Vegagerðinni kem- ur fram að rekstur Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs hefur reynst erfiðari vegna þess að ýmist er siglt til Þorlákshafnar eða til Landeyjahafnar. Viðbót- arkostnaður vegna þessa var að hluta til bættur í fjáraukalögum 2011 og með hækkuðum fjár- framlögum 2012. Það sem hins vegar setur fjárhagsáætlanir úr skorðum er miklu umfangsmeiri viðgerð á skipinu í fyrra en í fyrstu hafði verið gert ráð fyrir. Þannig reyndist hagkvæmt að taka upp aðalvél skipsins og gera aðrar lagfæringar sem hefði mátt láta bíða til þessa árs en ákveðið var að gera samhliða öðrum lag- færingum þegar skipið fór í slipp. Fjarvera skipsins frá þjónustu við Vestmannaeyjar var því lengri en gert var ráð fyrir með auknum kostnaði við leigu á Breiðafjarð- arferjunni Baldri. Hins vegar má gera ráð fyrir því að frátafir verði þeim mun minni á þessu ári þar sem skipið telst nú í mjög góðu ástandi og þarf því ekki að fara aftur í slipp á þessu ári en Herj- ólfur fer í slipp annað hvert ár. Morgunblaðið/RAX Kostnaður vegna reksturs Herjólfs 250 milljónum meiri en áætlað hafði verið Sýning, undir yfirskriftinni Biblían í þrívídd, verður opnuð í Kaldalóni í Hörpu í dag þar sem sagan í Biblí- unni er kynnt. „Biblían hefur verið notuð í ýms- um tilgangi,“ segir Manfred Lenke, fjölmiðlafulltrúi sýningarinnar, í tilkynningu. „Algengast er að ritn- ingarvers séu tekin úr samhengi og yfirfærð á breyttar aðstæður án umhugsunar. Þessi aðferð getur sjaldan leitt til annars en misskiln- ings. Með sýningunni erum við að reyna að sýna stóru söguna í Biblí- unni. Við vonumst til þess að þessi tilraun okkar geti hjálpað land- anum að gefa þessari mögnuðu bók gaum á ný og finna í henni von og uppörvun.“ Sýningin verður opin 4.-16. febr- úar frá klukkan 10-22 daglega. Á níu kvöldum verða flutt erindi um félagsleg efni, tónverk af helstu kórum landsins, erindi um biblíuleg efni sem tengjast einum af níu bás- um sýningarinnar. Hver kvöld- dagskrá mun vara u.þ.b. 80 mín- útur. Biblían í þrívídd Ljósið, endurhæfingar-og stuðningsmiðstöð, hefur und- anfarin ár haldið námskeið fyrir börn sem eiga nákom- inn fjölskyldumeðlim sem hefur greinst með krabba- mein. Á námskeiðunum fá börnin tækifæri til að efla eigið sjálfstraust, vinna með samskipti og samvinnu, tjáningu og leik. Þau verða meðvitaðri um eigin færni, líðan og jákvæðni. Námskeiðin eru upprunnin frá Foreldrahúsi og hefur Elísabet Lorange, listmeðferðarfræðingur, umsjón með þeim auk þess sem iðjuþjálfi, með menntun í ævintýra- meðferð, kemur að námskeiðunum. Nú er að fara af stað nýtt 10 vikna námskeið fyrir aldurshópinn 7-9 ára börn, en Ljósið sinnir einnig öllum öðrum aldurshópum eftir þörfum. Nám- skeiðin eru styrkt af Velferðarsjóði barna og því ókeypis. Frekari upplýsingar eru á www.ljosid.is. Ljósið með námskeið fyrir börn Elísabet Lorange Fermingarbörn í söfnuðum Kópa- vogs halda sameiginlegan risa- flóamarkað í Digraneskirkju á sunnudag kl. 16-18. Einnig verður þar háð úrslitavið- ureign í spurningakeppni ferming- arbarna í Kópavogi og poppmessa þar sem allir prestar Kópavogs koma við sögu. Um tónlistina sjá hjónin Regína Ósk og Svenni Þór. Margt verður í boði á hlægilega lágu verði, segir í tilkynningu frá Hjálparstarfi kirkjunnar en öll innkoma rennur til innan- landsaðstoðar hjálparstarfsins. Risaflóamarkaður í Digraneskirkju STUTT ÚR BÆJARLÍFINU Andrés Skúlason Djúpivogur Djúpavogshreppur er eitt þeirra fáu sveitarfélaga á landsbyggðinni sem hafa haldið tiltölulega háu hlut- falli ungs fjölskyldufólks í byggð- arlaginu, en sveitarfélagið hefur ein- mitt lagt mikla áherslu á það á undanförnum árum að byggja upp góða grunnþjónustu fyrir þennan mjög svo mikilvæga hóp fyrir hvert samfélag. Síðastliðin tvö ár hefur nýr leikskóli á Djúpavogi verið full- setinn og er ekkert lát á barneignum á svæðinu.    Atvinnuástand hefur verið mun betra það sem af er vetri á Djúpa- vogi en síðustu ár, en fáeinir ein- staklingar vinna þó enn utan sveitar- félagsins, m.a. í kringum verktakastarfsemi í Noregi. Full- yrða má að Álver Alcoa hafi ekki náð að heilla atvinnuleitendur á Djúpa- vogi enda er sá vinnustaður ekki tal- inn fjölskylduvænn og ennþá síður ásættanlegur fyrir virka ein- staklinga sem vilja taka þátt í ein- hverri félagsstarfsemi.    Samgöngumál eru íbúum á Djúpavogi ofarlega í huga og eru þeir mjög ósáttir um þessar mund- ir við að horfa upp á að vegurinn um Öxi fáist ekki ruddur svo íbúar geti stytt sér leið hér innan svæðis. Íbúar á Djúpavogi sækja alla helstu þjónustu í Egilsstaði, auk þess sem þar er flugvöllurinn og framhaldsskólastigið og því liggur það augljóslega fyrir þegar veg- urinn um Öxi er ófær að íbúar eru ekki sáttir við að þurfa að keyra 142 km krók í hvert sinn sem þeir þurfa að sækja þjónustu út fyrir bæinn. Í vikunni féll svo stórt aurflóð í Þvottárskriðum sem lokaði veginum í margar klukkustundir og því má með sanni segja að samgöngur til og frá Djúpavogi séu með öllu óvið- unandi úr báðum áttum.    Félagslíf er öflugt á Djúpavogi og svo hefur verið um langa hríð og eru jafnan reglulegir viðburðir og uppákomur af einhverju tagi og þátttaka góð. Segja má að það séu þrjár nokk- uð stórar samkomur á hverju ári á Djúpavogi, þ.e. Hammond-hátíð sem er 4 daga tónlistarveisla að vori, þá Sviðamessa sem er fjölbreytt skemmtidagskrá haldin á haustin, og síðan þorrablótið í lok janúar. Milli þessara viðburða er svo fjöldinn allur af öðrum minni uppákomum sem gerir Djúpavog að þeim líflega og skemmtilega bæ sem hann er. Ekkert lát á barneignum Morgunblaðið/Andrés Skúlason Djúpivogur Á sumardegi er fagurt um að litast við Berufjörðinn. Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) hefur fengið viðbótarfjármagn frá ríkinu, um 30 milljónir króna, vegna rekstrar þessa árs. Einar Rafn Haraldsson, forstjóri HSA, segir þetta gera það að verkum að ekki þurfi að loka Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað í sumar, eins og til stóð. Engu að síður verður sjúkra- rúmum fækkað úr 23 í 12 yfir sum- armánuðina en bæði skurð- og fæð- ingardeildir verða opnar í sumar. „Við erum búin að liggja yfir því í nokkurn tíma að finna aðrar lausnir og komumst hálfa leið innan stofnun- arinnar. Velferðarráðuneytið tók þá ákvörðun um mánaðamótin að leið- rétta rekstrargrunninn um 30 millj- ónir króna og það dugði til þess að okkur tókst að loka áætluninni innan tilskilins ramma,“ segir Einar Rafn en HSA var samkvæmt fjárlögum gert að skera niður um 70 milljónir króna á þessu ári, þannig að segja má að sú upphæð lækki um 30 milljónir. Til að ná endum saman verður sjúkrarúmum fækkað í Neskaupstað um helming. Bendir Einar Rafn á að legudeildir séu einnig á Seyðisfirði og Egilsstöðum og svigrúm sé því til staðar ef annríki verður meira en venjulega í sumar. Annars verði að treysta á sjúkraflutninga til Akureyr- ar og Reykjavíkur. „Við munum reyna að láta þetta ganga og erum ánægð með að það gekk eftir að við þyrftum ekki að loka í sumar. Það hefði verið mjög slæmt.“ Getum ekki misst fleiri Einar Rafn segir engar ákvarðanir liggja fyrir um uppsagnir starfs- manna, til að ná hagræðingarkröf- unni fram sem eftir stendur. Sparnaði verði frekar náð gegnum starfs- mannaveltuna og með því að ráða ekki í stað þeirra sem hætta. „Annars erum við orðin það fáliðuð að við get- um varla misst fleiri starfsmenn. Höf- um orðið að fækka fólki það mikið á síðustu þremur árum að þetta er orð- ið mjög þröngt,“ segir Einar Rafn. Heilbrigðisstofnanir hafa fengið viðbótarfjármagn frá ríkinu að und- anförnu, til að draga úr niðurskurði, og eftir er að ganga frá rekstraráætl- unum fleiri stofnana. Hætt við lokun sjúkrahúss- ins í Neskaupstað í sumar MorgunblaðiðÁgúst Blöndal Neskaupstaður Sjúkrahúsið verð- ur opið í sumar, en færri sjúkrarúm.  Viðbótarfé fékkst frá ríkinu  Fækka þarf sjúkrarúmum í sumar Sófasett, hornsófar, svefnsófar, borðst. Grazia 3-1-1 leður Sandy 3-1-1 tau. Monaco hornsófi. Athea borðstofhúsgögn Celtic svefnsófi. Opið í dag 11 - 15

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.