Morgunblaðið - 04.02.2012, Síða 22

Morgunblaðið - 04.02.2012, Síða 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 2012 STUTTAR FRÉTTIR ● Engar eignir fundust í búi K08, félags í eigu Ingvars Vilhjálmssonar, fyrrver- andi framkvæmdastjóra markaðs- viðskipta hjá Kaupþingi, en lýstar kröfur í búið námu tæpum 7,8 milljörðum króna. Ingvar er einn þeirra starfsmanna Kaupþings sem fluttu lán sín vegna hlutafjárkaupa í Kaupþingi í einkahluta- félög stuttu fyrir hrun. Engar eignir í búi K08 ● Ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú Sólmons ehf. en stjórnarformaður fé- lagsins var Magnús Ármann. Alls voru lýstar kröfur í búið rúmir 3,3 milljarðar króna. Sólmon var á sínum tíma í eigu Materia Invest, eignarhaldsfélags Magnúsar Ármanns, Þorsteins M. Jóns- sonar og Kevins Stanfords. Kröfuhafar Sólmons töpuðu 3,3 milljörðum Á mánudaginn, 30. janúar, var stofnuð norræn sjávarútvegshug- veita á fundi í Kaupmannahöfn. Grímur Valdimarsson sem er í stjórn hugveitunnar fyrir hönd Ís- lands segir að hugmyndin hafi verið að stofna umræðuvettvang um mót- un nýtingarstefnu í sjávarútvegin- um. „Sjávarútvegur skiptir Norður- landaþjóðirnar miklu máli. Norðmenn og Danir eru stórar fisk- veiðiþjóðir og ef tekinn væri saman fiskútflutningur allra Norðurlanda- þjóðanna þá værum við stærsti fisk- útflytjandi í heimi. En í dag er Kína stærsti fiskútflytjandi heims. Vægi fisksins mun bara aukast þegar fram í sækir, enda eru alltaf að koma nýjar og nýjar rannsóknir sem sýna hversu holl fæða hann er.“ Að sögn Gríms hefur þessi hug- veita verið lengi í smíðum. „Fyrir nokkrum áratugum gátu menn veitt og nýtt auðlindirnar án þess að nokkurra spurninga væri spurt og við gengum svolítið á þær. Svo fór- um við kannski svolítið út í hinar öfgarnar og umhverfisverndarsam- tök og umhverfisverndarsjónarmið urðu svolítið ráðandi. Það var geng- ið svolítið langt í að láta veiðimenn sanna að þeir yllu ekki neinum skaða með veiðum sínum og sífelld vottun var nauðsynleg. Þetta er spurning um að finna eitthvert jafn- vægi í þetta.“ Norræna sjávarútvegshugveitan mun meðal annars fjalla um makríl- deiluna í Norður-Atlantshafi, stjórnun fiskveiða á alþjóðlegum hafsvæðum, auk þess að skrá hvern- ig fiskveiðar og önnur nýting sjávar hefur áhrif á hafið. Í alþjóðlegum umræðum er þörf á því að skilja á milli staðreynda og, í versta falli, rangra upplýsinga, segir í tilkynn- ingu frá hugveitunni. borkur@mbl.is Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Fiskurinn Nýtingarstefna er nauðsynleg þegar um mikilvægustu auðlind landsins er að ræða. Sjávarútvegshugveita var stofnuð í vikunni. Að móta nýting- arstefnu um fisk  Norðurlandaþjóðirnar eru stærstar í fiskútflutningi  Sjávarútvegshugveita FRÉTTASKÝRING Hörður Ægisson hordur@mbl.is Útlit fyrir meiri verðbólgu á fyrsta fjórðungi ársins og vísbendingar um kröftugri hagvöxt en fyrri spár hafa gert ráð fyrir munu að öllum lík- indum verða til þess að Seðlabanki Íslands sjái sér ekki annað fært en að hækka stýrivexti bankans 8. febr- úar næstkomandi – annaðhvort um 25 punkta eða 50 punkta. Að sögn viðmælenda Morg- unblaðsins veltur mikið á vænt- anlegri spá Seðlabankans í nýjum Peningamálum sem verður birt sam- hliða vaxtaákvörðun peningastefnu- nefndar bankans í næstu viku. Fari svo að uppfærð spá bankans geri ráð fyrir kröftugri hagvexti, verðbólgu og einkaneyslu þá er einsýnt að að- haldsaðgerðir Seðlabankans muni fara fyrr af stað en búist var við. Að mati greiningardeildar Arion banka er ennfremur líklegt að í kjöl- farið fylgi önnur vaxtahækkun upp á 0,25 prósentur strax í mars. Fram kom í yfirlýsingu peningastefnu- nendar Seðlabankans í desember að núverandi vaxtastig – 4,75% stýri- vextir – virtist vera um það bil við hæfi á komandi mánuðum. Rétt eins og greiningardeild Arion banka bendir á var það mat hins vegar byggt á framvindu verðbólgunnar sem nú hefur þróast í þá átt að vera umtalsvert meiri en fyrri spár gerðu ráð fyrir. Þrálátari verðbólga en von- ir stóðu til mun því að öðru óbreyttu leiða til þess að Seðlabankinn þarf að auka aðhald peningastefnunnar. Seðlabankinn lækkaði í nóvember síðastliðnum verðbólguspá sína fyrir fyrsta fjórðung þessa árs úr 6,5% í 6%. Þrátt fyrir að tólf mánaða verð- bólga í janúar hafi hækkað um 1,3% milli mánaða – margfalt meira en spár greinenda gerðu ráð fyrir – þá telur einn viðmælandi Morgunblaðs- ins mikilvægt að oftúlka ekki þá hækkun og bendir á að ef tekið sé mið af meðalspám greiningaraðila þá megi búast við að verðbólga verði um 6,2% á ársgrundvelli á fyrstu þremur mánuðum ársins. Það hlýtur hins vegar að vera áhyggjuefni fyrir peninga- stefnunefnd Seðlabankans að verð- bólguvæntingar – mældar sem mun- ur á ávöxtunarkröfu óverðtryggðra og verðtryggðra ríkisskuldabréfa – eru enn töluvert yfir verðbólgu- markmiði Seðlabankans. Á það er bent í vikulegu fréttabréfi verð- bréfafyrirtækisins Júpiters að verð- bólguálag á skuldabréfamarkaði hef- ur hækkað skarpt samfara verðlækkun á löngum óverð- tryggðum skuldabréfum. „Vænt- ingar markaðarins um vaxtahækkun og verðbreytingar markflokka geta í kjölfarið aukið líkur á vaxtahækk- un.“  Markaðsaðilar vænta 25 eða 50 punkta stýrivaxtahækkunar í næstu viku Virkir stýrivextir Seðlabanka Íslands og verðbólga (%) 10% 9% 8% 7% 6% 5% 4% 3% 2% 1% 0% J F M A M J J Á S O N D J F M A M J J Á S O N D J F M A 2010 2011 2012 Spá fyrir næstu mánuði Virkir stýrivextir Ársverðbólga Heimild: Greiningardeild Arion banka Fer svipan á loft? » Peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnir vaxta- ákvörðun sína næstkomandi miðvikudag » Flestir greinendur á mark- aði eru sannfærðir um að vextir verði hækkaðir um 0,25 prósentur. Önnur vaxta- hækkun gæti fylgt í næsta mánuði. » Vísbendingar eru um að verðbólgan muni reynast þrálátari en að sama skapi gæti hagvöxturinn orðið kröftugri á þessu ári. Vaxtahækkanir í kort- unum hjá Seðlabankanum Eigendur að 36% hlut í Íslenskum verðbréfum hf. hafa falið Fyr- irtækjaráðgjöf Íslandsbanka hf. að annast form- legt ferli sem lýtur að mögu- legri sölu á eign- arhlut sínum í fé- laginu. Þessi hlutur er í dag í eigu Íslandsbanka hf., Hildu hf. og Sparisjóðs Þórs- hafnar og nágrennis. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslands- banka. Íslensk verðbréf hf. er sjálfstætt starfandi eignastýringarfyrirtæki sem þjónar einstaklingum. 36% hlut- ur í boði Íslandsbanki  Íslensk verðbréf hf. í opið söluferli Afgangur af vöruskiptum í janúar er mun meiri en hann var í janúar í fyrra, eða sem nemur um 49% á föstu gengi, og einnig meiri en hann hefur að jafnaði verið síðasta árið. Þannig nam afgangurinn af vöru- skiptum í janúar í fyrra um 8,1 milljarði kr. reiknað á sama gengi, sem er svipað og hann var að með- altali í mánuði hverjum síðasta ár- ið. Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands var afgangurinn 12 milljarðar í janúar 2012. Meiri útflutningur sjávarafurða skipti mestu í þessu. Afgangur af vöruskiptum                                          !"# $% " &'( )* '$* +,,-./ +0/-0, +,,-.1 ,+-200 ,+-324 +5-,/1 +//-50 +-234+ +50-0 +2+-/+ +,,-1, +0.-/0 +,,-5/ ,+-12, ,+-+,1 +5-,0 +/.-,2 +-2305 +03-.1 +2+-12 ,,,-31 +,/-3+ +0.-52 +,/-+0 ,+-5,4 ,+-+50 +5-/./ +/.-2/ +-2+.4 +0+-3. +2,-,+ Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á TILBOÐ á 1 lítra Kókómjólk Hátíð í hjarta Reykjavíkur! L A N G U R L A U G A R D A G U R Allir velkomnir á Austurvöll laugardaginn 4. febrúar kl. 14:00 sjá nánar Kærleikar á facebook Við kveikjum ljós í skammdeginu á Löngum laugardegi og göngum Kærleiksgöngu. Verum, gerum og njótum þar sem hjartað slær!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.