Morgunblaðið - 06.02.2012, Page 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2012
–– Meira fyrir lesendur
PANTAÐU AUGLÝSINGAPLÁSS
.
MEÐAL EFNIS:
Viðtöl við fyrirlesara ráðstefnunnar.
Viðtal við formann Ímark.
Saga og þróun auglýsinga hér á landi.
Neytendur og auglýsingar.
Nám í markaðsfræði.
Góð ráð fyrir markaðsfólk
Tilnefningar til verðlauna í ár -
Hverjir keppa um Lúðurinn?
Fyrri sigurverarar íslensku
markaðsverðlaunanna.
Ásamt fullt af öðru
spennandi efni.
ÍMARK íslenski
markaðsdagurinn
Morgunblaðið gefur út ÍMARK
sérblað fimmtudaginn
23. febrúar og er tileinkað
Íslenska markaðsdeginum
sem ÍMARK stendur fyrir
en hann verður haldinn
hátíðlegur 24. febrúar. nk.
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 16, föstudaginn 17. feb.
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105
kata@mbl.is
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
S
É
R
B
L
A
Ð
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
„Með þessum viðburði höldum við
okkar uppskeruhátíð, hvetjum fólk
og fyrirtæki til áframhaldandi
góðra verka, og hömpum því
besta,“ segir Einar Þór Gústafsson
formaður Samtaka
vefiðnaðarins
(SVEF). Á föstudag
veittu samtökin Ís-
lensku vefverðlaun-
in með pomp og
pragt.
Verðlaunaafhend-
ingin er árlegur há-
punktur í starfi fé-
lagsins. SVEF var
stofnað árið 2005 og
tók þá við umsjón
verðlaunanna, en Ís-
lensku vefverðlaun-
in voru áður í um-
sjón Vefsýnar og
fyrst afhent árið
2000. Auk þess að
veita Íslensku vef-
verðlaunin heldur félagið ár hvert
alþjóðlega ráðstefnu um vefhönn-
un, og efnir mánaðarlega til
skemmtilegra fræðslukvölda. Einar
segir félagið þannig færa þekkingu
til landsins og efla þennan vaxandi
geira atvinnulífsins. „Við sjáum það
enda að bæði stendur íslenskur
vefiðnaður mjög framarlega miðað
við aðrar þjóðir og eins að mörg af
fremstu vefhönnunarfyrirtækjum
landsins í dag eiga rætur sem
liggja til SVEF. Fyrir marga hafa
t.d. Íslensku vefverðlaunin reynst
mikilvægur stökkpallur.“
Allt snýst um netið
Einar segir vefiðnaðinn verða æ
mikilvægari hluta af atvinnulífinu,
og mikill vöxtur sé í hvers kyns
vef-tengdri starfsemi. Þannig
bendir hann á að nærri öll ný hug-
búnaðarfyrirtæki í landinu þrói
fyrst og fremst vefmið-
aðar lausnir, og netið
leiki æ stærra hlutverk í
bæði rekstri og mark-
aðsstörfum fyrirtækja
og stofnana af öllum
toga „Við sjáum þessa
þróun m.a. í því að aug-
lýsingastofurnar virðast
aðeins leita að nýju fólki
með menntun og reynslu
sem nýtist á vefnum.
Prentið er að verða æ
veigaminna og netið er
að taka við sem sterk-
asti markaðsmiðillinn.“
Raunar virðist vöxt-
urinn vera svo hraður að
erfitt er orðið að manna
stöður. Einar segir vera
eitt helsta áhyggjuefni fyrirtækja
sem aðild eiga að SVEF hvernig
leysa megi úr manneklunni, ella
verði erfitt að takast á við verk-
efnin framundan.
Erfitt að útskýra áhugaleysið
Bæði tölvunarfræðingar og hönn-
uðir virðast sýna vefgeiranum tak-
markaðan áhuga, segir Einar þó að
skemmtileg störf séu í boði í vef-
bransanum og launin ekki af lakari
endanum. Einar er sjálfur vöruþró-
unarstjóri Meniga sem hefur m.a.
þróað vefbókhaldslausnir sem
tvinna má saman við heimabanka.
„Við erum í mjög örum vexti og
sjáum fram á að gera samninga í
4-5 nýjum viðskiptalöndum bara á
þessu ári. Við auglýstum á dög-
unum eftir fólki til að manna fjórar
nýjar stöður, og fengum sáralítil
viðbrögð. Þeir fáu sem þó sækja
um eru svo yfirleitt ekki með eins
mikla reynslu og menntun og æski-
legt væri.“
Einar segir þennan skort á fólki
ekki síst skjóta skökku við í ljósi
þess að kaup og kjör í vefgeiranum
þykja ekki af lakara tagiu. Hæfir
og reyndir vefhönnuðir og veffor-
ritarar geta t.d. verið með mjög
góð mánaðarlaun, og í verktöku er
ekki óalgengt að eftirsóttir vef-
hönnuðir rukki um og yfir 12.000
kr á tímann. „Þeir allrafærustu eru
svo eftirsóttir að þeir geta hér um
bil sett upp það verð sem þeim
sýnist.“
Vefiðnaðurinn sækir í sig veðrið
Reuters
Augun á skjánum Sívaxandi hluti af samskiptum, viðskiptum og afþreyingu fólks fer fram á netinu, og vefiðnaður-
inn vex að sama skapi. Mikil vöntun er á fleiri flinkum vefsmiðum á Íslandi til að anna æ fleiri verkefnum.
Einar Þór
Gústafsson
Vefgeirinn glímir við manneklu og hart barist um hæfasta fólkið Vantar fleiri hönnuði og forritara
til að takast á við verkefnin framundan Íslensk vefgerð stendur framarlega miðað við aðrar þjóðir
Íslensku vefverðlaunin eru veitt í
nokkrum flokkum og dreifast verð-
launin alla jafna á fjölda keppenda.
Í ár gerðist það þó að þrír vefir
sópuðu að sér verðlaunum: Orku-
salan, Betri Reykjavík og Lands-
bankinn urðu öll hlutskörpust í
tveimur eða fleiri flokkum. Þegar
litið er á þessa vefi sést enda að
þar hafa verið gerðir mjög áhuga-
verðir hlutir: hönnun, notagildi og
innihald með besta móti og brydd-
að upp á nýstárlegum lausnum á
flóknum vandamálum. Einar segir
stóra dómnefnd sjá um valið á sig-
urvegurunum og nýtt fólk dæmi í
hvert skipti. Lagt er mat á allt frá
efnistökum, hönnnunog notagildi
yfir í hversu vel vefirnir eru forrit-
aðir.
En þurfa öll fyrirtæki að vera
með svona úrvalsvefi? Missa menn
af lestinni ef vefur fyrirtækisins er
ekki framúrskarandi? Einar segir
að það sé ekki endilega raunin.
„Oft duga einfaldar og hagkvæmar
lausnir vel, en vitaskuld þarf að
gæta að grunnatriðum eins og að
upplýsingar séu skýrar, innihaldið
vandað og vefurinn rétt hugsaður
og hannaður. Það er ekki nema að
þeim mun meira af sölu, þjónustu
og upplýsingagjöf fyrirtækisins
fari fram yfir netið að ríður á að
leggja meiri vinnu og stærri fjár-
festingu í vefinn.“
Má komast langt með einföld-
um vef með góðu innihaldi
EKKI ALLIR VEFIR ÞURFA AÐ VERA DÝRIR OG FLÓKNIR
Gæðavefur
Skjáskot af
titilsíðu
Orku-
sölunnar,
Orkusalan.is
sem var
valin besti
íslenski
vefurinn
2011.