Morgunblaðið - 20.02.2012, Side 7

Morgunblaðið - 20.02.2012, Side 7
FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2012 reiðslumenn.“ Auk þess rekur Pega- sus tækjaleigu sem sér framleið- endum fyrir hluta af þeim tækjum sem til þarf. Hann segir við- skiptavini Pegasus koma víða að „Í gegnum tíðina hafa England, Bandaríkin og Þýskaland verið stór- ir markaðir. Einnig höfum við haft verkefni frá Japan og Norðurlönd- unum.“ Einar nefnir að þessi fram- leiðsla styrki íslenskan efnahag. „Oft er talað um kvikmyndaiðnaðinn sem pjatt og starfsmenn hans hrokagikki en þetta er iðnaður sem skilar heilmiklu inn í þjóðarbúið.“ Pegasus sá um þjónustu við fram- leiðslu á Amazing Race og Bachelo- rette auk kvikmyndarinnar Tree of Life með Brad Pitt og Sean Penn í aðalhlutverkum sem hlaut Gull- pálmann í fyrra. J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA Landsbankinn býður upp á fjármögnun á bílum, mótorhjólum og ferðavögnum. Fjármögnun er jafnt fyrir nýja bíla sem notaða. Á vefsvæði okkar er þægileg reiknivél þar sem hægt er að sjá greiðslubyrði miðað við mismunandi lánsfjárhæðir og samningsform. landsbankinn.is 410 4800Landsbankinn Skilmála, gjaldskrár og nánari upplýsingar má finna á landsbankinn.is eða hjá Bíla- og tækjafjármögnun Landsbankans í Sigtúni 42. Þessir vextir gilda aðeins til 24. febrúar. » Fastir 8,50% vextir fyrstu 36 mánuðina » Hámarkslánstími er 7 ár að frádregnum aldri bíls » Lánshlutfall allt að 70% » Engin stimpil- eða þinglýsingargjöld Óverðtryggðir bílasamningar nær RÚV skipti endanlega yfir í staf- rænar útsendingar en Eyjólfur seg- ist eiga von á því að það verði gert opinbert fljótlega. Reynt verði að finna hentuga og hagkvæma lausn fyrir RÚV og viðskiptavini þess. Verst fyrir netlausa Síminn hefur undanfarið verið að leggja niður breiðbandsdreifikerfi sitt og bjóða eingöngu upp á sjón- varpsútsendingar í gegnum ADSL eða ljósnet. Stefnir fyrirtækið á að ljúka því í sumar eða haust. Fá áskrifendur Breiðbandsins bréf með fimm vikna fyrirvara um að verið sé að loka því og ráðleggingar um hvernig þeir geti tekið inn sjónvarp eftir lokunina. Héðinn Þorsteinsson, vörustjóri hjá Símanum, segir að lokun Breið- bandsins sé erfiðust fyrir þá sem séu ekki með Netið fyrir. Þeir sem þegar séu með Netið greiði 990 krónur fyrir Sjónvarp Símans í gegnum netið. Sé fólk hins vegar ekki með net- tengingu bætist við 2.990 krónur fyr- ir hana og 450 krónur í leigu á beini. Sé fólk ekki þegar með heimasíma bætist við 1.450 krónur í línugjald. Héðinn bendir hins vegar á að 97% af þjóðinni séu þegar með nettengingu. Stafræn móttaka í stað netsins Vilji fólk ná útsendingu RÚV án þess að þurfa að gera það í gegnum netið eru nokkrir kostir í boði. Í fyrsta lagi getur það enn notað gömlu loftnetin þar til hliðrænu út- sendingarnar hætta, í síðasta lagi í lok 2013. Hinir kostirnir felast í því að, þeir sem eru ekki þegar með slíkt á hús- um sínum, fái sér örbylgju- eða UHF-loftnet. Með þeim er og verður áfram hægt að ná opnum stafrænum útsendingum RÚV, jafnvel eftir að hliðrænu útsendingunum verður hætt. Lægsta verðið á UHF- loftnetum í þeim rafeindaverslunum sem Morgunblaðið hafði samband við í gær var á bilinu 6.900 til 9.000 krón- ur. Ef fólk er með gamalt sjónvarp sem er ekki með stafrænum móttak- ara verður það að kaupa slíkt tæki til þess að geta notað loftnetin. Í sömu verslunum var verðið á ódýrustu stafrænu móttökurum á bilinu 9.900 til 15.990 krónur. Þá er ótalinn kostnaður við að setja loftnetin upp. Rafeindavirki sem blaðamaður ræddi við segir að grunnuppsetning kosti rúmar 20 þúsund krónur. Örbylgjuloftnetin eru dýrari en UHF-loftnetin en þau hafa það um- fram hin síðarnefndu að með þeim getur fólk náð hinni svokölluðu plús- stöð RÚV þar sem dagskráin er sýnd klukkustund á eftir hinni hefðbundnu útsendingu. Hægt er að tengjast Digital Íslandi, dreifikerfi Vodafone, með bæði örbylgju- og UHF-loftneti. Dreifikerfin fleiri og flóknari  Leiðir verða ennþá til fyrir fólk sem vill ekki taka sjónvarp í gegnum Netið FRÉTTASKÝRING Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Þó að miklar framfarir hljótist af tækninýjungum eru þær ekki alltaf til þess að einfalda hlutina. Þessu hafa íslenskir sjónvarpsnotendur kynnst á undanförnum árum með netvæðingu sjónvarpsútsendinga. Frekari breytingar á fyrirkomulagi sjónvarpsútsendinga sem eru að eiga sér stað þýða að þeir sem ekki hafa haldið í við netvæðingu landsins gætu þurft að leggja út í töluverðan kostnað til þess að ná áfram útsend- ingum Ríkisútvarpsins. Hægt er að taka inn sjónvarp á heimili í gegnum nokkrar leiðir en al- gengast er að það sé gert í gegnum Netið hjá símafyrirtækjunum Síman- um eða Vodafone eða Digital Ísland- dreifikerfi Vodafone. Finnst sumum, sérstaklega eldra fólki, nóg um. Loftnetin virka ennþá Enn um sinn getur fólk náð út- sendingu Ríkisútvarpsins í gegnum gamaldags loftnet en þó ekki lengur en til 2014. Þá er gert ráð fyrir því í drögum að fjarskiptaáætlun ríkisins að þeim hliðrænu útsendingum verði hætt og aðeins verði sent út stafrænt. Auk þess er Síminn að hætta með hið svokallaða Breiðband sitt þessa dag- ana. „Þetta er ekki eins einfalt og þegar þetta var ein dreifileið. Nú eru dreifi- kerfin fleiri og umhverfið flóknara. Sjónvarpsmálin eru því miður ekkert að verða einfaldari,“ segir Eyjólfur Valdimarsson, forstöðumaður tækniþróunarsviðs RÚV. Enn hefur ekki verið ákveðið hve- Morgunblaðið/Ernir Sjónvarp Ekki eru allir jafnhrifnir af nýrri tækni og vilja halda í loftnetin. „Ef ég væri eldri borgari sem ætlaði að horfa á RÚV í róleg- heitunum þá myndi ég per- sónulega fá mér stafrænan móttakara og lítið UHF-loftnet og fá fagmann til að setja þetta upp,“ segir Magnús Eyj- ólfsson, sölu- og markaðs- stjóri Elnets sem selur slíkar vörur. Hann segir að fólk sem er komið á áttræðisaldur sé jafn- vel ekki með nettengingu eða með tölvu. Hví ætti það þá að fá sér nettengingu bara til að sjá sjónvarpið? „Gamalt fólk kemur alveg í röðum því það hefur heyrt að við getum boðið því þessa lausn,“ segir Magnús. Eldra fólk kemur í röðum LOFTNET Í STAÐ NETSINS „Við sjáum um margar hliðar kvikmyndavinnslu, allt frá því að breyta umhverfi úr einu í annað, í að búa til dýr og furðu- verur, risasprengingar og nátt- úruhamfarir.“ segir Daði Ein- arsson sem rekur íslenska starfsstöð tæknibrellufyrirtæk- isins Framestore. Fyrirtækið er einnig starfrækt í London og New York og sér um tæknilega for- og eftirvinnslu kvikmynda, og vann til dæmis kvikmyndina Contraband. „Þar var til dæmis 300 metra flutningaskip sem klessir í höfn, sem er ómögulegt að skjóta í raunveruleikanum svo við unnum það atriði að fullu.“ Í dag starfa um 15 manns hjá Framestore í Reykjavík. Spreng- ingar og furðudýr TÆKNIBRELLUR Í HÖNDUM ÍSLENDINGA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.