Morgunblaðið - 24.02.2012, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.02.2012, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2012 ✝ Halldór Fann-ar fæddist í Reykjavík 28. apríl 1948. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 15. febrúar 2012. Foreldrar hans eru Valur Fannar Marteinsson gull- smiður, f. 24. júní 1927, d. 1. okt. 2000, og Hanna Aðalsteinsdóttir húsfreyja, f. 16. júní 1930. Halldór var elstur fimm systkina en þau eru: Þór verslunarmaður, f. 29. júlí 1950, Heimir, vélaverkfræðingur í Bandaríkjunum, f. 26. desember 1951, Valur byssusmiður í Bandaríkjunum, f. 17. nóv- ember 1958, og Hanna Mjöll sjúkraliði, f. 27. október 1962. Hinn 25. mars 1970 kvæntist Halldór Kristrúnu O. Steph- ensen kennara, f. 18. febrúar 1949. Þau skildu árið 1981. Dætur Halldórs og Kristrúnar eru 1) Soffía Dögg tann- smíðameistari, f. 5. desember Háskóla Íslands 1977. Hann hef- ur rekið eigin tannlækn- ingastofu í Reykjavík frá sept- ember 1978. Halldór gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Tannlæknafélag Íslands og var í fjölmörg ár stundakennari við tannlæknadeild Háskóla Íslands og Tannsmíðaskóla Íslands. Halldór Fannar ólst upp í Kópavogi, kom að stofnun Ríó tríós, spilaði og söng með þeim í nokkur ár. Halldór var alla tíð afkastamikill textasmiður og eftir hann liggur aragrúi vísna um allt land í gestabókum og í huga þeirra sem nutu samvista við hann gegnum árin. Halldór var ötull stuðnings- maður knattspyrnudeildar FH eftir að beinni þátttöku hans lauk á yngri árum. Hann var mikill útivistar- og veiðimaður og elskaði að fylgjast með nátt- úrunni og sitja með veiðistöng- ina við vatnið eða ána. Hann var virkur félagsmaður í jeppa- og fjallgöngudeildum Útivistar og hrókur alls fagnaðar með gítarinn í höndunum. Útför Halldórs fer fram frá Hallgrímskirkju í dag, 24. febr- úar 2012, og hefst athöfnin kl. 15. 1969, eiginmaður Daði Friðriksson framkvæmdastjóri, f. 10. maí 1967, börn þeirra eru Goði Már, f. 2. jan- úar 1995, og Nína Margrét, f. 23. mars 1999. 2) Halla Dóra, svæf- ingalæknir við Karolinska sjúkra- húsið í Stokkhólmi, f. 4. desember 1973, sambýlis- maður Bjarni Adolfsson við- skiptafræðingur, f. 23. janúar 1970, dóttir þeirra er Brynja, f. 21. apríl 2008. Hinn 29. mars 1997 kvæntist Halldór Fríði Garðarsdóttur sjúkraliða, f. 23. október 1950. Þau skildu árið 2006. Synir Halldórs og Fríðar eru 1) Hall- dór Fannar lífsstílsleiðbeinandi, f. 1. mars 1984. 2) Róbert Fann- ar eðlisfræðingur, f. 24. ágúst 1985. Halldór varð stúdent frá Verslunarskóla Íslands 1969 og lauk prófi í tannlækningum frá Elsku pabbi, mér hefur aldrei verið eins illt í mínu hjarta sem nú. Þú ert ekki aðeins farinn frá mér sem pabbi heldur góður vin- ur og samstarfsfélagi til margra ára. Pabbastundirnar þar sem við spiluðum badminton, tennis, veggjatennis og stunduðum hugsanalestur með Höllu systur sitja fast í mér. Þú slasaðist al- varlega í bílslysi í árslok 1987 og það voru erfiðir dagar að heim- sækja þig á gjörgæsluna í þrjá mánuði og sjá þig máttfarinn svona lengi. Þú sagðist hafa risið upp frá dauðum þá og værir tilbúinn í seinni hálfleik og hófst líf á ný. Ég hef alltaf dáðst að orku þinni og hve auðveldlega þú hefur getað tileinkað þér ný og ný áhugamál og kynnst þeim mörgum á þinni lífsleið. Sögur af þér hlaupandi á Sandbrekku fyr- ir austan sem lítill gutti, FH-ing í húð og hár, golfara í Keili, göngu- fjalla- og jeppaferðir með Útivist, silungs- og skotveiði, skíði, salsa og nýjasta áhugamálið hjólreið- ar. En á Sandbrekku höfum við átt góðar stundir þar sem við höf- um notið náttúrunnar og kyrrð- arinnar með frændum og veiði- félögum okkar. Hvernig þú gast horfið á klossunum þínum í berjamó í nokkra klukkutíma og komið úthvíldur til baka þótti mér alltaf einstakt. Þú varst nátt- úruunnandi og hvað þú varst kát- ur ef leið lá út úr bænum, þá varstu alltaf búinn að pakka mörgum dögum fyrr, enda gat maður treyst á að þú værir með allt sem til þurfti: batterí, vasa- ljós, alls kyns spotta og bönd, harðfisk, bjór og berjasaft. Hvað þú naust þín í gæsa- og hrein- dýraveiðinni, annaðhvort liggj- andi við Blána og finna daginn fjara út, með vísu í kollinum eða arkandi á eftir hreindýrahjörð. Þú varst bestur af okkur á gæsaf- lautuna og merkilegt hvað þú gast kallað gæsir inn, enda búinn að stúdera kvakið þeirra ásamt fleiri dýrahljóðum. Líklega ertu núna búinn að finna Dyrfjalla- brand, kannski ég pikki hann upp fyrir þig seinna. Ég minnist líka hinnar ýmsu sérvisku þinnar, margra samtala og ærslagangs okkar í Austur- stræti og á Háteigsvegi þar sem við skiptumst á skoðunum um hin ýmsu mál og hlustuðum hvort á annað, svo var líka bara gott að þegja með þér. Ég hef alltaf sætt mig við að þú varst ekkert bara okkar, heldur allra! Þér fannst gaman að tjá þig í gegnum vísur eða limrur og jafnvel skartgripa- smíði. Með brosi á vör held ég sérstaklega vel upp á allar vís- urnar sem þú samdir til mín vegna hinna ýmsu atvika sem upp hafa komið í gegnum árin. „Margt fer öðruvísi en á horfðist“ stóð í dagbókinni þinni 1988 og á eins við núna og þá. Ég hef aldrei haft áhyggjur af þér, en þín á eft- ir að verða sárt saknað. Við tvö vorum sammála um að dauði er ekki til svo þú finnur ljósið þang- að til við hittumst seinna. Við lif- um með skemmtilegar og góðar minningar um þig og ég held áfram að lifa lífinu lifandi! Soffía D. Halldórsdóttir. Þeir eru ófáir kílómetrarnir yst utan af Kársnesi upp á Holt í Kópavoginum. Þeir höfðu kynnst í gagnfræðaskólanum Óli og Dóri og þegar músíktilraunir þeirra fóru að taka á sig alvarlegan blæ var mér kippt með. Við tóku 45 ára samskipti og vinátta sem aldrei gleymist. Við æfðum þrisvar, fjórum sinnum í viku og þetta var löngu fyrir „keyra og sækja“. Dóri labbaði þetta þá með gítarinn og fyrir kom að við Óli gengum út á Nes. Sautján ára gáfum við út fyrstu plötu Ríó tríósins, en sum- arið áður slógum við í gegn í Hallormsstaðarskógi með laginu „Blandaðu meira“. Það var bless- unarlega aldrei hljóðritað. Síðan rennur þetta saman í fínar samverustundir og eftir- minnilega ræktarsemi Dóra við okkur Óla alla tíð, löngu eftir að hann hafði helgað sig tannlækn- ingum. Hann mætti á alla meiri háttar konserta, mætti með blóm og skálaði við menn baksviðs. Hann var auðvitað tannlæknirinn okkar allra og gat t.d. spjallað mikið við mig í stólnum þegar hann þurfti að tjá sig um landsins gagn og nauðsynjar án þess að þurfa að hlusta á mig svara. Krakkarnir okkar Birnu segj- ast t.d. aldrei hafa verið með tannlækni. Þau hafi haft Dóra. Sjaldan er ein báran stök. Undanfarið rúmt ár hafði Dóri tekið umönnun Óla vinar okkar föstum foringjatökum, stappað í okkur hin stálinu og meira að segja komið fram á styrktartón- leikum fyrir Óla og Daddý með eftirminnilegum hætti. Allur sá hryggilegi ferill var þyngri en orð fá lýst og ég hélt satt að segja að nóg væri komið. Við Dóri og Birna sóttum opn- un á Listasafni Íslands fyrir nokkrum vikum. Ég sé brosandi andlit vinar míns í anda og geymi þá mynd. Við Birna færum börnum Dóra og allri fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur. Birna og Helgi Pétursson. Við gömlu félagarnir, Jói, Siggi, Ingi Þór og Halldór Fann- ar, ætluðum að hittast í dag en í 40 ár höfðum við ekki komið sam- an. Í staðinn kveðjum við Halldór óvænt. Við Dóri urðum fljótt vinir þegar ég 13 ára gamall fluttist í Hlégerði í Kópavogi, og hélst sú vinátta alla tíð. Margt var brallað á þessum unglingsárum eins og gengur. Við gengum báðir í Gagnfræðaskóla Kópavogs. Hann fór síðan í Verslunarskól- ann en ég í MR. Þrátt fyrir það fylgdumst við félagarnir alltaf hvor með öðrum og hittumst reglulega. Í Gagnfræðaskóla Kópavogs kynntust nokkrir góðir félagar, Jón Bragi Bjarnason, Guðmund- ur Einarsson, Helgi Pétursson, Ólafur Þórðarson og Halldór Fannar. Í þessum hópi var Ríó Tríó stofnað með þeim Helga, Óla og Dóra. Þeir áttu eftir að gera garðinn frægan en Dóri hætti þó stuttu eftir að hann hóf tannlæknanám. Það var gagn og gaman að fá að fylgjast með þeim félögum á þessum árum. Við Halldór lukum stúdents- prófi vorið 1969 og fyrir próf var svokölluð „dimmitering“ á sama degi í Versló og MR. Slík veislu- höld byrjuðu snemma morguns í báðum skólunum og fékk hann þá hugmynd að fá lánað tveggja manna reiðhjól sem við notuðum til fararinnar til Reykjavíkur. Slík uppátæki voru í hans anda. Halldóri var margt til lista lagt. Hann var músíkalskur og hafði unun af tónlist og dró upp gítarinn víða á ferð sinni, auk þess sem hann var hagmæltur og skildi eftir sig vísur víða. Halldór gaf mikið af sér og var gleðigjafi. Hann var mjög handlaginn og þess vegna lá beint við að velja tannlækningar þegar hann ætl- aði í háskólann að loknu stúd- entsprófi. Það átti eftir að sýna sig að vera hárrétt val. Hann sýndi faginu mikinn áhuga og eftir útskrift kenndi hann við tannlæknadeild Háskóla Íslands og stóð sig með mikilli prýði. Áhugamál Halldórs voru fjöl- mörg og lagði hann sig fram við hvert þeirra. Hann var einn þeirra sem smituðu mig af golf- íþróttinni þó að hann seinni árin hefði lagt meiri áherslu á önnur áhugamál, eins og útivist, jeppa- ferðir, skotveiði og núna síðast hjólreiðar. Halldór eignaðist snemma tvær stúlkur og síðar tvo drengi. Þegar við hittumst var augljóst hversu hreykinn hann var af þeim og talaði um afrek þeirra og hvernig þeim vegnaði. Ég kveð vin minn með miklum söknuði og sendi öllum ástvinum hans samúðarkveðjur. Guðmundur Vikar Einarsson. Halldór bróðir er dáinn voru fyrstu orðin sem Hanna Mjöll sagði við mig í símann á miðviku- dagsmorguninn. Þetta gat engan veginn passað, við sátum saman á föstudagskvöldið þar á undan og fengum okkur að borða á veit- ingahúsi og Halldór sagðist aldr- ei hafa verið hressari. Eins og allir vita þá var Hall- dór mikið fyrir allskonar veiði og dag einn kom hann að máli við mig og sagðist hafa fundið veiði- bíl, skunduðum við á bílasöluna og á leiðinni var ég upplýstur um ágæti þessa bíls. Jæja, á bílasöl- unni blasti við mikið breyttur Su- zuki Fox-jeppi, og féllust mér hendur, þetta er of mikið hugsaði ég. En Halldóri var ekki snúið, jeppinn keyptur og fór hann með hann beint inn í skúr. Eftir nokkra skoðun og smáyfirlegu var fyrsta ferð ákveðinn. Ekki þótti ráðlegt að fara einbíla þann- ig að slegist var í för með bíla- flokk F.B.S.R og farið upp á Kaldadal, þar reyndi á á hæfileik- ana og ferðagleðina. Fljótlega fékk jeppinn nafn og var skírður Zukki refur. Halldór kunni vel við sig á fjöllum og þar var hann oft og eignaðist fjölda vina í ferð- um sínum. Ein ferð er mun minn- isstæðari en aðrar. Farið var á Drangajökul um páska, ekki var annað í stöðunni en að kalla Zukka inn í skúr sem við fé- lagarnir höfðum á leigu og köll- uðum Grenið, til yfirferðar fyrir ferðina. Jeppinn fékk snögga yf- irferð smurt í koppa og olíur mældar. Ekki var til setunnar boðið, halda skyldi af stað degi á undan ferðafélögum því það varð að koma við á Skagaströnd og færa Hallbirni tvo geisladiska sem Halldóri höfðu áskotnast fyrr í vikunni. Síðan var haldið á Drangajökul með stefnu á Reykj- arfjörð sem gististað um páskana. Í fyrstu brekku varð allt dautt og var hafist handa við að finna bilunina, jú það hafði far- ið í sundur háspennuþráður sem auðvitað var í varahlutageymsl- unni. Áfram var haldið í mjög erf- iðu færi og áfangastað náð um nóttina. Um kvöldið var farið í laugina og í staðinn fyrir að hlusta á tónlist var settur í spil- arann diskur með fuglahljóðum og innan skamms heyrðist tófu- gagg allt í kring. Vegna mjög óhagstæðrar veðurspár var ákveðið að halda heim degi fyrr en áætlað var og kom það sér vel því nú upphófst eitt mest spenn- andi ferli slitinna mótorpúða og sundur skorinna vatnskassa- slangna sem um getur í sögunni. En samt komumst við heim á bílnum, en hvíldinni vorum við fegnir á Hólmavík. Halldór varð fyrir því óhappi að velta Zukka. Fannst nú hvítur Fox-jeppi sem umsvifalaust átti að rífa til að laga þann græna. Þetta var nú ekki gert heldur var sá hvíti lag- aður og fékk hann nafnið FOXY og var svo farið beint á fjöll. Halldór tók þátt í störfum Jeppadeildar Útivistar og fór í 100 bíla ferðina, einnig fór hann á flesta jökla landsins ásamt fjölda annarra ferða skipulagðra sem óskipulagðra. Við þóttumst eiga ferðafélagið Tvísýn travel tro- bule tours skuldlaust. Allur sá tími sem við áttum saman er í minningabankanum og geymist þar. Þín er sárt saknað, kæri vinur minn. Minningar um þig geymi ég í hjarta mínu að eilífu. Vélstjórinn á „Zukka ref“, Brynjólfur Wium. Kveðja frá FHákörlum Fyrir 30 árum stofnuðum við tíu félagar, allir fyrrverandi knattspyrnumenn úr FH, fé- lagsskapinn FHákarlar. Halldór Fannar var einn af stofnendun- um. Hópurinn stækkaði og flestir urðum við sautján, en í dag eru tveir fallnir frá, Þórir Jónsson og nú Halldór. Það var okkur öllum mikið áfall er við fengum fréttir af skyndilegu andláti Dóra. Við vorum að undirbúa þorrablótið okkar og Dóri hafði tilkynnt komu sína á sinn eina og sanna hátt og allir hlökkuðu til. Eftir umhugsun ákváðum við að halda blótinu til streitu og hafa það í anda Dóra, sem þýðir gleði, söng- ur og góður matur. Fyrstu árin okkar spiluðum við innanhússfót- bolta og héldum okkar „hátíðir“ og gerðum okkur dagamun eins og í útilegum, veiðiferðum o.fl. Ávallt var Dóri þá hrókur alls fagnaðar, með gítarinn í fanginu, syngjandi kvæðin sín, mörg frumort enda mjög góður hag- yrðingur. Fljótlega þegar upp kom sú hugmynd í gríni, hvort ekki væri rétt að kjósa úr hópn- um FHákarl ársins, svona í lík- ingu við það þegar verið er að kjósa íþróttamann ársins í fjöl- miðlunum, þá var Dóri ekkert að tvínóna við hlutina og gaf fé- lagsskapnum bikar, er þeim skyldi hlotnast til varðveislu er vegsemdina hlyti í það skiptið. Gripur þessi er svo veglegur og þungur að það er nánast tveggja manna tak að lyfta honum, þann- ig sýndi Dóri hug sinn í verki til félagsskaparins. Dóri var mikill FH-ingur, fyrst sem leikmaður og síðar sem t.d. aðstoðarmaður fyrsta erlenda knattspyrnuþjálf- ara félagsins. Þá var hann þjálf- ari meistaraflokks FH í knatt- spyrnu í fyrsta bikarúrslitaleik félagsins 1972. Dóri var mikill útivistarmaður og unni íslenskri náttúru, stundaði veiðimennsku af kappi auk þess að ganga um óbyggðirnar, þá var hann einnig mikill jeppaáhugamaður. Dóri var einstakur geðprýðismaður, alltaf í góðu skapi og jákvæður. Hann var mjög hugmyndaríkur og óhræddur við að reyna eitt- hvað nýtt á öllum sviðum. Það þurfti aldrei að dekstra hann eða draga til nokkurra hluta og hann var jafnan með fyrstu mönnum að tilkynna þátttöku í hinum og þessum uppákomum okkar félag- anna. Það verður skarð fyrir skildi í okkar röðum með fráfalli Dóra, en við sem eftir erum mun- um halda á lofti minningu látins félaga meðan okkur endist þrek og ævi. Við félagarnir og makar okkar sendum börnum Dóra og fjölskyldum þeirra svo og ástvin- um öllum okkar innilegustu sam- úðarkveðjur og vitum að minn- ingin um góðan dreng mun lifa um langan aldur. Albert, Ársæll, Ásgeir, Björn, Daníel, Dýri, Gunnlaugur, Helgi, Ingvar, Jón Már, Jón Hinriks, Ómar, Pálmi, Pétur, Viðar. Við vorum fimm sem stóðumst inntökupróf í tannlæknadeildina vorið 1972. Þéttur var hópurinn næstu árin, í námi og leik. Hall- dór, okkar lífsreyndastur, stóð fyrir mörgum gleðistundunum, mörg voru uppátækin. En hann fór sínar eigin leiðir, hafði sinn stíl á hlutunum. Og nú skaut hann okkur illilega ref fyrir rass. Við, sem vorum að undirbúa ferð hópsins til Parísar, sitjum eftir. Dóri farinn í miklu lengri ferð. Horfinn, og óvíst hvenær, eða hvort, við náum honum. Það var oft nógu erfitt, hérna megin. Dóri var skemmtilegur. Hann hafði skáldgáfu. Nýttist vel þeg- ar við tókum það að okkur, hóp- urinn, að íslenska alla skapaða hluti sem notaðir voru í tann- lækningum. Það hófst með því að eitthvert gáfnaljósið sagði okkur, fávísum nemendum, að spegill væri undratæki tannlækninga. Við vildum gera orðinu „spegill“ hátt undir höfði. Nýyrðin streymdu frá Dóra. Hryndill (le Croins eftir G. Hraundal, kenn- ara okkar), hefill, skefill, skrepill, skerill, sendill og ótal fleiri. Ekki vafðist fyrir honum að fá okkar samþykki fyrir uppnefnum á starfsliðinu og skólafélögum: Fý- sill, Peðill, Kerfill, Stamill, Ster- ill, en heldur fór nú að kárna gamanið þegar Geðill, Friðill, Kyndill og Riðill skutu upp koll- inum. Okkar ágæti rótfyllingar- kennari fékk að vera í friði. Enda hét hann Egill! Hópurinn litli er nú orðinn minni. Miklu minni. Hver bjarg- ar nú kvöldinu þegar við villumst á götum stórra borga. Allt lokað og þorstinn skrjáfandi. „Jæja strákar mínir, nú er kominn tími á Remy vin okkar.“ Opnar hann ekki göngustaf sinn og býður okkur vænan sopa af þessu líka kætandi koníakki. Og allir glaðir á ný! Hver sest með götuspilurum í undirgöngum lestanna eða undir gosbrunnum torganna og byrjar að kenna þeim gítargripin í „Ríð- um , ríðum“ og fyrr en varir eru allir götuspilararnir komnir í hóp í kringum þennan smáa, knáa, eldfjöruga Íslending á axlabönd- unum, og söngurinn glymur um göng og stræti. Já, það verður einhversstaðar fjör. En ekki hér. Ekki í okkar hópi. Far vel, kæri vin. Sigurjón Benedikts- son, tannlæknir. Halldór vinur okkar varð bráðkvaddur í morgun tilkynnti Daði tengdasonur í símann. Tíminn stöðvaðist drjúga stund. Einn minn besti vinur í rúm 40 ár farinn. Líf okkar var samofið, í námi, starfi og leik, sterkari böndum en orð fá lýst. Við kynntumst á fyrsta ári í tann- læknadeild árið 1970. Halldór var fremur lágur vexti, grannur, kvikur í hreyfing- um, bláeygður með glettið bros- andi augnaráð. Hæfileikar hans voru óteljandi og fleiri en flestir hljóta, handlaginn, músíkalskur, ljóðrænn og margt fleira var hon- um til lista lagt. Hann elskaði að vera úti í nátt- úrunni, við veiðar ýmiskonar, í fjallaferðum, uppi á jöklum og var alltaf hrókur alls fagnaðar meðal vina oftast með gítar við hönd. Hann kunni að spila á lífs- ins hörpu af mikilli snilld, naut þess besta sem lífið býður upp á og fór vel með. Hann kvæntist tveimur frá- bærum konum og eignaðist með þeim fjögur yndisleg börn og þrjú barnabörn sem hann var af- ar stoltur af. Við höfum verið félagar í vina- hópi sem kallar sig Hektara í 37 ár. Við hittumst reglulega tvisvar sinnum í mánuði og höfum gert hluti saman sem nægja til frá- sagnar í heila bók. Þar fyrir utan vorum við þrír í þeim hópi í fé- lagi, sem við nefndum Áttavita- félagið skynsemin ræður, við fór- um árvisst á rjúpnaveiðar og frásagnir af þeim ferðum hefðu nægt í aðra bók. Við ösluðum snjó í klof, urðum nærri úti og kynntumst ýmissi vosbúð, sem Halldór kallaði þriggja fóta færi. Halldór hefur nokkrum sinn- um í sinni lífsgöngu þurft að glíma við þriggja fóta færi. Hann slasaðist lífshættulega í bílslysi árið 1987 og lá á gjörgæslu í margar vikur og dó tvisvar sinn- um, hafði séð í gegnum rörið svarta ljósið við endann (hans lýsing á dauðanum). Í einkalífinu sömuleiðis mátti tala á sömu nótum. Dóri Fannar eins og við köll- uðum hann alltaf orti vísur við hin ýmsu tækifæri og átti oftast auðvelt með. Limrur voru hans uppáhald. Einu sinni man ég eftir honum vakandi hálfa nóttina af því að hann vantaði niðurlag við vísu sem var í smíðum, á end- anum heyrðum við í gegnum svefnrofann og virtist hann nú ánægður „Sælli ekki verið hef síðan í móðurkviði.“ Kæri vinur, ég vona að þú verðir þeirrar sælu aðnjótandi sem um getur þó svo að það sé langt um aldur fram Við hjónin sendum aðstand- endum öllum innilegustu samúð- arkveðjur. Tómas Á. Einarsson. Halldór Fannar  Fleiri minningargreinar um Halldór Fannar bíða birt- ingar og munu birtast í blað- inu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.