Morgunblaðið - 24.02.2012, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2012
Þessa dagana sæk-
ir sá grunur á mig
með vaxandi þunga,
að Valgerður Bjarna-
dóttir ætli að svæfa
þingsályktunartillögu
Bjarna Benedikts-
sonar um afturköllun
ákæru á hendur Geir
H. Haarde í nefnd,
annað hvort að eigin
frumkvæði eða að
fyrirmælum hús-
bænda sinna.
Stjórnarandstaðan á sína full-
trúa í nefndinni. Hverjir eru þeir?
Af hverju láta þeir ekki heyra í sér
og krefjast þess, að málið verði af-
greitt? Á að láta Valgerði komast
upp með að draga afgreiðslu máls-
ins með útúrsnúningum þar til
meðferð málsins hefst fyrir Lands-
dómi? Er makk á ferðinni milli
stjórnar og stjórnarandstöðu?
Tillaga Bjarna á að fá umfjöllun
Alþingis, þó ekki væri til annars en
þess, að pólitískur hráskinnsleikur
Jóhönnu og Steingríms J. verði
landsmönnum ennþá ljósari. Þá
kemur í ljós, af hverju Jóhanna
þorði ekki að samþykkja, að Geir
yrði ákærður. Þá kemur e.t.v. í
ljós, hvernig þingmenn Samfylk-
ingar sömdu um atkvæðagreiðsl-
una á þann hátt, að ráðherrar
þeirra slyppu, en ráðherrar Sjálf-
stæðisflokks yrðu einir
ákærðir, en það ráða-
brugg gekk að vísu
ekki alveg upp, eins og
í ljós kom.
E.t.v. er best, að
Landsdómur fái að yf-
irheyra sem flesta
stjórnmálamenn og
fjárglæframenn, sem
bera ábyrgð á
hruninu. Þá á margt
eftir að koma í ljós, og
ólíklegt er, að það
verði öllum samfylk-
ingarmönnum til vegsauka hjá
fólkinu í landinu, sem á að greiða
atkvæði í næstu kosningum til Al-
þingis.
E.t.v. er best, að dómur gangi og
Geir verði sýknaður, samsær-
ismönnum Samfylkingar og Vinstri
grænna til háðungar.
Valgerður
Bjarnadóttir
og landsdómur
Eftir Axel
Kristjánsson
Axel
Kristjánsson
» Tillaga Bjarna á að
fá umfjöllun Alþing-
is, þó ekki væri til ann-
ars en þess, að pólitísk-
ur hráskinnsleikur
Jóhönnu og Steingríms
J. verði landsmönnum
ennþá ljósari.
Höfundur er lögmaður.
Sú aðför, sem nú
stendur yfir, að mann-
orði Gunnars Þ. And-
ersen, forstjóra Fjár-
málaeftirlitsins (FME),
er ein sú ógeðfelldasta
sem gerð hefur verið að
íslenskum embættis-
manni. Þegar þetta er
skrifað er enn ekki fylli-
lega ljóst hverjir standa
að baki aðförinni en sé
samhengi hlutanna
skoðað má heita ljóst að þar hafa tölu-
verð áhrif talsmenn aðila sem hafa
verið eða eru til rannsóknar hjá
FME. Að vísu er stjórnarformanni
FME beitt fyrir vagninn en líklega
einungis vegna þeirrar stöðu sem
hann gegnir nú.
Ásakanir á hendur Gunnari varða
ekki hvernig hann hefur leitt starf-
semi FME síðan hann tók við sem
forstjóri árið 2009. Þó hafa þessa dag-
ana birst fréttir af því að fyrrverandi
efnhagsráðherra telji FME ekki hafa
sinnt eftirliti gagnvart slitastjórn til-
tekins fjármálamálafyrirtækis nægi-
lega vel. Líklega er þar að hluta um
að ræða sviðsetningu sem hentar ein-
mitt við þær kringumstæður sem
ríkja nú og gegna m.a. því hlutverki
að draga úr trúverðugleika Gunnars.
Meginásökunin gagnvart Gunnari
er hins vegar að hann hafi fyrir ellefu
árum veitt FME ófullnægjandi svar
við fyrirspurn um félög í eigu Lands-
banka Íslands og ekki getið um svo-
nefnd aflandsfélög á eyjunni Guern-
sey á Ermarsundi í svarinu. Þessari
ásökun hefur Gunnar þegar svarað
opinberlega með málefnalegum hætti
og engin haldbær andsvör borist.
Brottrekstur Gunnars verður því
ekki rökstuddur á þess-
um grundvelli sam-
kvæmt íslenskum lög-
um. Í þessu ljósi er
framganga stjórnar
FME, ekki síst stjórn-
arformannsins, Að-
alsteins Leifssonar,
bæði óskynsamleg og
óskiljanleg.
Þrátt fyrir rökstudd
svör Gunnars virðist
stjórn FME og bak-
hjarlar hennar stað-
ráðnir að svipta hann
embætti og láta sig litlu skipta hvort
landslög verði brotin þótt vitaskuld
verði reynt að færa ákvörðunina í
réttan tæknilegan búning. Það kann
að vera að þetta takist þótt um sé
ræða mikið óhæfuverk. Það kann líka
að vera að það takist með sjónhverf-
ingum að beina huga almennings í
aðrar áttir þegar verkið er unnið. Þó
á aldrei að vanmeta almenning og við-
brögð hans.
Hinu ættu ráðamenn heldur ekki
að gleyma að það eru fleiri sem fylgj-
ast með því sem gerist hér á landi nú
um stundir. Íslendingar töpuðu gíf-
urlegu trausti meðal sinna helstu við-
skipta- og bandalagsríkja þegar efna-
hagshrunið varð hér 2008 og raunar
var traustið farið töluvert áður. Þetta
traust hafði verið byggt upp frá lýð-
veldisstofnun en glataðist á 2-3 árum.
Við eigum mikið undir því að byggja
þetta traust upp á nýjan leik og það
er fylgst með hvernig sú uppbygging
fer fram. Samhliða er fylgst með því
hvernig við högum uppgjöri hruns-
mála.
Aðförin að Gunnari Andersen er
ekki til þess fallin að skapa traust.
Þvert á móti er hún til þess fallin að
rýra traust á íslenskum ráðamönn-
um. Sú skoðun mun án efa verða viðr-
uð að brottrekstur Gunnars úr for-
stjórastól FME sýni svo ekki verði
um villst að íslenskir ráðamenn leggi
meiri áherslu á að gæta sérhagsmuna
tiltekinna hópa og aðila innanlands en
vinna að almannahagsmunum. Jafn-
vel verður ályktað að óeðlileg tengsl
séu enn milli ráðamanna og þeirra
sem hafa verið til rannsóknar hjá
FME og sérstökum saksóknara. Það
er því fyllsta ástæða til við umfjöllun
um mál Gunnars Andersen að leitast
við að sjá hlutina í stærra samhengi.
Almannahagsmunir eiga að ráða en
ekki sérhagsmunir þótt þeirra sé
gætt af mikilli einbeitni. Verði sú
raunin að sérhagsmunirnir nái yf-
irhöndinni mun uppbygging sam-
félagsins tefjast með tilheyrandi
áhrifum á lífskjör almennings.
Af þessum ástæðum vil ég hvetja
alla íslenska stjórnmálamenn, sem
vilja hafa almannahagsmuni að leið-
arljósi, að stöðva þegar í stað aðförina
að Gunnari Þ. Andersen. Verði það
ekki gert er það sönnun um máttleysi
íslenskra stjórnmálamanna gagnvart
sérhagsmunum, sem í því tilvíki sem
hér um ræðir, ganga gegn hags-
munum þjóðarinnar.
Stöðvum aðförina
Eftir Björn Líndal » Aðförin að Gunnari
Andersen er ekki til
þess fallin að skapa
traust. Þvert á móti er
hún til þess fallin að
rýra traust á íslenskum
ráðamönnum.
Björn Líndal
Höfundur er sjálfstætt
starfandi lögmaður.
Heimdallur, félag
ungra sjálfstæð-
ismanna í Reykjavík,
var stofnað hinn 16.
febrúar 1927 og fagn-
ar því 85 ára afmæli
sínu um þessar mund-
ir. Félagið var þá
fyrsta stjórnmálafélag
ungs fólks hér á landi,
og hefur frá upphafi
verið stærsta félag
sinnar tegundar á
landinu. Heimdallur var stofnaður
til þess að fylkja ungu fólki á bak
við stefnu Íhaldsflokksins undir for-
ystu Jóns Þorlákssonar, sem sam-
einaðist Frjálslynda flokknum
tveimur árum síðar í Sjálfstæð-
isflokknum.
Hlutverk Heimdallar frá upphafi
hefur verið að berjast fyrir þjóð-
legri og víðsýnni framfarastefnu í
þjóðmálum með hagsmuni allra
stétta fyrir augum, efla sjálfstæð-
isstefnuna og glæða áhuga ungs
fólks á stjórnmálum með lýðræði
og einstaklingsfrelsis. Þá hefur
Heimdallur gegnt mikilvægu hlut-
verki sem samviska Sjálfstæð-
isflokksins í gegnum tíðina, hvatt
flokkinn og forystumenn hans til
dáða og minnt þá á grunngildi
flokksins. Enn er það hlutverk fé-
lagsins og hefur starf Heimdallar
verið gríðarlega mikilvægt fyrir
Sjálfstæðisflokkinn frá upphafi.
Ungt fólk sem starfar í Heimdalli
er ekki einungis að efla ungliðastarf
Sjálfstæðisflokksins heldur er það
að vinna til heilla sjálfu sér og allri
íslensku þjóðinni. Starf félagsins
hefur eflst mjög undanfarin ár og
starfa nú hátt í 70 manns í stjórn
og deildum félagsins og um 7.000
manns eru skráðir í Heimdall. Fé-
lagið nær til sífellt fleira ungs fólks
sem mikinn áhuga hef-
ur að taka þátt í
stjórnmálum og hefur
heillast af sjálfstæð-
isstefnunni ekki síst
andspænis þeirri hrein-
ræktuðu vinstri stefnu
sem heltekur íslenskt
þjóðfélag um þessar
mundir. Hug-
myndabarátta ungra
hægrimanna hefur
aldrei verið jafn mik-
ilvæg og nú þegar við
völd er versta vinstri-
stjórn sögunnar. Þá er mikilvægt
er að standa vörð um réttarkerfið
og tryggja sjálfstæði dómstóla á
þeim umróts- og uppgjörstímum
sem nú ganga yfir í íslensku þjóð-
félagi. Í þeim málum þarf Sjálf-
stæðisflokkurinn áfram að sýna
styrk og staðfestu.
Hinn síungi Heimdallur hefur
sinnt mikilvægu og vandasömu
hlutverki um að vinna ungt fólk til
fylgis við sjálfstæðisstefnuna og
sannfæra ungt fólk um að hags-
munum þess séu best borgið séu
áhrif sjálfstæðisstefnunnar sem
mest í þjóðfélaginu. Þeirri hugsjón
þarf Heimdallur að vera trúr og
halda þannig áfram að vinna traust
ungs fólks á hugsjónum sínum.
Flokkur sem ekki vinnur ungt fólk
til fylgis við sig á sér enga framtíð.
Hugmyndabaráttan
sjaldan mikilvægari
Eftir Áslaugu Örnu
Sigurbjörnsdóttur
Áslaug Arna
Sigurbjörnsdóttir
»Hinn síungi Heim-
dallur hefur sinnt
mikilvægu og vanda-
sömu hlutverki um að
vinna ungt fólk
til fylgis við sjálfstæð-
isstefnuna …
Höfundur er formaður Heimdallar.
KORTIÐ GILDIR TIL
31. maí 2012
MOGGAKLÚBBURINN
– MEIRA FYRIR ÁSKRIFENDUR
2 FYRIR 1
Á TAPAS BARNUM
AF FRÁBÆRU TAPAS
AÐ HÆTTI HÚSSINS
MOGGAKLÚBBUR
Framvísið Moggaklúbbs-
kortinu áður en pantað er.
Tilboðið er í boði frá sunnudegi
til miðvikudags og gildir frá
8. janúar til 28. mars 2012.
ATH! Gildir ekki 14. febrúar 2012
eða með öðrum tilboðum.
RESTAURANT- BAR
Vesturgötu 3B | 101 Reykjavík | Sími 551 2344 | www.tapas.is
FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á MBL.IS/ASKRIFT
EÐA Í SÍMA 569 1122
Allir fastir áskrifendur Morgunblaðsins eru sjálfkrafa félagar í Moggaklúbbnum og njóta ýmissa fríðinda og tilboða.
Hægt er að fylgjast með hvað er í boði hverju sinni á mbl.is/moggaklubburinn.
Glatist kortið sendu þá póst á askrift@mbl.is.