Morgunblaðið - 24.02.2012, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2012
✝ Margrét Sig-urðardóttir
fæddist í Hafn-
arfirði 31. desem-
ber 1923. Hún lést á
Landspítalanum 17.
febrúar 2012.
Foreldrar Mar-
grétar voru Sig-
urður Magnússon,
sjómaður og verka-
maður, f. 4. desem-
ber 1884 á Litlu-
Vatnsleysuströnd, d. 18. október
1963 og Hólmfríður Bjarnadótt-
ir húsfreyja, f. 25. september
1884 á Kálfsstöðum Vestur-
Landeyjahreppi, d. 1. janúar
1973. Margrét var einbirni.
Margrét giftist Kristjáni Úlf-
arssyni hinn 31. desember 1946.
Kristján fæddist 17. október
1921 á Fljótsdal í Fljótshlíð, d. 3.
nóvember 1989. Þau hófu bú-
skap í Hafnarfirði en lengst af
bjuggu þau í Kópavogi. Börn
Margrétar og Kristjáns eru: 1)
Kristrún Margrét, f. 8. apríl
1947, d. 28. maí 2003, maki
Viggó Emil Magnússon, f. 8. apr-
íl 1946, d. 25. janúar 2005. Börn
Hrafn Pétursson. 3) Svanhvít, f.
9. maí 1952, maki Guttormur
Rafnkelsson, f. 11. janúar 1949.
Barn þeirra: Rafnkell, f. 1. júní
1970, maki María Björg Sveins-
dóttir, börn Sigurður Birgir,
barn Adam Ingi, Helgi Rafn og
Thelma Björg. 4) Leifur, f. 29.
maí 1959, maki Aðalheiður
Bjarnadóttir, f. 29. febrúar 1960.
Börn þeirra: a) Bjarni Kristján,
17. desember 1978, dóttir Anja
Björk, b) Erla Margrét, 10. febr-
úar 1983, maki Auðunn Þór Auð-
unsson, dóttir Amanda Sól og c)
Leifur Andri, 11. október 1989,
Sylvía Dagmar Friðjónsdóttir.
Margrét byrjaði ung að vinna,
starfaði sem kaupakona í sveit,
hjá Alþýðubrauðgerðinni og við
fiskvinnslustörf. Eftir að hún
flutti í Kópavog starfaði hún á
róluvelli í Hvömmunum, í Barð-
anum og hjá ORA. Samhliða öðr-
um verkum bjó Margrét til bollu-
vendi og seldi í verslanir í 74 ár.
Eftir starfslok var hún virk í fé-
lagsstörfum eldri borgara í
Kópavogi. Meðal annars stýrði
hún gönguhópnum Hananú og
var ein af stofnendum Glóð-
arinnar. Margrét var mikil
íþróttakona og stundaði til dæm-
is fimleika og handbolta með FH
á sínum yngri árum.
Útför Margrétar fer fram frá
Digraneskirkju í dag, 24. febr-
úar 2012, kl. 11.
þeirra: a) Margrét
Hrönn, f. 2. nóv-
ember 1965, d. 6.
september 2003,
maki Kristinn Ás-
grímur Kristinsson,
börn Sunna Ósk,
börn Margrét og
Kjartan Jökull,
Nanna Margrét og
Tinna Kristín In-
diana, b) Berglind
Fríða, f. 18. janúar
1968, Ágúst Þór Gestsson, börn
Viggó Emil, Ingvi Hrafn, Aron
og Kristófer Daði og c) Sæunn
Svanhvít, f. 30. júlí 1980, maki
Ingi Björn Ingason, börn Júlíus
Elvar, Sóley Margrét og Emil
Aron. 2) Sigurður Úlfar, f. 5.
febrúar 1951, maki Áslaug
Sverrisdóttir, f. 13. maí 1959.
Börn þeirra: a) Margrét Hlín, f.
18. janúar 1981, maki Brynjólfur
Sveinn Birgisson, börn Daníel
Örn og Embla Guðrún, b) Einar
Sverrir, f. 27. apríl 1982, maki
María Stefanía Stefánsdóttir,
börn Nökkvi, Brynja Dögg og
Sigurður Emil og c) Svanhvít,
21. mars 1988, maki Sigurður
Full þakklætis og trega kveð
ég tengdamóður mína í dag.
Þessa ofurkonu sem tók mér svo
vel fyrir tæpum fjörutíu árum, er
ég stelputrippið fór að eltast við
Sigga, eldri soninn. Sennilega
hefur okkur hvoruga grunað þá
að samleiðin yrði svona löng. Það
hjálpaði mér ef til vill á þessum
tíma að ég kunni að halda á spil-
um því það var spilað á spil út í
eitt á Bjarnhólastígnum í þá
daga, stundum svo mikið að það
urðu vaktaskipti ef nógu margt
fólk var til staðar. Það var nú yf-
irleitt því Bjarnhólastígurinn var
oft eins og félagsheimili, alltaf
vinir og kunningjar velkomnir,
hvenær sem var.
Magga elskaði náttúruna og
hefði sennilega sómt sér vel sem
bóndi. Öll dýr hændust að henni
og ósjaldan sat einhver kisa á
tröppunum hjá henni og beið eft-
ir smáklappi og spjalli. Við sem
höfum átt hunda gerðum aldrei
nógu vel við þá að hennar mati
og reyndi hún oft að lauma að
þeim einhverju góðgæti ef eig-
endur snéru sér við.
Henni Möggu minni fannst
fátt skemmtilegra en berjaferðir
og þá var oft erfitt að fá hana til
að hætta og koma heim, ef til vill
voru einhver ber eftir. Hún virt-
ist aldrei þreytast þótt við sem
mikið yngri erum værum kvart-
andi og kveinandi. Hún gat tínt
ber þótt það væri smásnjóföl yfir
þeim, þetta var nú ekki mikið
mál. Möggu fannst aldrei vont
veður, hún var hlaupandi um all-
an Kópavog í roki og rigningu.
Ef maður keyrði fram á hana
einhvers staðar og bauð far var
yfirleitt viðkvæðið að hún væri á
heilsubótagöngu. Bílar voru of-
notaðir í hennar huga.
Ömmuhlutverkið tók hún með
stæl eins og allt annað. Oft var
gist á Bjarnhólastígnum þegar
við foreldrarnir þurftum að
sletta úr klaufunum. Þá var oftar
en ekki slegið upp balli þar sem
afi Stjáni spilaði á nikkuna sína
og amma Magga dansaði við litlu
kálfana sína. Hún hætti aldrei að
leika sér, renndi sér á snjóþotu,
svaf í tjaldi út á túni og kveikti
jafnvel smávarðeld á gamlárs-
kvöld fyrir litla liðið sitt, eins eld-
hrædd og hún var. Hún missti
helst ekki af neinum viðburðum
sem voru barnabörnunum við-
komandi, hvort sem það var fót-
bolti, ballett eða fimleikar,
Magga amma var mætt á staðinn
til að hvetja og fylgjast með.
Orkan og lífsgleðin var mikil og
sem betur fer hélt hún því nánast
til enda.
Minningarnar eru svo margar
og góðar og eiga eftir að ylja
okkur um ókomin ár. Ég veit að
vel verður tekið á móti Möggu
minni hinum megin því marga
hefur hún þurft að kveðja allt of
snemma, aldrei bugaðist hún.
Hún var sterk sem klettur. Perla
eins og nafnið hennar segir.
Elsku Svana, þú hefur verið
mömmu þinni ómetanleg stoð
undanfarnar vikur og fyrir það
viljum við Siggi þakka. Við vitum
að hvergi vildi mamma ykkar
frekar vera en hjá ykkur Gutta
undir lokin.
Áslaug.
Elsku amma, það er erfitt að
hugsa til þess að þú sért farin.
Þú sem varst aldrei veik, lést
aldrei neinn bilbug á þér sjá,
þegar við vorum lítil komstu
labbandi í heimsókn í Birki-
hvamminn til að sjá okkur barna-
börnin á laugardagsmorgnum og
skipti engu þótt blindbylur væri
úti. Alltaf vorum við jafn glöð að
sjá þig.
Minningarnar eru svo margar,
óteljandi. Má þar nefna bollu-
vendina, skautaferðirnar og
snjóþotuferðirnar niður brekk-
una á Bjarnhólastígnum, alla
pössunina, sumarbústaðarferð-
irnar, útilegurnar, afmælin og
fjölskylduboðin. Þú byggðir með
okkur snjóhús í garðinum og
tjaldaðir, fórst oft með okkur í
berjamó þar sem alltaf var erf-
iðast að ná þér og hundinum aft-
ur heim. Þú hefðir farið með okk-
ur hjólandi til Hornafjarðar að
heimsækja Svönu og Gutta, ef
við hefðum fengið leyfi til.
Þú varst eins og ömmur ger-
ast bestar. Fjörug og lífsreynd
kona. Allir sem hittu þig voru
sammála um að hressari ömmu
hefðu þeir ekki séð. Það eru ekki
allir sem geta státað af ömmu
sem kenndi barnabörnunum að
stinga sér, ömmu sem komst í
splitt á níræðisaldri, æfði botsia,
leiddi Hana-nú gönguna og fór
reglulega í 3-5 km heilsubótar-
göngu (í hvítu
Jordan-körfuboltaskónum og í
bleika jogging-gallanum). Er
amma þín „amma Jordan“ eða
„er amma þín þessi í bleika
jogginggallanum?“ voru spurn-
ingar sem við systkinin fengum.
Þá var okkur ljóst að amma var
engin venjuleg amma. Við gæt-
um ekki hugsað okkur betri
ömmu, betri fyrirmynd í lífinu.
Ef fólk verður eins og þú á elliár-
unum, þá þarf það ekki að hafa
áhyggjur.
Takk fyrir okkur, elsku amma
Magga, megi guð geyma þig.
Margrét Hlín, Einar
Sverrir og Svanhvít.
Elsku amma og langamma, nú
ert þú farin frá okkur allt of
snemma, þú talaðir alltaf um það
að verða 100 ára. Við áttum ekki
von á því að þú færir frá okkur
strax. Þú varst alltaf svo kraft-
mikil og heilsuhraust. Kraftur-
inn og orkan sem var alltaf í þér
var ótrúleg. Ef allir hefðu þessa
orku sem þú hafðir þá væri heim-
urinn öðruvísi og betri.
Þegar þetta er skrifað er
bolludagur og þeir sem þekkja
þig, vita að það er dagurinn þinn,
elsku amma. Við munum eftir því
hvernig var inni hjá þér vikurnar
fyrir bolludaginn, það var ekki
hægt að þverfóta fyrir öllum
bolluvöndunum. Þú vildir alltaf
taka þátt í öllu sem við unga fólk-
ið vorum að gera, hvort sem það
var að fara í útilegu um versl-
unarmannahelgi eða fara á eitt-
hvert djamm. En nú ertu farinn
frá okkur, elsku amma, og þín
verður sárt saknað og við elskum
þig óendanlega mikið. Við vonum
bara að þú hafir það gott hvar
sem þú ert. Við vitum að þú verð-
ur alltaf með okkur í anda.
Rafnkell Kristján Guttorms-
son, María B. Sveinsdóttir,
Helgi Rafn Rafnkelsson og
Thelma B. Rafnkelsdóttir.
Elsku amma mín.
Það er ekki hægt að hugsa sér
betri ömmu en þig þú varst besta
fyrirmynd sem maður getur
hugsað sér, svo góð og yndisleg í
alla staði. Þú varst alltaf svo
hress og kát og jákvæðnin skein
af þér. Þú vildir okkur öllum svo
vel og varst svo dugleg að fylgja
okkur öllum vel eftir og ekki er-
um við fá börnin þín. Alltaf gerð-
ir þú allt með okkur og þótti þér
skemmtilegast að vera í leik. Þau
voru ekki fá skiptin sem þú varst
horfin með litlu börnunum að
syngja vísur og horfa á barna-
myndir, þú lést ekkert stoppa
þig og það var ekkert sem þú
gast ekki gert. Alla þína tíð gastu
farið í splitt og varst mjög stolt
af enda ekki skrítið. Ein af mín-
um mörgu minningum um þig
var þegar þú komst með mér á
bekkjarkvöld í skólanum og þar
var limbókeppni og auðvitað
vannst þú þá keppni. Ýmis uppá-
tæki voru brölluð hjá þér, brenn-
an í innkeyrslunni, tjaldað í garð-
inum, spilaborgirnar og svo
margt fleira og þú tókst alltaf
þátt og hafðir gaman af. Þegar
langömmubörnin þín fæddust
varstu svo ánægð þegar þú varst
beðin um að passa og allan tím-
ann varstu inni í herbergi að
leika og hafðir jafn gaman af og
litlu krílin. Ef þú varst spurð um
aldur varstu fljót að svara að þú
værir nú bara 18 og það varstu
svo sannarlega, alltaf svo ung í
anda og létt á fæti. Við minnumst
þín með miklum söknuði og mun-
um við varðveita allar þær ynd-
islegu minningar sem við eigum
um þig. Þín verður sárt saknað,
elsku amma mín.
Þín
Erla Margrét.
Hún amma mín var einstök
kona og amma. Þrátt fyrir að
hún amma keyrði ekki bíl var
hún aldrei upp á aðra komin.
Hún gekk um Kópavoginn sinn í
öllum veðrum. Frá Bjarnhóla-
stígnum gekk hún til að mynda á
hverjum degi þegar hún vann hjá
Ora í vesturbænum. Þær voru
ófáar ferðirnar sem hún gekk frá
Hlíðarveginum og í Gjábakka til
að dansa, spila eða stunda eitt-
hvert annað tómstundastarf.
Hún amma var virk í félagslífinu,
dagskráin var þétt skipuð af
tómstundum.
Amma stundaði fimleika og
handbolta þegar hún var ung.
Mamma hennar var nú samt
ekkert alltof hrifin af því. Þær
eru ófáar sögurnar sem amma
sagði mér af því þegar hún var að
stelast til að stunda íþróttir eða
aðra útiveru á bak við mömmu
sína, pabbi hennar stóð þó alltaf
með henni. En það er kannski
ekkert skrítið að hún langamma
mín hafi verið hrædd um hana
ömmu mína, hennar einkabarn.
Amma var mikill FH-ingur,
hún stundaði fimleika og hand-
bolta þar í mörg ár.
Ömmu þótti alltaf gaman að
fylgjast með barnabörnunum og
barnabarnabörnunum stunda
sínar íþróttir í gegnum tíðina.
Hún kom og horfði á mig keppa í
fimleikum þegar ég var lítil
stúlka og einnig kom hún að
horfa á dóttur mína keppa í fim-
leikum síðustu ár. Alltaf var hún
jafn stolt af okkur. Reyndar held
ég að hún hafi iðað í skinninu að
komast upp á áhöldin sjálf, enda
alveg með tæknina á hreinu því
það eru ekki margar konur sem
geta státað sig á því að komast í
splitt tæplega níræðar.
Þegar ég og önnur barnabörn
hennar ömmu gistum saman hjá
henni á Bjarnhólastígnum var
alltaf glatt á hjalla. Reglurnar
hjá henni ömmu voru ekki marg-
ar, skemmtunin var í fyrirrúmi.
Eru þá skemmtiatriðin sem við
frændsystkinin héldum fyrir
hana með dansi, söng og fim-
leikaatriðum mér fersk í minni.
Alltaf gaf amma sér tíma til þess
að horfa á þau, hrósa okkur og
fagnaði hún ákaft. Amma var
mikill tónlistarunnandi, á Bjarn-
hólastígnum var bæði skemmtari
og orgel og spiluðum við á þau
óspart. Amma söng svo með okk-
ur hástöfum.
Amma var mikil flökkukind
eins og hún orðaði það sjálf. Ég
mun aldrei gleyma því þegar
amma og Svana frænka komu að
heimsækja mig alla leið til Kali-
forníu þegar ég bjó þar. Þar
nýttum við tímann vel og nutum
þess að vera í San Francisco og
nágrenni.
Að sjálfsögðu er svo ekki hægt
að minnast hennar ömmu minnar
án þess að minnast á bolluvend-
ina. Amma bjó til bolluvendi og
seldi í íbúðir. Í minningunni var
heimilið hennar alltaf stútfullt af
vöndum, já eða pappír sem hún
var að klippa niður í vendina.
Sjálfstæða amma mín fór svo búð
úr búð með kvittunarbókina sína
og seldi vendina. Alltaf fengum
við svo barnabörnin vendi hjá
henni ömmu, oft með fyrirfram
pöntuðum litum.
Amma var alltaf mjög jákvæð
kona. Hún sá alltaf það jákvæða í
öllu og öllum. Ég man ekki eftir
því að hún hafi nokkurn tímann
talað illa um nokkurn mann.
Hennar verður sárt saknað.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson.)
Sæunn.
Elsku amma mín, nú ertu far-
in til himna, það er svo undar-
legt, þú hefur kennt mér svo
ótrúlega margt um lífið og ham-
ingjuna. Þú ert án efa einn sterk-
asti karakter og fyrirmynd í
mínu lífi.
Þú kenndir mér að elska, lifa,
þú kenndir mér allt sem ég þarf
að vita.
Við áttum svo góða tíma sam-
an, eitt það helsta sem kemur
upp í hugann á mér er þegar við
fórum út á Bjarnhólastíg að
sparka í bolta saman, þá var ég
aðeins lítill gutti, mér fannst það
svo rosalega gaman, þú lést það
vera skemmtilegt. Ég sparkaði
alltaf boltanum eins langt og ég
gat, hann rann stundum lengst
niður götuna og þú fórst alltaf á
eftir honum, þú hlóst alltaf jafn
mikið. Enn þann dag í dag
sparka ég í bolta og þar ert þú
stór partur af því.
Ég man líka alltaf hvað mér
þótti skemmtilegt að mæla mig
við þig, stundirnar sem við fórum
bak í bak, við gerðum þetta
meira að segja á seinustu jólum.
Þetta var orðin einskonar hefð
fyrir okkur, þessi jól var ég orð-
inn töluvert stærri, en í rauninni
skiptir stærðin ekki máli því það
sem skiptir máli er hver er með
stærsta hjartað og þar tókst þú
völdin. Þú munt fá stórt pláss í
mínu hjarta því ég elska þig
ótrúlega mikið, elsku amma mín.
Þín verður sárt saknað.
Þinn
Leifur Andri.
Og hver á nú að blessa blóm og dýr
og bera fuglum gjafir út á hjarnið
og vera svo í máli mild og skýr,
að minni í senn á spekinginn og
barnið,
og gefa þeim, sem götu rétta flýr,
hið góða hnoða, spinna töfragarnið?
Svo þekki hver, sem þiggur hennar
beina,
að þar er konan mikla, hjartahreina.
(Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.)
Sumar manneskjur eru í huga
okkar ódauðlegar og þannig var
hugsun mín til Margrétar Sig-
urðardóttur, sem var einn mik-
ilvægasti hlekkurinn í starfsemi
Gjábakka allt frá opnun hans og
á meðan aðstæður leyfðu. Hún
var ein af þeim fyrstu sem bauð
mig velkomna til starfa þegar ég
hóf störf þar fyrir næstum nítján
árum. Alltaf var Magga litla, eins
við kölluðum hana stundum,
tilbúin að sinna hverju sem til
féll. Hún var Hana-núi og ávallt
reiðubúin eins og björgunar-
sveitarmennirnir.
Margrét Sigurðardóttir var
ein af þessum alþýðuhetjum sem
mörkuðu djúp spor í samfélagið
með sínum verkum þótt hún væri
ekki há í loftinu. Hún var síkvik,
geislandi af lífsgleði á hverju
sem gekk, svo sannarlega ötul
við að miðla gleði og góðvild til
samferðamannanna. Margrét
hafði gaman af að dansa og
hreyfing var henni nauðsyn. Hún
var náttúrubarn sem naut þess
að fara í göngutúr eða öllu held-
ur hlaupatúr á hverjum degi.
Hún fór t.d. til berja á hverju
hausti og borðaði svo berin allt
árið. Hún taldi hreyfingu og
fæðuval vera það sem skipti máli
fyrir heilbrigðan lífsstíl, og var
lifandi sönnun þess, liðug sem
köttur langt fram á efri ár og fór
í splitt komin hátt á níræðisald-
ur. Í laugardagsgöngunni frá
Gjábakka, sem hún hélt utan um
af samviskusemi í fjölda ára, gaf
hún öllum sem þiggja vildu af
sínum kærleiksbrunni og gladdi
alla með sinni einlægu lífsgleði.
Ég er þess fullviss að margir
munu sakna þess að hún kemur
ekki með hópinn í sumar og
stjórnar dansi og söng í Lækj-
arbrekku.
Aldrei heyrði ég hana tala illa
um aðra en hún vorkenndi stund-
um fólki sem átti bágt með að
stilla skap sitt eða lét fúkyrði
falla um menn og málefni. Að
vera í fýlu var í hennar huga
mannskemmandi.
Margrét var víðlesin og stál-
minnug. Það var gaman að
hlusta á hana rifja upp ýmislegt
frá gamalli tíð t.d. þegar hún
vann í fiski í Barðanum, eða
hvernig var að alast upp í Hafn-
arfirðinum svo ég tali nú ekki um
þegar Hana-nú hópurinn var
stofnaður, en hún var þar einn af
stofnendum.
Hér verður ekki rakinn ævi-
ferill þessarar kærleiksríku og
kjarkmiklu konu heldur aðeins
þökkuð samfylgdin og allt það
góða sem geislaði frá henni.
Elsku Margrét. Um leið við
kveðjum þig með djúpri þökk og
virðingu vottum við öllum syrgj-
endum okkar dýpstu samúð
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(Vald. Briem)
Blessuð sé minning Margrétar
Sigurðardóttur.
Fyrir hönd starfsmanna Gjá-
bakka og laugardagsgöngufólks-
ins,
Sigurbjörg Björgvinsdóttir.
Margrét
Sigurðardóttir
HINSTA KVEÐJA
Elsku mamma mín. Ég
kveð þig með miklum sökn-
uði, þú varst svo heppin að
lifa öll þessi ár þó stundum
hafi verið erfiði og sorg.
Mamma mín ég þakka þér,
hve þú varst ætíð góð mér.
Lífi þínu er lokið hér,
löng þessi kveðja er.
Ei mun ég gleyma minningunum
góðum,
ég óska þér heilla á ókunnum
slóðum.
Svanhvít (Svana).
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson.)
Elsku langamma, Takk
fyrir allt.
Nökkvi, Brynja Dögg
og Sigurður Emil.
Elsku langamma, takk
fyrir margar góðar og
skemmtilegar stundir. Við
munum sakna þín.
Minning þín er mér ei gleymd;
mína sál þú gladdir;
innst í hjarta hún er geymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.
(Káinn.)
Daníel Örn og
Embla Guðrún.
Vaktsími:
581 3300 & 896 8242
www.utforin.is
Allan sólarhringinn
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Hermann Jónasson
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR