Morgunblaðið - 24.02.2012, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2012
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir
Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Útför Jóns Þórarinssonar tónskálds
var gerð frá Dómkirkjunni í Reykja-
vík í gær að viðstöddu fjölmenni. Sr.
Anna Sigríður Pálsdóttir jarðsöng og
organisti var Kári Þormar. Við útför-
ina voru flutt lög eftir Jón og lög sem
hann hafði útsett. Líkmenn voru
Magnús Þór Magnússon, Sigurður
Nordal, Sveinn Einarsson, Helgi Hall-
grímsson, Karólína Eiríksdóttir, Árni
Harðarson, Jakob Frímann Magn-
ússon og Egill Eðvarðsson.
Útför Jóns Þórarinssonar
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Í ljósi reynslu Fjármálaeftirlitsins af
þeirri leið sem var valin við yfirtökuna
á SPRON í mars 2009 var önnur leið
valin við yfirtökuna á Byr sparisjóði og
Sparisjóðnum í Keflavík í apríl 2010.
Kemur þetta fram í skriflegu svari frá
Sigurði G. Valgeirssyni, upplýsinga-
fulltrúa Fjármálaeftirlitsins (FME).
Spurt er hvort það hafi verið mistök af
hálfu FME að setja skuldir við Frjálsa
fjárfestingabankann og SPRON í fé-
lagið Dróma. Ókosturinn við aðferðina
sem var notuð við yfirtökuna á SPRON er að rof varð á
viðskiptasambandi viðskiptavina SPRON. Svarið frá Fjár-
málaeftirlitinu hljóðar svo:
„Það var 21. mars 2009 sem FME ákvað á grundvelli
heimilda sinna skv. neyðarlögunum að yfirtaka vald
stjórnar og hluthafafundar í SPRON og skipa honum
skilanefnd. Þá ákvað FME að flytja hæfar innstæður
SPRON til Arion banka, eftir að hafa haft samráð við
skilanefndina, kröfuhafa, Seðlabanka Íslands og fjár-
málaráðuneytið, til að tryggja innstæðueigendum aðgang
að innstæðum sínum. Þá ákvað FME að SPRON skyldi
stofna sérstakt hlutafélag, sem fékk nafnið Drómi ehf., að
fullu í sinni eigu sem myndi yfirtaka allar eignir SPRON,
þar með talin veðréttindi og ábyrgðir. Drómi tók einnig yf-
ir skuldbindingar SPRON gagnvart Arion vegna flutnings
á innstæðum og skyldi gefa út skuldabréf til Arion sem
samsvaraði yfirteknum innstæðukröfum með veði í öllum
eignum félagsins ásamt hlutafjáreign SPRON í Dróma,
hið svokallaða SPRON-skuldabréf.
Með framangreindri leið var komist hjá framkvæmd á
verðmati á yfirteknum eignum sambærilegu því sem þá
stóð yfir í mars 2009 vegna yfirtekinna eigna viðskipta-
bankanna. Einnig mun hafa verið horft til þess að ríkis-
sjóður sparaði sér umtalsverða fjármuni í eiginfjár-
framlagi miðað við t.d. að nota sömu aðferð við ráðstöfun á
innlánum og eignum og beitt var varðandi stóru bankana
þrjá.
Ókosturinn við framangeinda aðferð var hins vegar sá
að rof varð á viðskiptasambandi viðskiptavina SPRON. Í
ljósi reynslunnar af þessari leið var önnur leið valin við yf-
irtökuna á Byr sparisjóði og Sparisjóðnum í Keflavík í
apríl 2010.“ ingveldur@mbl.is
Reynslan af Dróma
Leiðin sem FME notaði við yfirtöku SPRON gaf ekki góða
raun Rof varð á viðskiptasambandi viðskiptavina SPRON
Sigurður G.
Valgeirsson
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
Inflúensan er enn í sókn hér á
landi og hafa komur á heilsugæslu-
stöðvar og á Læknavaktina verið
með meira móti undanfarnar vik-
ur. Fæst inflúensutilfelli rata inn á
spítalana sem þó hafa séð mikið
annríki undanfarið, bæði vegna
umgangspesta og vegna annarra
heilsufarsvandamála landsmanna.
Á Læknavaktinni í Kópavogi,
sem opin er um helgar og á kvöld-
in virka daga, hefur síðastliðnar
vikur þurft að kalla út viðbót-
armannskap til að anna öllum þeim
sjúklingum sem sótt hafa þjón-
ustuna. Viðmiðið er hálf klukku-
stund, sé biðtíminn orðinn lengri
er fleiri læknum bætt á vaktina.
Mikil fjölgun á fjórum vikum
„Það hafa verið að koma til okk-
ar yfir 200 manns á einum degi en
það eru tölur sem við sjáum mjög
sjaldan,“ segir Gunnar Örn Jó-
hannsson, framkvæmdastjóri
Læknavaktarinnar. Hann segir
inflúensuna vissulega spila þarna
inn í, tilfellum hafi fjölgað mikið
síðastliðnar vikur en greind tilfelli
hennar hjá Læknavaktinni voru 12
þriðju viku ársins og 104 vikuna
12.-18. febrúar.
Samúel J. Samúelsson, yfirlækn-
ir heilsugæslunnar í Mjódd, segir
aðsókn á stöðina hafa verið stífa
undanfarinn mánuð. Starfsfólk sé
ekki nógu margt til að anna eftir-
spurninni, bið sé eftir tímum og
alltaf fullt á svokallaðri síðdegis-
vakt frá kl. 16-18.
„Það sem kemur inn til okkar á
heilsugæslustöðina eru ekki bráða-
pestir og slíkt, það fer nánast allt
á Læknavaktina og á síðdegisvakt-
ina,“ segir Samúel. „Það sem við
sjáum eru kvefpestir, eitt og eitt
inflúensutilfelli og fylgikvillar
inflúensuveikinda; eyrnabólgur,
eitt og eitt lungnabólgutilfelli,
kinnholubólgur og slíkt,“ segir
hann.
Fylgjast náið með
Hiti, höfuðverkur, beinverkir og
önnur vanlíðan eru fylgifiskar
hinnar leiðigjörnu inflúensu en ein-
kenni hennar geta þó verið mun
verri. Nokkrir dvöldu í einangrun
á Landspítalanum síðustu helgi
vegna flensunnar en að sögn El-
ísabetar Benedikz, yfirlæknis á
bráðadeild Landspítalans, hefur
hennar ekki orðið mikið vart á
spítalanum.
„Við höfum ekki séð mikið af
flensunni nema kannski á barna-
deildinni. Það eru ekki nema
verstu tilfellin sem koma hingað
og ef flensan er mild koma til-
tölulega fáir,“ segir hún. Þótt
nokkrir hafi verið lagðir inn á spít-
alann vegna hennar í vetur megi
kenna mikinn mun frá því þegar
t.d. svínaflensan geisaði 2009-2010.
Vel er fylgst með inflúensunni
og fær Landlæknisembættið raf-
rænar og sjálfvirkar tilkynningar
frá heilsugæslunni um greind til-
felli hennar. Guðrún Sigmunds-
dóttir, yfirlæknir á sóttvarnasviði
embættisins, segir að flensan sé
enn að sækja í sig veðrið.
„Ég get ekki séð að toppinum
hafi verið náð en það ætti að sjást
í næstu viku hvort við séum að ná
hámarki,“ segir hún.
Inflúensan sækir enn í sig veðrið
104 tilfelli greind á Læknavaktinni í síðustu viku Meira en 200 heimsóknir á dag Bið eftir
tímum og alltaf fullt á síðdegisvakt heilsugæslunnar í Mjódd Fá tilfelli inn á borð spítalanna
Morgunblaðið/Ómar
Flensa Bólusett við inflúensu.
Mikill erill hefur verið á Sjúkra-
húsinu á Akureyri undanfarna
daga en Sigurður E. Sigurðsson,
framkvæmdastjóri lækninga og
framkvæmdastjóri handlækn-
ingasviðs, segir þó ekki bara
flensunni um að kenna.
„Það hefur orðið mikil aukn-
ing, sérstaklega í bráðaþjónust-
unni, og það voru t.d. mjög
margir lagðir inn um síðustu
helgi, bæði með hjartavandamál
og önnur vandamál,“ segir hann.
Nánast öll rúm á spítalanum
hafi verið full og fleiri viljað kom-
ast að en gátu með góðu móti.
Mikið annríki
á Akureyri
VEIKINDI
Komdu þér í gang!
l 2ja vikna námskeið 5x í viku í tækjasal með persónulegri leiðsögn og aðhaldi
l Tilvalið að mæta með vinkonunum – hámark 6 í hóp
l Leiðbeiningar um mataræði
l Mæling og vigtun í byrjun og enda námskeiðs
Verð aðeins kr. 10.000.
Barnagæsla - Leikland JSB
Velkomin í okkar hóp!
telpurS onuK r
Staðurinn - Ræktin
Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfasími 581 3732 • jsb@jsb.is • www.jsb.is
Stutt og strangt
Skráning alltaf í gangi
í síma 581 3730!
Frjáls
aðgangur að
opna kerfinu
og tækjasal
S&S
stutt ogstrangt
E
F
L
IR
a
lm
a
n
n
a
te
n
g
s
l
/
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
fí
s
k
h
ö
n
n
u
n
Íslenski pilturinn sem beið bana í bíl-
slysi í Tansaníu síðastliðinn laugar-
dag hét Gunnar Örn Gunnarsson.
Hann var 19 ára gamall.
Samkvæmt upplýsingum frá fjöl-
skyldu Gunnars voru tildrög slyssins
þau að tvær stórar jeppabifreiðir,
önnur full af farþegum, skullu saman
á sveitavegi skammt frá bænum
Kikatiki, í nágrenni við Kilimanjaro-
þjóðgarðinn. Í fyrstu var talið að
danskur félagi Gunnars Arnar væri
einn alvarlega slasaður, en hann kast-
aðist út úr bílnum og varð undir hon-
um. Í kjölfarið kviknaði í eldsneyti
sem lak úr bifreiðunum og tókst
Gunnari Erni, með hjálp annars vinar
síns, að draga félaga sinn undan flak-
inu og slökkva eldinn.
Meðan beðið var eftir hjálp með
þyrlu hneig Gunnar Örn skyndilega
niður og missti skömmu síðar meðvit-
und. Þegar læknar loks komu á slys-
staðinn var ljóst að
hann var með al-
varleg höfuðmeiðsl
og miklar innvortis
blæðingar sem
ógjörningur
reyndist að stöðva.
Hann lést áður en
komið var á
sjúkrahús.
Gunnar Örn,
sem bjó með fjölskyldu sinni í Hels-
ingborg í Svíþjóð, var á heimleið með
tveimur dönskum vinum sínum eftir
að þeir höfðu gert atlögu að tindi Kili-
manjaro. Tveimur þeirra var snúið
við vegna veikinda skammt frá tind-
inum en Gunnar Örn komst einn alla
leið. Hann var enda vel á sig kominn;
vel kunnur í hópi hjólabretta- og snjó-
brettaiðkenda fyrir framúrskarandi
hæfni og Íslandsmeistari í hnefaleik-
um í sínum flokki þegar hann lést.
Lést eftir árekst-
ur jeppabifreiða
Gunnar Örn
Gunnarsson
Náðu að draga félaga sinn undan bílflaki