Morgunblaðið - 24.02.2012, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.02.2012, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2012 Byggingaverktakar hafa sýnt tölu- verðan áhuga á stórri byggingarlóð á Hampiðjureitnum sem nýlega var auglýst til sölu. Ásett verð er 530 milljónir. Eigandi lóðarinnar er Ís- landsbanki. Svonefndur Hampiðjureitur er við Stakkholt 2-4. Það er rétt ofan við Hlemm. Fasteignasalan Mikla- borg er með lóðina til sölu. Þröstur Þórhallsson, fasteignasali, telur mikla möguleika felast í lóðinni og staðsetningu hennar. „Þetta er skemmtileg staðsetn- ing í Reykjavík. Horn sem þarfnast endurskipulagningar,“ sagði Þröst- ur. Hann bendir á að lóðin sé í stuttu göngufæri frá Borgartúni og íbúðir þarna geti því orðið eft- irsóttar af þeim sem þar vinna. „Ég hef fengið nokkuð mörg símtöl frá mönnum í bygging- argeiranum sem sýna þessu áhuga,“ sagði Þröstur. „Það er ánægjulegt að sjá að bygging- arverktakar eru einhverjir komnir á skrið aftur. Það vantar nýjar íbúðir.“ Þröstur nefndi nýbyggt fjölbýlis- hús í Mánatúni, þar séu allar íbúðir seldar, en þær eru 40-50 talsins. Þetta sýni að það sé eftirspurn eft- ir nýjum íbúðum á þessu svæði. Tillaga að húsi á lóðinni gerir ráð fyrir um 16.000 m2 nýbyggingu ofanjarðar. Hún skiptist í 1.500- 2.000 m2 verslunar- og þjónustu- húsnæði og 130-140 íbúðir. Gert var ráð fyrir bílakjallara á tveimur hæðum og að húsið yrði alls 26.300 m2 með bílakjallaranum. gudni@mbl.is Margir sýna áhuga á Hampiðjureitnum Morgunblaðið/Ómar Hampiðjureitur Hugmyndin var að reisa rúmlega 26 þúsund m2 hús með 130-140 íbúðum auk verslana á lóðinni.  Stór byggingarlóð nálægt Hlemmi er til sölu  Gert er ráð fyrir íbúðum og verslunum í stórhýsi sem þar á að rísa Geir Jón Þór- isson lögreglu- maður hefur ákveðið að gefa kost á sér sem annar varafor- maður Sjálfstæð- isflokksins. Kosið verður í emb- ættið á flokks- ráðsfundi sem fram fer í Kópavogi 17. mars nk. Í tilkynningu frá Geir Jóni segir að þann tíma sem hann starfaði sem yfirmaður í lögreglunni hafi hann valið að halda sig fjarri öllu stjórn- málastarfi. Nú þegar störfum á þeim vettvangi sé að ljúka finni hann mikla þörf og löngun til að vinna að þeim stóru og brýnu verkefnum samfélagsins sem liggi á sviði stjórn- málanna. „Ástæða þess að ég gef kost á mér í þetta stóra verkefni er einlægur áhugi minn og vilji til að láta gott af mér leiða. Reynsla mín af fyrri störf- um og djúp þörf til að koma þjóð- þrifamálum í framkvæmd hvetur mig einnig til að stíga þetta stóra skref. Hvatning víða úr samfélaginu er mér sömuleiðis kærkomin og fyr- ir henni ber ég mikla virðingu. Með framboði mínu til annars varaformanns Sjálfstæðisflokksins vil ég undirstrika vilja minn og áhuga á því að efla og styrkja Sjálf- stæðisflokkinn, flokk allra stétta, til að ná þeim styrk sem þarf til að leiða þjóðina út úr því erfiða ástandi sem hún býr við í dag.“ Gefur kost á sér í varafor- mannskjöri Geir Jón Þórisson TIL HAMINGJU BIRNA! Birna Lárusdóttir hlaut Fjöruverðlaunin - bókmenntaverðlaun kvenna fyrir hina stórglæsilegu bók MANNVIST - Sýnisbók íslenskra fornleifa, sem hlotið hefur einstakar viðtökur. Starfsfólk Prentmets óskar Birnu og Bókaútgáfunni Opnu innilega til hamingju. Mannvist er einnig tilnefnd til Fræðiritaverðlauna Hagþenkis Mannvist var valin ein af bókum árins 2011 bæði hjá Morgunblaðinu og Fréttatímanum „Skyldulesning landsmanna“ Páll Baldvin Baldvinsson, Fréttatíminn „Bækur sem þessi gera okkur læsari á arfleifðina ...“ Einar Falur Ingólfsson, Mbl. Við erum stolt af að hafa annast prentvinnslu þessa glæsilega verks Ef Alþingi vísar máli gegn Geir H. Haarde frá verða gögn sem safnað hefur verið saman vegna málshöfð- unarinnar send á Þjóðskjalasafnið til varðveislu. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis reiknar með að afgreiða tillögu um aft- urköllun máls- meðferðar í næstu viku. Á fundi nefnd- arinnar í gær- morgun var fjallað um þá spurningu hvað yrði um gögn máls- ins ef því yrði vísað frá. „Ef málinu verður vísað frá þá verður gögnum málsins safnað saman og þau fara á Þjóðskjalasafnið,“ sagði Valgerður Bjarnadóttir, formaður nefnd- arinnar. Hún sagði að í þessu máli væri byggt á margvíslegum gögnum sem sum hver væri hægt að komast í, eins og t.d. Rannsóknarskýrslu Alþingis. Eins væru gögn frá Stjórnarráðinu opinber. Gögn sem þetta mál varðaði yrðu hins vegar ekki aðgengileg almenningi á einum stað. „Gögn sem saksóknari er búinn að taka saman fara á Þjóðskjalasafn og sama á t.d. við um sóknarræðu sem saksóknari er hugsanlega bú- inn að skrifa.“ Valgerður sagði að fram hefði komið hjá Páli Þórhallssyni, lög- fræðingi forsætisráðuneytisins, sem kom fyrir nefndina í gærmorgun, að almenna reglan væri að ekki væri hægt að komast í sakamálagögn á Þjóðskjalasafni nema með sérstöku leyfi. Gögn um ríkisstjórnarfundi eru gerð opinber eftir 30 ár. Ef gögnin varða einkamálefni eru þau lokuð í 80 ár. Valgerður sagði að stjórnskip- unar- og eftirlitsnefnd myndi ljúka umfjöllun um þetta mál í næstu viku. Hún sagðist reikna með að málið yrði sett á dagskrá Alþingis í þeirri viku. Hún sagði ljóst að meiri- hluti nefndarinnar væri á móti því að draga kæruna gegn Geir til baka. Þingmenn ekki vanhæfir Valgerður sagði að nefndin hefði fyrir þennan fund verið búin að af- greiða spurninguna um hugsanlegt vanhæfi þingmanna sem væru á vitnalista í málinu. Hún sagði engan vafa leika á að þessir þingmenn væru hæfir til að taka þátt í at- kvæðagreiðslu. „Þeir sem við höfum spurt hafa svarað þessu á þann veg að þingmenn séu hæfir, en þeir verði að meta það sjálfir. Þar fyrir utan geta verið einhverjir þingmenn sem telja einstaka þingmenn van- hæfa í þessu máli, en það er annað mál.“ egol@mbl.is Nefndin er á lokaspretti  Afturköllun afgreidd í næstu viku Valgerður Bjarnadóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.