Morgunblaðið - 24.02.2012, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.02.2012, Blaðsíða 10
Nánast er hægt að fullyrða að allir þeir sem hafa kynnst skondna strákn- um honum Einari Áskeli einhvern tím- ann á ævinni halda við hann tryggð og fá aldrei nóg af honum. Hann hefur glatt margt barnið og ekki síður full- orðna í gegnum tíðina. Sænski rithöf- undurinn Gunilla Bergström hittir lesendur sína sannarlega í hjartastað með sög- unum af strákn- um sem býr einn með pabba sín- um og þarf að takast á við ýmis vandamál sem upp koma í lífi barns. Aðdáendur fagna því væntanlega að nýlega voru tvær af bókunum endurútgefnar: Hvað varð um Einar ærsla- belg, sem segir frá kvíð- anum vegna fyrsta skóla- dagsins, og Einar Áskell og Milla, en sú bók fjallar um vináttuna og það að láta aðra ekki segja sér að það sé hallærislegt að leika við stelpu. Einar Áskell er æðislegur 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2012 Morgunblaðið/Sigurgeir S. Frumkvöðlar Stelpurnar kátar í bragði enda leggja þær upp úr því að hafa góðan vinnuanda í hópnum. María Ólafsdóttir maria@mbl.is Fjórar ungar stúlkur íFjölbrautaskóla Garða-bæjar hafa vart undanað framleiða slaufur í formi mottu, það er að segja skeggs líkt og margir karlmenn hafa skartað í Mottumars, átaki Krabbameinsfélagsins. Þær Ása Þórdís Ásgeirsdóttir, Irena Sveins- dóttir, Hrafnhildur Heiða Sandholt og Camilla Rut Arnarsdóttir eru allar í svokölluðum frumkvöðla- áfanga sem kenndur er á hönn- unar- og markaðsbraut skólans. Nám á þeirri braut hófst nú í haust en í frumkvöðlaáfanganum fá nemendur innsýn í að reka lítið fyrirtæki frá stofnun fyrirtækisins til uppgjörs á rekstrarárinu. Góður andi mikilvægur Nemendur stofna og skrá fyrirtækið og velja sér fram- leiðsluvöru eða þjónustu. Þeir sjá síðan um allan daglegan rekstur fyrirtækisins í 13 vikur. Lögð er sérstök áhersla á að nemendur geri sem mest sjálfir við skipulag fyrirtækisins, hönnun vöru eða þjónustu og sölu á henni. „Þrjár okkar eru á hönnunar- og markaðsbrautinni en ein tekur áfangann sem valfag. Frumkvöðla- fræðin snýst um að að finna hug- mynd, annaðhvort að vöru til að flytja inn eða hanna og framleiða hér á Íslandi. Síðan eigum við að selja hana og markaðssetja. Við fáum reikning og kennitölu og kennarinn er til halds og trausts en annars verðum við að gera þetta sjálfar frá grunni. Það er því nóg að gera með fullum skóla og vinnu. Í það minnsta tvær okkar ætla sér að starfa við markaðsstörf í framtíðinni og þetta er því góður grunnur. Samvinnan hefur líka gengið vel. Við þekktumst ekki all- ar fyrir en erum nú orðnar góðar vinkonur og höfum lagt upp úr því að vera duglegar að halda uppi góðum anda í vinnuumhverfinu,“ segir Camilla Rut. Aðstoð við skeggvöxtinn Sagan á bak við skeggslauf- una er nokkuð skondin en hún kviknaði í huga Ástu fyrir um tveimur árum. Þá var Mottumars að byrja og kærastinn hennar ætl- aði að vera með og var í keppni við vini sína. Svo óheppilega vildi hins vegar til að það gekk ekki vel því honum óx ekki mikið skegg. Ásta ákvað þá að hjálpa til og bjó til mottu úr pappír og leir. Þessa hugmynd bar hún síðan upp í hópnum og var henni vel tekið og ákveðið að þróa hana áfram. Þær stöllur ákváðu að gera slaufurnar úr fínflaueli og fylla þær með koddafóðri. Í slaufuna er síðan sett Með skegg um hálsinn Fjórar ungar stúlkur hafa vart undan að framleiða slaufur í formi mottu fyrir bæði kynin. Rennur ágóð- inn til Mottumars, átaks Krabbameinsfélagsins. Má bjóða þér að fá eitthvað heitt og svart inn í þig spurði hávaxni breiðvaxni blökkumaðurinn hvítu smá- vöxnu konuna og bauð henni svo, í kjölfar dómharðs spurnarsvips að baki uppréttri löngutöng, kaffibolla. Þetta dásemdar stakspaug (one liner) kemur fyrir í hinu stórbrotna meistaraverki Event Horizon. Á þeirri stund sem þetta á sér stað er áhöfn geimbjörgunar- skips nýkomin úr kæligeymslu þar sem hægt var á lík- amsstarfsemi þeirra í nokkrar vikur til að auðvelda þeim langa för. Þegar klukkan slær níu á morgnana og iHarpan er slegin á náttborðinu mínu og ég dragnast fram úr líður mér eins og ég hafi verið sofandi í marga mánuði og það eina sem geti vakið mig sé háttvirtur al- heilagur kaffibolli. Ég set könnuna í gang, slafra í mig Seríósið á meðan ég horfi á biksvarta dropana seytla úr filterhólfinu í móðu prýdda glerkönnuna sem fór undir hólfið á akkúrat réttum tímapunkti og ilmurinn leikur um nasagöngin og vekur mér von um að það sé til líf eftir stríðið, stríðið við svefninn. Að Seríósi loknu má oftar en ekki heyra sog- hljóðið, dásemdarhljóðið sem líkist einna helst því að tíu metra barn sé að klára úr þriggja lítra kókó- mjólkurfernu með röri og við tekur biðin langa. Orð fá ekki lýst angistinni sem fylgir því að vita að allt vatnið sé búið en kaffið sé ekki til. Ég veit vel hvað ég setti mikið kaffi í pokann og ég veit líka hvað ég setti mikið vatn í könnuna. Þetta er grönn lína sem maður þarf að ganga eftir til að ná hinum full- komna bolla, í goðanna blótum, ég er búinn að tímasetja hversu löngu eftir að kaffivélin fer í gang ég þarf að setja könnuna undir til að ná bollanum réttum – ég held að ég sé kominn með allt of mikla sérvisku í kringum morgun- uppáhellinguna. Þessari sér- visku samkvæmt er algjörlega ómögulegt að taka könnuna und- an áður en allt kaffið hefur lekið í gegnum kaffiduftið sem er í pokanum, annars verður innihald bollans ekki eins á bragðið og það á að vera. Stundin er runnin upp. Síðasti dropinn hefur sagt skilið við stopparann og fall- ið í svarthol könnunnar, gárurnar hefur lægt á yfirborðinu og við tekur efinn. Gerði ég ekki alveg örugglega allt rétt? Þetta voru örugglega sex bollar af vatni og sex örlítið kúfaðar skeiðar af kaffi? Fór ekki kannan undir á réttum tíma? Jú ég er alveg viss, þetta ætti að vera í lagi. Ég helli í bollann. Gegnsæi passlegt, áferð passleg, angan dásamleg. Þar næst geng ég að ísskápnum, næ í fernuna, létt- mjólk, helli þremur dössum (sem er næstum því slatti) saman við kaffið á réttum hraða, nógu hægt til að ekki skvettist en samt nógu hratt til að mjólkin nái niður á botn og aftur upp á yfirborð, geng að sófanum og sest niður. Allt er til reiðu, ég kveiki á sjónvarpinu til að fylla loftið af hljóði, opna tölvuna og skrái mig inn á snjáldurskinnu. Góð- an daginn kaffi Þráinn. Fæ mér sopa og finn kraftinn seytla um æðarnar. Himneskt. »Ég set könnuna í gang, slafra í migSeríósið á meðan ég horfi á biksvarta dropana seytla úr filterhólfinu í móðu prýdda glerkönnuna og ilmurinn leikur um nasagöngin og vekur mér von um að það sé til líf eftir stríðið, stríðið við svefn- inn. HeimurHjalta Hjalti St. Kristjánsson hjaltistef@mbl.is Vinir Einar Áskell og Milla gera margt skemmtilegt saman, baka og fleira. Listakonan Berglind Ágústsdóttir verður með hvatvíslega opnun og tónleika á Kaffistofunni á Hverfisgötu 42b annað kvöld og hefst klukkan 19. Sýning hennar kallast „The party I fell in love“ og eru verk frá samnefndri sýn- ingu sem var fyrir nokkru í t.v.o.d. í Berlín og HAUS- amHANS í Hamborg. Sýningin fjallar um ást, þráhyggju, drauma, ljós, kynlíf, drama, vináttu og tónlist. Berglind vinnur aðallega með teikningar, tónlist, vídeó og ljós- myndir og blandar hún gjarnan þessum miðlum saman. Á sýningunni verður hægt að kaupa list, veitingar, teikn- ingar, plaköt og geisladiska og þannig styrkja Berglindi til fyrirhugaðs tónleikaferðalags um heiminn. Endilega … … sækið hvatvíslega opnun Listakona Berglind Ágústsdóttir er á leið í ferðalag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.