Morgunblaðið - 24.02.2012, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2012
Salvör Nordal, sem var formaður
stjórnlagaráðs, segist í bréfi til
forsætisnefndar Alþingis ekki hafa tök
á að sitja fyrirhugaðan fund ráðsins 8.-
11. mars.
Salvör gagnrýnir í bréfinu hve
skammur fyrirvarinn sé. Það sama
gerði Örn Bárður Jónsson, fulltrúi í
stjórnlagaráði, í samtali við mbl.is í
gær. Sagðist hann ekki gera ráð fyrir
að komast á fundinn í mars vegna ann-
arra skyldustarfa og anna. Eins og
fram kom í Morgunblaðinu í gær
hyggst Pawel Bartoszek ekki taka þátt
í fundinum. Hann er afar ósáttur við
meðferð þingsins og óttast að lítið
verði að marka þjóðaratkvæðið um
málið í sumar.
Alþingi samþykkti á miðvikudag
þingsályktunartillögu um að boða
stjórnlagaráð til fjögurra daga vinnu-
fundar í byrjun mars. Þar á ráðið að
fjalla um spurningar og tillögur stjórn-
skipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis
að mögulegum breytingum á frum-
varpi um stjórnskipunarlög.
Meirihluti stjórnskipunar- og eftir-
litsnefndar Alþingis ætlar m.a. að
senda stjórnlagaráði spurningar um
stöðu forseta Íslands. Þá ræði stjórn-
lagaráð einnig hvort ítarlega útfært
kosningakerfi eigi að vera í stjórnar-
skrá, hvort skoða þurfi betur þá þrösk-
ulda sem eru gagnvart því að hægt sé
að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu og
hvort minni hluti þings eigi að geta
beðið um þjóðaratkvæðagreiðslu.
Í bréfi sínu til forsætisnefndar
þingsins segir Salvör Nordal, að hún
fagni því að Alþingi vilji gefa stjórnlag-
aráði tækifæri til að bregðast við til-
lögum þingnefndarinnar.
„Ég geri þó alvarlegar athugasemd-
ir við það hversu fyrirvarinn er
skammur og hversu óskýrt hlutverk
fundarins er, bæði um hvað hann eigi
að fjalla og hverju hann eigi að skila.
Vert er að geta þess að ekkert sam-
starf var haft við stjórn stjórnlagaráðs
við mótun þingtillögunnar,“ segir Sal-
vör í bréfinu.
Fundurinn nýttur til samræðu
Hún segir að gert sé ráð fyrir að
vinnufundur stjórnlagaráðs standi í
fjóra daga sem sé afskaplega stuttur
tími til að ræða flókin og vandasöm
álitaefni stjórnskrárinnar.
„Mitt mat er því það að fundinn eigi
fyrst og fremst að nýta til samræðu
milli stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd-
ar við þá fulltrúa í stjórnlagaráði sem
eiga heimangengt fremur en að kallað
sé eftir breytingartillögum frá ráðinu
með þessum stutta fyrirvara. Kjósi
einhverjir innan stjórnlagaráðs að
skila inn breytingartillögum til
nefndarinnar að honum loknum geri
þeir það í eigin nafni,“ segir Salvör
Nordal.
Óskýrt hlutverk fundarins
Stjórnlagaráð á m.a. að svara spurningum um stöðu forsetans í stjórnarskrá
Formaður stjórnlagaráðs hefur ekki tök á að sitja fyrirhugaðan fund
Morgunblaðið/Ómar
Vinnufundur Alþingi hefur boðað stjórnlagaráð til fjögurra daga fundar.
Sigrún Rósa Björnsdóttir
sigrunrosa@mbl.is
„Mér finnst þetta allt frekar óljóst,“
segir Björg Thorarensen, prófessor
við Háskóla Íslands, þegar leitað er
eftir skoðun hennar á því að Alþingi
ákvað í fyrradag að vísa frumvarpi
stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá
aftur til þess til umfjöllunar. Í
nefndaráliti meirihluta stjórnskip-
unar- og eftirlitsnefndar var tekið
fram að ráðið hefði, þegar það lauk
störfum síðasta sumar, lýst sig
reiðubúið til að koma aftur að mál-
inu yrði þess óskað. Stjórnlagaráði
er ætlað að koma saman í fjóra daga
í byrjun mars og skila af sér í síð-
asta lagi 12. mars. Lagt er upp með
að hinn 29. mars sé búið að sam-
þykkja þingsályktunartillögu um
ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu.
Óhemjustuttur tími
Í vikunni gagnrýndi Pawel Bart-
oszek meðal annars að ekki væri
skýrt hvernig vinna ætti úr niður-
stöðum fyrirhugaðrar þjóðar-
atkvæðagreiðslu. Sagði hann vinnu-
brögð þingsins því til vansa. Björg
segist taka undir áhyggjur Pawels
af málsmeðferðinni. „Það er erfitt
að átta sig á hvað stjórnlagaráð á að
fjalla um og það hefur mjög stuttan
tíma til þess,“ segir Björg.
Óljóst hvað á að gera
Spurð um vægi álits ráðsins segir
hún það hafa vægi sem álit en ekk-
ert lögformlegt ákvörðunarvald,
enda sé ráðið álitsgjafi sem þingið
valdi til að vinna verkefnið. Björg
ítrekar hins vegar að það sé ekki
ljóst hvað ráðið eigi að gera.
„Hvað sem nefndin leggur fyrir
ráðið hefur það ekki langan tíma til
þess að vinna úr því og koma með
einhvers konar tillögur.“
Þegar rætt er um fyrirhugaða
þjóðaratkvæðagreiðslu segir Björg
augljóst að það verði að vanda vel til
þeirra spurninga sem lagðar verða
fram. Það sé ekki síst nauðsynlegt
til að túlkun á niðurstöðunni búi
ekki til nýtt sjálfstætt ágreinings-
mál sem dreifi athyglinni frá verk-
efninu sjálfu. Ekki sé ljóst hvaða
þýðingu hún eigi að hafa þegar ekki
liggi enn fyrir hvað verður spurt
um. Þjóðaratkvæðagreiðslan sé í
öllu falli ráðgefandi en ekki lagalega
bindandi. „Ef markmiðið er að
reyna að fá fram einhverjar línur þá
getur reynst erfitt að túlka þær,“
segir Björg.
Þarfnast rækilegrar skoðunar
„Mér finnst þetta vera allsherjar
handarbakavinna og í raun algjört
klúður,“ segir Sigurður Líndal, pró-
fessor við Háskólann á Bifröst.
Hann telur tillögur stjórnlag-
aráðs um breytingar á stjórn-
arskránni þarfnast rækilegrar skoð-
unar.
„Eins og málin standa í bili, að
það takist að leysa þetta á einum
mánuði. Ég held það myndi jaðra
við almættisverk,“ segir Sigurður.
Bæði stjórnlaganefndin og stjórn-
lagaráðið hafi á sínum tíma kvartað
yfir tímaleysi og af því dragi hann
þá ályktun að ekki hafi tekist að
móta tillögurnar. Miðað við það sem
á undan sé gengið sjái hann ekki að
hægt sé að koma frumvarpinu í
skipulegt horf, þannig að hægt verði
að taka afstöðu.
Of stuttur tími
„Þess vegna finnst mér þetta vera
eitt allsherjar klúður og rangt farið
að málinu frá byrjun,“ segir Sig-
urður. Þær tillögur sem lagðar eru
fram af stjórnlagaráði þarfnist mun
meiri yfirlegu. Tekur hann kafla um
forseta Íslands sem dæmi en bara
það eitt að ákvarða stöðu og vald-
svið forseta sé ærið verkefni. Tím-
inn fram að þjóðaratkvæðagreiðsl-
unni sé of stuttur. „Ég tel að það sé
einfaldlega ekki tími til þess að
leggja þetta fyrir þjóðina þannig að
hún geti tekið vitræna afstöðu. Það
er kjarni málsins. Tíminn er of
stuttur og málið of vanbúið til að
hægt sé að greiða atkvæði um það.
Ég tel ekki að það sé hægt að leysa
það á einum mánuði.“
Telja tímann of stuttan
Margt sé enn óljóst þegar komi að hlutverki stjórnlagaráðs við undirbúning
endurskoðunar stjórnarskrár Sigurður Líndal segir málið allsherjar klúður
Björg Thorarensen Sigurður Líndal
Kjólar
Verð 15.900 kr.
Bæjarlind 6, sími 554 7030
Eddufelli 2, sími 557 1730
www.rita.is
Ríta Tískuverslun
Brúðkaupsblað
Föstudaginn 16. mars kemur út hið árlega
BrúðkaupsblaðMorgunblaðsins.
–– Meira fyrir lesendur
SÉ
R
B
LA
Ð
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 16, mánudaginn 12. mars
Brúðkaupsblaðið hefur verið eitt af vinsælustu sérblöðum Morgunblaðsins
í gegnum árin og verður blaðið í ár sérstaklega glæsilegt.
Látið þetta glæsilega Brúðkaupsblað ekki framhjá ykkur fara ...
það verður stútfullt af spennandi efni.
Sigríður Hvönn Karlsdóttir
sigridurh@mbl.is
Sími: 569-1134
Brú
ðka
up
MEÐAL EFNIS:
Fatnaður fyrir brúðhjónin.
Förðun og hárgreiðsla
fyrir brúðina.
Veislumatur
Brúðkaupsferðin.
Undirbúningur fyrir
brúðkaupið.
Giftingahringir.
Brúðargjafir
Brúðarvöndurinn.
Brúðarvalsinn.
Brúðkaupsmyndir.
Veislusalir.
Veislustjórnun.
Gjafalistar.
Og margt fleira skemmtilegt
og forvitnilegt efni.
Útsölulok
Enn meiri afsláttur
Opið 11-18 virka daga, 11-15 laugard.
Hæðasmára 4
– Í sama húsi og Bílaapótek
fyrir ofan Smáralind
Símar 555 7355 og 553 7355
15%
aukaafsláttur
af útsöluvöru