Morgunblaðið - 24.02.2012, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.02.2012, Blaðsíða 4
8.700 Stofnkostnaður Vaðlaheiðarganga án vsk. í milljónum króna. 36.000 Varlega áætlaðar skatttekjur af sölu bensíns og dísels í ár í milljónum kr. ‹ Á VIÐ FERN GÖNG › » Baldur Arnarson baldura@mbl.is Verð á lítra af bensíni og díselolíu mun lækka í u.þ.b. 200 kr. ef tillögur þingflokks Sjálfstæðisflokksins um tímabundna lækkun á álögum á elds- neyti ná fram að ganga. Tillögurnar eru lagðar fram í frumvarpi til laga um „ráðstafanir til að lækka elds- neytisverð“ og eiga lögin að gilda frá 1. apríl til 31. desember á þessu ári. Frumvarpið kveður annars vegar á um tímabundnar breytingar á lög- um um olíugjald og kílómetragjald og hins vegar um breytingar á lögum um vörugjald af ökutækjum, elds- neyti o.fl. Útfærslan er útskýrð í krónum talið í kortinu hér fyrir ofan en tekið skal fram að ekki er boðið upp á nákvæma sundurliðun á álög- um á dísellítranum í frumvarpinu. Er hér látið ógert að geta í eyðurnar þegar díselolían er annars vegar. Má þó taka fram að lækkunin sem sjálf- stæðismenn leggja til hefur þau áhrif að höfuðstóll álagningar lækkar þeg- ar virðisaukaskattur er lagður á bensín- og dísellítrann, líkt og fram kemur á kortinu, og eykur það áhrif tillögunnar. Verðið hefur síðan hækkað Þá skal tekið fram að verð á bens- íni hefur hækkað síðan frumvarpið var skrifað og var algengt verð á bensínlítranum 250,2 krónur í gær en 255,8 krónur fyrir dísellítrann. Að óbreyttu hefði lækkunin sem sjálfstæðismenn leggja til þau áhrif að verð á bensíni og díselolíu yrði ríf- lega 200 krónur á lítrann en ekki um 200 kr. eins og nú er gengið út frá. Í greinargerð með frumvarpinu segir að órói í Mið-Austurlöndum og miklir kuldar í Evrópu í vetur hafi leitt til mikillar óvissu um þróun elds- neytisverðs í heiminum. Þessi óvissa komi fram í hækkun olíuverðs á heimsmarkaði og þar með innflutn- ingsverði hér á landi. Hlutur eldsneytis í neyslu heimila sé nú á bilinu 7%-8%. Að teknu tilliti til eldsneytisverðs muni ráðstöf- unartekjur skerðast og einkaneysla minnka. Það komi aftur niður á neyslu annarra vörutegunda. „Fyrrnefnd óvissa hefur þrýst verði upp á við tímabundið og þegar hún minnkar á ný mun verð lækka aftur. Slík sveifla getur skaðað at- vinnulífið og valdið varanlegum skemmdum sem sitja eftir þegar verð lækkar á ný,“ segir í greinar- gerðinni. Með því að lækka álögur á eldsneyti muni stjórnvöld örva hag- vöxt, auka ráðstöfunartekjur og leiða beint til lækkunar vísitölu neyslu- verðs, sem aftur muni lækka höf- uðstól verðtryggðra lána. Tugir milljarða til ríkisins Vikið er að þeirri spá í fjárlaga- frumvarpi ársins 2012 að meðalverð á bensíni verði 240 kr. á þessu ári og 244 kr. á díselolíu. Áætluð sala á bensíni á tímabilinu sem lækkunin á að ná til, frá 1. apríl til 31. desember, sé 150 milljónir lítra. Olíufélögin spái því að meðalverð á bensíni verði hærra eða 248 krónur á tímabilinu. Höfundar frumvarpsins telja að hækkunin dragi úr eftirspurn eftir bensíni og að hún fari því úr 150 milljónum lítra í spá fjárlagafrum- varpsins niður í 147 milljónir lítra. Minni eftirspurn er ekki talin vega upp á móti hærra olíuverði og er áætlað í greinargerðinni að tekjur ríkisins af sölu á bensíni verði 17,5 milljarðar en ekki 17,3 ma. eins og áætlað var frá 1. apríl til 31 des. Svipað er upp á teningnum þegar díselolía er annars vegar en spár olíufélaganna kveða þar á um 260 kr. meðalverð á díselolíu, borið saman við þá áætlun fjárlagafrumvarpsins að meðalverð verði 244 kr. Er jafn- framt áætlað í greinargerðinni að sal- an á díselolíu verði 86 milljónir lítra og því fjórum milljónum lítra minni en ætlað er í fjárlagafrumvarpinu. Líkt og með bensínið er gengið út frá því í fjárlagafrumvarpinu að minni notkun vegi ekki upp á móti hærra verði og þar með hærri skatttekjum sem eru áætlaðar 10,7 milljarðar og er það 200 milljónum kr. meira en í frumvarpinu. Hátt í 30 milljarðar í skatt Séu skatttekjur af bensíni eins og þær eru áætlaðar í greinargerðinni (17.500 milljónir) og díselolíunni (10.700 milljónir) lagðar saman er heildartalan 28.200 milljónir króna frá 1. apríl nk. til 31. des. nk. Það jafngildir 3.133 milljónum króna á mánuði eða 37.600 milljónum króna á árinu öllu, séu sömu for- sendur yfirfærðar á fyrstu þrjá mán- uði ársins. Bensínverð hefur farið stighækkandi á árinu og er hin um- reiknaða heildartala því líklega of há. Sé hún lækkuð niður í 36.000 millj- ónir króna er meðaltalið komið niður í 3.000 milljónir á mánuði eða 4,1 milljón kr. á tímann, allt árið. Lækki bensínlítrann í 200 krónur  Sjálfstæðisflokkurinn leggur til tímabundna lækkun á álögum á eldsneyti síðustu níu mánuði árs- ins  Áætlar að ríkið fái 28.200 milljónir í skatttekjur af eldsneyti á sama tímabili þótt umferð minnki Eldsneytiskostnaður fjölskyldubíls 2009 Kostnaður á ári m.v. eldsneytisverð í febrúar 2012 Kostnaður á ári m.v. eldsneytisverð í febrúar 289.000 kr. 494.000 kr. Þar af skattar: 153.000 kr. Þar af skattar: 239.000 kr. Áhrif á ráðstöfunartekjur heimilis: -205.000 kr. Skv. tölum frá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda Heimild: Sjálfstæðisflokkurinn *Nýr skattur, lagður á um áramótin 2010/2011 **Lækkunin er til bráðabirgða, frá 1. apríl 2012 til 31. desember 2012 ***Lægsta uppgefið verð á vefsíðunni gsmbensin.is í gær ****Áætlaðir skattar miðað við útreikninga Sjálfstæðisflokksins Bensínverð = innkaupsverð + flutningar, tryggingar og álagning + almennt bensíngjald + sérstakt bensíngjald + kolefnisgjald + VSK Olíuverð = innkaupsverð + flutningar, tryggingar og álagning + olíugjald + kolefnisgjald + VSK 246,89 kr. ~200 kr.** 255,8 kr.*** ~200 kr.** Alm.bensíngjald 24,46 kr. (skv. tillögu: 4 kr.) Sérst. bensíngjald 39,51 kr. (skv. tillögu: 28,51 kr.) Kolefnisgjald* 5 kr. Virðisaukaskattur 50,17 kr. Skattar alls: 119,5 kr. (48,42%)**** Kolefnisgjald* 5,75 kr. Olíugjald 54,88 kr. (skv. tillögu: 19,88 kr.) Ti lla ga sj ál fs tæ ði sm an na Ti lla ga sj ál fs tæ ði sm an na Morgunblaðið/Kristinn Á Miklubraut Þingmenn Sjálfstæðisflokksins telja að lækkunin muni örva ferðaþjónustu innanlands í sumar. 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2012 Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir að undanförnu í ál- veri Rio Tinto Alcan í Straumsvík en um er að ræða fjárfestingarverkefni sem ætlað er að auka afköst ál- versins, breyta framleiðsluferli þess og endurnýja verð- mætan tækjabúnað. Kostnaður vegna þessa verkefnis er umtalsverður, tæpir 60 milljarðar króna. „Þetta eru í raun þrjú atriði; Að breyta aðveitustöð- inni, hækka strauminn í núverandi kerskálum og breyta framleiðslunni,“ segir Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi, og bætir við að þannig megi auka fram- leiðslugetu um 20%. Segir hún einnig að í stað barra verði framleiddir svo- kallaðir boltar, sívalar stangir, sem eru mun verðmætari afurð. „Sá markaður er stækkandi í Evrópu. Þetta er flóknari framleiðsla sem krefst meiri vélbúnaðar og sér- hæfingar. Við höfum staðið okkur vel í afhendingu til viðskiptavina og þeir vilja hafa okkur sem fyrsta kost. Þess vegna er okkur treyst til þess að fara yfir í þessa flóknu framleiðslu sem gefur meiri virðisauka,“ segir Rannveig. Framkvæmdirnar, sem hófust árið 2010, eru gerðar samhliða reglulegri framleiðslu álversins og kveðst Rannveig bjartsýn á að þeim ljúki á áætlun árið 2014. „Auðvitað er vandasamt að gera þetta í verksmiðju sem er í rekstri en við erum á því að við náum að ljúka þessu á tilsettum tíma.“ khj@mbl.is Framkvæmdir við álverið í Straumsvík eru á áætlun Morgunblaðið/Árni Sæberg Breytingar Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir í Straumsvík frá árinu 2010 og mun þeim ljúka 2014.  Kostnaður vegna verkefn- isins nemur um 60 milljörðumtelpurS onuK r Staðurinn - Ræktin Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfasími 581 3732 • jsb@jsb.is • www.jsb.is HotYoga Frjáls aðgangur að opna kerfinu og tækjasal Farið í gegnum röð af yogastöðum í heitum sal. Teygjanleiki vöðvanna aukinn, mikill sviti og vellíðan. 6 vikna námskeið - Þriðjudaga kl 18:30 og föstudaga kl 16:30. Kennari: Gyða Kristinsdóttir. Verð kr. 14.900. Velkomin í okkar hóp! E F L IR a lm a n n a te n g s l / H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n NÝTT! Gyða með HotYoga Ný námskeið að hefjast innritun í síma 581 3730

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.