Morgunblaðið - 24.02.2012, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 24.02.2012, Blaðsíða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2012 Í febrúar ár hvert dvelja þriðja árs nemar í myndlist við Listaháskóla Íslands á Seyð- isfirði í tvær vikur og taka þátt í vinnubúðum sem enda á sýn- ingu í Skaftfelli – miðstöð myndlistar á Austurlandi. Sýn- ing þeirra, Skáegg á VHS + CD, verður opnuð á morgun, laugardag, klukkan 16. Námskeiðið er samstarf Listaháskólans, Skaftfells, Dieter Roth Akademíunnar og Tækniminjasafns Austurlands. Fjórtán nemendur tóku þátt að þessu sinni. Þeir eru hvattir til að nýta sér þær sérstöku aðstæður sem bærinn og umhverfi hans býður uppá, þ. á m. ráðgjöf iðnaðarmanna. Myndlist Myndlistarnemar sýna á Seyðisfirði Nemendur koma víða við. Nemendur framhaldsbrautar Klassíska listdansskólans munu sýna aftur í Ásmund- arsafni við Sigtún verk sem þeir sýndu þar á safnanótt á dögunum. Í verkinu túlka nem- endur hreyfingar verka Ás- mundar. Aðeins verður um þessa einu sýningu að ræða en hún hefst klukkan 18.00 og húsið verður opnað hálftíma fyrr. Verkið tekur 35 mínútur í flutningi en ekki er hægt að komast inn eftir að sýning er hafin. Frítt er inn meðan húsrúm leyfir en nemendur taka við frjálsum framlögum til styrktar ferð sinni til London í mars. Dans Dansnemar í Ásmundarsafni Frá sýningunni á Safnanótt. Benedikt Kristjánsson tenór og Jón Bjarnason, dómorgan- isti í Skálholti, koma fram á tónleikum í Skálholts- dómkirkju á morgun, laug- ardag, og hefjast þeir klukkan 15. Á efnisskránni eru aríur og resitatív úr kantötum og passí- um eftir Johann Sebastian Bach. Aðgangur að tónleik- unum er ókeypis. Benedikt stundar nám við Hanns Eisler-tónlistarháskólann í Berlín. Í fyrra söng hann hlutverk Guðspjallamannsins í Jóhann- esarpassíu Bachs með Mótettukór Hallgríms- kirkju og hlaut mikið lof fyrir. Hann sigraði í al- þjóðlegu Bach-keppninni í Greifswald í fyrra. Tónlist Flytja aríur eftir Bach í Skálholti Benedikt Kristjánsson Í dag kemur út bók með yf- irliti yfir myndlist Rúrí- ar og af því til- efni verður bókin kynnt sérstaklega í Listasafni Ís- lands. Kl. 16 mun Halldór Björn Runólfsson safnstjóri ræða við Rúrí um verk hennar, feril og inntak væntanlegrar yfirlitssýningar á verkum hennar sem opnuð verður eftir viku. Rúrí, Þuríður Fannberg, er í kynningu sögð talin meðal helstu listamanna Norður-Evrópu og með- al frumkvöðla gjörningalistar í Norður-Evrópu. Verk hennar Arc- hive – Endangered Waters á Fen- eyjatvíæringnum 2003 vakti athygli víða um heim. Höfundar greina í bókinni, sem er á ensku, eru Laufey Helgadóttir, Dorothea van der Koelen, Halldór Björn Runólfsson, Christian Schoen og Gunnar J. Árnason. Ritstjóri bókarinnar er Christian Schoen, en Hatje Cantz Verlag gefur bókina út. Hönnun bókarinnar var unnin á vinnustofu Atla Hilmarssonar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Brautryðjandi List Rúríar eru gerð skil í bók sem kynnt verður í dag. Yfirlit yfir myndlist Rúríar  Kynning í Lista- safni Íslands í dag Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Dagleiðin langa eftir nóbels- verðlaunahafann Eugene O’Neill í leikstjórn Þórhildar Þorleifsdóttur verður frumsýnd í Kassa Þjóðleik- hússins í kvöld kl. 19.30. „Þetta er frábært leikrit sem er skrifað með tárum og blóði, enda bannaði höfundurinn að það yrði sýnt fyrr en eftir sinn dag þar sem það er að mörgu leyti sjálfsævisögulegt,“ seg- ir Arnar Jónsson, sem fer með hlut- verk fjölskylduföðurins James Ty- rone. Leikritið gerist á miklum átakadegi í lífi Tyrone-fjölskyldunnar, hjóna og tveggja uppkominna sona þeirra. Fjölskyldan er þrúguð af ægi- valdi fjölskylduföðurins, og áfeng- issýki og lyfjaneysla varpa dimmum skuggum á öll samskipti. O’Neill skrifaði verkið á árunum 1939-41, en það var ekki frumflutt fyrr en árið 1956, þremur árum eftir dauða hans. „Höfundurinn hefur verið kall- aður faðir bandarískrar nútímaleikrit- unar, enda hafði þetta verk áhrif á alla þá sem á eftir komu, s.s. Arthur Mill- er, Tennessee Williams og Edward Al- bee,“ segir Arnar og bendir á að verk- ið tali jafnsterkt til nútímaáhorfenda og þeirrar samtíðar sem það er skrifað fyrir. „Raunar gildir að góð verk eiga allt- af erindi. Þetta leikrit fjallar um vanda sem langflestar fjölskyldur þekkja og þurfa að glíma við í einhverri mynd einhvern tímann á lífsleiðinni. Þetta er því verk sem snertir alla,“ segir Arnar og bætir við: „Ég held að allir fíklar landsins, hvort heldur þeir eru áfeng- isfíklar, matarfíklar, ástarfíklar eða hvað annað, hafi gott af því að sjá þetta verk. Raunar er ég sannfærður um að ef allir fíklar landsins kæmu og sæju þetta svona fimm til sex sinnum þá þyrftu þeir varla frekari meðferðar við. Ég held að uppfærslan sé prýðileg meðferð.“ Leikritið hefur tvívegis áður verið sýnt í Þjóðleikhúsinu, annars vegar 1959 og hins vegar 1982, en þá fór Arnar með hlutverk eldri sonarins, sem nú er í höndum Hilmis Snæs Guðnasonar. „Sú uppfærsla heppn- aðist ekki sem skyldi og því er afar ánægjulegt að fá tækifæri til að koma aftur að þessu verki núna með svona góðum leikhóp og frábærum leik- stjóra. Þórhildur hefur einstakt lag á því að knýja okkur leikarana til að fara út að og jafnvel yfir mörk þess sem okkur finnst þægilegt, enda er alltaf sársaukafullt að takast á við stórar til- finningar.“ Spurður hvernig hann myndi lýsa glímunni við James segir Arnar þetta mikið fjallaklifur. „Ef það að leika Lé konung er eins og að klífa Mont Eve- rest þá er James klárlega Mont Blanc.“ Fjallaklifur „Ef það að leika Lé konung er eins og að klífa Mont Everest þá er James klárlega Mont Blanc,“ segir Arnar sem leikur á móti Hilmi Snæ. Leikritið er skrifað með tárum og blóði Listrænir stjórnendur Þórhildur Þorleifsdóttir leik- stýrir sýningunni, en þýðingin er í höndum Illuga Jökulssonar. Jósef Halldórsson hannar bæði leikmynd og búninga, en Hörð- ur Ágústsson lýsinguna. Leikarar eru: Arnar Jónsson, Atli Rafn Sigurðarson, Guðrún Snæfríður Gísladóttir og Hilmir Snær Guðnason.  Dagleiðin langa frumsýnd í kvöld Núna erum við einfaldlega að vinna að því semja efni á plötuna 40 » þeir blási nýju lífi í söguna, hún verður ansi fjörug og skemmtileg í þeirra höndum. Sýningin hófst á því að Gói ávarpaði áhorfendur sem Gói og spjallaði aðeins við þá. Hann leiddi þá svo inn í söguna með að- stoð Þrastar. Ég hafði einstaklega gaman af því hvernig þeir vinna sýninguna, þeir eru bara þeir sjálfir að segja sögu með því dóti sem er hendi næst. Á milli þess sem þeir segja söguna ávarpa þeir krakkana og hoppa frá því að vera þeir sjálfir og persón- ur í ævintýrinu. Eftir eitt ógnvekjandi atriði fór smágrátkór af stað í salnum, þá stopp- uðu þeir bara leikinn og töluðu til krakk- anna, spurðu hvort ekki væri allt í lagi, og héldu svo áfram eins og ekkert hefði í skor- ist. Sýningin er afskaplega eðlileg og Gói og Þröstur eins og skapaðir til að leika fyrir börn. Ég held að þetta hefði orðið jafn áhrifaríkt án búninga og leikmyndar – þeir tveir eru svo miklir sögumenn og leikarar að það hefði nægt. Annars fannst mér sviðs- myndin sérstaklega vel útfærð, hljóð og lýs- ing til fyrirmyndar. Það er skapaður mikill ævintýraheimur en þó af hófsemi. Eini gall- inn, og oft kosturinn, við litla sviðið er að það er bogadregið. Í fyrri hluta sýning- arinnar fannst mér þeir svolítið gleyma að leika út á kantana (þar sem ég sat) en það lagaðist er á leið. Þá var ég ekki of hrifin af Fyrst komu Eldfærin – næst er þaðBaunagrasið. Svo segir í auglýs-ingu um barnasýninguna Gói ogbaunagrasið sem er nú sýnd á Litla sviði Borgarleikhússins. Sýningin Eld- færin eftir H.C. Andersen var sett upp í fyrra og gekk vel. Nú halda Gói og Þröstur áfram með sama formið og í þetta skiptið er það ævintýrið um Jóa og baunagrasið sem varð fyrir valinu. Leikararnir eru tveir, Guðjón Davíð Karlsson leikur Jóa (Góa) sem ferðast upp baunagrasið og Þröstur Leó Gunnarsson fer með öll hin hlutverkin sem eru ansi mörg og krefjast hraðra búninga- og hlutverkaskipta. Þeir segja með sínum hætti ævintýrið um Jóa og baunagrasið sem margir krakkar ættu að þekkja. Það má með sanni segja að slettunum í textanum, í leiksýningum fyrir börn finnst mér að eigi að vera töluð góð ís- lenska, börnunum til fyrirmyndar. Gói og Þröstur eru einlægir í leik sínum og áhorfendur stórir sem smáir finna löng- un þeirra og metnað til að skila þessu vel. Það er mikil leikgleði og kraftur í sýning- unni. Söngatriðin eru nokkur og mjög skemmtileg, minntu stundum á ýkt Evr- óvisijón-atriði. Foreldrar þurfa ekki að fá sér blund á meðan á sýningu stendur því hún er full af vísunum sem þeir skilja bara og ættu að hafa gaman af, ég hafði það að minnsta kosti. Þröstur þarf að skipta oft og títt um bún- inga og hlutverk og gerir það listilega vel og er sannfærandi sem hver karakter án þess að breytingin hafi orðið mikil. Gói svífur svo um sviðið, léttur á fæti, algjörlega í essinu sínu og ekki hægt annað en að hrósa honum fyrir kraftmikinn leik. Minn fylgdarsveinn í leikhúsið, að verða fjögurra ára, varð yfir sig heillaður af sýn- ingunni og talar nú um Góa og Þröst eins og þeir séu hans bestu vinir. Börnin fundu fyr- ir áhuganum á þeim, og það að Gói væri fyr- ir utan eftir sýninguna að heilsa upp á krakkana var toppurinn. Gói og baunagrasið er góð leiksýning, full af fjöri og sagnagáfu og á henni ætti engum að leiðast. Morgunblaðið/Golli Gaman Þröstur Leó Gunnarsson og Guðjón Davíð Karlsson í Góa og baunagrasinu. Eðlilegir, kátir og einlægir Barnasýning Gói og baunagrasið bbbbn Leikarar: Guðjón Davíð Karlsson og Þröstur Leó Gunnarsson. Leikgerð: Guðjón Davíð Karlsson. Tónlist: Vignir Snær Vigfússon og Guðjón Davíð. Litla svið Borgarleikhússins 18. febrúar 2012 kl. 13. INGVELDUR GEIRSDÓTTIR LEIKHÚS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.