Morgunblaðið - 24.02.2012, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2012
Sigrún Rósa Björnsdóttir
sigrunrosa@mbl.is
Hugsanlegt er að fordæmisgildi ný-
fallins gengislánadóms sé ekki mik-
ið. Þetta kom fram í máli Sigurjóns
Högnasonar lögfræðings á morg-
unverðarfundi KPMG í gærmorg-
un, þar sem hann og Alexander G.
Edvarðsson hjá KPMG fóru yfir
dóminn með hliðsjón af fordæm-
isgildi hans.
Sigurjón segir dóminn hafa for-
dæmisgildi gagnvart sambærilegum
málsatvikum og hafa verði í huga
að erfitt sé að átta sig á hvenær
málsatvik eru sambærileg. Hæsti-
réttur hafi í niðurstöðu sinni litið
heildstætt á nokkra þætti en erfitt
sé að greina vægi hvers þáttar fyrir
sig. Þannig sé spurning hvort
Hæstiréttur sé að marka stefnu um
að gefa neytendavernd meira vægi,
þannig að óbein áhrif af dómnum
verði meiri.
Sigurjón vék einnig að mögu-
legum skattalegum áhrifum dóms-
ins. Tók hann þar til þess að mis-
munur vaxtagreiðslna fyrir og eftir
dóm gæti í raun myndað skattskyld
fjárhagsleg gæði í skilningi tekju-
skattslaga. Í því sambandi kom
hann inn á bráðabirgðaákvæði í
tekjuskattslögunum, sem kveður á
um undanþágu frá skattskyldu
vegna eftirgjafa skulda. Hann sagði
það ákvæði eiga við þegar fólk ætti
í greiðsluerfiðleikum og fengi af
þeim sökum niðurfellingu. Í þessu
tilviki hefði ekki verið um greiðslu-
erfiðleika að ræða þar sem hjónin
hefðu ávallt staðið í skilum. Sig-
urjón tók að endingu fram að í
þessu efni væri það skattyfirvalda
að skera úr um skattskylduna.
RSK metur áhrif dómsins
„Almennt séð hefur ríkisskatt-
stjóri gefið það út að ef um er að
ræða breytingar á skilmálum og
slík skilmálabreyting leiði til minni
greiðslubyrði, þá myndar það ekki
skattskyldar tekjur,“ segir Skúli
Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri.
Hjá embættinu sé unnið að því að
greina umræddan dóm og meta
hann. Fjármálaráðuneytinu verði
síðan gerð grein fyrir því hvaða af-
leiðingar hann hefur.
Með almennri skilmálabreytingu
sé þá átt við breytingu sem gildi
fyrir alla sem taki sambærileg lán.
„Sé skuld gefin eftir eða felld
niður án þess að um skilmálabreyt-
ingu sé að ræða myndar sú nið-
urfelling tekjur, nema sérstaklega
sé kveðið á um það í lögum að hún
sé ekki undanþegin,“ segir Skúli
Eggert.
Merki um áherslu á neytendavernd
Hæstiréttur hugsanlega að marka stefnu um aukna neytendavernd í nýjum gengislánadómi
Hugsanlegt að fordæmisgildi gengislánadómsins sé ekki mikið Spurning um skattskyldu mismunar
Gengislán og skattar Áhugasamir komu til að hlusta á sérfræðinga KPMG ræða fordæmisgildi gengislánadóms.
Raunvextir og reiknaði vextir
Heimild: KPMG
160.000
140.000
120.000
100.000
80.000
60.000
40.000
20.000
0
Va
xt
ag
re
ið
sl
ur
af
lá
ni
á
m
án
uð
i(
kr
.)
2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011
Raunvextir Reiknaðir vextir m.v. vexti SÍ Reiknaðir vextir m.v. Ísl hst + erl. vxt.
Alexander G. Eðvardsson, sviðs-
stjóri skatta- og lögfræðisviðs
KPMG fór meðal annars mynd-
rænt yfir álitaefni gengis-
lánadómsins. Í málinu var deilt
um hvort greiða ætti mismun á
LIBOR-vöxtum og seðla-
bankavöxtum. Töldu fjórir af sjö
dómurum Hæstaréttar að lán-
takendurnir ættu ekki að greiða
vaxtamuninn fyrir liðna tíð enda
hefði fjármálafyrirtækið fyr-
irgert rétti sínum til frekari
greiðslu vaxta með útgáfu fulln-
aðarkvittana fyrir greidda vexti.
Grafið hér til hliðar sýnir
dæmi um mun á raunverulega
greiddum vöxtum og reiknuðum
á 40 ára láni. Tekið er dæmi um
10 milljóna evra lán sem var
tekið árið 2002.
Sýndur er mismunur seðla-
bankavaxta í hverjum mánuði
og LIBOR-vaxta. Í fjólubláu lín-
unni er miðað við að seðla-
bankavextir séu reiknaðir ofan á
höfuðstól. Bláa línan sýnir hins
vegar raunverulega greidda LI-
BOR-vexti.
Brúna línan sýnir svo hvernig
hefði farið ef skuldurum hefði
verið leyft að nota lágu LIBOR-
vextina á íslenskan höfuðstól.
Bláa og brúna línan fylgjast
að á meðan gengi krónunnar er
stöðugt en svo skilur á milli
þegar gengið fellur.
Allar línurnar liggja saman
frá þeim tíma er lög nr 151/
2010, er kveða á um end-
urreikning lána, tóku gildi.
Raunvextir
eða reiknaðir
GENGISLÁNADÓMUR
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Þingmenn í stjórnarandstöðu gagnrýna harð-
lega hversu fá ríkisstjórnarmál sem varða at-
vinnulífið hafa komið til kasta Alþingis. Stjórn-
arliðar boða að tvö stórmál, frumvarpið um
stjórnkerfi fiskveiða og rammaáætlunin um
vernd og orkunýtingu náttúrusvæða, verði
lögð fyrir þingið innan nokkurra vikna.
Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðis-
flokksins, sem sæti á í atvinnuveganefnd Al-
þingis, sagði við umræður á Alþingi sl. mið-
vikudag að atvinnumálin væru algerlega í
lausu lofti og engar tillögur komið fram. Beðið
hefði verið eftir nýjum tillögum um breytingar
á fiskveiðistjórnkerfinu í marga mánuði og
rammaáætlunin væri enn ekki í augsýn.
„Afleiðingin er sú, virðulegi forseti, að at-
vinnuveganefnd þingsins er atvinnulaus,“
sagði Jón og bætti við að frestað hefði verið
fundi í atvinnuveganefnd, sem halda átti í gær-
morgun vegna þess að það lægju engin stór
mál fyrir þingnefndinni.
Áttu að koma fram í haust
Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður
Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og
varaformaður atvinnumálanefndar, segir
ástandið ekki svo slæmt að þingnefndin sé at-
vinnulaus eins og Jón komst að orði. Hún segir
að það hafi verið undantekning að nefnd-
arfundurinn sem halda átti í gær féll niður.
„Þessi stærstu mál eru ókomin inn í nefndina
en þarna eru mál sem við erum að fjalla um.“
Lilja Rafney telur að það sé spurning um
einhverjar vikur þar til þessi stóru mál verða
lögð fram á Alþingi og koma til kasta nefnd-
arinnar. „Þessi tvö stóru mál eru væntanleg
innan skamms. Menn er ekkert farið að lengja
eitthvað óeðlilega eftir þeim, en við væntum
þess að sjálfsögðu að þau verði fljótlega í mars
komin inn á borð til okkar,“ segir hún. „Þá
þurfum við ekkert að kvarta undan verk-
efnaleysi, sem við höfum reyndar ekki verið að
gera. Það hafa verið alveg næg verkefni fyrir
þá sem vilja sinna þeim málum.“
Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður
Framsóknarflokks, sem einnig á sæti í at-
vinnumálanefnd Alþingis, tekur í sama streng
og Jón Gunnarsson. Þingmenn bíði eftir fisk-
veiðistjórnarfrumvarpinu, rammaáætluninni
og fleiri stórum málum. Þessi stóru mál hafi öll
átt að koma fram í haust og áttu að vera aðal-
verkefni atvinnumálanefndar í vetur. „En þau
hafa ekki látið á sér kræla ennþá. Við höfum
því verið að skoða eitt og annað á borð við lax-
eldi á Vestfjörðum, höfum lokið við einstök mál
eins og skráargatið [hollustumerkið á mat-
vörur] og til að hafa eitthvað fyrir stafni höfum
við líka verið að skoða raforkumarkaðinn og
skýrslu um jöfnun raforkukostnaðar en ekkert
þessara mála eru stjórnarþingmál,“ segir
hann.
Forsætisráðherra hafi sagt á Alþingi í gær-
morgun að það væri á döfinni að leggja
rammaáætlunina fyrir þingið, „en við höfum
bara heyrt það áður. Ég mun ekki trúa neinu
um það fyrr en mælt verður fyrir þessum mál-
um hér í þingsal“, segir Sigurður Ingi.
Sjávarútvegsfrumvarpið og
rammaáætlun verði afgreidd á vorþingi
Við upphaf þingfundar í gær spurði Bjarni
Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins,
Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra
hvort rammaáætlunin yrði lögð fram á næst-
unni og þá þannig, eins og sagt hefði verið frá í
fjölmiðlum, að stjórnarflokkarnir hygðust
binda hendur allra stjórnarliða fyrirfram
þannig að í engu yrði hróflað við málinu eftir
að það kæmi inn á þing. Þá spurði hann hvort
fiskveiðistjórnarfrumvarpið kæmi í febrúar
eins og lofað var eða í mars eða hvort það
myndi jafnvel dragast framyfir páska.
Jóhanna sagði að nú væri verið að fara yfir
umsagnir um rammaáætlunina og hún ætti að
verða tilbúin á allra næstu dögum. Þá færi hún
væntanlega sinn hefðbundna feril inn í rík-
isstjórn, inn í þingflokka og síðan inn í þing og
yrði vonandi samþykkt á vorþingi. Hið sama
ætti við um fiskveiðistjórnarfrumvarpið, sem
kæmist vonandi fljótt inn í þingið, þannig að
hægt yrði að afgreiða það á þessu vorþingi.
„Atvinnuveganefnd atvinnulaus“
Engin stór mál í atvinnuveganefnd Alþingis Lilja Rafney segir fiskveiðifrumvarpið og ramma-
áætlun koma fljótlega til kasta þingsins Jón Gunnarsson segir atvinnumálin algerlega í lausu lofti
Jón
Gunnarsson
Lilja Rafney
Magnúsdóttir
Morgunblaðið/Kristinn
Á Alþingi Rólegheit í atvinnuvegnanefnd eru gagnrýnd, myndin er frá þingfundi í vikunni.
Sigurður Ingi
Jóhannsson