Morgunblaðið - 24.02.2012, Blaðsíða 44
FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 55. DAGUR ÁRSINS 2012
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550
1. Umgekkst vændiskonur í ferðum
2. „Ég er komin með nóg“
3. Kærir Snorra til lögreglu
4. Dráttur í beinni
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Menningarverkefnið Hlaðan á Vog-
um á Vatnsleysuströnd stendur fyrir
tónleikum í kvöld. Fram kemur sveitin
Pascal Pinon eftir nokkurt hlé. Fyrir
henni fara systurnar Ásthildur og Jó-
fríður Ákadætur.
Pascal Pinon kemur
fram í Hlöðunni
Músíktilraunir
2012 fara fram í
Austurbæ dagana
23.-26. mars og
úrslitakvöldið er
svo 31. mars –
einnig í Aust-
urbæ. Skráning
hófst 20. febrúar
og lýkur 5. mars.
RÚV/Rás 2 hefur nú opnað vef á
slóðinni www.ruv.is/musiktilraunir
þar sem hægt er að nálgast ýmsan
fróðleik um keppnina.
RÚV opnar
Músíktilraunavef
Barnakór Los Angeles og Ung-
sinfóníusveit Bandaríkjanna munu
frumflytja verk Daníels Bjarnason-
ar, The isle is full of noises …, hinn
4. mars næstkom-
andi í tónleikasal
Walts Disneys.
Verkið er byggt á
Ofviðri Shake-
speares og það
er James
Conlon
sem
stjórnar.
Daníel frumflytur
í Los Angeles
Á laugardag Suðvestlæg átt, 5-10 m/s og skúrir eða él, en
bjartviðri austanlands. Hiti kringum frostmark. Suðaustan 8-13
og rigning suðvestanlands um kvöldið og hlýnar.
Á sunnudag Sunnanátt og víða vætusamt. Hiti 2 til 7 stig.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Breytileg átt, víða 3-10 m/s og skúrir eða él.
Hiti yfirleitt 0 til 5 stig, en vægt frost í innsveitum fyrir norðan.
VEÐUR
Páll Axel Vilbergsson sá um
að tryggja toppliði Grinda-
víkur sigur gegn Haukum
þegar liðin áttust við í Ice-
land Express-deildinni í
körfuknattleik í gærkvöldi.
Úrslitin réðust í tvífram-
lengdum leik þar sem Páll
skoraði fimm síðustu stigin
í leiknum. Stjarnan bar sig-
urorð af Snæfelli í Hólm-
inum og Njarðvík lagði ÍR
þar sem Travis Holmes
skoraði 54 stig. »4
Páll Axel bjargaði
Grindvíkingum
„Ég er fyrst og fremst stoltur yfir að
hafa farið með lið mitt í Laugardals-
höllina í úrslitaleik Eimskipsbikarsins
þrjú ár í röð þótt við höfum tapað tvö
síðustu árin fyrir Fram í úrslitum.
Margir þjálfarar og leikmenn komast
aldrei á sínum ferli í úrslitaleik bik-
arkeppninnar,“ segir Stefán Arn-
arson, þjálfari Vals, sem mætir ÍBV í
úrslitum Eimskipsbikarsins í hand-
knattleik kvenna á morgun. »3
Stefán er fyrst og
fremst stoltur
„Ég var ekki búinn að afskrifa það að
ég myndi spila landsleik að nýju,“
sagði Hjálmar Jónsson, sem leikur í
dag sinn fyrsta A-landsleik í fjögur ár.
Hjálmar sagði það alltaf jafngaman
að vera í landsliðshópnum. „Ég er
stoltur yfir því.“ Íslenska landsliðið í
knattspyrnu mætir Japönum í vin-
áttulandsleik í Osaka nokkru fyrir há-
degi í dag. »2
Var búinn að afskrifa
sæti í landsliðinu
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Viðar Guðjónsson
frettir@mbl.is
„Við höfðum bara trú á þessu. Það er
varla tilviljun að þetta hefur gengið í
40 ár,“ segir Ari Rafn Vilbergsson
sem rekur Bón- og þvottastöðina á
Grjóthálsi í Reykjavík ásamt föður
sínum Vilberg Vilbergssyni.
Upphaflega hófst rekstur stöðv-
arinnar árið 1968 og var hún í Sól-
túni til ársins 2006. Hún var þá sú
fyrsta sinnar tegundar á Íslandi.
Enn er notast við sömu aðferðir við
þrif og upphaflegir eigendur við-
höfðu fyrir 40 árum.
Ari Rafn tók við rekstrinum
ásamt vini sínum Andrési Jónssyni
árið 2007. Þá hafði starfsemi Bón- og
þvottastöðvarinnar legið niðri í um
fimm mánuði. Til stóð að rífa húsið
þar sem starfsemin hafði áður verið.
Þær áætlanir gengu þó ekki eftir og
í kjölfarið sáu þeir félagarnir tæki-
færi til þess að hefja rekstur að
nýju. ,,Ég hef alltaf haft áhuga á bíl-
um. Um leið og ég kom inn í þetta
hús í Sóltúni sá ég að þetta var gott
tækifæri. Það var að vísu svolítil
vinna að koma húsinu í starfhæft
ástand að nýju. En það gekk vel,“
segir Ari Rafn, spurður um rekst-
urinn, en hann er með meistara-
gráðu frá tækni- og verkfræðideild
Háskólans í Reykjavík.
Framkvæmdaglaðir feðgar
Feðgarnir Ari Rafn og Vilberg
ákváðu að færa út kvíarnar á síðasta
ári og hófu að reisa nýtt hús fyrir
starfsemina við Grjótháls. Það hús
var tekið í gagnið síðla árs 2011.
Að sögn Ara létu þeir erfitt efna-
hagsástand ekki draga úr sér kjark
og voru sannfærðir um að eftirspurn
væri eftir þessari starfsemi. Í húsinu
er jafnframt Aðalskoðun sem sér-
hæfir sig í skoðun ökutækja. Ari
segist ánægður með viðtökurnar þó
að hann viðurkenni að erfitt tíðarfar
hafi sett strik í reikninginn. Fáir hafi
komið í kuldunum síðustu mánuði. Í
febrúar hafi hins vegar annað verið
upp á teningnum og viðskiptahóp-
urinn stækkað ört.
Rótgróin starfsemi
Kjartan Sveinsson rak Bón- og
þvottastöðina frá 1968 til 2006. Stöð-
in var sú fyrsta sinnar tegundar á
Íslandi og stóð í Sóltúni þar til Ís-
lenskir aðalverktakar hugðust rífa
húsið og byggja þess í stað íbúðar-
húsnæði. Þeim framkvæmdum var
hins vegar frestað og stendur húsið
þar enn.
Upphaflega hét hún Bílaþvotta-
stöðin Bliki og var búin sjálfvirkum
burstum. Þeir þóttu ekki gefa nægi-
lega góða raun. Þess í stað var not-
ast við handþvott og hefur það verið
gert síðan.
Sama aðferð í fjörutíu ár
Bónfeðgar láta
efnahagsástandið
ekki aftra sér
Morgunblaðið/Kristinn
Bónað í 40 ár Bifreiðarnar hafa breyst, en aðferðin við að þvo og bóna bílana er enn sú sama.
,,Meðan bíllinn þeirra fer í gegn-
um hreinsunareldinn horfa börnin
spennt á þetta allt saman, og
hafa aldrei kynnzt neinu furðu-
legra. Fyrir þeim er þetta hreinn
undraheimur og meðfram færi-
bandinu eru næg áhorf-
endastæði.“
Svona lýsir Kjartan Sveinsson,
fyrrverandi eigandi, árdögum
Bón- og þvottastöðvarinnar í við-
tali við Morgunblaðið í nóvember
árið 1969. Þvottastöðin naut hylli
fleiri en yngstu kynslóðarinnar og
jafnan gerði fólk sér ferð til þess
að fylgjast með vélunum vinna.
Í greininni heitir Kjartan því að
vandað sé til verksins undir fyr-
irsögninni: ,,Þvoum þeim jafnvel á
bakvið eyrun.“
Stuttu síðar var hætt með hina
áhorfendavænu vélknúnu bursta
þar sem þeir þóttu fara illa með
lakk bílanna. Handþvotturinn sem
tók við þótti áhorfendum síður
spennandi.
Þvoum þeim jafnvel á bak við eyrun
BÍLAR FARA Í GEGNUM „HREINSUNARELDINN“