SunnudagsMogginn - 29.01.2012, Blaðsíða 4

SunnudagsMogginn - 29.01.2012, Blaðsíða 4
4 29. janúar 2012 Elstu menn í þorpinu Gerena muna enn ópin og skothvell- ina í kirkjugarðinum í Gerena kvöld eitt árið 1937 þegar borgarastríðið á Spáni stóð sem hæst. Það kvöld skutu liðsmenn Franciscos Francos 17 konur, sem voru skyld- ar stuðningsmönnum lýðveldissinna, og settu líkin beint í fjöldagröf. Á mánudag í liðinni viku var hafist handa við að grafa jarðneskar leifar þeirra upp til þess að afkomendur þeirra gætu veitt þeim sómasamlega útför. Fyrir kaldhæðni ör- laganna hófust daginn eftir málaferlin á hendur Baltasar Garzon fyrir að hefja rannsókn á glæpum á borð við þann sem framinn var í Gerena fyrir 74 árum. „Þetta er mótsagnakennt, svo ekki sé meira sagt,“ sagði Lucia Socam, 25 ára gömul, við AFP. Frænka henn- ar, Granada Hidalgo, var á meðal þeirra, sem grafnar eru í fjöldagröfinni. „Þetta er líka óskiljanlegt. Þeir ætla að rétta yfir Garzón dómara fyrir nákvæmlega þetta, að vilja varpa ljósi á þessa glæpi, sem voru glæpir gegn mann- kyni, þannig að fórnarlömbin fengju að njóta réttlætis.“ Fyrir áratug hófu afkomendurnir leit að líkunum. Lög sem sósíalistastjórnin setti 2007 um „sögulegt minni“ hjálpuðu til og sömuleiðis kort sem kom út í fyrra og sýnir 2.000 staði þar sem talið er að fórnarlömb úr borg- arastyrjöldinni og einræðistíð Francos séu grafin. Fjöldagröf frá 1937 opnuð í þorpi á Spáni Fornleifafræðingur sópar sandi burt frá höfuðkúpu í fjöldagröf í þorpinu Gerena í suðurhluta Spánar. Reuters Þegar málflutningur hófst gegn spænskarannsóknardómaranum Baltasar Garzónfyrir hæstarétti Spánar í Madríd á þriðju-dag í liðinni viku vegna ásakana um að hann hefði misnotað valdheimildir sínar með því að kafa ofan í glæpi frá tímum borgarastyrjaldarinnar á Spáni og valdatíð Franciscos Francos gerðust þau óvenjulegu tíðindi að saksóknararnir lögðu til að dómstóllinn léti málið niður falla. Saksóknararnir og verjendur Garzóns kváðust sammála um að hann hefði ekkert gert af sér. Tvenn hægri samtök höfðuðu málið gegn Garzón fyrir að hefja rannsókn á hvarfi 114 þúsund manna í borg- arastyrjöldinni 1936 til 1939 og í tíð einræðisherr- ans. Í ákærunni á hendur Garzón segir að hann hafi gengið of langt því að tveimur árum eftir að Franco féll frá hafi verið gert samkomulag um sakaruppgjöf vegna þessara mála. Það var gert til að auðvelda breytinguna frá einræði til lýðræðis. Garzón heldur því hins vegar fram að umrædd afbrot heyri undir glæpi gegn mannkyni og sakaruppgjöfin nái því ekki til þeirra. Borgarastyrjöldin er enn viðkvæmt mál á Spáni og menn skiptast í fylkingar eftir því hvort þeir eða forfeður þeirra voru lýðræðissinnar eða Francoist- ar. Gagnrýnendur Garzóns segja að hann sé að ýfa upp gömul sár og reyna að koma sér í sviðsljós fjöl- miðla. Stuðningsmenn hans halda fram að þetta mál og annað, þar sem honum er borið á brýn að hafa gripið til ólöglegra hlerana – með leyfi rík- issaksóknara – í rannsókn á spillingu, auk þess þriðja, sem gæti verið í vændum, séu hefnd fyrir að hann skyldi voga sér að taka á glæpum stjórnar Francos. Garzón komst fyrst í heimsfréttirnar þegar hann krafðist þess árið 1998 að Augusto Pinochet, fyrr- verandi einræðisherra í Síle, yrði framseldur frá London. Hann reyndi einnig að ná í ráðamenn úr herforingjastjórninni í Argentínu fyrir að hafa varpað stjórnarandstæðingum í sjóinn úr flug- vélum. Hann hefur barist gegn eiturlyfjahringum og hryðjuverkamönnum. Hann stefndi Osama bin Laden og rannsakaði meðferð grunaðra hryðju- verkamanna í haldi Bandaríkjamanna í Guant- anamo-fangelsinu á Kúbu. Þá stefndi hann George Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, vegna þess að hann taldi að Bandaríkjamenn hefðu brotið gegn þjóðarétti þegar þeir réðust inn í Írak. Í upp- hafi níunda áratugar liðinnar aldar kom hann stjórnarliðum sósíaldemókrata á Spáni í fangelsi fyrir að hafa látið ráða meinta meðhlaupara ETA, skæruliðasamtaka Baska, af dögum. Hæstiréttur Spánar mun koma saman að nýju 31. janúar til að fjalla um mál Garzóns og mun þá vænt- anlega koma í ljós hvort því verður vísað frá eða haldið áfram. Garzón var vikið frá störfum við æðsta glæpa- dómstól Spánar í maí árið 2010 vegna málsins og starfar nú sem ráðgjafi við alþjóðlega glæpadóm- stólinn í Haag. „Mér er hulin ráðgáta hvernig dóm- arar geta vikið starfsbróður úr embætti vegna þess að þeir túlka lög með öðrum hætti en ég,“ sagði Garzón. „Þetta mál snýst ekki um réttlæti heldur um markvissa eyðileggingu á persónu minni.“ Garzón á ekki yfir höfði sér fangelsi vegna máls- ins, en svo gæti farið að hann yrði útilokaður frá því að stunda lög í allt að 20 ár. „Ég er dómari og mun deyja dómari,“ sagði Garzón í viðtölum eftir að réttarhöldin hófust í vikunni. „Hvort þeir leyfa mér nokkurn tímann framar að starfa sem dómari er annað mál.“ Baltasar Garzón í dómaraskikkju sinni í dómsal hæstaréttar í Madríd. Reuters Dómari settur á sakamannabekk Draugar fortíðarinnar enn á kreiki í spænsku samfélagi Vikuspegill Karl Blöndal kbl@mbl.is Nokkur hundruð manns mótmæltu þegar réttahöldin hófust og heldur einn á brúðu af Francisco Franco. Reuters „Á Spáni eru hinir dauðu meira lifandi en hinir dauðu nokkurs staðar annars staðar – ásjóna þeirra særir eins og egg á rakhníf rakara,“ skrifaði Federico Garcia Lorca, sem var myrtur nokkrum dögum eftir að borgarastríðið braust út á Spáni 1936. Francisco Franco lét banna verk skálds- ins og stóð bannið til 1953. Á myndinni heldur maður á lofti mynd af fórnarlambi úr borg- arastyrjöldinni á mótmæla- fundi til stuðnings Baltasar Garzón í vikunni. Reuters Eins og egg á rakhníf – fyrst og fre mst ódýr! 33%afslátturDÚ NDUR- VERÐ 998kr.kg Verð áður 1498 kr. kg Grísakótilettur

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.