SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 29.01.2012, Qupperneq 6

SunnudagsMogginn - 29.01.2012, Qupperneq 6
6 29. janúar 2012 Margt áhugavert kemur fram í nýrri landskönnun á mataræði Íslendinga sem gerð var á vegum embætt- is Landlæknis, Matvælastofnunar og Rannsókn- arstofu í næringarfræði og kynnt var í vikunni. Kann- aðar voru matarvenjur 1.312 manns á aldrinum 18-80 ára árin 2010 og 2011. Vegna efnahagsbreytinganna sem urðu árið 2008 var spurt um hugsanleg áhrif þeirra á efnahag og fæðuval þátttakanda. Fjórðungur einstaklinganna sagðist eiga erfitt með að ná endum saman fjárhags- lega eftir breytingarnar og þriðjungur þátttakenda taldi efnahagsbreytingarnar hafa haft áhrif á fæðuval sitt, heldur fleiri konur en karlar. Meirihluti þátttak- enda sagðist þó ekki hafa breytt neyslu á fiski, ávöxtum, grænmeti og farsvörum. Hins vegar hafði meirihlutinn minnkað neyslu á sælgæti, gos- drykkjum og skyndibita. Helmingur þeirra sem sögðu að efnahagsbreyting- arnar hefðu haft áhrif á fæðuval sitt, sagðist hafa minnkað neyslu á sælgæti og gosdrykkjum og tveir þriðju sögðust hafa minnkað skyndibitafæði. Fleiri konur á aldrinum 18-30 ára höfðu minnkað ávaxta- neyslu eftir efnahagshrunið fremur en aukið hana eða haldið neyslunni óbreyttri. Neysla á sælgæti, gosdrykkjum og skyndibita hélst óbreytt hjá flestum sem voru komnir yfir sextugt. Eins var neysla á gos- drykkjum óbreytt hjá helmingi kvenna. Færri skyndibitar eftir hrun hérlendis Aðdráttarafl skyndibita? Þessa mynd tók næringar- ráðgjafinn Karen Hanrahan árið 2008. McDonald’s- borgarinn til hægri er frá 2008 og sá til vinstri er frá 1996. Hanrahan gerði þetta til að sýna að borgarinn gæti hreinlega ekki myglað. Hann þornaði aðeins upp og lyktaði fremur skringilega en breyttist annars mjög lítið á þessum tólf árum. Rokkarinn Alex James skrifar viku-legan pistil í The Sun um mat en síð-asti pistill hans hefur verið umtal-aður í Bretlandi. Þar skrifar hann um skyndibitamat sem er í sókn í landinu þrátt fyrir efnahagslægð. Keðjubakaríið Greggs upp- lýsti nýverið að söluaukning hefði verið 5,1% hjá fyrirtækinu á síðasta ári og það hefði í hyggju að opna 90 útibú til viðbótar í Bretlandi. Konungur skyndibitans, McDonald’s er líka á uppleið en heimsóknir árið 2011 voru 90 millj- ónum fleiri en árið á undan. Til viðbótar er meira en helmingur af þeim máltíðum sem Bretar borða úti af skyndibitastöðum. Þrjár milljónir borgara á dag James ákvað af þessu tilefni að heimsækja verksmiðjurnar þar sem þessi matur verður til. Hann segir dag sinn með McDonald’s hafa verið algjörlega frábæran. Hann vildi skoða allt ferl- ið, frá nautgrip til Big Mac svo hann byrjaði í framleiðslufyrirtækinu, OSI Food Solutions, þar sem þrjár milljónir borgara eru framleiddar á dag. Verksmiðjan (þetta er sannkallaður mat- vælaiðnaður) er á stærð við fimm fótboltavelli og enda 380.000 nautgripir líf sitt þar á ári hverju. Kjötið er frá 17.000 breskum og írskum bændum. Allir borgararnir þurfa að vera eins og segir James skyndibitakeðjuna hafa gert framleiðsl- una að list. Borgararnir eru síðan sprautaðir með fljótandi köfnunarefni og segir James að ofurkokkurinn vísindalegi, Heston Blumen- thal, hafi fengið hugmyndina þaðan en ekki öf- ugt. Blumenthal er eigandi veitingastaðarins The Fat Duck, sem er með þrjár Michelin- stjörnur og hefur verið valinn besti veitinga- staðurinn í heimi. Borgararnir eru síðan frystir og borðaðir í Bretlandi ekki seinna en eftir 14-20 daga. Líkir McDonald’s við Michelin-veitingastað James var mjög hrifinn eftir heimsókn á McDo- nald’s-stað í verslunarmiðstöð í Leicester, sem er aðeins eitt af 1.196 útibúum í Bretlandi. Eftir heimsóknina lét hann eftirfarandi ummæli falla, sem hafa verið rædd fram og til baka í bresku pressunni og ekki síður á Twitter eftir birtingu greinarinnar. „Það var frábært að komast bakvið af- greiðsluborðið. Það er fullt af flottum græjum þarna og að mörgu leyti líkist þetta veit- ingastað með Michelin-stjörnu. Þegar það er mikið að gera í Michelin-eldhúsi eru allir kokkarnir uppteknir við að setja réttina saman úr fyrirfram tilbúnum pörtum, sem er í raun og veru það saman og á sér stað á McDonald’s.“ The Guardian efndi til samtals milli mat- arblaðamanna af þessu tilefni. „Fólk virðist virkilega reitt því að „einn af okkur“ sýni skyndibitakeðjum þennan stuðning, ekki síst í svona öflugum miðli. Mér finnst hann hafa rangt fyrir sér og finnst það vera óábyrgt að verja skyndibita í stærsta slúðurblaðinu,“ skrifaði Tim Hayward ristjóri Fire & Knives. Hann og fleiri eru sammála um að það vanti greinilega meiri umræðu um mat og það þurfi að ná til fleiri á breiðari vettvangi. Hayward skrifar ennfremur: „Það að hann skrifi þetta, The Sun vilji birta þetta og lesendurnir lesi þetta bendir til þess að umræðan um mat, frá fjölmiðlum og ríkisstjórninni, þurfi tilfinn- anlega að ná til mikilvægasta hópsins.“ James hefur fengið yfir sig svívirðingar vegna þessa og verið kallaður „milljónamæringur og áhugabóndi“ sem hafi ekki mikið vit á einu eða neinu en hann hefur sannarlega hreyft við matarhjarta Bretanna. Skyndi- bitinn upphafinn Alex James rit- aði pistil í The Sun til varnar óhollustunni Alex James er ekki lengur í sollinum í borginni heldur er hann að búa til osta í sveitinni. Vikuspegill Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Greinin í The Sun hefur vakið mikla athygli. Alex James er fæddur í Bournemouth í Eng- landi þann 21. nóv- ember árið 1968 og er því 43 ára. Hann varð frægur sem bassaleikari rokk- sveitarinnar Blur og telst til Íslandsvina ásamt söngvaranum Damon Albarn. Hann hefur getið sér gott orð sem blaðamaður og dálkahöfundur. Hann er fluttur á bóndabæ í Oxfor- dshire og býr þar til eigin ost. Bassaleik- ari Blur - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.