SunnudagsMogginn - 29.01.2012, Page 8

SunnudagsMogginn - 29.01.2012, Page 8
8 29. janúar 2012 Það er ekki bara sigurinn á Opna ástralska mótinu sem er í húfi þegar Maria Sharapova og Victoria Az- arenka ganga til leiks í Melbourne í dag, heldur jafn- framt efsta sætið á heimslistanum sem danska stúlk- an Caroline Wozniacki vermir núna. Það sæti er Sharapovu ekki framandi en hún hefur setið þar í fjórgang, fyrst árið 2005, þegar hún var að- eins átján ára, og síðast sumarið 2007. Síðan hefur Sharapova átt erfitt uppdráttar, einkum vegna meiðsla, en virðist nú vera komin í sitt besta form á ný. Hún hefur unnið þrjú stórmót (grand slam) á ferlinum, Wimbledon 2004, Opna bandaríska meistaramótið 2006 og það ástralska 2008. Í fyrra komst Sharapova á lista Time yfir þrjátíu bestu tennisynjur sögunnar. Azarenka er ekki eins sjóuð, leikur nú í fyrsta skipti til úrslita í einliðaleik á stórmóti. Engin hvítrússnesk kona hefur komist hærra á heimslistanum en Natasha Zvereva náði fimmta sætinu á sínum tíma. Azarenka á að baki tvo sigra í tvenndarleik á stórmótum, árið 2007 vann hún Opna bandaríska mótið ásamt Max Mirnyi og ári síðar unnu þau Bob Bryan Opna franska meistaramótið. Efsta sæti heims- listans í húfi Hvítrússinn Victoria Azarenka einbeitt á svip. Hún er ekkert lamb að leika sér við, hvorki á velli né í viðtölum. Reuters Gera varð hlé á undanúrslitaviðureignRogers Federers og Rafaels Nadals áOpna ástralska meistaramótinu í tennisá fimmtudagskvöldið meðan flugeldum var skotið upp í tilefni af þjóðhátíðardegi Ástrala og fyrr um daginn höfðu keppendur og gestir ama af þotum ástralska flughersins sem flugu fram og aftur yfir keppnissvæðið í Melbourne í sýning- arskyni. Þetta er þó hjóm hjá hávaðanum sem bú- ist er við í dag, laugardag, þegar Maria Sharapova og Victoria Azarenka mætast í úrslitaleiknum í kvennaflokki. Þær eru nefnilega ókrýndar drottn- ingar kveinsins í tennisheimum. Stynja og veina á víxl þegar þær slá boltann yfir netið. Um fátt hefur verið meira rætt á mótinu að þessu sinni en veinin á vellinum en hin rússneska Sharapova og Azarenka, sem er frá Hvíta- Rússlandi, hafa gengið fram af ýmsum. Þetta er gömul saga og ný en dómendur á Wimbledon- mótinu í fyrra sáu ástæðu til að senda frá sér yf- irlýsingu eftir eina viðureign Azarenku þess efnis að keppendur á mótinu væru auðmjúklega beðnir um að stynja minna í leikjum. Þar til bær tæki á Wimbledon sýndu mest 95 desíbel þegar Azarenka rak upp kvein. Þá varaði meðalkvein hennar í hálfa aðra sekúndu. Það er í samræmi við óvís- indalega rannsókn sem gamla kempan Pam Shriv- er gerði meðan á leik Azarenku og Serenu Willi- ams stóð á Opna ástralska mótinu fyrir tveimur árum en hún leiddi í ljós að sú hvítrússneska var enn veinandi þegar Williams hafði slegið boltann sín megin. Stuna Azarenku er hvell og skerandi – ekki ósvipað helsærðu dýri. Hoppið upp í … Víst er að Sharapova kemur ekki til með að láta Azarenku vaða yfir sig en fyrir liggur að átrún- aðargyðja hennar er engin önnur en Lína lang- sokkur. Vein Sharapovu minnir líka meira á reitt dýr en sært og hefur hún oft orðið að athlægi í keppni. Einhverju sinni gekk það svo langt að áhorfendur gáfu henni fyrirmæli um að halda sér saman. Sharapova, sem ekki er þekkt fyrir að láta fólk eiga inni hjá sér, svaraði þá fullum hálsi: „Hoppið upp í rassgatið á ykkur!“ Azarenka er einnig þekkt fyrir skapstærð sína og hefur nokkrum sinnum misst stjórn á sér í keppni. Hún getur líka verið þurr á manninn eins og blaðamaður sem ræddi við hana fyrir heima- síðu Opna ástralska mótsins fékk að reyna. „Hvernig ganga æfingar og undirbúningur?“ spurði blaðamaðurinn bláeygur. „Þú varst á æfingunni,“ svaraði Azarenka stutt í spuna. „Já.“ „Hvers vegna spyrðu mig þá þessarar spurn- ingar?“ Enda þótt hljóðmengunin hafi verið í hámarki í Melbourne féll hún í skuggann af tennisnum sjálf- um í undanúrslitunum. Gæði leikjanna þegar Sharapova lagði Petru Kvitovu í þremur settum og Azarenka Kim Clijsters í jafnmörgum settum voru ótvíræð. Hver kona lék annarri betur og áhorf- endur önnuðust öskrin – í hrifningu sinni. Úrslitaleikurinn verður örugglega ekki síðri. Áhorfendum er þó bent á að hafa hvorki spegla né annað glerkyns meðferðis og íbúar í næsta ná- grenni ættu sennilega að tvöfalda gler í rúðum. Hvert í kveinandi! Kveinkvendin Sharapova og Azarenka mætast í úrslitum Opna ástralska tennismótsins Maria Sharapova reiðir til höggs í Melbourne. Endurheimtir hún titilinn? Reuters Victoria Azarenka í undanúrslitunum í vikunni. Reuters Vikuspegill Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Maria Sharapova er 24 ára, fædd 19. apríl 1987 í Nyag- an, en Victoria Azarenka 22 ára, fædd 31. júlí 1989 í Minsk. Báðar fluttu þær ung- ar að árum til Bandaríkjanna til æfinga og keppni í tennis, Sharapova sjö ára en Az- arenka þegar hún var fjórtán. Annað heimili Sharapovu er í Ísrael. Búa báðar í Bandaríkjunum

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.