SunnudagsMogginn - 29.01.2012, Page 9

SunnudagsMogginn - 29.01.2012, Page 9
29. janúar 2012 9 Þriðja myndin í röðstuttmynda sem Mbl.Sjónvarp sýnir ásunnudögum í sam- vinnu við Kvikmyndaskóla Ís- lands heitir Knowledgy. Stutt- myndin Knowledgy er lokaverkefni Hrefnu Hagalín og Kristínar Báru Haraldsdóttur frá skólanum en þær útskrifuðust vorið 2010. Hrefna og Kristín Bára bæði framleiddu og leik- stýrðu myndinni. Þær fengu Hugleik Dagsson til liðs við sig í handritagerðinni og því kemur ekki á óvart að svartur húmor að hætti Hugleiks sé allsráðandi í myndinni. Aðalleikari úr Kids Knowledgy fjallar um skipti- nemann Michael (Leo Fitzpat- rick) frá Nýfundnalandi, sem stundar nám í kvikmyndaskóla og leigir herbergi af kærustupari í Reykjavík (Ingvar E. Sigurðs- son og Nína Dögg Filipp- usdóttir). Parið hyggst ganga í bandarískan sértrúarsöfnuð og kallar til hjón frá Los Angeles (Jody Flader og Noua M. Phoe- nix) í því skyni. Michael fær leyfi til að gera heimildarmynd um innvígsluferlið sem skóla- verkefni. Þorsteinn Bachmann leikur ennfremur í myndinni. Fitzpatrick þessi varð þekktur fyrir hlutverk sitt í hinni um- deildu og áhrifaríku kvikmynd Kids í leikstjórn Larrys Clarks, sem gerði líka Chloë Sevigny fræga. Leiðbeinandi myndarinnar er Dagur Kári Pétursson, kvik- myndatökumaður er Árni Fil- ippus og klippari er Eva Lind Höskuldsdóttir, sem klippti meðal annars Draumalandið. Óhætt er að segja að þessi stuttmynd sé óvenjulega metn- aðarfullt lokaverkefni enda fengu þær stöllur verðlaun frá skólanum. Verðlaunin voru að fara út til Kaupamannahafnar og sitja þar námskeið með upp- rennandi kvikmyndagerðarfólki víða að af Norðurlöndum. Knowledgy var seinna sýnd á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík og var tilnefnd til Edduverðlauna. Gott tveggja manna teymi „Við lærðum mikið af þessu. Við höfðum ekki leikstýrt áður og þetta voru leikarar sem hafa verið að leika lengi,“ segir Hrefna. Hún og Kristín Bára vinna ennþá saman og hafa verið bú- settar í Berlín síðastliðið ár. „Við erum búnar að vera að gera tón- listarmyndbönd fyrir þýskar og ítalskar hljómsveitir. Það hefur verið ágætisskóli. Næsta skref er að flytja til New York í vor og reyna fyrir sér þar,“ segir Hrefna. Hún segir gott að vinna sem hluti af tvíeyki. „Það er gott að vera saman og fá stuðning frá hvorri annarri. Það gefur manni aukinn kraft.“ ingarun@mbl.is Kvikmyndir Svartur húmor að hætti Hugleiks Ingvar E. Sigurðsson og Nína Dögg Filippusdóttir leika par, sem hyggst ganga í bandarískan sértrúarsöfnuð. Leo Fitzpatrick varð þekktur fyrir hlutverk sitt í myndinni Kids frá 1995. Það er nóg að gera hjá Kristínu Báru Haraldsdóttur og Hrefnu Hagalín. Þær eru að fara að gera nýja Munda-mynd en þær hafa áður unnið með fatahönn- uðinum kraftmikla. Myndin er hvorki meira né minna en súr- realísk handboltamynd, sem hljómar mjög áhugavert. Tökur standa yfir alla helgina og næstu viku. Þetta verkefni tengist líka Kvikmyndaskóla Íslands líkt og Knowledgy. Þetta er útskrift- arverkefni Vigfúsar Þormars Gunnarssonar úr leiklist. Leik- stjóri er Mundi vondi en Hrefna og Kristín Bára framleiða. Fyrir utan Vigfús Þormar sjálfan fara með helstu hlutverk Þorsteinn Bachmann, Walter Grímsson, Atli Óskar Fjalarsson og Frosti Gnarr. Hrefna Hagalín og Kristín Bára Haraldsdóttir. Súrrealísk handboltamynd

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.