SunnudagsMogginn - 29.01.2012, Qupperneq 10
10 29. janúar 2012
Skar og skarkali | 21
Þorgrímur Kári Snævarr
07.00 Farið á fætur. Stór dagur fram-
undan, fyrsti Skákdagur Íslands sem hald-
inn var í tilefni afmælis Friðriks Ólafs-
sonar. Frí tekið frá hinni hefðbundnu
vinnu í Landsbankanum. Nokkrir tölvu-
póstar sendir og Skák.is uppfærð áður en
haldið er út í atið. Dagurinn snýst um
skák.
08.30 Náð í jakkafötin í hreinsun.
09.00 Bílinn í viðgerð.
09.30 Stefán Bergsson, fram-
kvæmdastjóri Skákakademíu Reykjavík-
ur, ásamt einkabílstjóranum, Frey Arn-
órssyni, nær í mig og rúntur dagsins hefst
hjá okkur tveimur.
10.00 Komið við í Kringlunni þar sem
maraþoneinvígi stórmeistarans Stefáns
Kristjánssonar og alþjóðlega meistarans
Braga Þorfinnssonar hófst. Stefán hafði
betur en þeir kapparnir tefldu þar til
klukkan var orðin 18 og voru orðnir
slæptir mjög.
11.00 Haldið á Bessastaði þar sem Hr.
Ólafur Ragnar Grímsson forseti bauð okk-
ur í tilefni dagsins. Friðrik og Nansý Dav-
íðsdóttir tefldu og gerðu jafntefli. Myndir
teknar af unglingalandsliðinu sem er að
fara á NM í Finnlandi í febrúar. Ég hélt
mína fyrstu ræðu á Bessastöðum og mögu-
lega þá síðustu!
13:00 Af Bessastöðum var haldið á Al-
þingi. Þar tefldi Jóhann Hjartarson hrað-
fjöltefli við fimm þingmenn, þau Guðfríði
Lilju Grétarsdóttur, Vigdísi Hauksdóttur,
Gunnar Braga Sveinsson, Sigmund Erni
Rúnarsson og Guðlaug Þór Þórðarson.
Einvígið fór fram undir vökulum augum
þingforsetans, Ástu R. Jóhannesdóttur,
sem vildi tryggja að allt væri búið fyrir at-
kvæðagreiðslu á þinginu sem hæfist kl.
13:30. Mikið hlegið að bröndurum um ref-
skák og mannsfórnir sem eiga sér víðar
stað en á skákborðinu!
13:30 Farið í Vin, athvarf fyrir fólk
með geðraskanir, þar sem minningarmót
um Björn Sölva Sigurjónsson fór fram.
Alltaf gott að koma í Vin, um mann fer
vellíðunartilfinning, andrúmsloft einstakt
þar. Róbert Lagerman sigraði en móðir
Björns, Herdís, lék fyrsta leik mótsins.
14.15 Fórum í RÚV í Efstaleitinu þar
sem Friðrik Ólafsson tefldi fjöltefli við
starfsmenn. Friðrik gerði þrjú jafntefli
við þá Þorstein Þorsteinsson, Hilmi Frey
Heimisson og Pál Magnússon útvarps-
stjóra. RÚV færði Friðriki að gjöf átta
DVD-spólur þar sem finna mátti efni
með honum bæði úr sjónvarpi og út-
varpi.
16.30 Að sjálfsögðu var teflt í Lands-
bankanum á skákdeginum, vinnustað
forsetans, en þar fór fram keppnin Skák-
meistari Landsbankans. Bergsteinn Ein-
arsson hafði sigur sem var vel viðeigandi
enda á hann líka afmæli þennan dag eins
og Friðrik.
18.30 Haldið í höfuðstöðvar Skák-
sambands Íslands í Faxafeni 12 þar sem
Skákfélag fjölskyldunnar var stofnað. Því
skákfélagi er ætlað að styðja krakka sem
tefla. Frábært framtak hjá þeim sem að
því standa.
19:30 Safnað saman gífurlegum
fjölda frétta um Skákdaginn og hluti
þeirra settur á Skák.is.
20.00 Þriðja umferð Gestamóts Goð-
ans fór fram í gær hófst í höfuðstöðvum
SÍ. Eitt sterkasta mót landsins. Startaði
umferðinni sem skákstjóri mótsins.
20.30 Að þessu loknu fórum við
nokkur sem höfðum unnið við að halda
utanum skipulag dagsins á Billiard-
barinn, við hliðina á höfuðstöðvum
Skáksambands Íslands og slökuðum á
eftir góðan dag og er það nokkuð ljóst að
margar góðar minningar munu tengjast
þessum degi. Á meðan var enn unnið við
uppfærslu á Skák.is og fjöldi frétta settur
inn. Magnið var þó það mikið að stór
hluti þeirra var settur á verkefnalista
degi síðar. Teflt var á ótrúlega mörgum
stöðum þennan dag. Má þar nefna
Grímsey, Siglufjörð, Sauðárkrók,
Blönduós, Laugarvatn og Austurlandi að
ógleymdu sendiráðinu í London!
Það er ljóst að skákhreyfingin á margar
góðar hendur og það er óhætt að hlakka
til Reykjavíkurmótsins í Hörpu í mars og
Skákdagsins 2013!
23:30 Haldið á heim leið. Þreyttur og
sáttur forseti SÍ eftir frábæran dag.
Morgunblaðið/Golli
Dagur í lífi Gunnars Björnssonar, forseta Skáksambandsins
Hélt ræðu á
Bessastöðum