SunnudagsMogginn - 29.01.2012, Page 16
16 29. janúar 2012
að staðsetja. „Við vissum því að hún yrði
ekki alveg laus við þetta en þó að mestu.
Við vissum til dæmis að þeir gætu ekki
náð þeim punkti sem hefur áhrif á ökkl-
ann, en jafnvægið fór meira úr skorðum
en við áttum von á. Það kom okkur mest
á óvart því læknarnir gerðu ekki ráð fyrir
því.“
Mjög fljótlega að aðgerð lokinni hófst
endurhæfing af töluverðum krafti. Bati
var hægur í fyrstu en gleðin þeim mun
meiri í hvert skipti. „Sjúkraþjálfarinn
hljóp langa leið til að ná í mig þegar hann
varð var við fyrstu hreyfingu. Þá gat
Anna hreyft einn fingurinn aðeins,“ seg-
ir Sigmundur þegar hann hugsar til baka.
Stór og erfið aðgerð
Anna Lilja fór í aðgerðina 15. febrúar.
Sigmundur skrifar svo í dagbók sína
þann dag: „Fékk Halla með mér að hitta
dr. Mayer sem sagði aðgerðina hafa verið
erfiða og eina þá stærstu sem hann hefði
gert. Allt hefði þó gengið vel en all-
nokkur blæðing hefði orðið sem og að
bandvefur sem myndaðist við fyrri að-
gerð hefði verið gróinn við beinið svo
það hefði þurft að „hrista“ heilann af
kúpunni. Anna væri því með heilahrist-
ing.“
Síðan segir hann: „Það var aðdáunar-
vert að sjá hve sterk Anna var, hún var
bara björt til augnanna og virtist sem allt
væri í góðu lagi, hún sagðist þó vera með
hausverk. Hún brosti mikið er hún sá
Kötu.“
Anna Lilja útskrifaðist af Mayo Clinic
1. apríl. Eftir heimkomuna fór hún strax
á Kristnes og var þar fram í október og
var síðan á Reykjalundi um tíma. Nú fer
hún fjórum sinnum í viku til sjúkraþjálf-
ara á Bjargi og fer einnig vikulega í tal-
þjálfun. „Ég talaði ekkert fyrstu fjóra
dagana eftir aðgerðina,“ segir hún skýr-
mælt en talar rólega.
„Ég sagði ekki eitt einasta orð. Gat
ekki talað,“ segir Anna Lilja. „Vinstri
hluti líkamans var ákaflega máttlítill en
hægri hlutinn alveg dauður, en þeir fóru
strax að pína mig í sjúkraþjálfun.“
Svo kom fyrsta orðið: „Stefán.“ Nafn
sonarins sem beið foreldra sinna hjá
nánustu ættingjum heima á Íslandi.
Anna Lilja braggðist og steig alfarið
upp úr hjólastólnum í maí en hún gat
ekki notað hægri höndina. „Það var
skrautlegt þegar ég burstaði fyrst í mér
tennurnar með vinstri hendi!“ segir hún
og hlær. Hún þurfti að læra að skrifa upp
á nýtt og segir það hafa verið dálítið erf-
itt. „Ég er ekki búin að fá fulla hreyfigetu
í hægri höndina en það kemur; fyrst fór
ég ekki í flóknari hluti en prentstafi, en
nú er gamla, góða skriftin mín komin
aftur.“
Þarf mikla hvíld
Anna er töluvert háð þeim feðgum,
„Læknarnir sögðu mér að ég myndi
eflaust missa máttinn vinstra megin í
líkamanum en það yrði ekki varanlegt,
nema helst í ökklanum. Það hefur stað-
ist.“
Hún er ánægð í dag. „Mér líður af-
skaplega vel og það að vera laus við flog-
in er ólýsanlega gott. Það er töluverð
hefting að ég skuli notast við göngu-
grind, en það er ekkert miðað við það
sem ég var búin að líða áður. Það sem
veldur manni einna mestri einangrun er
að geta ekki keyrt.“
Hún hefur þó ekki stórar áhyggjur af
því. Segist hugsa um það síðar.
Hún er ekki til stórræðanna frekar en
reikna mætti með en er bjartsýn. „Eftir
svona inngrip þarf maður mikla hvíld en
ég lagast smám saman. Fyrir ári þurfti ég
að leggja mig tvisvar á dag; þá fannst
mér eins og ég gerði ekki annað en að
sofa. Ég spurði lækna um þetta og þeir
sögðu að það væri fullkomlega eðlilegt og
þetta lagast hægt og rólega. Nú þarf ég
ekki að leggja mig nema einu sinni á
dag.“
Sjálf segist hún ekki skynja jafn vel og
aðrir hver batinn er. „Það er heilmikill
styrkur í því þegar fólk sem býr í
Reykjavík kemur norður og segir að allt
annað sé að sjá mig en síðast! Þetta geng-
ur svo hægt að ég skynja það ekki sjálf;
það gengur hægt, en bítandi. Þetta
breytist smám saman. Fólk nefnir ekki
síst um hve talið hafi breyst mikið hjá
mér.“
Hún segist þó enn eiga erfitt með að
halda uppi samræðum í margmenni.
„Það er gott þegar við erum saman fjöl-
skyldan, en ég á ekki heima í samræðum
í nokkurra manna hópi. Ég vil ekki segja
að ég sé illa máli farin en ég þarf að tína
orðin fram eitt af öðru; þau eru öll í
höfðinu á mér en það tekur lengri tíma
en áður að ná í þau.“
Fjölskyldan heima á Akureyri. Stefán Einar Sigmundsson með hundinn Plútó, Anna Lilja Stefánsdóttir og Sigmundur Einar Ófeigsson.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Anna galvösk á meðan hún er búin undir
uppskurðinn. Hún segist engu hafa kviðið.
Katrín Frímannsdóttir í heimsókn hjá Önnu Lilju á meðan beðið var eftir flogum.
Anna Lilja með Lilly frænku sína í fanginu í
Minneapolis. Til hægri er Guðbjörg Ragna
Colton en þær Anna eru systkinabörn.