SunnudagsMogginn - 29.01.2012, Side 23
29. janúar 2012 23
Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, hefur enn á ný sigað her sínum á borginaHoms, sem er vígi mótmælenda í landinu. „Hryllilegt fjöldamorð átti sér stað,“sagði Rami Abdul-Rahman, forstjóri Mannréttindavaktar Sýrlands, í samtalivið fréttastofuna AP. Að minnsta kosti 30 manns létu lífið í árásum sýrlenska
hersins á fimmtudag og munu smábörn vera þar á meðal. Á netinu mátti sjá upptökur af
andófsmönnum sem sýndu lík barna. Einnig var ráðist á fólk í héraðinu Hama. Þar munu
samkvæmt fréttastofunni DPA 40 manns hafa látið lífið.
Assad er ekkert einsdæmi í sögunni. Þeir eru ófáir ráðamennirnir, sem hafa varðað feril
sinn líkum og ódæðisverkum. Fæstir hafa þeir hins vegar þurft að svara fyrir gjörðir sínar.
Ekki eru nema nokkur ár síðan alþjóðlegi glæpadómstóllinn í Haag var stofnaður og ein-
hver reynsla er komin á störf hans, þótt ekki sé hún mikil.
Spænski rannsóknardómarinn Baltasar Garzón hefur verið ötull við að reyna að kalla
ráðamenn til ábyrgðar. Hann reyndi á sínum tíma að fá Augusto Pinochet, fyrrverandi
einræðisherra í Síle, framseldan frá London til að hægt yrði að sækja hann til saka fyrir af-
brot, sem framin voru í valdatíð hans. Einnig reyndi hann að sækja herforingjastjórnina í
Argentínu til saka fyrir mannréttindabrot. Hann hefur beint spjótum sínum að George
Bush og Osama bin Laden, ETA og al-Qaeda og rússnesku mafíunni.
Garzón hefur einnig látið að sér kveða heima fyrir. Hann stefndi ráðherrum sósíal-
demókrata á sínum tíma fyrir að hafa lagt á ráðin um að myrða liðsmenn hryðjuverka-
samtaka Baska og hefur sú málsókn, telja ýmsir, átt þátt í því að nú hafa liðsmenn þeirra
tilkynnt að þeir ætli að leggja niður vopn.
Ákvörðun Garzóns um að taka upp eitt viðkvæmasta mál spænskrar nútímasögu og fara
ofan í hvarf 114 þúsund manna í spænsku borgarastyrjöldinni og stjórnartíð einræðisherr-
ans Franciscos Francos olli hins vegar talsverðri ólgu eins og rakið er í vikuspegli í Sunnu-
dagsmogganum í dag. Gagnrýnendur Garzóns segja að hann hafi þar með gert að engu
sakaruppgjöf, sem samþykkt var eftir lát Francos.
Garzón segir að glæpir gegn mannkyni vegi þyngra en sakaruppgjöfin. 2010 var Garzón
stefnt út af málinu og hann leystur frá störfum. Á bak við málsóknina eru hægri samtök,
sem kalla sig Hreinar hendur eða Manos Limpias, sem gæta hagsmuna þeirra, sem frömdu
morð í borgarastríðinu og einræðisríkinu og fylltu fjöldagrafir af líkum. Einn af starfs-
bræðrum Garzóns lagði fram ákæruna.
Þetta mál er svo öfugsnúið að saksóknararnir fóru fram á það að hæstiréttur vísaði því
frá í málflutningi í vikunni. Kváðust þeir ekki geta annað en tekið undir með verjendum
Garzóns að málið væri tilhæfulaust.
Verið getur að Garzón hafi stundum seilst of langt, en hann er heill í baráttu sinni gegn
refsileysi einræðisherra, glæpaforingja og hryðjuverkamanna. Garzón er ekki glæpamað-
urinn heldur þeir, sem bera ábyrgð á hvarfi 114 þúsund manna á Spáni á fyrri hluta 20.
aldar. Garzón skirrist ekki við að bjóða valdinu byrginn og hefur á ferli sínum aflað sér óf-
árra óvina. Málaferlin á hendur manni, sem hefur gert að ævistarfi sínu að berjast gegn
mönnum á borð við Bashir al-Assad, vekja furðu og það yrði skrumskæling á réttlætinu
yrði hann sekur fundinn.
Atlaga að rannsóknardómara
„En það er nefnilega staðreynd að
tvílembingar Framsóknarflokksins
ganga til kosningabaráttunnar með
slitna brynju, sundrað sverð og
syndagjöld.“
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra í orða-
skiptum við Gunnar Braga Sveinsson, þingmann
Framsóknarflokksins á Alþingi.
„Nei, nei!“
Robin van Persie, fyrirliði Arsenal, þegar hann
sá að taka átti ungstirnið Alex Oxlade-
Chamberlain af velli í leiknum gegn Man-
chester United.
„Þetta eru ákveðin kafla-
skipti og staðfesting á því
að maður sé ekki bara að
gaspra út í loftið.“
Hallfríður J. Ragnheiðardóttir
sem hljaut Ljóðstaf Jóns úr Vör
þetta árið.
„Romney ríkisstjóri
getur ekki sagt satt.“
New Gingrich sem sakar keppinaut
sinn í forvali repúblikana fyrir for-
setakosningarnar í Bandaríkjunum
um lágkúrulegar brellur.
„Einlægt hrós [er] afar gott stjórn-
tæki.“
Örn Árnason leikari í fyrirlestri um hrós.
„Ást mín á sannleikanum og að
sannreyna hluti og þjóna almenningi
er algjörlega óbreytt, hvort
sem ég er í þessari vinnu
eða blaðamaður. Mér
finnst ég ennþá vera
þjónn almennings og
kjósenda. Ég vil efla orð-
ræðu í þjóðfélaginu
á því sem byggist
á staðreyndum.“
Jóhann Hauksson, ný-
ráðinn upplýsinga-
fulltrúi ríkisstjórn-
arinnar.
„Hann ákvað
að hann ætlaði að
lifa.“
Olve Arnes, flugstjóri
norsku þyrlunnar, sem
bjargaði íslenska skip-
brotsmanninum við Noreg.
Ummæli vikunnar
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Stofnað 1913
Útgefandi: Óskar Magnússon
Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal
lætingin einnig farin. Sennilega væri athugunar-
efni að tryggja að almannavarnayfirvöld fái á
neyðarstundu vald til stundaratbeina af öllum
fjölmiðlum landsins þegar mikla vá ber að hönd-
um. Ekki er nokkur leið að treysta RÚV á slíkum
stundum eins og sagan sannar.
Steingrímur leggur ESB undir fót
Steingrímur J. Sigfússon var ekki fyrr kominn út
úr landsdómsraunum þeim sem aðeins voru
nefndar hér að framan, en hann lét útbúa fyrir sig
nesti og nýja skó (dagpeninga, farmiða og fín
hótel) í þeim fjórum ráðuneytum sem hann er
sestur yfir. Honum lá á. Stækkunarstjórinn sjálfur
og næstum því jafnmerkileg stórmenni önnur
urðu að fá að heyra það úr munni Steingríms
sjálfs að þau Jóhanna væru búinn að losa sig við
þann vonda Jón Bjarnason, sem gengið hefði með
þá ólæknandi meinloku að hann ætti að gæta
hagsmuna Íslands í viðræðum við ESB. Ekkert
svoleiðis sveitamannahjal mun þvælast fyrir
samningum lengur mátti lesa úr líkamstjáningu
Steingríms J. ráðherra, ráðherra, ráðherra og
ráðherra, sem nú bíður eftir því að verða líka
iðnaðarráðherra. Það komu eins og óvart gamlar
teiknimyndir upp í hugann þegar birtust myndir
af Steingrími J. með stækkunarstjóranum og
þeim hinum. Þær myndir voru bornar saman við
myndir af sama Steingrími J. með hnefann á lofti,
hrópandi vígorð gegn ESB fyrir síðustu kosn-
ingar. Myndirnar sem í hugann komu voru af
Birni gamla Jónssyni ráðherra (hann var þá eini
ráðherra landsins), hinum mikla konungsskelfi
hér heima annars vegar og svo þegar hann hitti
kóngsa sjálfan í höllinni hans. Samhengið er slá-
andi.
En það sem vekur óhug og ógleði, í báðum
merkingum orðsins, á þessar síðari göngu í
kóngsgarð, er að Steingrímur þandi sig í Brussel
um að koma hans sýndi að „nú væru samningar
byrjaðir í alvöru“. Þetta verður ekki skilið öðru
vísi en svo að hann stefni á að koma heim svo
fljótt sem má með jafnvel enn þá „frábærari
samning“ um ESB en umboðsmaður hans, félagi
Svavar, kom með heim í Icesave. Þjóðin veit hvað
í slíkum hótunum felst.
neytinu?
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Morgunblaðið/Ómar