SunnudagsMogginn - 29.01.2012, Side 33
29. janúar 2012 33
ljósari. En ég held að viðhorf mitt til
tónlistar sé mjög mótað af því að hafa
spilað í hljómsveit í svona mörg ár.
Þegar maður spilar í rokkhljómsveit
spilar maður með tilfinningunum.
Hvaða nótur maður er að spila skiptir
ekki öllu máli, svo framarlega sem
þetta hljómar vel. Þetta er fegurðin í
rokktónlist; hún er öll gerð frá hjart-
anu. Síðan bætist eitthvað við þegar
maður fer að skrifa niður nótur. Þá
verður ferlið miklu hægara og maður
nálgast þetta allt öðruvísi. Það eru
meiri pælingar hvað varðar form og
meiri vísindi. Ég hef rætt þetta við fólk
og það eru ekki allir sammála þessu en
þetta er mín upplifun.“
Hluti af lifandi tónlistarlífi
Hann segir margt annað úr gamla
hljómsveitarheiminum nýtast sér vel.
„Í popptónlist er svo mikilvægt að vera
duglegur að koma sér á framfæri og
það hefur nýst mér,“ segir Páll, sem
finnst þetta stundum vanta á klassíska
endanum. „Þetta er bara vinna. Klass-
ísk tónlist er lifandi tónlist, þetta er
ekki stofnanatónlist. Það skiptir máli
að tónlistin sé hluti af lifandi tónlistar-
lífi. Þess vegna höfum við verið að
skipuleggja okkar eigin tónleika sem
við gerum undir okkar eigin formerkj-
um og erum ekki að bíða eftir að vera
flutt í einhvers konar ríkisbatteríi. Ég
vona að í Hörpu náist gott jafnvægi
milli lifandi tónlistarlífs og þessa rík-
isbákns sem þetta er.“
Páll byrjaði að læra á píanó þegar
hann var fimm, sex ára og stundaði
námið í nokkur ár. Mér fannst Mozart
vera flottastur í heimi,“ segir hann og
útskýrir að kvikmyndin Amadeus, um
ævi tónskáldsins, hafi verið frumsýnd
þegar hann var sjö ára en myndin
hafði mikil áhrif á hann.
„Þegar ég varð eldri fór mér að
finnast rafmagnsgítarinn aðeins meira
töff. Ég byrjaði að spila á gítar og var
15 að verða 16 þegar ég fór að spila í
Maus og þar með voru næstu tólf árin
ráðin.“
Raftónlistin brúin í klassíkina
Páll tók eitt ár í raftónlist í tónlistar-
skólanum í Kópavogi og notaði það ár
sem undirbúning fyrir umsókn í
Listaháskóla Íslands. „Raftónlistin
varð síðan brúin yfir í klassískar tón-
smíðar. Úr henni var góð tenging í
rokkið. Þannig þróaðist þetta og núna
er ég búinn að vera sjö ár í há-
skólanámi!“
Hann segir doktorsnámið gefa sér
kost á að einbeita sér að því að semja.
„Það byggist mikið á því að vera sjálf-
stæður og er brú yfir í atvinnulífið.“
Er einhver draumapöntun sem þú
ert að bíða eftir?
„Þetta er kannski mjög diplómatískt
svar en það að vinna með góðu tón-
listarfólki sem vill flytja tónlistina
manns er draumapöntun. Það er mikið
af góðu tónlistarfólki á Íslandi.“
Páll stóð svo lengi á sviðinu en núna
er hann utan þess, fylgist bara með úr
sal. Skyldi hann ekki sakna þess að
koma fram? „Nei, alls ekki,“ segir
hann og hlær. „Ég er ótrúlega sáttur
við að sitja í salnum, ég er nógu
stressaður þar. Mér finnst ég miklu
meira eiga heima í því að semja tónlist
sem er síðan flutt af fagmönnum.“
Kærasta Páls heitir Tui Hirv og er söngkona. „Eins og Íslendingar fara og ganga upp á Esjuna, þá fara Eistar út í skóg. Þessi mynd er ekki
tekin úti í óbyggðum heldur rétt hjá þar sem við búum,“ segir Páll um þessa mynd.
„Í suðurhluta Eistlands er svæði sem kallast Setumaa og er heimkynni Setu fólksins. Þarna
erum við í heimsókn hjá kennaranum mínum sem á hús þar. Þetta er reyksauna. Þær virka
þannig að fyrst er kveiktur eldur inni í húsinu og allt fyllist af reyk meðan hitastigið rís. Þeg-
ar hitastigið hefur risið er hurðin opnuð og reyknum hleypt út. Þetta er ævaforn siður og
mikil athöfn. Maður kemur út endurnærður á sál og líkama,“ segir Páll.
„Rétttrúnaðarkirkja í bakgarði samyrkjubús. Þetta er á eyju sem heitir Vormsi, við vestur-
strönd Eistlands. Heimsókn mín þangað hafði svo mikil áhrif á mig að ég samdi þrjú tónverk
sem byggðu á því sem fyrir augu þar bar,“ segir Páll.
’
Það fylgir þessu
tónlistarlífi
mikið flakk og
það er gaman að geta
flakkað saman. Þetta
hefur virkað mjög vel
og verið ótrúlega gef-
andi. Það myndast
einhver sérstakur
galdur þegar við
vinnum saman. Ég
held það heyrist alveg
á tónlistinni.
Páll Ragnar er með verk á tónleikum á Myrkum músíkdögum sem eru í Háteigs-
kirkju í dag, laugardag, klukkan 14. Tónleikarnir eru með Kammerkór Suður-
lands og verður þar meðal annars flutt verk hans „Kom skapari, heilagi andi“.
Annað sem er á dagskrá hjá tónskáldinu eru tónleikar í Tallinn í Eistlandi og
Gdansk í Póllandi í næsta mánuði, svo eitthvað sé nefnt.
Frekari upplýsingar um það sem er í gangi hjá Páli má finna á facebooksíðu
hans og á síðunni pallragnarpalsson.com.
Á Myrkum músíkdögum