SunnudagsMogginn - 29.01.2012, Síða 35

SunnudagsMogginn - 29.01.2012, Síða 35
29. janúar 2012 35 fyrirgefa henni fyrir að hafa tekið frá þeim réttborinn konung. Játvarður lést árið 1972 eftir hálfs árs erfiða og þjáningarfulla baráttu við krabbamein í hálsi. Þar sem hann lá dauðvona tók Wallis í hönd hans, kyssti enni hans og hvíslaði: „Davíð minn.“ Davíð var eitt af mörgum fornöfnum hans. Hann var 75 ára þegar hann lést. Tíu dögum fyrr hafði Elísabet II frænka hans, sem var í opinberri heimsókn í Par- ís, heimsótt hann. Wallis og Elísabet hitt- ust síðan aftur við jarðarför Játvarðs sem fór fram á Englandi en Elísabet hafði gefið leyfi til að jarðneskar leifar hans, og seinna Wallis, yrðu jarðsettar í kon- unglegum grafreit við Windsor-kastala. Í ferðinni til Englands gisti Wallis í þrjár nætur í Buckingham-kastala en sagði að framkoma konungsfjöl- skyldunnar við sig hefði einkennst af kulda. Wallis óttaðist einsemdina og sagð- ist hefðu viljað deyja á undan manni sínum. Þegar ár var liðið frá dauða hans var hún orðin elliær sjúklingur, talaði eins og Játvarður væri lifandi og heyrðist jafn- vel biðja hann um að afsala sér ekki kon- ungdómi. Henni hrakaði jafnt og þétt á næstu ár- um. Hárið varð hvítt, hún missti sjón og varð lömuð. Hún lést níræð árið 1986. Elísabet II var meðal þeirra sem fylgdu henni til grafar á Englandi. Eftir afsal konungsdóms var brúðkaupið haldið í Frakklandi. Wallis var alla tíð umdeild og jafn- vel hötuð. Játvarður horfir á sínu heittleskuðu með blik í augum. Wallis var í marga áratugi á lista yfir best klæddu konur heims. ’ Ein frægasta ástarsaga tuttugustu aldarinnar komin á hvíta tjaldið.

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.