SunnudagsMogginn - 29.01.2012, Page 36
36 29. janúar 2012
Hugmyndin að Silver of theSea kviknaði vorkvöld eitt áÍslandi fyrir tæpum þremurárum, að sögn matreiðslu-
mannsins Völundar Snæs Völundarsonar.
Hugmyndin hélt áfram að þróast og það
varð úr að sumarið 2009 voru allar mat-
armyndirnar teknar. Síðan vék hún fyrir
öðrum verkefnum en í sjálfu sér lá ekkert
á að klára hana enda hreinræktað gælu-
verkefni höfundarins.
„Ég hafði lengi gengið með þessa hug-
mynd og byrjaði svo formlega fyrir
þremur árum. Hluti myndanna er tekinn
á Bahamaeyjum en við lögðum það á
okkur að flytja íslenskan fisk þangað til
að þetta yrði allt saman eftir bókinni,“
segir Völundur og hrósar samstarfs-
mönnum sínum, þeim Gunnari Kon-
ráðssyni ljósmyndara, Hauki Ágústs-
syni, sem skrifaði allan texta, og Jóni
Baldri Hlíðberg, sem teiknaði myndir.
„Þetta er falleg bók þótt ég segi
sjálfur frá enda er ég gríðarlega stoltur
af henni og þakklátur öllum þeim sem
komu að gerð hennar en það voru
býsna margir þegar upp var staðið,“
segir hann.
Þegar loksins kom að því að klára bók-
ina, sem kom út hjá Sölku fyrir jólin, var
heldur betur spýtt í lófana þannig að
þetta næðist. „Það var tvennt sem stóð í
mér,“ segir Völundur. „Annars vegar
vantaði myndir af nokkrum tegundum
fiska og svo þurfti að leggjast almennilega
yfir uppskriftirnar og pússa þær til,“ seg-
ir Völundur sem er staddur á Bahama-
eyjum. Hann fékk góðan liðsauka á
lokasprettinum. „Á endanum var
áhöfnin á togaranum Vestmannaey VE
444 undir stjórn Héðins Karls Magn-
ússonar komin í málið og út á ball-
arhafi náði Diddi Vídó síðustu mynd-
unum auk þess sem stórvinur minn
Hreinn Hreinsson tók nokkar myndir og
veitti okkur ómetanlega hjálp eins og
honum einum er lagið.“
Bókin er óvenjuleg að því leyti að hún
inniheldur einnig ítarlegar upplýsingar
Uppskrifta-
bók með
alfræðiívafi
Matreiðslumaðurinn Völundur Snær Völund-
arson er höfundur nýstárlegu matreiðslubók-
arinnar Silver of the Sea en þar eru fiskréttir í
fyrirrúmi. Hann segir forréttindi að fá að skapa
eitthvað gómsætt úr svona einstöku hráefni
Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
„Ég er gríðarlega hrifinn af fiski sem hrá-
efni og hef gaman af því að leika mér með
hann. Ég reyni yfirleitt að para hann sam-
an við bragðtegundir sem draga fram eig-
inleika hans án þess að yfirgnæfa,“ segir
Völundur Snær.
Matur
Olían, sítrónu- og appelsínusafinn og einnig sítrónu- og
appelsínubörkurinn eru sett í skál og blandað saman
jafnframt því sem kryddað er með salti og pipar. Síðan er
avókadó- og tómatbitunum bætt út í blönduna og hrært
í með skeið áður en borið er fram. Loks er dálitlu af fín-
skorna graslauknum sáldrað yfir.
Kimchee-salatsósa
240 ml sýrður rjómi
1 msk ferskur sítrónusafi
2 msk kimcheesósa
Öll efnin eru sett í skál og þeim blandað vandlega saman.
Rétturinn borinn fram
2 gulir kaffifíflar (endive) (blöðin tekin af)
2 rauðir kaffifíflar (endive) (blöðin tekin af)
2 habanera-piprar (sneiddir þunnt)
5 kaffifíflalaufum er raðað á disk
og litirnir látnir skiptast á. Síðan er
nokkru af kimchee-salatsósunni
ausið yfir blöðin og ein kletta-
krabba- kaka sett á hvert þeirra. Með skeið
er dálitlu af súraldins- og avókadóblöndunni ausið á
hverja köku og loks lögð sneið af habanerapipar ofan á.
Klettakrabbi
400 g klettakrabbakjöt
1 heilt egg
1 eggjarauða
1 msk brauðrasp
gróft salt og nýmalaður, svartur pipar
Klettakrabbakjötið er kryddað með salti og pipar. Síð-
an eru öll efnin sett í skál og þeim blandað vandlega
saman. Ríflega matskeið af blöndunni er sett á bökunar-
plötu og reynt að ná 20 skömmtum úr blöndunni. Bak-
araofninn á að hita fyrirfram í 200°C og baka krabbakök-
urnar í fjórar mínútur eða þar til þær eru fullbakaðar.
Súraldins- og avókadó-vínegretta
180 ml vínberjafræjaolía
2 msk ferskur sítrónusafi
2 msk ferskur appelsínusafi
1 tsk fínsaxaður sítrónubörkur
1 tsk fínsaxaður appelsínubörkur
240 ml avókadó (skorið í smáa bita)
4 plómutómatar (afhýddir, fræin fjar-
lægð
og skornir í smáa bita)
1 msk fínskorinn graslaukur
gróft salt og nýmalaður, svartur pipar