SunnudagsMogginn - 29.01.2012, Síða 43
29. janúar 2012 43
ingar með stökum verkum eða litlum
seríum úr þessari röð, Equiviocal. Hver er
munurinn á því að sýna stök myndverk
eða setja þau fram í bók?
„Þegar ég byrjaði á þessari röð, 2007,
var ég að vinna að sýningu og var ekkert
með bók í huga. Ég sýndi sum verkanna
2008 og fljótlega eftir það fæddist hug-
myndin að vinna heila bók. Ég hefði ekki
unnið þetta lengi að þessari seríu hefðu
verkin bara verið hugsuð fyrir sýningu.
Bókin varð til þess að ég tók lengri tíma og
hélt áfram að bæta nýjum þáttum í heild-
arverkið.
Í raun finnst mér þetta nú virka betur
sem bók en sem sýningarverkefni,“ við-
urkennir hún. „Þar sem ég hef sýnt þessar
myndir hafa fá verk komist upp hverju
sinni en þá hef ég líka getað farið ýmsar
leiðir í framsetningunni. Farið til dæmis
út í drungalega stemningu eða lagt
áherslu á liti og form. Í bókinni get ég rað-
að þessu saman á ákveðnari hátt, búið til
frásagnarlínu og stjórnað betur hvernig
fólk skynjar þetta.“
Tíminn þegar hún var að alast upp
Þessar myndir Katrínar eru iðulega teknar
á einhverskonar skilum. Stórisar í glugg-
um vekja upp minningar úr bernsku,
þetta er óræður tími.
„Ég vel ekki að mynda á stöðum þar
sem nýjasti Mac-skjárinn lendir á mynd-
inni,“ segir hún og brosir. „Inni í hús-
unum er sá tími þegar ég er að alast upp,
og enn eldri. Af hverju? Gæti verið ein-
hver nostalgía eða hrifning sem býr í mér.
Þegar ég sé staði sem ég hrífst af bið ég oft
um að fá að mynda þar. Í Póllandi sá ég
gamalt hús sem ég hreifst af og sagði við
eigandann að ég væri að safna myndum úr
gömlum húsum, hvort ég mætti mynda.
„Þetta er ekkert gamalt hús, það var
byggt árið 1940,“ sagði maðurinn móðg-
aður.“ Katrín hlær.
Hún notar orðið nostalgíu en það má
líka tala um ljóðræna stemningu í bók-
inni. Katrín segir langan tíma hafa farið í
að búa til myndflæðið, velja myndir, raða
þeim saman, og hreinsa hugsunina eins
og hún birtist í verkinu.
Bíómyndir voru ástæðan
Um tíma eftir að Katrín lauk námi starf-
aði hún við tísku- og auglýsinga-
ljósmyndun. Eftir að hafa búið í New
York um aldamótin síðustu hefur hún
starfað að sinni eigin skapandi ljós-
myndun. Hún hefur unnið með ýmsar
myndraðir, eins og nú og áður í Mórum,
en þótt útlit verkanna sé ólíkt frá einni
seríu til annarrar er andrúmsloftið iðu-
lega dularfullt í þessum verkum.
„Mórar var meira um Ísland, allar
myndirnar voru teknar hér heima og fólk
þekkti kannski staðina þótt myndirnar
væru óskýrar, en þessi verk eru frekar
landamæra- og tímalaus.
En ég hef iðulega hugsað verkin mín í
seríum, það heldur manni við efnið. Það
tekur langan tíma að vinna að hverri.
Stundum er ég komin með nokkrar
myndir sem ég ætla að gera að einhverju
en hætti svo við, það er allur gangur á
því. En ég er alltaf með nokkrar hug-
myndir í gangi, og stundum fara þær í allt
aðra átt en ég ætla í byrjun.“
En sækir Katrín sér stuðning í and-
rúmsloft verka annarra listamanna, ljós-
myndara, rithöfunda …?
„Örugglega í verk ljósmyndara og
myndlistarmanna, en ég sæki mest í bók-
menntir og bíómyndir,“ segir hún. „Þar
sem ég hrærist mikið í þessum myndlist-
arheimi tek ég líklega ekki eins eftir því,
en bækur og kvikmyndir, þangað hef ég
sótt. Ég var mikið að lesa Haruki Mura-
kami þegar ég vann að þessum verkum
og í þeim er oft einskonar súrrealismi;
persóna er á tveimur stöðum á sama
tíma, og það hefur allt áhrif – þótt maður
geti aldrei sagt hvað síast inn.
Líklega voru bíómyndir ástæða þess að
ég fór út í ljósmyndun á sínum tíma. Ég
fór sautján ára á Franska kvikmyndahá-
tíð og uppgötvaði þann miðil. Ég man til
dæmis hvernig allskonar ljósmynda-
rammar birtust í Moon in the Gutter (La
Lune dans le caniveau) eftir Beineix. Það
varð til þess að ég fékk meiri áhuga á
ljósmyndum. Ég hef sótt kvikmyndahá-
tíðir og lagt mig eftir ákveðnum kvik-
myndum, en hef samt ekki haft áhuga á
að fara út í þann miðil sjálf.“ Sínar sögur
segir Katrín nefnilega í ljósmyndaröðum.
’
Ég vil helst ekkert
tala um staðsetn-
inguna, það þvælist
bara fyrir fólki sem sér
verkin. Ef ég segi Stykk-
ishólmur þá gæti það spurt
hvort þetta væri rauða hús-
ið þar.“
„Þetta á ekki að vera augljóst, frekar óræðar vísanir. Það er gott ef fólk áttar sig smám
saman á tenginum milli mynda,“ segir Katrín Elvarsdóttir um myndröðina.
Morgunblaðið/Kristinn
Stúlka og eldur, frá 2009,
er upphafsmynd bókar
Katrínar Elvarsdóttur,
Equivocal. „Þessi verk eru
frekar landamæra- og
tímalaus,“ segir hún.