Morgunblaðið - 06.03.2012, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2012
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir
Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Annað kvöld hefst nýr kafli í markaðsátakinu
Inspired by Iceland þegar sex útlendingum verð-
ur boðið í mat í sérsmíðuðu eldhúsi sem hefur
verið komið fyrir á pramma á Reykjavíkurtjörn.
Næstu tvær vikurnar verður síðan farið með
þetta fulla hús matar um landið þar sem útlend-
ingum gefst kostur á að borða íslenskan mat og
njóta útsýnisins, íslenskrar náttúru, um leið út
um eldhúsgluggann, eins og á íslensku heimili.
Út að borða á Tjörninni
Morgunblaðið/Ómar
Íslenskur matur í íslensku eldhúsi með íslenska náttúru fyrir utan gluggann í boði Inspired by Iceland
Borgarahreyfingin, Frjálslyndi flokkurinn, Hreyfingin
og Samtök fullveldissinna eru meðal aðildarfélaga nýrra
stjórnmálasamtaka sem fengið hafa vinnuheitið Breið-
fylkingin. Samkvæmt lokadrögum að kjarnastefnu sam-
takanna munu þau beita sér fyrir því að skuldavandi
heimilanna verði leystur með róttækum hætti, að verð-
tryggingin verði afnumin og að lágmarks-framfærslu-
viðmið verði lögfest.
Þá vilja samtökin að ný stjórnarskrá verði borin undir
þjóðaratkvæði sem fyrst, að stokkað verði upp í stjórn
fiskveiða frá grunni, að bankaleynd verði afnumin og að
afdráttarlaust uppgjör við hrunið fari fram. Hvað Evr-
ópusambandsaðild varðar segir í drögunum að þjóðinni
verði treyst til að ráða niðurstöðunni en áhersla verði
lögð á opið og lýðræðislegt ferli, óháða upplýsingagjöf og
fræðslu.
Í tilkynningu frá samtökunum segir að um pólitísk
stórtíðindi sé að ræða en með stofnun þeirra hafi „börn
Búsáhaldabyltingarinnar“ tekið saman höndum á ný.
„Hið sameinaða afl hefur þannig í vegarnesti einstak-
linga sem nú sitja á Alþingi, einstaklinga sem áður sátu á
Alþingi og einstaklinga sem tóku þátt í störfum Stjórn-
lagaráðs og er auk þess grundvallað á ígrundaðri stefnu-
mótun aðildarfélaga sinna,“ segir í tilkynningunni.
Stofnfundur samtakanna verður haldinn 18. mars
næstkomandi á Grand hóteli. holmfridur@mbl.is
Breiðfylking um lýðræði
og almannahag stofnuð
Morgunblaðið/Júlíus
Hópur Mótmælendur taka saman höndum á ný.
Vilja ráðast í róttækar
aðgerðir í þágu heimilanna
Sigurður Líndal,
prófessor í lögum,
segist í fljótu
bragði ekki sjá að
það ógildi fram-
boð til embættis
forseta þótt fram-
bjóðandi heiti
fólki gjöfum fyrir
að safna meðmæl-
endum. Hann tek-
ur þó fram að
hann telji slíkt með öllu óviðeigandi.
Ástþór Magnússon, sem ætlar að
bjóða sig fram til embættis forseta
Íslands, hefur opinberlega heitið
þeim facebookvini sínum sem safnar
flestum meðmælendum fyrir fram-
boðið á næstu sjö dögum Spánarferð.
Hann greiðir flugfarið og býður við-
komandi að gista í íbúð í húsi sínu á
Marbella.
Í kosningalögum og hegning-
arlögum er bannað að bera fé á kjós-
endur og hafa þannig áhrif á hvernig
þeir greiða atkvæði. Sigurður segist
ekki finna sambærileg ákvæði um
söfnun meðmælenda. Hann telur þó
rétt að innanríkisráðuneytið eða
kjörstjórn fari vel yfir málið í þessu
ljósi. „Hins vegar finnst mér slíkt
andstætt öllu velsæmi og rýra traust
á viðkomandi frambjóðanda,“ segir
Sigurður um Spánarferðina og bend-
ir á að fólk sem tekur þátt í slíkri
söfnun meðmælenda geri það vænt-
anlega af öðrum ástæðum en trausti
á frambjóðandanum. helgi@mbl.is
Spánar-
boðið ekki
ólöglegt
Ástþór
Magnússon
Prófessor telur
slíkt boð óviðeigandi
Maðurinn sem slasaðist alvarlega í
eldsvoða í Tunguseli aðfaranótt
föstudags er látinn. Hann hét Einar
Guðmundsson og var kennari við
Kársnesskóla.
Stjórnendur skólans og séra Sig-
urður Arnarson leiddu kyrrðarstund
með nemendum í 8., 9. og 10. bekk á
sal skólans í gærmorgun, samkvæmt
upplýsingum frá Kársnesskóla.
Eldurinn kviknaði í íbúð á þriðju
hæð í Tunguseli 8 og þurfti að rýma
allar íbúðir í tveimur stigagöngum.
Annar íbúi í íbúðinni komst út af
sjálfsdáðum.
Lést í eldsvoða
í Tunguseli
Veldu einhverja tíu ávexti
á ávaxtamarkaði Krónunnar
– fyrst og fre
mst
ódýr!
og þú borgar...
Sigrún Rósa Björnsdóttir
sigrunrosa@mbl.is
Helgi Hjörvar, formaður efnahags-
og viðskiptanefndar Alþingis, segir
enga leið að auka útgjöld ríkissjóðs
afturvirkt nema að tryggja tekjuöfl-
un á móti, því að ekki megi undir
nokkrum kringumstæðum raska
þeim árangri sem náðst hafi í rík-
isfjármálum.
Helgi segir nefndina munu funda í
dag um allar þær tillögur sem liggja
fyrir í þinginu og varða skuldamálin.
„Nefndin mun skoða allar tillögur
sem koma fram í skuldamálum
heimilanna, bæði þessa tillögu og
eins tillögu Gylfa Magnússonar,“
segir Helgi, spurður um hugmyndir
ASÍ sem Gylfi Arnbjörnsson kom
inn á í Morgunblaðinu í gær. Þar
sagði Gylfi það vera mat ASÍ að
hækkun eignarskerðingarmarka aft-
urvirkt frá 2009, upp í 18-20 millj-
ónir, gæti hjálpað mörgum skuld-
settum heimilum umtalsvert. „Það
er alveg ljóst að það verður að grípa
til frekari aðgerða í skuldamálum
heimilanna heldur en gert hefur ver-
ið,“ segir Helgi.
Þarf að finna langtímalausn
Gylfi Magnússon hefur lagt til að
gripið verði til aðgerða til að bæta
stöðu þess hóps sem keypti sitt
fyrsta húsnæði frá hausti 2004 til
hausts 2008, í gegnum skattkerfið.
Helgi segir nefndina ekki hafa
skoðað lækkun eignarskerðingar-
marka sérstaklega en gerir ráð fyrir
að farið verði yfir vaxtabótatillögur
þegar fjárlagafrumvarpið verður
lagt fram. Helgi bendir á að árið
2011 og 2012 hafi verið aukið veru-
lega við vaxtabæturnar, um 6 millj-
arða, sem sé nær helmings aukning
en þar vísar hann til sérstakra vaxta-
bóta. Um leið hafi verið horfið til
þeirra eignarmarka sem voru í gildi
árið 2008 í almennu vaxtabótunum.
Helgi segir það rétt sem komi
fram hjá ASÍ að það geti verið
ákveðinn hópur sem sé að fá minna í
vaxtabætur þó að það sé verið að
setja helmingi meiri pening í þær.
Fjármagna átti sérstakar vaxta-
bætur fyrir árin 2011 og 2012 með
skattlagningu á fjármálafyrirtæki og
lífeyrissjóði. Helgi segir lífeyrissjóð-
ina hafa reynst mjög andvíga þess
háttar þátttöku þegar til átti að taka.
Birkir Jón Jónsson, varaformaður
Framsóknarflokksins og nefndar-
maður í efnahags- og viðskipta-
nefnd, tekur undir málflutning ASÍ
varðandi vaxtabæturnar en segir
ríkisstjórnina hafi gengið alltof hart
fram í tekjutengingum almennt.
„Það virðist vera stefna hennar að
þurrka út þá stétt sem hingað til hef-
ur verið kölluð millistétt,“ segir
hann.
Guðlaugur Þór Þórðarson, þing-
maður Sjálfstæðisflokks, sem einnig
á sæti í nefndinni, segist hins vegar
telja skynsamlegt að hverfa frá
þeirri stefnu að ýta undir skuldsetn-
ingu með háu lánshlutfalli og vaxta-
bótum. „Ég tel mikilvægt að þeir
fjármunir sem við nýtum til að
hjálpa fólki fari í að aðstoða það við
að lækka skuldir sínar; það verði
fundin langtímalausn en ekki bara
settur plástur á sárið,“ segir hann.
Skuldir heimilanna ræddar í efnahags- og viðskiptanefnd í dag Ljóst að grípa
þarf til frekari aðgerða Vaxtabætur og hátt lánshlutfall hvetja til skuldsetningar
Meira þarf ef duga skal