Morgunblaðið - 06.03.2012, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.03.2012, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2012 Anna Lilja Þórisdóttir, Egill Ólafsson og Hallur Már Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, sagði þann stað „vandfundinn“ sem hefði viljað taka við íslensku bönkunum þegar hann gaf skýrslu um aðgerðir sínar í aðdraganda efna- hagshrunsins á fyrsta degi landsdómsmálsins. Bekkurinn var þéttsetinn í Þjóðmenningar- húsinu og áður en aðalmeðferðin hófst þurftu nokkrir frá að hverfa sem vildu horfa á. Voru fulltrúar erlendra fjölmiðla viðstaddir. Tveir ákæruliðir af sex hafa sem kunnugt er verið felldir niður. Standa þar eftir ákæra fyrir meinta vanrækslu við að tryggja að störf og áhersla samráðshóps stjórnvalda um fjár- málastöðugleika og viðbúnað væru markviss, fyrir að hafa vanrækt að draga úr stærð bankakerfisins og fyrir að hafa ekki fylgt því eftir að Icesave-reikningar Landsbankans yrðu fluttir yfir í dótturfélag í Bretlandi. Varð- ar sjötti ákæruliðurinn skort á frumkvæði að formlegum ráðherrafundi um ástandið í bankakerfinu. Við yfirheyrslurnar yfir Geir var hann spurður um þann kost að flytja höfuðstöðvar íslensku bankanna, eins eða fleiri, úr landi. Kvaðst Geir þá kannast við umræður um þetta, sérstaklega varðandi Kaupþing. Hefðu viljað skoðað bankana ítarlega Benti Geir svo á að íslensk stjórnvöld hefðu viljað að bankarnir greiddu áfram skatta á Ís- landi og veittu fólki hér vinnu. Þegar hug- myndir um að flytja höfuðstöðvar þeirra úr landi hefðu kviknað hefði verið ljóst að slíkt væri umfangsmikið og að hvert það land sem hefði átt að taka við íslenskum banka hefði vilj- að skoða hann ítarlega og fullvissa sig um stöðu hans. Andri Árnason, lögmaður Geirs, gerði að umtalsefni skýrslur sem birtust um stöðu bankanna áður en þeir féllu 2008. Kom þá meðal annars fram að Geir taldi að bankarnir væru að vinna í því að styrkja stöðu sína. „Var ykkur kynnt skýrsla sem tilgreindi þær eignir sem hægt væri að selja til að bæta ástandið?“ spurði Andri. „Ég man ekki eftir því að það væri lagt til,“ svaraði Geir. Andri spurði þá Geir hvort umræðan hefði einhvern tímann komist á það stig að þeir sem voru að fjalla um stöðu bankakerfisins hefðu tilgreint eignir sem hægt væri að selja. Geir sagðist ekki minnast þess. Vísað var í skýrslu Lárusar Welding, fyrr- verandi forstjóra Glitnis, þar sem hann greinir frá verkefnum innan Glitnis varðandi sölu á eignum bankans árið 2008. Þar sagði Lárus m.a. að í gangi væru „þrettán stór verkefni sem miðuðu að því að styrkja stöðu bankans“. „Var það þinn skilningur, að bankarnir væru sjálfir að vinna í þessum málum?“ spurði Andri þá Geir. „Ég get alveg hiklaust sagt að það hafi verið,“ svaraði Geir. Sigríður J. Friðjónsdóttir saksóknari gerði meinta hótun Kaupþings um að fara úr landi að umtalsefni og sagðist Geir þá vita til þess að bankinn hefði lagt drög að því að fara úr landi. Spurður hvort bankarnir hefðu orðið svona stórir vegna stefnu ríkisstjórnarinnar svaraði Geir að þeir hefðu orðið svona stórir áður en hún tók við, þ.e. árið 2007. „En það voru ekki íslenskar aðstæður sem gerðu bönkunum kleift að stækka. Þeir stækkuðu vegna þess að þeir sáu sér kleift að gera það.“ Sigríður saksóknari las upp úr tölvupósti Geirs þar sem sagði að bankarnir yrðu að grípa til nauðsynlegra aðgerða. Geir sagði að sér hefðu borist þúsund tölvupóstar. Hann var spurður að því hvaða skilyrði yrðu sett varð- andi opinber inngrip. Í hverju áttu þau að fel- ast og hver átti að taka ákvörðun um þau? Inngrip komu seint til umræðu „Það kom ekki til þess fyrr en í lok sept- ember 2008, að menn voru að velta því fyrir sér hvort að slíkt gæti komið upp,“ svaraði Geir. Sigríður las þá upp úr tölvupósti frá Jónasi Fr. Jónssyni, þáverandi forstjóra Fjármála- eftirlitsins, þar sem var listi í 7 liðum um mögulegar aðgerðir stjórnvalda. Pósturinn var sendur Tryggva Pálssyni, sem var í þessum hópi fyrir hönd Seðlabankans. Geir var spurður að því hvort hann áttaði sig á því hvaða stjórnvöld væri þarna átt við. Hann svaraði því til að þetta væri listi yfir atriði sem grípa ætti til ef illa færi. Hann sagðist ekki hafa séð þetta plagg fyrr en síðar. Málsvörnin hafin  Geir H. Haarde gaf skýrslu fyrir landsdómi um aðgerðir sínar í aðdraganda efnahagshrunsins  Sagði það land „vandfundið“ sem hefði viljað taka við íslensku bönkunum áður en þeir féllu  Tók mark á fullyrðingum forystumanna bankanna um að þeir undirbyggju sölu eigna Morgunblaðið/Kristinn Málareksturinn hafinn Sigríður J. Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, og Helgi Magnús Gunn- arsson, varasaksóknari, koma sér fyrir í Þjóðmenningarhúsinu. Fjölmenni var í salnum. Undirbúin Andri Árnason, Geir H. Haarde, og aðstoðarmenn Andra, Hólmfríður Björk Sigurðardóttir og Friðrik Árni Friðriksson Hirst Aðalmeðferð í landsdómsmálinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.