Morgunblaðið - 06.03.2012, Síða 13

Morgunblaðið - 06.03.2012, Síða 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2012 09.15 Opnunarávarp Opening Róbert R. Spanó, forseti lagadeildar HÍ 09.20 Kynning Introduction by Chair Kristrún Heimisdóttir, lektor við lagadeild HA 09.25 Fyrirkomulag eftirfylgni samkvæmt EES samningnum The Enforcement System of the EEA Agreement Carl Baudenbacher, forseti EFTA dómstólsins 09.55 Andsvör og athugasemdir Comments and Discussion Margrét Einarsdóttir, dósent við lagadeild HR 10.20 Kaffihlé – Break 10.40 Kynning Introduction by Chair Ágúst Þór Árnason, deildarformaður lagadeildar HA 10.50 Grundvallarréttindi í EES rétti Fundamental rights in EEA law Davíð Þór Björgvinsson, dómari við Mannréttindadómstól Evrópu 11.30 Andsvör og athugasemdir Comments and Discussion Maria Elvira Mendez Pinedo, prófessor við lagadeild HÍ 12.00 Hádegishlé/Léttar veitingar – Lunch Break 13.00 Kynning Introduction by Chair Bryndís Hlöðversdóttir, rektor háskólans á Bifröst 13.10 Hlutverk Evrópudómstólsins við vernd réttinda einstaklinga og lögaðila Protection of Individual Rights by the ECJ Camelia Toader, dómari við Evrópudómstólinn 14.00 Andsvör og athugasemdir Comments and Discussion Dóra Guðmundsdóttir, aðjúnkt við lagadeild HÍ 14.30 Kaffihlé – Break 15.00 Samvinna innlendra dómstóla og dómstóla í Lúxemborg við forúrskurði og ráðgefandi álit Cooperation between National Courts and the EFTA Court in the Preliminary Reference Procedure Pallborðsþátttakendur / Panel Discussions Andreas Batliner, forseti Stjórnsýsludómstóls Liechtenstein Skúli Magnússon, ritari EFTA dómstólsins Stefán Geir Þórisson, hæstaréttarlögmaður Einar Karl Hallvarðsson, ríkislögmaður Fundarstjóri: Þorgeir Örlygsson, hæstaréttardómari 15:50 Ráðstefnulok Final Remarks and Farewell Páll Hreinsson, dómari við EFTA dómstólinn 16:00 Móttaka í boði lagadeildar HÍ Reception Málsmeðferð við forúrlausnir og aðgangur að dómstólum innan Evrópska efnahagssvæðisins Ráðstefnan verður á ensku og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Ráðstefna á vegum EFTA dómstólsins og lagadeildar Háskóla Íslands í samvinnu við Háskólann á Akureyri, Háskólann á Bifröst og Háskólann í Reykjavík Föstudagurinn 9. mars í Hátíðarsal Háskóla Íslands The Preliminary Reference Procedure and Access to Justice in the European Economic Area Dagskrá / Programme LAGADEILD Flokkun á sorpi til endurvinnslu hefst í Kópavogi í sumar en sam- komulag um kaup og afhendingu endurvinnslutunna hefur nú verið undirritað af bæjarstjóra Kópa- vogs, Ármanni Kr. Ólafssyni, og Sveini Hannessyni, framkvæmda- stjóra fyrirtækisins Hafnarbakka - Flutningatækni ehf. Hafist verður handa við að dreifa um níu þúsund bláum endur- vinnslutunnum til bæjarbúa í maí og er miðað við að það taki um það bil fimm vikur að koma þeim til allra íbúa bæjarins. Á hverju ári falla til um 175 kg af sorpi á hvern íbúa Kópavogs eða samtals 1.300 tonn á ári. Sorp verður flokkað SÍBS stendur fyrir opnu málþingi um líffæragjafir á Grand hóteli, þriðjudaginn 6. mars frá kl. 15- 17. Einn gesta á málþinginu er starfsmaður samtaka norskra líf- færagjafa, Troels Normann Mathisen, en hann er jafnframt þrefaldur líffæraþegi, í hann hafa verið grædd hjarta, lungu og lif- ur. Auk Troels flytja fyrirlestra þeir Runólfur Pálsson, yfirlæknir nýrnalækninga á Landspítala, og Pål-Dag Line, yfirlæknir líffæra- flutninga á Háskólasjúkrahúsinu í Ósló. „Þrátt fyrir að 80-90% Ís- lendinga segist vilja gefa líffæri eftir sinn dag, neita aðstand- endur líffæragjöf í 40% tilfella. Ef það hlutfall næst niður í 10- 20% gæti það bjargað 3-5 manns- lífum á ári,“ segir í tilkynningu. Líffæragjafir ræddar á málþingi í dag Fundur um trúfrelsi á Íslandi verður haldinn á vegum innan- ríkisráðuneytisins miðvikudaginn 7. mars kl. 8.30 til 10 í Iðnó í Reykjavík. Dagskrá hefst með því að Ög- mundur Jónasson, innanrík- isráðherra, flytur ávarp. Erindi flytja: Ragnhildur Helga- dóttir, prófessor við lagadeild Há- skólans í Reykjavík, Hjalti Huga- son, prófessor við guðfræði- og trúarbragðadeild Háskóla Íslands og Bjarni Jónsson, varaformaður Siðmenntar. Að því loknu verða almennar um- ræður og fyrirspurnir. Fundurinn er öllum opinn á með- an húsrúm leyfir. Fundur um trúfrelsi Sjötíu ára af- mælis Kven- félags Hall- grímskirkju verður minnst nk.fimmtudag en félagið var stofnað 8. mars 1942. Fyrsti fundur félagsins hófst með guðs- þjónustu í bíósal Austurbæjar- skóla, sem var troðfullur. Sig- urgeir Sigurðsson, þáverandi biskup Íslands, flutti meðal ann- ars ávarp á stofnfundinum. Fyrsti formaður Kvenfélags Hallgríms- kirkju var Guðrún Jóhannsdóttir frá Brautarholti en núverandi formaður félagsins er Ása Guð- jónsdóttir. Afmælisins verður minnst á af- mælisdaginn 8. mars nk. kl. 18:30 á Grand hóteli, 3. hæð. Kvenfélag Hall- grímskirkju 70 ára STUTT Margir af sterkustu skákmönnum heims tefla á alþjóðlega Reykjavík- urskákmótinu sem hefst í Hörpu í dag og stendur til 13. mars. Um 200 keppendur frá um 40 löndum eru skráðir til leiks og hafa aldrei verið fleiri í næstum hálfrar aldar sögu mótsins. Mótið hefst í dag klukkan 16.30. Á föstudag og laugardag hefst taflið kl. 15. Tvær umferðir verða tefldar á sunnudag og hefst sú fyrri klukkan 9.30. Lokaumferðin hefst klukkan 13. Meðal keppenda eru tvö efnileg- ustu ungmenni veraldar í skák: Kín- verska stúlkan Hou Yifan, 18 ára, sem varð heimsmeistari kvenna að- eins 15 ára, og Ítalinn Fabiano Ca- ruana, sem kominn er í 7. sæti heimslistans, þrátt fyrir að vera að- eins 19 ára. Caruana er jafnframt stigahæsti skákmaður sem nokkru sinni hefur teflt á mótinu. Af öðrum gestum má nefna Tékk- ann David Navara, sem er næst- stigahæstur, og Bosníumanninn Iv- an Sokolov sem er sá erlendur meistari sem unnið hefur flesta sigra á Íslandi. Enn má nefna pólska meistarann Piotr Dukaczewski sem komist hefur í fremstu röð, þrátt fyrir að vera blindur. Meðal ís- lenskra keppenda eru Hannes Hlíf- ar Stefánsson, sem sigrað hefur fimm sinnum á Reykjavíkurmótinu og Hjörvar Steinn Grétarsson, efni- legasti skákmaður Íslands. Skáksamband Íslands stendur að mótinu og er mikil vinna lögð í að umgjörð mótsins verði sem glæsi- legust. Góð aðstaða verður fyrir áhorfendur sem geta fylgst með skákum meistaranna á risaskjá, og stórmeistararnir Jóhann Hjart- arson, Jón L. Árnason og Helgi Ólafsson annast skákskýringar. Í lok hverrar umferðar verða pall- borðsumræður í umsjón stórmeist- arans Simon Williams sem þykir einn skemmtilegasti skákskýrandi heims . sisi@mbl.is Sest að tafli í Hörpunni í dag Morgunblaðið/Ómar Skák Reykjavíkurskákmótið 2011 fór fram í Ráðhúsi Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.