Morgunblaðið - 06.03.2012, Side 12
Virðing
RéttlætiVR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS
Mundu eftir að kjósa!
Kosning til stjórnar VR stendur til kl. 12 á hádegi þann 9. mars nk. Nánar á heimasíðunni www.vr.is.
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2012
BAKSVIÐ
Andri Karl
andri@mbl.is
Mennirnir þrír sem stóðu að skot-
árás í bryggjuhverfinu í Reykjavík
18. nóvember síðastliðinn voru full-
ir eftirsjár við aðalmeðferð í Hér-
aðsdómi Reykjavíkur í gær. Þeir
sögðust allir hafa tekið sig á og bætt
ráð sitt. Þeir játuðu verknaðinn en
neituðu sök samkvæmt ákæru;
höfnuðu því alfarið að um tilraun til
manndráps hefði verið að ræða.
Axel Már Smith, Kristján Hall-
dór Jensson og Tómas Pálsson Ey-
þórsson eru allir ákærðir fyrir til-
raun til manndráps með því að hafa
farið saman á bifreið á bifreiðastæði
við bifreiðasöluna Höfðahöllina,
Tangarbryggju 14 í Reykjavík. Þar
höfðu þeir mælt sér mót við mann
vegna ágreinings um fjárskuld.
Óumdeilt er að Kristján Halldór
skaut úr haglabyssu tvívegis. Fyrst
á bifreiðastæðinu í áttina að bíl
mannsins, en hæfði ekki. Þegar svo
maðurinn ók á brott veittu hinir
þrír honum eftirför og skaut Krist-
ján Halldór öðru skoti út um glugga
bifreiðarinnar. Við skotið brotnaði
afturrúða bíls fórnarlambsins og
miklar skemmdir urðu á bifreiðinni.
„Tommi, þú ert fucked“
Kveikjan að málinu var sú, að
Tómas vildi komast undan skuld
sinni. Hann sagðist fyrir dómi hafa
skuldað manninum 140 þúsund
krónur en sá hækkað skuldina fyr-
irvaralaust upp í hálfa milljón.
„Hann sagði að ég skuldaði hálfa
milljón og hefði tvo daga til að
borga fyrstu greiðslu en viku til að
klára. Síðustu orð hans voru:
„Tommi, þú ert fucked.“ Ég lagðist
í þunglyndi og var farinn að íhuga
að hengja mig,“ sagði Tómas.
Í stað þess hringdi hann nokkur
símtöl og fékk Kristján til að að-
stoða sig. Þegar hann var spurður
hvaða aðstoð það væri sagði Tómas:
„Bara að hann kæmi með mér að
hitta hann. […] Eina sem ég vildi
gera var að losna úr þessari
flækju.“
Tómas neitaði hins vegar að hafa
vitað af skotvopninu og hann hefði
ekki séð það fyrr en Kristján
hleypti af í síðara skiptið. Kristján
skýrði sjálfur frá því að Tómas
hefði viljað að gengið yrði í manninn
með hörku og ofbeldi. „Ég talaði um
að það væri hægt að gera þetta með
því að hræða hann, þá myndi hann
láta hann vera.“ Hann sagði að
Tómasi hefði verið fullkunnugt um
skotvopnið og hann hefði meira að
segja skipað Kristjáni að skjóta á
bílinn og hitta hann.
Þáttur þriðja mannsins lítill
Kristján þvertók fyrir að hafa
ætlað að skaða manninn. Honum
varð tíðrætt um að bifreið mannsins
hefði verið í hæfilegri fjarlægð þeg-
ar hann hleypti af. „Tilgangur minn
var að sleppa ofbeldi en hræða úr
honum líftóruna,“ sagði Kristján,
sem átti að fá, að sögn Tómasar,
helming skuldarinnar að launum.
Báðir voru þeir þó sammála,
Tómas og Kristján, um að þáttur
þriðja mannsins, Axels, hefði verið
svo gott sem enginn. Hann hefði ef-
laust ekki vitað af byssunni og í
engu haft sig í frammi. Rímaði það
vel við framburð hans sjálfs.
Horfði inn í hlaupið
Lánardrottinninn var ekki einn á
ferð því með honum var félagi hans
sem gaf skýrslu í gær. Hann sagði
félaga sinn hafa hringt í sig og beðið
um að hann kæmi með, sökum þess
að hann hafði slæma tilfinningu fyr-
ir fundinum. „Hann var hræddur
við að hitta þennan strák,“ sagði
maðurinn en einnig að hann hefði
ekki vitað hvers vegna.
Maðurinn lýsti því þegar þeir
komu á bílaplanið, að mennirnir
þrír hefðu ekið í veg fyrir bílinn,
stokkið út og hlaupið að honum. Fé-
lagi hans hefði þá þegar sett í bakk-
gír og reynt að komast burtu. Þeir
voru að bakka þegar Kristján tók
upp afsagaða haglabyssu og hleypti
af. Hann sagðist hafa horft beint á
Kristján og svo gott sem inn í hlaup
byssunnar og sér sýndist ljóst að
hann hefði miðað á bílinn.
Lögreglumaður sem kom fyrir
dóminn lýsti því þegar félaginn
mætti á lögreglustöð eftir árásina.
Hann sagði hann hafa verið hrædd-
an og í hálfgerðu áfalli. Gert er ráð
fyrir að lánardrottinninn gefi
skýrslu í dag.
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Á sakamannabekk Tómas, Axel og Kristján við aðalmeðferðina sem hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun. Dómþing heldur áfram í dag.
Ætluðu aðeins að hræða
Tveir sakborninga í skotárásarmáli segjast ekki hafa vitað af skotvopninu
Tilgangurinn sagður hafa verið að hræða lánardrottin til að fella niður skuld
Því fer fjarri að
rannsóknarvinna
Fjármálaeftirlits-
ins (FME) vegna
efnahagshrunsins
sé meira eða
minna í uppnámi,
að sögn Unnar
Gunnarsdóttur,
forstjóra FME.
Þetta kemur fram
í grein sem hún
skrifaði í tilefni af atburðum í FME
undanfarið og birti á heimasíðu stofn-
unarinnar í gær.
„Rannsóknir á efnahagshruninu
ganga samkvæmt áætlun. Þessi þátt-
ur starfseminnar er tímabundinn og
er gert ráð fyrir að hann vari til loka
árs 2012. Því skal einnig til haga hald-
ið að rannsóknarvinnan er aðeins
hluti starfseminnar en 15 manns
vinna nú að rannsóknarvinnunni af
alls 115 starfsmönnum Fjármálaeftir-
litsins,“ skrifar Unnur. Hún segir að
starfsemi Fjármálaeftirlitsins hverf-
ist alls ekki fyrst og fremst um rann-
sóknir á ætluðum refsiverðum brot-
um í aðdraganda bankahrunsins.
„Hinn eiginlegi starfsvettvangur
okkar er og verður sá að styðja við og
styrkja heilbrigða og eðlilega við-
skiptahætti í fjármálaþjónustu á Ís-
landi með því að fylgjast með að starf-
semi eftirlitsskyldra aðila sé í
samræmi við lög og reglur þar að lút-
andi, greina áhættur í rekstri þeirra
og meta til eiginfjárkrafna, leiðbeina
og gera athugasemdir eða krefjast úr-
bóta eftir atvikum.“
Hluti af alþjóðlegu umhverfi
Þá segir Unnur að FME sæti stöð-
ugu aðhaldi bæði heima og erlendis.
Hún rekur hvernig fjallað hefur verið
um FME og fylgst með stofnuninni
og skrifar:
„Fjármálaeftirlitið er með öðrum
orðum ekki eyland heldur hluti af al-
þjóðlegu umhverfi á sínu sviði. Það
starfar í samræmi við reglur, staðla
og leiðbeiningar sem settar eru á
grundvelli aðildar okkar að Evrópska
efnahagssvæðinu og hlutverks okkar
sem áheyrnarfulltrúa í nýstofnuðum
evrópskum eftirlitsstofnunum á öllum
sviðum fjármálamarkaða (fjármála-
fyrirtækja, vátryggingastarfsemi, líf-
eyrissjóða og verðbréfamarkaða).
Gangverk okkar er þannig hluti af
stærri heild og breytist ekki verulega
hverjir svo sem starfa í Fjármála-
eftirlitinu á hverjum tíma og hver svo
sem situr í stóli forstjóra.“
Unnur segir að starfsmenn FME
þurfi að leggja hart að sér til þess að
stofnunin njóti þess trausts sem starf-
semin krefst. gudni@mbl.is
Starfsemi
FME ekki
í uppnámi
Hrunrannsóknir
samkvæmt áætlun
Unnur
Gunnarsdóttir
Tveir sakborninga, Tómas og
Kristján Halldór, fóru morg-
uninn eftir skotárásina til dval-
ar hjá félaga Kristjáns í
Lundarreykjadal í Borgarfirði.
Fengu þeir annan félaga til við-
bótar til að skutla sér.
Húsráðandinn í Lundar-
reykjadal kom fyrir dóminn í
gær og vildi ekki kannast við
að Kristján hefði nefnt skot-
árásina á nafn en Tómas hefði
gortað af henni. Þá sagði hann
raunar að Kristján hefði ekki
getað tekið þátt í henni þar
sem hann hefði verið hjá sér
nefndan dag. Hann dró orð sín
til baka þegar honum var bent
á að Kristján hefði þegar játað
þátttöku.
Gortaði af árásinni
FÓRU Í LUNDARREYKJADAL EFTIR SKOTÁRÁSINA