Morgunblaðið - 06.03.2012, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.03.2012, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2012 Ert þú Þyrnirós nútímans? Þyrnirós var fögur prinsessa, fékk góðar gjafir í vöggu frá álf- konum, hún var vön því að álfkonur væru góðar og uggði ekki að sér þegar ein þeirra hafði þó illt í hyggju og setti á hana álög. Hver hefði átt að vara hana við? Hvaða eftirlits- stofnun brást? Hver hefði átt að segja af sér vegna þessa? Margt hefur verið ritað um efnahagshrunið og ástæður þess. Ástandinu fyrir hrun gjarnan líkt við að við höfum flotið sofandi að feigðarósi. Margir hafa brugðist almenningi, stofnanir sem ein- staklingar. Reiðin er réttlát í þess- um efnum en orkan hjá mörgum fer einfaldlega í harða baráttu fyr- ir eigin lífi og fjölskyldunnar. En nú er mál að vakna. Nú er aftur farið að nota þessa líkingu um feigðarósinn í sam- henginu að gæta að heilsu okkar og barnanna. Ég get tekið undir flest það sem ritað hefur verið undanfarið um sælgætis- eða syk- urneyslu þjóðarinnar. En langar að bæta um betur og líkja okkur við Þyrnirós, við erum í hennar sporum. Núverandi ógn varðar heilsu okkar og vellíðan til lengri tíma litið. Hvað veljum við að láta ofan í okkur? 6000 tonn af sæl- gæti! Hverjum er um að kenna, er þetta kannski okkar eigin sök? Já, ég tel svo vera. Að sofna á verðinum er alvarlegt mál. Telja sér trú um að ekkert illt geti hent þegar svo margt gott hefur gerst. Það hefur verið svo þægilegt að hafa nammidag á laug- ardögum en nú er þessi nammidagur far- inn að ógna heilsu okkar og sérstaklega barnanna okkar. Næsta hrun verður mun alvarlegra en hrunið 2008 ef við vöknum ekki. Það er alveg ljóst að stjórnvöld munu ekkert gera í þessu máli. Heilbrigð- iskerfið hefur þetta ekki á sinni stefnuskrá. Við verðum sjálf að taka okkar stöðu. Góðu fréttirnar eru þær að við getum það, reyndar getur enginn gert það betur en við. Á meðan við og börnin okkar kaupum sælgæti verður það á boð- stólum. Ef við hættum/minnkum kaupin minnkar framboðið. Þetta er lögmál sem við verðum að virða. Við getum ekki kennt nein- um öðrum um en okkur sjálfum. Nú er tækifærið fyrir snillingana okkur að rísa upp. Að undanförnu hefur mikið verði skrifað og fjallað um skaðleg áhrif mikillar neyslu á sælgæti, sætabrauði og gosdrykkjum. Varn- aðarorðin dynja yfir og við verðum að heyra. Sem dæmi má nefna að Þorgrímur Þráinsson skrifar þann 13. desember 2011 um andvara- leysið sem börn þjóðarinnar búa við af hálfu stjórnvalda og for- eldra. Hann hvetur til aðgerða svo offita og lífsstílssjúkdómar verði þeim ekki að fjörtjóni. Ef við lát- um okkur fljóta að þessum feigð- arósi er hætta á að við og börnin okkar uppskerum alvarlegt heilsu- farsvandamál, líkamleg og andleg. Við verðum að kenna þeim að leggja á sig oggulitla þjáningu í augnablik og uppskera í staðinn langtíma sælu og sterka sjálfs- mynd sem vert er að berjast fyrir. Ég ætla ekki að bíða eftir að stjórnvöld eða heilbrigðiskerfið geri „eitthvað“ og því segi ég við foreldra sem eru í sömu stöðu og ég; ekki láta ábyrgðina í hendur yfirvalda né öðrum. Við verðum sjálf að standa okkur sem for- eldrar, núna, strax, engum er bet- ur treystandi en okkur sjálfum. Það kemur enginn prins, né þyrla, til að bjarga okkur úr þessari stöðu og við munum ekki geta kennt neinum um nema okkur sjálfum þegar illa fer. Þjáning ár- angursins (sjálfsagans) er léttvæg en eftirsjáin mun sennilega vega meira en 6000 tonn. Hana ætla ég ekki að bera, því ákvað ég að láta mitt eftir liggja í hillum verslunar- innar og læt þeim eftir tjónið. Fyrir skömmu flaut stórt far- þegaskip (sem tekur 4.200 far- þega) að feigðarósi við strendur Ítalíu í orðsins fyllstu merkingu. Það kostaði fjölda manns lífið og aðrir eru slasaðir eða urðu fyrir alvarlegu áfalli sem þeir þurfa að glíma við það sem eftir er. Skip- stjórinn hafði annað í huga en að stranda, hugðist vekja aðdáun en samfara þeim draumi hugði hann ekki að hættunni sem fylgdi þeirri ákvörðun. Feigðarós hefur með fyrirhyggjuleysi og hefur með meðvitund að gera, nánar tiltekið kæruleysi. Fljóta sofandi að feigð- arósi er einmitt það sem Þyrnirós og skipstjórinn gerðu, hirtu ekki um að forðast aðsteðjandi hættu. Fyrirhyggjuleysi í trausti þess að ekkert illt geti gerst. Við höfum greiðan aðgang að allri þeirri þekkingu sem við þurf- um á að halda til að forðast þessa ógn en ef við sækjum hana ekki fyrir okkur sjálf og nýtum hana mun hún reynast okkur gagnslaus. Tækifærin blasa við þegar við ákveðum að heyra og sjá. Okkar er að nýta þau. Við getum þetta ef við pössum að vera ekki eins og Þyrnirós, látum ekki leggja á okk- ur álög og sýnum eðlilega tor- tryggni með því að taka málin í okkar eigin hendur. Við getum tínt til þúsund ástæður fyrir því að fá okkur nammi en þurfum í raun að- eins eina ástæðu til að sleppa því. Áfram foreldrar og brosum til framtíðar. Eftir Auðbjörgu Reynisdóttur » ... í umræðu um heilsuna og syk- urneyslu þjóðarinnar Höfundur er hjúkrunarfræðingur, heilsuboði og móðir. Auðbjörg Reynisdóttir Skólavörðustíg 21, Reykjavík sími 551 4050 Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Snjóflóð í dreifbýli sem þéttbýli er vá- gestur sem við Ís- lendingar þekkjum því miður of vel síð- ustu aldirnar. Við bú- um stöðugt við þessu hvítu ógn hér landi enda landslag og veðrátta þannig að oft myndast kjör- aðstæður fyrir snjó- flóð. Síðustu árin hefur fjölgað mikið þeim er stunda útivist að vetrarlagi. Hundruð einstaklinga fara í skipulögðum ferðum til fjalla á vegum ferðafélaga, vélsleðamenn ráða yfir fleiri hestöflum en áður og skíðamenn sækja æ meira á ótroðnar slóðir. Samhliða þessari aukningu á vetrarferðamennsku er hollt og gott að horfa til þeirra at- riða sem nauðsynlegt er að hafa í huga þegar ferðast er um fjalllendi að vetrarlagi. Að velja rétta leið er eitt það mikilvægasta og hafa ber í huga að flest snjóflóð falla í brekkum með um 30-45° halla. Hengjur sem falla eru oft orsök snjóflóða en þær myndast hlémegin við fjöll, oftast þegar vindurinn flytur snjó til. Því hærra sem farið er til fjalla því meiri er hættan á snjóflóðum enda hvassara og meiri snjókoma. Best er að velja sér leiðir ef hægt er þar sem vindur hefur skafið snjó í burtu, t.d. á hryggjum og að sama skapi eru breiðir dalir öruggari en þröngir. Ef ekki verð- ur komist hjá því að ferðast um snjóflóðahættusvæði má minnka hættuna með því að láta einn í einu fara yfir hættusvæðið og fylgjast með. Ekki skal stoppa í miðri brekku heldur koma sér á öruggan stað. Gerið fyrirfram áætlun um hvað skal gera ef flóð fer að stað. Sá snjóflóðaöryggisbúnaður sem nauðsynlegur er þeim sem ferðast til fjalla að vetrarlagi er stundum nefndur „Hin heilaga þrenning“ til að leggja áherslu á mikilvægi hans. Hið fyrsta sem ber að nefna er snjóflóðaýlir en það er sendi- og móttökutæki sem ætlað er að finna fólk sem grefst í flóði. Ýlirinn sendir stöðugt frá sér merki sem aðrir ýlar nema. Ef svo illa fer að einhver lendir í snjóflóði stilla félagar hans sína ýla af sendingu og yfir á móttöku. Þannig er hægt að nota þá strax til að leita að þeim sem lent hafa í snjóflóði og auka lífslíkur þess að- ila allverulega. Mjög fljótlegt er að leita með snjóflóðaýli og skal alltaf hefja leit strax. Meðan leitað er með ýli er hann óvirkur sem ör- yggistæki fyrir þann sem leitar með honum í flóðinu. Því verða menn að vera í viðbragðsstöðu til að skipta snöggt frá móttöku yfir í sendingu ef annað flóð fellur. Meðan leitað er með snjó- flóðaýli þarf að tryggja að engir ýlar í nágrenni leitarsvæð- isins séu stilltir á sendingu. Æskilegt er að nokkrir menn leiti í einu, verði því við komið, og er eðli leit- arinnar þríþætt. Fyrst er að ná send- ingu, miða hana síðan út og stað- setja að lokum nákvæmlega hvar sendirinn og þar með líklega manneskjan er grafin. Snjóflóðastöng er annað gott leitartæki til notkunar í snjóflóð- um. Flestar eru úr trefjum eða áli, 3-4 metrar á lengd en hægt er að brjóta stöngina saman og hafa í bakpoka eða á vélsleða. Þegar stöng er notuð til leitar í flóði er henni stungið niður í gegn um snjóinn eins djúpt og hún nær. Nokkuð auðveldlega finnst ef stöngin rekst í manneskju sem er grafin í snjóflóðinu en þegar það gerist er mikilvægt að skilja stöngina eftir á nákvæmlega þeim stað. Ekki skal taka hana upp aft- ur. Með snjóflóðaleitarstöngum má leita markvisst í flóðinu dugi aðrar aðferðir ekki til. Rétt er þó að benda á að þessi leitaraðferð er mun seinlegri og því ólíklegri til árangurs en til dæmis leit með snjóflóðaýli. Skófla þarf að vera með í för til að grafa upp manneskju sem leit- að hefur verið að. Hún þarf að vera létt og þægileg, passa vel á bakpoka eða vélsleða en um leið þarf að vera hægt að lengja skaft til að gott sé að moka með henni. Gott er að hafa í huga að stundum er auðveldara að fara aðeins niður fyrir þann sem finnst og moka sig inn að honum frekar en að moka sig niður að viðkomandi. Ekki þarf að fjölyrða um mik- ilvægi þess að allir þeir sem ferðast um fjallendi að vetralagi hafi ofangreindan búnað með í för og hafi skilið eftir ferðaáætlun t.d. áwww.safetravel.is. Falli snjóflóð skipta mínútur máli eigi að bjarga viðkomandi á lífi. Snjóflóðaörygg- isbúnaður og þekking á notkun hans eykur líkur á því. Snjóflóð – þegar mínútur skipta máli Eftir Jónas Guðmundsson » Falli snjóflóð skipta mínútur máli eigi að bjarga viðkomandi á lífi. Snjóflóðaörygg- isbúnaður og þekking á notkun hans eykur líkur á því. Jónas Guðmundsson Höfundur er verkefnisstjóri hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar eru á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn "Senda inn grein" er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið nóg að slá inn kennitölu not- anda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.