Morgunblaðið - 06.03.2012, Síða 23

Morgunblaðið - 06.03.2012, Síða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2012 ✝ Ólöf JóhannaVilhjálmsdóttir (Lóló) fæddist í Reykjavík 13. sept- ember 1931. Hún lést á Landspítalan- um 27. febrúar 2012. Foreldrar henn- ar voru Vilhjálmur Hannesson, f. í Lækjarkoti, Borg- arhreppi, 1895, d. 1977, og Ragna Ólafía Ólafs- dóttir, f. í Reykjavík 1905, d. 1981. Systur Ólafar voru Ingi- björg Vilhjálmsdóttir, f. 1930, d. 2009, og Sigríður Marta, f. og d. 1933. Fósturbróðir þeirra var Svavar Vilhjálmsson, f. 1922, d. 2006. Hinn 23. desember 1955 gekk Ólöf að eiga Júlíus Ágúst Jó- hannesson, f. 23. nóvember 1930, d. 16. maí 1963. Foreldrar hans voru Jóhannes Einarsson, f. á Hofsstöðum í Stafholts- tungum 1897, d. 1975, og Eva Jónsdóttir, f. á Gilsbakka í Borgarhreppi 1903, d. 1968. Ólöf og Ágúst eignuðust þrjú börn. 1. Jóhannes Ágústsson, f. 1955, maki Elísabet Guðmunds- dóttir. Synir þeirra: Guðmundur Benjamín, f. 1980 og Júlíus Garðarsson, f. 1953, maki Krist- jana Kristjánsdóttir. Börn þeirra: Sigrún, f. 1977, og Garð- ar, f. 1982. 3. Ástríður Garðars- dóttir, f. 1957. 4. Bára Garðars- dóttir, f. 1959. Börn: Hrefna Jóhannsdóttir, f. 1978, Helgi Jó- hannson, f. 1978, og Stella Guð- rún Arnardóttir, f. 1990. 5. Ein- ar Páll Garðarsson, f. 1961, sambýliskona Sigríður Hrólfs- dóttir. Börn Einars Páls: Einar, f. 1984, Sandra, f. 1988, og Kar- en, f. 1995. Ólöf eignaðist 19 langömmubörn. Ólöf fæddist og ólst upp í Reykjavík og á Krumshólum í Borgarfirði. Hún stundaði nám í húsmæðraskólanum á Varma- landi. Hún flutti til Reykjavíkur með Ágústi manni sínum árið 1955. Hann lést árið 1963. Ólöf hóf sambúð með seinni manni sínum, Garðari, árið 1965. Þau giftu sig 31. desember 1971. Þau bjuggu í Skálagerði en síðan lengst af í Álfheimum í Reykja- vík. Ólöf helgaði starfskrafta sína að mestu heimili og börn- um. Hún tók einnig virkan þátt í starfi kvenfélags Bústaðasóknar í mörg ár og lagði þar góðum málum lið. Ennfremur tók hún þátt í starfi kvennadeildar Slysvarnafélagsins og var þeim mikill liðsstyrkur í fjáröflunum. Síðasta árið hafa þau Ólöf og Garðar tekið virkan þátt í starfi eldri borgara í Langholtskirkju. Útför Ólafar fer fram frá Langholtskirkju í dag, 6. mars 2012, kl. 13. Ágúst, f. 1986. 2. Ragna Ágústs- dóttir, f. 1957, maki Aðalsteinn Bern- hardsson. Synir: Ágúst, f. 1975, og Bernharð, f. 1982. 3. Guðmundur Ágústsson, f. 1958, maki Sigríður Sig- urðardóttir. Börn: Anna Huld, f. 1979, Ólöf Heiða, f. 1984, Auður Ösp, f. 1986, Andri, f. 1990, og Haukur, f. 1995. Eft- irlifandi maður Ólafar er Garð- ar Jónsson, f. 19. október 1931, frá Gjögri, Árneshreppi. For- eldrar hans voru Jón Sveinsson, f. í Hafnarfirði 1895, d. 1967, kaupmaður og bóndi á Gjögri, Árneshreppi og Olga Soffía Thorarensen frá Gjögri, f. 1903, d. 1940. Dóttir Ólafar og Garð- ars er Berglind, f. 1966, maki Þórarinn Gunnarsson. Dætur: Rakel Tara, f. 1993, og Rebekka Sól, f. 2000. Börn Garðars frá fyrra hjónabandi eru: 1. Mar- grét Ríkharðsdóttir (fóst- urdóttir), f. 1951, maki Egill H. Bjarnason. Börn þeirra: Rík- harður, f. 1969, Haraldur, f. 1972, Ólafur, f. 1979, og Sigur- björg Erla, f. 1986. 2. Sigfús Elsku Lóló, missirinn er svo sár, og stórt skarð komið í mína sál. Það er svo margs að minn- ast. Ég kynntist þér fyrst 15 ára gömul. Þú varst svo glæsileg og falleg kona sem alltaf var svo snyrtileg til fara, og svo flott að sjá ykkur tengdapabba uppábú- in, hann með hattinn og þú á háu hælunum, svo glæsileg hjón. Á sunnudögum var ómissandi að koma í heimsókn. Þá horfðum við saman á Húsið á sléttunni með börnunum og táruðumst í sameiningu. Ég vildi líkjast þér, vera myndarleg og dugleg, kunna að búa til snið, sauma á börnin mín föt, eins og þú gerðir við öll ykk- ar börn. Oftast strandaði ég en þá gat ég leitað til þín og þú varst alltaf tilbúin að redda mál- unum. Þú kenndir mér svo margt. Þú bjóst til svo fallega skreyttar og bragðgóðar brauðtertur og auðvitað varð ég að gera eins flott og þú. Þér fannst ekkert sjálfsagðara en að aðstoða mig við skreytingarnar á mínum tertum, þó svo að heilsa þín byði alls ekki upp á það. Það er svo margs að minnast, lautarferð með börnin okkar, þrifin á útvarpshúsinu og öðrum nýbyggingum sem ég naut góðs af, Edinborgarferðin með þér og Ingu systur þinni. Já, það er svo margt sem ég á þér að þakka, elsku hjartans Lóló mín. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Kristjana. Elsku Lóló. Ég er óendanlega þakklát for- sjóninni fyrir að hafa leitt mig til þín í ársbyrjun 1978. Þá kom ég í fyrsta sinn á heimilið þitt með tilvonandi eiginmanni mínum. Þú tókst svo hlýlega og fallega á móti mér og síðan hefur um- hyggja þín og elskusemi verið yfir okkur og allt um kring. Að eiga þig að í uppeldi barnanna okkar fimm var ómetanlegur stuðningur. Í erfiðum veikindum mínum varst þú mín stoð og stytta og án þín hefði ég aldrei komist í gegnum þau. Minningarnar eru óteljandi. Þú helgaðir líf þitt eiginmanni, börnum og fjölskyldum þeirra. Við vorum aldrei í rónni fyrr en við vorum búin að hringja í eða hitta ömmu Lóló til að segja henni frá hvað var að gerast í okkar lífi. Hún kunni þá list að hlusta og sýna samhygð. Það er ekki öllum gefið. Ég hef sjaldan komið í eldhúsið til hennar öðru- vísi en að þar sæti einhver sem vildi deila með henni gleði sinni og sorgum og leita stuðnings hjá henni. Ég sagði stundum við hana að ef hún hefði verið uppi aðeins seinna hefði hún orðið heimsins besti sálfræðingur eða félagsráðgjafi. Í erfiðum veikindum sínum síðustu árin hélt hún áfram að vera okkur öllum stoð og stytta. Það var sárt að geta ekki hjálpað henni meira á þeim tíma. Ég trúi því að nú sé hún komin í Sum- arlandið þar sem hún er laus úr viðjum veiks líkama og umvafin ástvinum sínum. Það er mín huggun harmi gegn. Elsku Lóló. Minningin um þig lifir meðal okkar. Við horfum á fallegu myndina af þér og rifjum upp allar góðu minningarnar full þakklætis fyrir að hafa fengið að vera samferða þér á lífsgöng- unni. Farðu í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín elskandi tengdadóttir, Sigríður Sigurðardóttir. Við systkinin viljum minnast elsku bestu ömmu Lólóar, sem kvaddi þennan heim miklu fyrr en við vorum tilbúin að leyfa henni að yfirgefa okkur. Amma okkar var svo yndisleg og góð og við söknum hennar óendanlega mikið. Það huggar okkur þó að vita að amma er komin á betri stað og himnaríki er án efa betri staður eftir að amma bættist þar í hópinn enda ein fallegasta sál sem hægt er að hugsa sér. Við eigum líka svo margar góðar minningar sem munu ylja okkur um hjartarætur um aldur og ævi. Amma var alltaf á næsta leiti þegar við vorum að alast upp. Hún bjó einungis spottakorn frá okkur og var dugleg að koma í heimsókn og við að fara til henn- ar og afa. Amma passaði okkur tvo vetur og beið okkar þegar við komum heim úr skólanum, alltaf með eitthvað bakkelsi á borðum og oftar en ekki ný- steiktar kleinur sem okkur fannst svo meiriháttar góðar. Á sumrin fórum við síðan í heim- sókn til ömmu og afa á Gjögur og fengum þá mikið ömmudekur og þaðan eigum við yndislegar minningar. Við höfum aldrei séð aðra eins barnagælu og ömmu Lóló og hún hafði einstakt lag á börnum og gat alltaf fengið þau til að hlæja og öll vildu þau fara til hennar. Hún átti líka alltaf svo skemmtilegt dót og svo skemmdi nammidósin í bílnum ekki fyrir. Amma hvatti okkur til að standa okkur vel í námi og mað- ur sá og fann hvað hún var alltaf stolt af okkur. Hún kenndi okk- ur líka svo margt og siðaði okkur til, okkur oft til ama en foreldr- um okkar til gleði, við gleymum því t.d. aldrei þegar amma kom á þeirri reglu að við skyldum hafa reglulega uppvöskunar- daga. Amma gerði líka allt svo vel og fagmannlega og var okkur góð fyrirmynd í svo mörgu. Amma var alltaf í góðu skapi, sama hvað bjátaði á og var okk- ur ávallt stoð og stytta. Allt fram á síðasta dag var gleðin við völd og sagði hún okkur frá því dag- inn áður en hún féll frá hvernig hún hefði dansað um gólf gjör- gæsludeildarinnar jafnvel þótt ótrúlegt mætti teljast að mann- eskja í hennar ástandi gæti stað- ið upp. Þetta lýsir henni elsku ömmu okkar svo vel, lífsglaðari baráttujaxl er vart hægt að finna. Það sem veitti ömmu ómælda gleði var spilamennska og höfum við erft þann áhuga frá henni. Hún kenndi okkur fjölda spila. Á yngri árum var skemmtilega bingóið í jólaboðinu einn af há- punktunum, á Gjögri var ávallt haldið stíft bókhald um stöðuna í rommí og það var ósjaldan tekið í spil þegar við komum í heim- sókn í Álfheima. Amma elskaði samt mest af öllu að spila fé- lagsvist í stórum vinahópi enda var amma vinmörg og mikil fé- lagsvera. Við kunnum svo vel að meta ferðirnar sem við fórum saman upp í sumarbústað þar sem veislumatur var borðaður í öll mál og spiluð var félagsvist á nokkrum borðum. Okkur þykir líka svo vænt um ferðirnar á Krumshóla, æskuheimili ömmu, þangað sem við fórum öll saman. Það var enginn smá hópur og það þótti ömmu svo vænt um enda lifði hún fyrir fjölskyldu sína. Takk fyrir allt, amma Lóló, þú varst okkur yndislega góð amma og við elskuðum þig svo mikið. Við erum betri manneskjur vegna þín. Hvíl í friði. Þín barnabörn, Anna Huld, Ólöf Heiða, Auður Ösp, Andri og Haukur Guðmundsbörn. Meira: mbl.is/minningar Elsku hjartans Lóló okkar. Missirinn er mikill, þú varst manneskjan sem hélt okkur saman. Nú þegar við öll systk- inin sitjum hér saman er af svo mörgu að taka. Minningarnar eru svo margar. Það fyrsta sem kemur upp í hugann er að þú spurðir alltaf um börnin og barnabörnin okkar. Þú tókst ávallt á móti okkur öllum með hlýju og kærleika eins og við værum þín eigin börn, því gleymum við aldrei. Þú og pabbi sóttuð okkur allt- af um helgar og gistum við í Skálagerðinu, alltaf var plássið nóg þótt rýmið væri lítið og heim fórum við með epli eða appels- ínur í nesti. Myndarskapurinn var óaðfinnanlegur hvort sem það var í mat eða kökubakstri og ekki voru jólafötin síðri sem þú saumaðir á okkur í mörg ár. Með mikilli tilhlökkun biðum við eftir ykkur á aðfanga- og gamlársdag. Það klikkaði ekki að alltaf kom- uð þið með poka fullan af sæl- gæti og gosi sem okkur var ætl- að að narta í með barnatímanum því biðin var svo löng eftir að há- tíðin gengi í garð. Þetta varð fastur punktur í tilverunni og það er óhætt að segja að þegar við urðum eldri þá söknuðum við þessa tíma en í staðinn komu jólaboð fyrir börn, barnabörn og barnabarnabörn þar sem fenginn var jólasveinn og dansað var í kringum jólatré. Eftir því sem við urðum eldri þá gátum við alltaf leitað ráða og stuðnings hjá þér. Þegar við báðum pabba um eitthvað þá var það alltaf sjálfsagt í þínum huga, ekki spurning ef hægt væri að verða við þeirri bón. Hafi ein- hver átt stóran hlut í þínu hjarta þá var það Ásta systir. Enginn hugsaði eins vel um hennar vel- ferð og þú með stuðningi þínum og kærleika. Grétu systur okkar og hennar fjölskyldu gleymdir þú ekki þrátt fyrir að hún byggi fjarri okkur. Í veikindum Kristjönu varst þú styrkur og hvatning sem gerði kraftaverk, umhyggja þín var endalaus. Þegar við lítum yf- ir farinn veg þá er vandfundin sú hjartahlýja sem þú gafst okkur alla tíð. Í veikindum þínum sýndir þú enn frekar hversu sterk þú varst, spyrjandi um líð- an okkar allra í stað þess að kvarta yfir þinni líðan. Þetta eru fátækleg orð sem hér eru rituð en hlýjan til þín og þakklæti frá okkur öllum koma beint frá hjörtum okkar. Minningarnar sem við eigum um þig eru svo ótal margar, það eru minningar sem aldrei gleymast. Takk fyrir allt elsku Lóló. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Margrét, Sigfús, Ástríður, Bára og Einar Páll. Með þessum orðum ætla ég að minnast móðursystur minnar. Okkar góðu og seinustu stundir saman örfáum dögum fyrir and- látið eru ákaflega eftirminnileg- ar og mun ég minnast þeirra með þakklæti og hlýhug. Áhugi og umhyggja hjá henni fyrir málefnum sinnar fjölskyldu réð þar ferð. Hún hafði uppi áform um að ná heilsunni aftur svo að hún gæti haldið áfram að keyra bílinn sinn og taka þátt í lífinu með sínu fólki. Einnig í félagslífi eldri borgara og spilamennsku úti í bæ. Andlega hliðin og hug- urinn var í lagi og ræddum við um gamla tíma einnig sem eru mér mikilvægir til upplýsinga og minninga núna. Ég gleymi aldrei góðu stund- unum sem ég átti með Lóló þeg- ar komið var í heimsókn til hennar og hvað hún vildi allt fyr- ir mig gera. Var alla tíð tilbúin að gefa öðrum sinn tíma. Margar góðar stundir eru í barnsminn- ingunni og þá sérstaklega þegar hún gaf mér óvænt í einni heim- sókninni fallega gullnælu af hesti. Hún gaf mér skartið sitt óhikað sem hún bar á peysunni sinni. Það var hennar skart að sjá brosið hjá barninu og gleðina. Þessa nælu hef ég geymt alla tíð og hún er mér ákaflega kær. Lóló var glæsileg kona og bar sig alltaf vel þrátt fyrir ýmis veikindi og áföll í lífinu. Hún ræddi ekki mál ef erfið voru við aðra og vildi frekar takast á við þau ein. Að velta eigin áhyggjum á aðra var ekki hennar stíll. Það var kraftur í hverju orði hennar, glaðværð og ákveðni sem smit- aði út frá sér á jákvæðan hátt öðrum til uppörvunar og eftir- breytni í lífinu. Þannig mun ég minnast hennar. Þessi orð eru skrifuð sem þakklætisvottur frá henni Ninnu, en það kallaði hún mig alltaf. Guð geymi elsku Lóló og veri með og styrki hennar fjöl- skyldu. Guðfinna Þorvaldsdóttir. Ólöf Jóhanna Vilhjálmsdóttir ✝ Ástkær bróðir okkar, BJARNHÉÐINN GUÐJÓNSSON vélvirkjameistari, Þrúðvangi 38, Hellu, er látinn. Útför hans fer fram frá Oddakirkju laugar- daginn 10. mars kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á að láta líknarfélög njóta þess. Fyrir hönd aðstandenda, Margrét Guðjónsdóttir, Pálmar Guðjónsson. ✝ Ástkær sonur minn, faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, mágur og afi, EINAR GUÐMUNDSSON kennari, lést á Landspítalanum Fossvogi laugar- daginn 3. mars. Sigrún Magnúsdóttir, Lúðvík Sveinn Einarsson, Guðmundur Ragnar Einarsson, Sólrún Sæmundsen, Sigurliði Guðmundsson, Ríkey Guðmundsdóttir, Katrín Guðmundsdóttir, Anna Þórdís Guðmundsdóttir, Jón Steinar Guðjónsson og barnabörn. ✝ Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BENTEY HALLGRÍMSDÓTTIR frá Dynjanda í Jökulfjörðum, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli sunnu- daginn 4. mars. Hún verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 9. mars kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á minningarsjóð hjúkrunarheimilisins Skjóls. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Birgir Þórisson, Rósa Kristín Þórisdóttir, Smári Þórarinsson, Sigurjón Einarsson, Aldís Einarsdóttir. ✝ Okkar yndislegi faðir, sonur, bróðir, mágur og ástkær vinur, GUNNAR BJÖRN BJÖRNSSON, Hlíðarvegi 52, Reykjanesbæ, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja laugar- daginn 3. mars í faðmi fjölskyldunnar. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 12. mars kl. 15.00. Sveinbjörn Valur Gunnarsson, Elís Már Gunnarsson, Hermann Nökkvi Gunnarsson, Heiður Gunnarsdóttir, Magnús Guðmundsson, Björn Árnason, Lilibeth S. Cipriano, Árni Björn Björnsson, Rannveig Björnsdóttir, Hrafnhildur Björnsdóttir, Marína S. Ottósdóttir, Tinna Sveinsdóttir, Guðný Hermannsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.