Morgunblaðið - 06.03.2012, Side 29
DAGBÓK 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2012
Grettir
Smáfólk
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
SÆL FRÚ FJÓLA,
HVERNIG HEFURÐU ÞAÐ?
HÚN
HEFUR ÞAÐ
EKKI GOTT
MIG
GRUNAÐI
ÞAÐ NÚ
ÉG ER
ÞRJÓSKUR
SAMA HVAÐ ÞAÐ RIGNIR ÞÁ
ÆTLA ÉG BARA AÐ SITJA
HÉRNA, ÞVÍ ÉG ER SVO
ÞRJÓSKUR
ÉG ER
MJÖG
ÞRJÓSKUR
EN ÉG ER EKKI HEIMSKUR!
ÞÚ ÞARFT AÐ BÆTA
MANNASIÐINA ÞÍNA,
HRÓLFUR!
HVAÐ
ER ÉG AÐ GERA
VITLAUST?
ÞÚ ÆTTIR AÐ VENJA
ÞIG Á ÞAÐ AÐ BORÐA
MEÐ HNÍF OG GAFFLI
HÉRNA ER SIRKUSINN, ÉG
ÆTLA AÐ FARA INN OG SJÁ
HVORT ÞEIR SÉU EKKI MEÐ
VINNU FYRIR OKKUR
KOMDU SÆLL FÉLAGI, MIG OG
VIN MINN LANGAR AÐ VINNA Í
ÞESSUM ÞRIGGJA-HRINGJA
SIRKUS
HVAÐA
REYNSLU HAFIÐ
ÞIÐ?
ÉG ER TIL
DÆMIS MEÐ ÞRJÁ
HRINGI HÉRNA
SENDU
MÉR TVO
ÖRYGGISVERÐI
OJ
BARA,
ÞETTA ERU
ORMAR!
HVAÐ GET
ÉG GERT FYRIR
ÞIG?
HVERNIG GETUR EKKI
VERIÐ Í LAGI MEÐ MIG?
ÉG ÞARF AÐ SKIPTA
UM TÖLVUPÓSTFANG,
SKIPTA UM MYFACE NOTENDA-
NAFN OG HELST SKIPTA UM
SÍMAFYRIRTÆKI
ÞÚ
VEIST AÐ ÞAÐ
GÆTI TEKIÐ
SMÁ TÍMA?
ÞESS VEGNA
ER ÉG MEÐ HRAÐ-
SUÐUKETIL OG
STÓRAN POKA AF
HNETUM
ÞAÐ ER EKKI NÓG FYRIR MIG AÐ BREYTA
BARA STILLINGUM EF ÉG VIL LOSNA VIÐ AÐ FÁ
ALLAR ÞESSAR AUGLÝSINGAR SENDAR
EKKERT, MIG
LANGAÐI BARA AÐ ATHUGA
HVORT ÞAÐ VÆRI EKKI
ALLT Í LAGI MEÐ ÞIG
Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is
Félagsstarfeldriborgara
Aflagrandi 40 | Vinnustofa kl. 9, tölvu-
færni/postulín kl. 13. Lestrarhópur kl.
13.30. Jóga kl. 18.
Árskógar 4 | Smíði/útskurður kl. 9.
Botsía kl. 9.30. Handavinna/spilað kl. 13.
Stóladans kl. 13.30.
Boðinn | Handavinna kl. 9. Vatnsleikfimi
kl. 9.30. Brids kl. 13.30.
Bólstaðarhlíð 43 | Myndvefnaður kl. 9,
línud. kl. 13.30, útsk/handavinna.
Dalbraut 18-20 | Framsögn kl. 13, fé-
lagsvist kl. 14.
Dalbraut 27 | Handavinnustofa kl. 8.
Bænastund kl. 9.30. Vöfflukaffi kl. 13.30.
Digraneskirkja | Leikfimi kl. 11. Léttur
málsverður, helgistund kl. 12, Gestur Þor-
valdur Halldórsson.
Félag eldri borgara í Kópavogi | Bók-
menntakynning í Gullsmára 13 í kvöldkl.
20. Jón Kalman Stefánsson segir frá rit-
höfundarferli sínum og þríleik sínum um
strákinn og plássið.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Skák kl.
13. Leikfélagið Snúður og Snælda sýnir
Rommí eftir D.L. Coburn á Hótel Örk kl.
14. Félagsvist kl. 20.
Félagsheimilið Gjábakki | Leikfimi kl.
9.15, gler og postulín kl. 9.30, jóga kl.
10.50, tréskurður kl. 13, alkort kl. 13.30,
línudans kl. 18, samkvæmisdans kl. 19.
Nk. fimmtudag, 8. mars, kl. 14 verður
fagnaður í Gjábakka með góðri dagskrá
og kaffihlaðborði.
Félagsheimilið Gullsmára 13 | Jóga,
myndlist og tréskurður kl. 9.30, ganga kl.
10. Kanasta, málm- og silfursmíði kl. 13,
jóga kl. 18. Leshópur kl. 20. Jón Kalman
Stefánsson rithöfundur verður gestur
kvöldsins.
Félagsmiðstöðin Sléttuvegi 11-13 |
Hláturjóga kl. 10.30. Bónusbíll kl. 12.40.
Bókabíll kl. 13.50.
Félags- og íþróttastarf eldri borgara
Garðabæ | Qi gong kl. 8.10, trésmíði kl.
9/13, leshringur kl. 10.30, vatnsleikfimi kl.
12.15, opið hús í kirkju, karlaleikfimi og
bútasaumur kl. 13, botsía kl. 14, Bón-
usrúta kl. 14.45, línudans kl. 15/16.
Félagsstarf eldri bæjarbúa Seltjarn-
arnesi | Vatnsl. kl. 7.15. Gler kl. 9. Kaffi-
spjall í krók 10.30. Helgistund og hádeg-
isverður með eldri borgurum úr Grafar-
vogi í kirkjunni kl. 11. Karlakaffi í kirkju kl.
14. Timburmenn í Valhúsask. kl. 13, málun
og teiknun kl. 17. Prjónakaffi í bókasafni
kl. 19.30. Ath. Jóga fellur niður í dag.
Félagsstarf Gerðubergi | Vinnustofur kl.
9, m.a. glerskurður. Stafganga og létt
ganga kl. 10. Postulín kl. 13. Aðstoð við
skattframtal í samstarfi við ríkisskatta-
stjóra er með hefðbundnum hætti, uppl.
og skrán. á staðnum og í s. 5757720.
Grafarvogskirkja | Opið hús kl. 13.30.
Helgistund, handavinna, spilað og spjall-
að. Kaffiveitingar.
Grensáskirkja | Kyrrðarstund kl. 12.
Hraunbær 105 | Handavinna kl. 9, botsía
kl. 10.30, Bónusbíll kl. 12.15. Keramík o.fl.
kl. 13.
Hraunsel | Qi gong/myndmennt kl. 10.
Leikfimi Bjarkarhúsi kl. 11.30. Brids/
myndmennt kl. 13. Tréútskurður kl. 14
(gamla Lækjarskóla). Vatnsleikf. kl. 14.40.
Hvassaleiti 56-58 | Jóga kl. 9/10. Búta-
saumur kl. 9 hjá Sigrúnu. Myndlist kl. 13.
Helgistund kl. 14, séra Ólafur Jóhanns-
son. Stólaleikfimi kl. 15.
Hæðargarður 31 | Við hringborðið kl.
8.50. Glerskurður/thai chi kl. 9. Leikfimi
kl. 10. Framhaldssagan kl. 11. Leiðbein-
ingar á tölvu kl. 13.15. Nýtt námskeið í
skrautskrift hefst 13. mars. Myndlistarh.
kl. 13. Gáfumannakaffi kl. 15. Perlufestin
kl. 16.
Íþróttafélagið Glóð | Línudans, hópur I
kl. 14.40, hópur II kl. 16.10, zumba kl.
17.30. í Kópavogsskóla.
Korpúlfar, Grafarvogi | Bingó kl. 13.30.
Vesturgata 7 | Páskabingó þri. 20. mars
kl. 12.45. Glæsilegir vinningar. Veislukaffi.
Setustofa / kaffi kl. 9. Alm. handavinna kl.
9. Tölvufærni kl. 10.55. Hádegisverður kl.
11.30. Leshópur kl. 13. Spurt og spjallað
kl. 13. Getum bætt við nemendum í gler-
skurð, Tiffany’s, kennsla fer fram fim. frá
kl. 9.15/13. Skráning og nánari upplýs. í s.
535-2740.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Bútasaumur,
glerbræðsla og smiðja kl. 9, leikfimi kl.
10.15, morgunstund kl. 9.30, handa-
vinnustofa kl. 13, framhaldssaga kl. 12.30,
félagsvist kl. 14.
Helgi Ormsson sendi Vísnahorn-inu skemmtilega kveðju:
„Bragi bóksali segir margt við
Egil.
Þar kom fram að Leifur Haralds
væri höfundur vísunnar sem Bragi
hafði svona:
Úngu skáldin yrkja kvæði
án þess að geta það.
Á Ingólfskaffi er ég í fæði
án þess að éta það.
Það er nú svo, vísur fljúga og
breytast, lagast og/eða aflagast oft
eftir hverjir fara með.
Fyrir nokkrum árum heyrði ég
umræðu á Gufunni sem hljóðaði
eitthvað þessu líkt:
Jón úr Vör kom fasmikill inn í Al-
þýðuhússkjallarann og þar sat að
snæðingi Steinn Steinarr.
Jón greip stól og ætlaði að setjast
hjá Steini og er að tauta um leið:
„Alls konar bjálfar að yrkja kvæði
án þess að geta það.“
Steinn hratt frá sér diskinum og
þar á kartöflurnar að vanda óétnar
og segir: „Á Ingólfskaffi er ég í
fæði án þess að éta það.“
Kannski hefur Leifur Haralds
verið nærri, numið og lagfært setn-
ingarnar og haldið áfram með vís-
una, en þá er spurningin: hver er
höfundurinn?
Einu sinni var ég til sjós með Jóni
Kadett og vísur oft á dagskrá og
hann var eitthvað að tauta þessa:
„Feginn vildi ég fara uppá fóstru
mína/þó ég ætti að bíða bana/bara
til að gleðja hana.“ Ég spurði víst
aldrei um höfundinn þá.
Mörgum árum seinna var ég að
vinna í húsi með Dagbjarti múrara
og við að ræða vísur og kom fóstran
meðal annars upp, hann sagðist
ekkert muna um höfundinn en hélt
að hún tengdist eitthvað Steini
Steinarr.
Enn seinna sagði Bogi frá Hrís-
dal mér þessa sögu: þeir voru góðir
félagar Steinn og Kadettinn og Jóni
fannst oft spaugilegt hve Steinn tal-
aði oft með lotningu um fóstru sína,
þessi annars strigakjaftur og þann-
ig kom Jóni hugmyndin að vísunni,
eða kannski var hann að yrkja hana
þarna á síldinni í Hvalfirðinum
haustið 1948.“
Pétur Blöndal
pebl@mbl.is
Vísnahorn
Af ungum skáldum og fóstru
Forsetakosningar
Ríkisstarfsmönnum er gert að hætta vinnu árið
sem þeir verða 70 ára. Gildir það ekki um þing-
menn, ráðherra og forseta Íslands? Spyr sá
sem ekki veit. Ég heyrði haft eftir Ásgeiri Ás-
geirssyni, fyrrverandi forseta Íslands, er hann í
nýársávarpi sínu tilkynnti að hann yrði ekki í
kjöri við forsetakosningarnar seinna á árinu:
„Ekki skaltu freista Drottins Guðs þíns og þá
ekki heldur þjóðar þinnar með þrásetu. En það
kalla ég þrásetu að sjá ekki fyrir aldurs-
takmark. Nýjar kynslóðir vaxa upp en vér sem
erum á áttræðisaldri vöxum fram af.“ Mér
finnst vel komist að orði hjá Ásgeiri ef rétt er
eftir honum haft.
Ellilífeyrisþegi.
Velvakandi
Ást er…
… að bjarga henni
frá ófreskjunum.